Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018 Fyrsta prósaverk Stein-unnar G. Helgadóttur,Raddir úr húsi loft-skeytamannsins, vakti verðskuldaða athygli fyrir örugg efnistök, fagmannlega mótaðan textann og skemmtilegan sögu- heiminn. Sú bók er sagnasveigur með á þriðja tug mislangra frá- sagna sem tengjast með neti allra- handa vísana, atburða og persóna. Í skrifum mínum um þá bók gat ég þess að Steinunn væri menntuð myndlistarkona sem hefði sent frá sér fínar ljóðabækur og sá bak- grunnur, við slípun orða og hug- mynda, nýttist henni greinilega vel í því forvitnilega verki. Ein sagnanna í Raddir úr húsi loftskeytamanns- ins fjallar um unga manninn Janus en þegar móðir hans deyr greinir faðir hans leigubíl- stjórinn honum frá því að hann eigi ellefu hálf- systkini víða um land og öll séu þau fædd árið áður en hann fædd- ist. Janus lagði upp í ferð til að leita hálfsystkinin uppi og fékk les- andinn að kynnast ferðalaginu og systkinum sem hann hitti á flakk- inu. Í nýju bókinni með þennan fína titil sem vísar skemmtilega á um- fjöllunarefnið, Samfeðra – með stafavíxli er það orðið samferða, sem líka á vel við – hittum við Janus aftur og það á sama ferða- laginu. Nema hér er það eina við- fangsefnið. Eins og í fyrri bókinni leikur höfundur sér með fjölda skemmti- legra hugmynda og lýsinga og vinnur úr þeim á fjölbreytilegan og oft á tíðum óvæntan og skondinn hátt. Og einn helsti styrkur Stein- unnar eru vel mótaðar myndirnar sem hún dregur upp af öryggi og sviðsetningar með persónum og ólíkum aðstæðunum sem þær eru í. Janus er einfari, eins og glögg- lega sést strax í fyrsta kafla bók- arinnar, einskonar inngangi, þar sem lýst er áhuga hans sem ungs drengs á gæludýraverslun sem var opnuð í hverfinu hans. Hinir krakk- arnir í hverfinu voru líka spenntir fyrir búðinni í byrjun og Janus hélt sig þá til hlés en þegar áhugi hinna dvínaði þá var hans tími kominn – og hann dróst að fiskabúrinu. „Ryksugufiskurinn varð strax uppáhaldið mitt, praktískur, iðinn og lítillátur saug hann sig fastan við glerið og í þjónustu við eigin hagsmuni og heildarinnar lagði hann sig fram við að hreinsa burt óhreinindi, dag og nótt, agnarögn fyrir agnarögn.“ (7) Og kannski er Janus sjálfur einskonar ryksugu- fiskur, þar sem hann reynir að tengja þau systkinin og sýgur upp sögurnar um líf þeirra. Fyrsti kaflinn er fyrstu persónu frásögn Janusar en eftir það sveifl- ast sjónarhornin til, frá einni per- sónu til annarrar, og er það á stundum eins og ágætlega lukkuð æfing höfundarins í glímu við ólík- an frásagnarhátt. Fyrir vikið verð- ur frásögnin fjölbreytileg; lesand- inn sér Janus með augum annarra sem frekar væskilslegan og hikandi náunga, sem margir eiga bágt með að skilja, en þegar hann miðlar sögunni sjálfur tekur hann þræðina saman. Fáskiptinn faðirinn segir frá í öðrum kafla, rifjar upp sumarið á strandferðaskipinu, ævintýraferðina sem hann segir hafa verið mesta hamingjutíma ævi sinnar en þá gat hann börnin ellefu. Næst fær les- andinn að fylgjast með konu á Akranesi sem eignaðist þríbura með föður Janusar en hún veltir því stundum fyrir sér „hvað hafi orðið af strákkjánanum, pabba þeirra“ og hún vorkennir Janusi eftir að hann birtist, þar sem hann eltir systur sínar eins og hundur. Þá segir frá blind kona sem hafði komist að því að einhver leigubíl- stjóri væri faðir sinn og boðar hann á óheppilegan fund; svo hefur orðið rúmfastur og ósjálfbjarga fóstur- faðir eins hálfbróðurins; þá erlend- ur farandtannlæknir sem Janus fær far hjá; og meira að segja kynnumst við hugsunum hunds eins hálfbróðurins. Þegar líður á frásögnina fer Janus að finna sjálf- an sig, um leið og hann finnur systkinin, og virðist að lokum finna sér góðan samastað. Einn helsti styrkur sögunnar felst í hnyttnum mannlýsingunum og óvæntum tengingum. Hin blinda Hermína er til að mynda eini myndlistargagnrýnandi fjölmiðla landsins, skrifar í þrjá, undir eigin nafni og tveimur dulnefnum. „Fólk hættir aldrei að velta fyrir sér hvernig ég, lögblind manneskjan, voga mér að gagnrýna myndlist sem flestir eiga í basli með að skilja þó sjáandi séu. En skilningur einskorðast ekki við augun sem eru afskaplega ófullkomin skynfæri og sjá allt á hvolfi. Það er heilinn sem lendir í að rétta veröldina við, koma skipulagi á hlutina.“ (257) Annað dæmi er lýsing þríburamóð- urinnar á því að búa til kjötfars: „Þetta geri ég þrisvar í viku, nú síðast á þriðjudaginn en þann dag varð lestarslys í Ungverjalandi og á meðan spaðarnir í hrærivélinni tættu í sundur og hnoðuðu saman bleikt kjötfarsið dóu þarna þrjátíu og sjö manneskjur og átján slös- uðust.“ (21) Kaflarnir hefjast allir á óræðum svarthvítum ljósmyndum, sem kall- ast á við efni þeirra og einnig á við þann sið Januasr að smella af ljós- myndum. Uppbrotinn frásagnarhátturinn skapar margradda kór en í honum felst líka veikleiki frásagnarinnar, því sumir hafa sterka rödd og segja áhugaverða sögu en aðrir eru óneitanlega lágværari og sögur þeirra hreinlega daufar. Því vantar á stundum öflugri drifkraft til að knýja söguna áfram. En Steinunn fer hér óneitanlega vogaða og at- hyglisverða leið, við að vinna áfram úr einni meginsagna fyrri skáld- sögu sinnar. Það gengur að mörgu leyti vel upp og verður spennandi að sjá í hvaða ferðalag hún leggur næst, því sem prósahöfundur hefur hún fundið sína rödd og hefur ótví- ræða hæfileika. Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinunn Fjölbreytilegur frásagn- arháttur Samfeðra skapar marg- radda kór í sögunni. Heilinn réttir veröldina við Skáldsaga Samfeðra bbbmn Eftir Steinunni G. Helgadóttur. JPV útgáfa, 2018. Kilja, 271 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Vargur 16 Bræðurnir Erik og Atli eiga við fjárhagsvanda að stríða. Þeir grípa til þess ráðs að smygla dópi. Erik skipulegg- ur verkefnið og allt virðist ætla að ganga upp, en óvænt atvik setur strik í reikninginn. Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 20.00 Andið eðlilega IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 22.00 Svanurinn 12 Afvegaleidd níu ára stúlka er send í sveit um sumar til að vinna og þroskast. Morgunblaðið bbbmn IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 18.00 101 Reykjavík Metacritic 68/100 IMDb 6,9/10 Bíó Paradís 20.00 The Big Sick Metacritic 86/100 IMDb 7,6/10 Bíó Paradís 22.00 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 22.00 Solo: A Star Wars Story 12 Ævintýri Han Solo og Chew- bacca áður en þeir gengu til liðs við uppreisnina, þar á meðal kynni þeirra af Lando Calrissian. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 62/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 16.50, 19.40, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00 Sambíóin Akureyri 22.30 Ocean’s 8 Debbie Ocean safnar saman liði til að fremja rán á Met Gala-samkomunni í New York. Metacritic 61/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 16.50, 17.30, 19.10, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 17.00, 19.40, 21.00 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00 Terminal 16 Myndin fjallar um tvo leigu- morðingja, forvitna þjón- ustustúlku, kennara og hús- vörð sem býr yfir hættulegu leyndarmáli. Metacritic 26/100 IMDb 5,2/10 Sambíóin Kringlunni 22.00 Book Club Metacritic 53/100 IMDb 6,3/10 Líf fjögurra góðra vinkvenna breytist til frambúðar, eftir að þær lesa söguna 50 Sha- des of Grey í bókaklúbbnum sínum. Smárabíó 15.30, 19.30, 20.10, 22.30 Háskólabíó 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.30, 19.30 Deadpool 2 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 66/100 IMDb 8,1/10 Smárabíó 22.00 Avengers: Infinity War 12 Avengers og bandamenn þeirra verða að vera klárir í að fórna öllu til að sigra hinn öfluga Thanos. áður en eyði- leggingarmáttur hans leggur alheiminn í rúst. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 68/100 IMDb 8,8/10 Sambíóin Álfabakka 21.50 Bókmennta- og kartöflubökufélagið Metacritic 64/100 IMDb 7,1/10 Háskólabíó 17.50 HM: Ísland - Króatía Smárabíó 18.00 Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf að annast Jack-Jack á með- an Helen, Teygjustelpa, fer og bjargar heiminum. Metacritic 80/100 IMDb 8,9/10 Laugarásbíó 15.00, 17.30 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 16.00, 17.00, 18.30, 19.30, 22.00 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.20, 17.30, 22.20 Háskólabíó 18.00 Draumur Myndin skoðar ósagða sögu Mjallhvítar, Öskubusku og Þyrnirósar, sem komast að því að þær eru allar trúlof- aðar sama draumaprins- inum. Smárabíó 15.00, 18.00 Pétur Kanína Smárabíó 15.10 Midnight Sun Metacritic 38/100 IMDb 6,5/10 Myndin fjallar um 17 ára gamla stelpu, Katie. Hún er með sjaldgæfan sjúkdóm sem gerir hana ofur- viðkvæma fyrir sólarljósi. Sambíóin Álfabakka 19.30 Morgunblaðið bbmnn Metacritic 52/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 15.00, 19.50, 22.25 Sambíóin Álfabakka 16.45, 19.30, 21.30, 22.15 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.40 Smárabíó 15.10, 19.30, 22.20 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 21.30 Jurassic World: Fallen Kingdom 12 Kona fer í stríð Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar- verkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og há- lendi Íslands þar til mun- aðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Morgunblaðið bbbbb Laugarásbíó 17.40, 19.50, 22.00 Smárabíó 15.10 Háskólabíó 18.00, 21.00 Bíó Paradís 20.00 Adrift 12 Metacritic 56/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 17.40, 20.00, 22.10 Sambíóin Keflavík 22.20 Smárabíó 20.10, 21.00, 22.30 Háskólabíó 21.10 Borgarbíó Akureyri 17.30, 19.30, 21.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.