Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Útsöluverð
4.997
verð áður 9.995
stærðir 37-41
Útsöluverð
2.998
verð áður 9.995
stærðir 36-42
Útsalan er hafin
30-70%
afsláttur
Leður sandali
Leður strigaskór
Kr. 14.900.-
Str. 36-46
3 litir
2-BIZ
buxur
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Næstkomandi fimmtudag mun
„Formula Student“-lið Háskóla Ís-
lands, Team Spark, afhjúpa nýj-
asta bíl sinn við athöfn á Háskóla-
torgi klukkan 17. Marín Lilja
Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri
Team Spark, segir í samtali við
Morgunblaðið verkefnið vera gríð-
arlega tímafrekt en liðið heldur
með bílinn á verkfræðikeppni í
Barcelona nú í sumar.
„Við förum til Barcelona á
Formula Student og keppum á
formúlubrautinni þar,“ segir Mar-
ín en um 70 lið keppa í kepnninni í
ár. Aðspurð hvort keppnin sé eins
og hver önnur formúlukeppni segir
Marín: „Nei. Við keppum í kapp-
akstri en svo keppum við líka í
hönnun og erum með hönnunar-
kynningar. Þetta er svona verk-
fræðikeppni.“
Lið Háskóla Íslands hefur tekið
þátt í keppninni frá árinu 2011 en
Marín tekur nú þátt í verkefninu í
annað skipti. Hún segir íslenska
liðið hingað til ekki hafa komist til
neinna sérstakra metorða í keppn-
inni en bætir við: „Það er bara
mjög stórt afrek að ná að keyra í
keppni. Við höfum einu sinni náð
að keyra.“
Liðið samanstendur af um 40 há-
skólanemum sem flestir leggja
stund á einhvers konar verkfræði-
nám. Meirihluti liðsmanna mun
fara í keppnina á Spáni en Marín
segir að liðsmenn starfi á einn eða
annan hátt við bílinn á hverjum
degi í næstum heilt ár.
„Við erum að breyta burðar-
virkinu. Við höfum alltaf verið
með stálgrind en núna verður
þetta svona sjálfberandi burðar-
virki,“ segir Marín spurð að hvaða
leyti bíllinn í ár er frábrugðinn
þeim fyrri. Þá er bíllinn einnig
rafmagnsbíll en lið Háskóla Ís-
lands hafa alltaf teflt fram bílum
knúnum rafmagni í Formula Stud-
ent-keppninni.
Við athöfnina á fimtudag mun
einnig fara fram kynning á nafni
bílsins og mun dr. Jón Atli Bene-
diktsson, rektor Háskóla Íslands,
flytja stutta ræðu. Þá verða einnig
fulltrúar frá þeim fyrirtækjum
sem styrkt hafa Team Spark við-
staddir en Marín segir kostnað við
verkefnið hlaupa á tugum millj-
óna.
Formúlubíll afhjúpaður í HÍ
Team Spark kynnir nýjasta formúlubílinn á Háskólatorgi á fimmtudag
Fjörutíu manns vinna við bílinn Það er afrek að ná að keyra í keppni
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Kappakstursbíll Marín Lilja telur góðar líkur á að bílinn taki þátt í keppn-
inni í Barcelona í ár. Mynd frá afhjúpun á formúlubíl Team Spark 2016.
Fjórir eru slasaðir eftir harðan
tveggja bíla árekstur á þjóð-
vegi 1 nálægt afleggjaranum að
Uppsölum, rétt vestan við
Vatnsdalshóla, laust eftir
klukkan hálfsex í gærkvöldi.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni var fólkið flutt til
aðhlynningar á Heilbrigðis-
stofnunina á Blönduósi en einn-
ig var óskað eftir aðstoð þyrlu
Landhelgisgæslunnar sem flutti
þrjá á Landspítalann í Foss-
vogi.
Ekki hafa fengist upplýs-
ingar um orsakir slyssins. Lög-
regla var að störfum á vett-
vangi til kl. rúmlega sjö í
gærkvöld.
Tveir bílar skullu
harkalega saman
Meirihluti hluthafa í Vinnslustöð-
inni í Vestmannaeyjum (VSV)
samþykkti á hluthafafundi í gær
að fara fram á rannsókn á skulda-
afskriftum Landsbankans gagn-
vart félögum tengdum Guðmundi
Kristjánssyni, nýráðnum forstjóra
HB Granda, sem oftast er kenndur
við Brim. Bæði Vinnslustöðin og
Seil ehf. sem er stærsti hluthafi
fyrirtækisins eru hluthafar í
Landsbankanum.
Í ályktun sem samþykkt var á
fundinum var kallað eftir rannsókn
á því hvort um óeðlilega undir-
verðlagningu hafi verið að ræða
þegar félagi tengdu Guðmundi var
veitt heimild til að kaupa Brim hf.
út úr gjaldþrota móðurfélagi sínu,
Línuskipum ehf., og skilja það fé-
lag eftir sem eignalaust félag með
milljarðaskuld við bankann.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirs-
son, framkvæmdastjóri VSV, sagði
í samtali við mbl.is í gær að rann-
sóknarbeiðnin yrði lögð fyrir
næsta hluthafafund Landsbank-
ans.
„Þar verður kannað hvernig það
getur verið að maður sem hefur
fengið afskrifaða 15 til 20 milljarða
hjá bankanum sé kominn með 40
til 50 milljarða króna lán aftur,“ en
þar vísar Sigurgeir Brynjar m.a.
til þess að Landsbankinn fjár-
magnaði 21,7 milljarða kaup Guð-
mundar á ríflega 34% hlut Guð-
mundar í HB Granda.
Vilja rannsókn á lánveitingu
Grímur Sigurðsson, lögmaður
Brims, gefur lítið fyrir tillöguna.
„Í huga Brims er augljóst að
þessi tillaga Seilar hefur ekkert
með rekstur VSV að gera og ekk-
ert með hagsmuni hluthafa VSV að
gera. Tillagan er greinilega svar
meirihluta hluthafa VSV við lög-
mætum beiðnum minnihluta hlut-
hafa félagsins um rannsókn á lán-
veitingum VSV til hluthafa
félagsins og eingöngu sett fram til
að drepa þessu máli á dreif.“ Þar
vísar Grímur til tillögu sem var
forsendan að baki boðun hluthafa-
fundarins í gær. Hann var boðaður
að kröfu Brims til að taka fyrir til-
lögu um að lánveitingar VSV til
tveggja starfsmanna og hluthafa í
fyrirtækinu árið 2008 yrðu rann-
sakaðar.
Stjórnarformaður VSV hvatti
fulltrúa Brims á hluthafafundinum
til að draga tillögu sína til baka.
Við því var ekki orðið og var sam-
þykkt að efna til rannsóknarinnar.
Aðeins þurfa 10% hluthafa að vera
samþykk tillögu af þessu tagi til að
rannsókn fari fram en Brim á
33,28% í VSV.
Eigendur VSV
takast hart á
Kalla eftir rannsóknum á báða bóga
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Átök Eigendahópur VSV hefur um langt skeið verið klofinn vegna ágrein-
ings. Ekkert bendir til þess að breyting verði á miðað við nýjustu vendingar.
Um 90 fíkniefnamál komu upp í
tengslum við tónlistarhátíðina Secret
Solstice sem haldin var í Laugardaln-
um um helgina. Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu lagði aðallega hald á
kannabisefni, en einnig ætlað kókaín,
amfetamín, MDMA og e-töflur.
Í tilkynningu frá embættinu kem-
ur fram að við eftirlitið hafi lögreglan
notið aðstoðar tveggja fíkniefnaleit-
arhunda og reyndust þeir mjög vel.
Eitthvað var um pústra á hátíðinni,
en níu líkamsárásir voru tilkynntar til
lögreglu.
Eins og vænta mátti var ástand
gesta misjafnt og þurfti að fjarlægja
nokkra þeirra af svæðinu af þeirri
ástæðu. Nokkuð var um kvartanir
íbúa í nágrenninu vegna hávaða frá
hátíðinni, en tilkynningarnar voru vel
á annan tug. Í gærkvöldi sendi stjórn
Foreldrafélags Laugalækjar- og
Laugarnesskóla frá sér ályktun þar
sem farið er fram á að borgaryfirvöld
rifti samningi við skipuleggjendur
hátíðarinnar þar sem ekki hafi verið
staðið við fyrirheit um framkvæmd
hátíðarinnar. Í ályktuninni er farið
fram á að hátíðin fari ekki aftur fram
í Laugardal og á svæði íþróttafélags-
ins Þróttar. Þar kemur einnig fram
að stjórn foreldrafélagsins viti fyrir
víst að börnum og unglinum, allt nið-
ur í 15 ára, hafi verið hleypt inn á
svæðið og gert kleift að kaupa áfengi
á svæðinu.
Níutíu fíkniefnamál
og níu líkamsárásir