Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 18
SVIÐSLJÓS Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Við höfum sem þjóð leyftokkur að líta niður á iðn-að. Þetta er einhver þróunsem hefur gerst á síðustu 30-40 árum. Fyrr á tímum var litið mjög upp til iðnaðarmanna.“ Þetta segir Guðrún Hafsteinsdóttir, for- maður Samtaka iðnaðarins, spurð út í mál Sveins Rúnars Gunnarssonar lögreglumanns. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er fólk með stúdents- próf í forgangi þegar sótt er um í lögreglunám við Háskólann á Akur- eyri en Sveinn Rúnar, sem hefur starfað sem héraðslögreglumaður í fjögur ár, er með sveinspróf í húsa- smíði en var synjað um inngöngu í lögreglunám sökum þess að hann hefur ekki lokið stúdentsprófi. „Þarna sjáum við dæmi þess að það er verið að þrengja möguleika einstaklings til áframhaldandi náms vegna þess að hann er ekki með hefðbundið stúdentspróf en hann er ekki með síðri menntun,“ segir Guð- rún og bætir við: „Það er þetta sem er að. Við erum búin að búa til kerfi sem bara tikkar í einhver box en horfir ekki á umsóknina með raun- hæfum hætti.“ Of mikil áhersla á bóknám Guðrún segir mikla áherslu hafa verið lagða á bóknám og bendir á kosti þess að fólk velji sér iðnnám. „Innan skólakerfisins höfum við verið með ofboðslegan skriðþunga á nemendur að þeir velji sér hefð- bundið bóknám og að það sé lykill- inn að farsæld í atvinnutengdu lífi í framtíðinni. Ég hef verið að benda á að þetta sé bara mikill misskiln- ingur. Í vissum skilningi má segja að iðnnám sé víðtækara í dag en stúdentspróf,“ segir Guðrún. „Þarna erum við með dæmi um einstakling sem er kominn með gríðarlega starfsreynslu í lögregl- unni, er með fastráðningu og er með nám sem ég myndi telja að væri sér- staklega góður undirbúningur fyrir lögreglumenn.“ Guðrún segir það hafa verið bar- áttumál hjá Samtökum iðnaðarins að hindranir séu fjarlægðar úr vegi þeirra sem ákveða að leggja stund á iðnnám og segir: „Við erum búin að sjá fækkun í umsóknum í iðnnám stöðugt í mörg, mörg ár. Við verð- um að gera námið aðlaðandi og að- gengilegt. Ég hef lagt sérstaka áherslu á það við krakka sem hugsa sér að leggja stund á iðnnám að þau loki engum dyrum.“ Sveinspróf ekki sambærilegt Stúdentspróf eða önnur sambæri- leg menntun er eitt af skilyrðunum sem uppfylla þarf til að komast inn í lögreglunámið við Háskólann á Ak- ureyri. Aðspurð hvort sveinspróf í húsasmíði geti talist sambærilegt stúdentsprófi í þessum skilningi segir Berglind H. Jónsdóttir, áfangastjóri Fjölbrautaskólans í Breiðholti: „Það er náttúrlega ekki jafn mikið bóklegt nám. Það er tekið í öðru. Það er ekki jafn mikil ís- lenska, enska eða stærðfræði,“ en bætir við: „En byggist lögreglu- námið á þessum greinum? Það er spurningin.“ Formaður SI segir litið niður á iðnnám Morgunblaðið/Kristinn Reglan Erfiðara er fyrir iðnmenntaða að komast í lögreglunám. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mannrétt-indaráðSamein- uðu þjóðanna gaf út í síðustu viku nýja skýrslu um ástand mála í Venesúela, en því ríki var fyrir ekki svo löngu hampað sem birtingarmynd „sósíalisma 21. aldarinnar“. Í skýrslunni kemur glöggt fram, að ástand mannréttinda í Vene- súela er ekki svo ólíkt því sem tíðkaðist, og tíðkast jafnvel enn, í helstu sósíalistaríkjunum á 20. öldinni. Á meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að trúverð- ug sönnunargögn bendi til þess að lögregluyfirvöld í Venesúela hafi tekið af lífi mörg hundruð manns án dóms og laga. Frá- sagnirnar eru flestar á þann veg að lögreglusveitir hafi ruðst inn í heimili í fátækra- hverfum helstu borga og skotið þar unga menn sem taldir voru geta orðið stjórnvöldum óþæg- ur ljár í þúfu. Þá voru sumar aftökurnar ekki pólitísks eðlis, heldur eingöngu hugsaðar sem aðferð til þess að berjast gegn aukinni glæpatíðni. Það fylgir sögunni að enginn þeirra sem bera ábyrgð á þess- um aðgerðum hefur þurft að svara til saka fyrir þær, enda njóta lögreglumennirnir frið- helgi fyrir saksóknum. Yfir- maður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, Zeid Ra- ‘ad al Hussein, hvatti hins veg- ar til þess, þegar hann kynnti skýrslu sína, að ráðist yrði í al- þjóðlega rannsókn á þessum ásökunum og að helstu for- kólfar þessara aðgerða yrðu sóttir til saka fyrir alþjóða- glæpadómstólnum. Óvíst er þó hvort eða hvenær slík rannsókn gæti haf- ist. Þetta mál er að- eins eitt af mörgum dæmum þess hvernig mannréttindi hafa verið fótum troðin í Venesúela í nafni chavismans og tíundar skýrslan ýmis dæmi þess. Snú- ast þau einkum um hina póli- tísku kúgun sem nú ríkir í land- inu, en fjölda stjórnarandstæð- inga hefur verið varpað í fangelsi og öll mótmæli gegn hinni ömurlegu stefnu stjórn- valda, sem skilið hefur landið eftir á vonarvöl, eru barin niður með harðri hendi. Hafa ber í huga að Venesúela er ríkt að olíuauðlindum, en ol- íuiðnaður landsins hefur verið keyrður niður í duftið af ára- tugaóstjórn chavistanna. Í landi sem ætti að geta staðið vel eru langar biðraðir eftir mat og öðrum nauðsynjum, auk þess sem heilbrigðiskerfið er að hruni komið. Óðaverðbólga hef- ur gert gjaldmiðilinn verðlaus- an og smygl og annars konar glæpastarfsemi blómstrar sem aldrei fyrr. Allt er þetta því miður kunn- uglegt frá fyrri tíð. Það eina sem kemur á óvart er að fólk skyldi trúa því að ný tilraun með sósíalisma, að þessu sinni í Venesúela, myndi enda á ein- hvern hátt betur en þær sem áður komu. Því miður bendir fátt til þess að stjórnarhættir Venesúela muni breytast á næstunni. Þar verða mannrétt- indi áfram fótum troðum á meðan allur þorri almennings líður skort. Ný skýrsla SÞ birtir ófagra mynd af brotum stjórnvalda} Mannréttindi fótum troðin í Venesúela Nú höfum viðsnúið við blaðinu“ sagði Alex- is Tsipras, forsætis- ráðherra Grikk- lands, kátur í bragði í síðustu viku þegar Grikkir náðu samkomulagi við helstu lánardrottna sína, sem í orði kveðnu táknar það að landið er laust undan „neyðarpakk- anum“ sem settur var saman sumarið 2015. Engu að síður er staðan enn þröng fyrir Grikki. Með samkomulaginu nýja var lengt í helstu lánalínum með þeim hætti að Grikkir þurfa ekki að greiða vexti af lánum sem nema um 130 milljörðum evra fyrr en eftir tíu ár. Þá fékk land- ið 15 milljarða evra til viðbótar, fyrst og fremst til þess að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en lán hans til Grikkja eru á gjald- daga á næsta ári. Þó að Tsipras hafi fagnað tímamótunum eru margir samlandar hans ekki á því að samkomulagið sé gott fyrir Grikki. Til að mynda er ljóst að Grikkir þurfa eftir sem áður að halda sig á mottunni í útgjöldum, auk þess sem þeim er gert að leiða í lög alls kyns breytingar á efnahag og stjórn- kerfi sínu á næstu árum. Lánardrottnar Grikklands halda landinu því enn í spenni- treyju og stjórnvöld í Aþenu þurfa enn að sætta sig við að vera undir hælnum á ráðandi öflum innan Evrópusambands- ins. Vandamál Grikkja hafa því ekki verið leyst með núverandi samkomulagi, þó að bráðasta skuldavandanum hafi verið velt áfram. Grikkir sitja enn uppi með evruvandann og munu gera lengi enn. Samið á ný um skuldirnar – en staðan er enn þröng} Grikkir „snúa við blaðinu“ N ýtt greiðsluþátttökukerfi heil- brigðisþjónustu tók gildi 1. maí 2017. Breytingarnar eru ein- hverjar þær mestu sem gerðar hafa verið á þessu sviði í ára- raðir. Eftir að ég tók við embætti heilbrigð- isráðherra beindi ég þeirri beiðni til Sjúkra- trygginga Íslands að taka saman skýrslu þar sem reynslan af greiðsluþátttökukerfinu yrði tekin saman, ári eftir að kerfið var tekið í notkun. Í skýrslu Sjúkratrygginga var meðal annars skoðað hvort breytingar hefðu orðið á notkun heilbrigðisþjónustunnar, áhrif kerf- isins á útgjöld sjúklinga í samanburði við gamla kerfið og áhrif breytinganna á útgjöld sjúkratrygginga fyrir heilbrigðisþjónustu. Niðurstaða skýrslu Sjúkratrygginga er að nýtt greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjón- ustu hefur aukið jöfnuð í heilbrigðiskerfinu, eins og að var stefnt. Því markmiði að lækka verulega útgjöld þeirra sem þurfa mest á heilbrigðisþjónustu að halda hefur verið náð, auk þess sem þak sem sett var á há- marksgreiðslur sjúklinga hefur varið þá sem veikastir eru fyrir miklum útgjöldum. Útgjöld barnafjölskyldna hafa lækkað, en börn eru að mestu gjaldfrjáls í nýja kerf- inu. Auk þess má nefna að hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar í heilbrigðiskerfinu hefur styrkst. Þegar hámarksgreiðslur einstaklinga fyrir gildistöku nýja kerfisins, og eftir hana, eru skoðaðar kemur í ljós mikill munur. Árið 2016 greiddu rúmlega 15.500 ein- staklingar meira en 70.000 kr. fyrir heilbrigðisþjónustu á árinu. Þar af greiddu rúmlega 800 ein- staklingar yfir 200.000 kr. og nokkrir tugir enn meira. Hæsta greiðsla einstaklings í gamla kerfinu nam rúmum 400.000 kr. Eftir að nýja kerfið tók gildi í maí 2017 hefur eng- inn greitt meira en um 71.000 kr. á 12 mán- uðum, fyrir heilbrigðisþjónustu sem fellur undir kerfið. Það er markmið ríkisstjórnarinnar að minnka greiðsluþátttöku sjúklinga í heil- brigðiskerfinu. Stefnt er að því að minnka greiðsluþátttökuna þannig að hlutdeild sjúk- linga hérlendis verði sambærileg því sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Greiðsluþátttökukerfið er einn liður í því að minnka greiðsluþátttöku einstaklinga, en 1,5 milljarðar króna voru lagðir inn í kerfið til að standa straum af auknum kostaði hins opin- bera vegna kerfisins. Greiðsluþak sjúkratryggðra sam- kvæmt kerfinu hefur ekki hækkað síðan ég tók við emb- ætti heilbrigðisráðherra, þrátt fyrir að breytingar hafi verið gerðar á gjaldskrá til samræmis við verðlags- uppfærslur til samræmis við forsendur fjárlaga ársins 2018. Gjaldskrárbreytingar sem þessar eru alla jafna gerðar árlega, og hið sama gildir um verðlagsuppfærslur sem leiða til hækkana, t.d. hækkana á bótum almanna- trygginga. Ég mun halda áfram að vinna að því að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga enn frekar, en það er for- gangsmál í mínum huga. Svandís Svavarsdóttir Pistill Jafnari greiðsluþátttaka Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Mikil aukning er á aðsókn nemenda í verk-og starfsnámsbrautir í haust, að því er fram kemur í úttekt Mennta- og menningamálaráðuneytisins. Á einu ári hefur aðsóknin í þetta nám aukist um 33%. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, segir þessa aukn- ingu ánægjulega. „Það sem er sérstaklega ánægjulegt er að krakkar eru að velja iðn- og verknám beint úr grunnskóla. Þetta eru kannski viðhorfsbreytingar í samfélaginu, fólk er að átta sig á því hvað þetta er vænlegur kostur. Skól- arnir hafa líka verið duglegir að kynna sig. Til dæmis bauð Tækniskólinn öllum grunnskólanemendum á sýninguna Verk og vit. Samtök iðnaðarins hafa líka verið mjög dugleg að tala um þetta og ég held að þetta sé bara loksins að skila sér.“ Í Tækniskólanum er aðsóknin orðin töluvert meiri í rafiðngreinar, byggingagreinar og málmgreinar, að sögn Hildar. Nemendur sem sóttu um skólavist í framhaldsskólum fyrir haustönn 2018 voru 3.930, sem er 95% allra þeirra sem útskrifuðust úr grunn- skóla í vor. Flestir nemendur innritast á bóknáms- eða listnámsbrautir til stúdentsprófs eða 69% allra sem sóttu um framhaldsskólanám. Um 16% nemenda eru innritaðir á verk-eða starfsnámsbrautir en 15% á almenna námsbraut en það er lægra hlutfall en undanfarin ár. veronika@mbl.is Stóraukin aðsókn í verk- og starfsnámsgreinar MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ MEÐ SAMANTEKT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.