Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018 Garðtraktorar í miklu úrvali ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Birni Bjarnasyni þykir réttilegaað Gunnlaugur Auðunn Júl- íusson, sveitarstjóri í Borgar- byggð, hafi birt áhugaverðan pistil 17. júní þar sem sagði meðal ann- ars:    Það stekkur eng-inn lengra en hann hugsar. Full- veldið fyrir 100 ár- um og síðan sjálf- stæðið er að mínu mati lykillinn að þeim árangri sem við höfum náð á al- þjóðavettvangi í íþróttum og auð- vitað svo mörgu öðru.    Hugarfarið er undirstaða svomargs. Að treysta á sjálfan sig. Að vera stoltur af sér og sín- um og gera sitt besta fyrir land og þjóð. Að skipta máli. Nú er það svo að það hefur örlað á því í um- ræðunni á seinni árum að það sé ekki sjálfsagt að vera stoltur af landi og þjóð. Það þyki jafnvel bera merki um annarlegar kennd- ir í garð annarra þjóða að vera ánægður með sitt. …    Þetta viðhorf kom upp í hugann,þegar ég horfði á mynd í norska sjónvarpinu á dögunum, sem var gerð um íslenska lands- liðið í fótbolta. Það var rætt við ýmsa sem ég tilgreini ekki frekar og reynt að setja eitthvert sam- hengi milli aðstæðna á Íslandi og árangurs landsliðsins. Myndin var gerð af íslenskum aðilum.    Tilfinningin, sem sat eftir aðþættinum loknum, var að það virtist sameiginlegt með flestum þeim sem rætt var við að þau virt- ust eiga óskaplega erfitt með að segja eitthvað jákvætt um sitt heimaland. Það virtist frekar reynt að tína til það sem lakara var. Það var t.d. fussað þegar rætt var um hvort Ísland væri velferð- arríki.“ Gunnlaugur Auð- unn Júlíusson Sjálfsmarkakóngar STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.6., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 7 rigning Akureyri 11 skýjað Nuuk 3 skúrir Þórshöfn 11 léttskýjað Ósló 29 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 18 léttskýjað Lúxemborg 17 skýjað Brussel 22 heiðskírt Dublin 24 heiðskírt Glasgow 22 léttskýjað London 27 heiðskírt París 24 léttskýjað Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 15 súld Berlín 20 skýjað Vín 20 skýjað Moskva 21 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 28 heiðskírt Barcelona 26 heiðskírt Mallorca 28 léttskýjað Róm 19 skúrir Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 19 alskýjað Montreal 18 léttskýjað New York 24 léttskýjað Chicago 23 heiðskírt Orlando 31 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:59 24:04 ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36 SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19 DJÚPIVOGUR 2:14 23:47 Gríptu boltann er heiti verkefnis sem kynnt verður á ráðstefnu á veg- um Evris kl. 13 í Iðnó í dag. Verk- efnið er styrkt af Erasmus+- áætlun ESB, að því standa fjögur teymi frá Íslandi, Bretlandi og Litháen og þar er unnið að því að þróa aðferðafræði og hugmyndir, fyrir fólk um og yfir fimmtugt. Í fréttatilkynningu frá Evris segir að með hækkandi aldri og bættum lífskjörum séu verulegar líkur á því að um fimmtugt eigi fólk eftir 30 góð ár. Spurningin sé hvernig eigi að verja þeim með sem bestum hætti bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og vinnumarkaðinn. Meðal þeirra sem flytja erindi á ráðstefnunni er Frances Coppola, sem er dálkahöfundur hjá m.a. BBC, New York Times og The Guardian. Hún segir frá eigin reynslu af því að skipta um starfsferil á miðjum aldri og mikilvægi fólks á þeim aldri fyrir vinnumarkað og samfélagið. Að skipta um starf um fimmtugt  Ráðstefna um „Gríptu boltann“ Frances Coppola Líklegt má telja að ökumaður Toyota Landcruiser-bifreiðar hafi sofnað eða misst athygli við akst- urinn af öðrum ástæðum þegar hann ók yfir á rangan vegarhelming í Hvalfjarðargöngunum fyrir tveimur árum og olli bana 67 ára gamallar konu. Þetta er niðurstaða skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngu- slysa. Slysið varð upp úr hádegi hinn 5. júní árið 2016, um 700 metra fyrir innan syðri munna ganganna. Toyota-bifreiðin var á suðurleið og var ekið yfir á rangan vegarhelming, í veg fyrir Subaru-bifreið á norður- leið. Konan sem lést var farþegi í Subaru-bifreiðinni. Ökumenn beggja bifreiða og farþegar í Toyota- bifreiðinni slösuðust mikið en allir voru í beltum. Í skýrslu rannsóknarnefndar er þeim ábendingum komið á framfæri að til að auka öryggi ætti að kanna með möguleika á að breikka rifflur á milli akstursátta. Rifflur virka með þeim hætti að þær mynda hávaða og titring þegar ekið er yfir þær sem er ætlað að vara ökumann við því að bifreiðin sé að fara yfir miðlínu. „Jafnframt beinir nefndin því til veg- haldara að leita leiða til að auka vit- und ökumanna á nauðsyn þess að viðhalda nægilegu bili milli ökutækja í göngunum,“ segir í skýrslunni. hdm@mbl.is Bílstjóri sofnaði sennilega undir stýri  Rannsóknarnefnd skilar skýrslu um banaslys í Hvalfjarðargöngum árið 2016 Morgunblaðið/Sverrir Göngin Banaslys varð árið 2016.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.