Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018 Mig langar að minnast kærs vin- ar, Sigurbjörns Kristinssonar eða Sidda eins og hann var oftast kallaður. Ég hitti Sidda og Eddu fyrst fyrir réttum þrjátíu árum þegar ég kynntist Magga einkasyni þeirra. Strax var mér tekið opn- um örmum af þeim sómahjónum og var mér fljótt boðið í hádeg- ismat til þeirra á sunnudegi en þar svignaði borðið undan mat og þannig var það alla tíð. Edda sá vissulega alltaf um veiting- arnar en hlutur Sidda var þó mikilvægur þar sem hann teikn- aði ávallt upp borðið eins og hann sagði sjálfur í gamansöm- um tón. Eftir að Maggi dó langt fyrir aldur fram hefur vinátta okkar haldist og alltaf var gott að koma til þeirra í Stigahlíðina. Þau sýndu mér og því sem ég tók mér fyrir hendur áhuga og spurðu frétta. Siddi hafði gaman af því að rifja upp skemmtilegar sögur og áttum við nokkrar góðar sem við hlógum að reglulega í gegnum Sigurbjörn Ó. Kristinsson ✝ Sigurbjörn Ó.Kristinsson fæddist 12. júlí 1927. Hann lést 17. júní 2018. Útför Sigur- björns fór fram 25. júní 2018. árin eins og þegar við hittumst í New York og fórum á fínan veitingastað í boði Sidda sem gleymdi þó að skrifa undir visa- nótuna og var eltur út á götu af þjón- inum. Það var líka gaman þegar hann dró fram nikkuna sína og spilaði. Þegar ég eignaðist mína fjöl- skyldu tóku þau henni með væntumþykju og hlýju. Siddi var yfirleitt kátur og allt fram til síðustu stundar hélt hann gamanseminni og gríninu þó heilsunni hrakaði. Hann var heppinn að eiga Eddu sína að en hún stóð eins og klettur við hlið hans og dekraði við hann á allan hátt. Nú hefur Siddi fengið hvíld- ina og er ég viss um að Maggi hefur tekið vel á móti honum. Ég bið góðan Guð að geyma Sidda og styrkja Eddu, Magn- hildi og fjölskylduna alla á þess- ari kveðjustundu. Við Þór og börnin okkar þökkum Sidda fyrir allt. Margrét Tómasdóttir. Elsku Siddi minn, Þú varst einstakur maður sem mér þótti gríðarlega vænt um. Þið Edda eruð mér svo kær og það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn, enda voruð þið mér sem amma og afi. Það var aldrei dauð stund í kringum þig og ég tel mig vera gríðarlega lánsama að hafa fengið að þekkja þig og um- gangast. Þú varst einn besti maður sem ég þekkti, enda með hjartað á réttum stað og gott skopskyn. Það var hægt að spjalla við þig um allt milli him- ins og jarðar, en sérstaklega var þó gaman að spjalla um fótbolta og heyra sögur frá fortíðinni, helst með heitt súkkulaði á kantinum. Ást eins og þín og Eddu er vandfundin og það sást langar leiðir að þú sást ekki sólina fyrir henni. Við vitum bæði hvað hún er sterk, enda stóð hún vaktina með þér í blíðu og stríðu, til hinstu stundar, eins og hetja. Ég mun ávallt minnast góðra stunda með þér og Eddu í Stiga- hlíðinni, þar sem allir í kringum þig hlógu sig máttlausa. Þú varst mér svo kær og það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að hlæja með þér aftur, en ég veit að þú ert kominn á betri stað, og nú fáið þið Maggi þinn að njóta samveru hvor annars. Það er ein setning sem lýsir tilveru þinni ansi vel, Siddi minn, og hún stendur á bolla sem þú átt – „Færri fá en vilja’“. Þú varst einstakur maður, Siddi minn. Takk fyrir allt. Þín, Jórunn María. Með Sidda er genginn einn prúðasti maður sem ég hef kynnst, en líka maður hjarta- hlýr og gamansamur. Svo lengi sem ég man að heita má var hann partur af tilveru minni, kvæntur Eddu æskuvinkonu móður minnar. Ófá eru skiptin sem ég hef frá barnsaldri notið góðvildar og ör- lætis Eddu og Sidda á heimili þeirra í Stigahlíð eða í heim- sóknum þeirra. Vinátta okkar í fjölskyldunni við Magga heitinn og Magnhildi dóttur þeirra og fjölskyldu hennar er líka dýrmæt þegar hugurinn hvarflar til liðinna stunda. Við Steini, eldri bróðir minn, bjuggum eitt sinn um skeið á heimili Eddu og Sidda í Stiga- hlíð meðan foreldrar okkar voru í utanlandsferð. Mikill ljómi hef- ur alltaf verið yfir þeim tíma í endurminningunni. Þótt veikindi væru farin að taka sinn toll hjá Sidda síðast þegar við hittumst var hann sama persónan og fyrr, glaðlegur og jákvæður og minnugur á það sem máli skipt- ir. Sagt er að Jón Ögmundsson biskup hafi eitt sinn sagt um fósturföður sinn, Ísleif Gizurar- son biskup, er rætt var um mannkosti: „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið, hann reyndi ég svo að öllum hlutum.“ Þessi sömu orð vil ég leyfa mér að hafa um Sidda. Við Vaka og fjölskyldan öll biðjum góðan Guð að styrkja Eddu og Magnhildi og fjöl- skyldu hennar og blessa minn- ingu Sidda. Guðmundur Magnússon. Sporin eru þung því skarð hefur myndast í fjölskyld- unni. Elsku systur- sonur minn, Kristján Steinþórs- son, hefur sofnað svefninum langa. Fallegur, ljúfur, góður mömmudrengur og bráðgreindur eru orð sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um systurson minn Kristján. Mín fyrsta minn- ing um hann er þegar hann var ekki nema nokkurra daga gamall. Hann var nýkominn í heiminn þegar mamma hans þurfti að fara með hann á spítalann af því hann var veikur. Ég man eins og það hafi gerst í gær. Ég horfði á hans litla fallega andlit og strauk hon- um um ennið, augabrúnirnar svo fallega mótaðar og dökkar. Fal- legt barn. Kristján var ekki orðinn fjög- urra ára þegar amma hans sagði mér að hann væri farinn að lesa. Ég var ekki sannfærð, ömmurnar eru stundum svo ýkt stoltar, hugsaði ég. Það var ekki fyrr en ég hitti konu sem hafði passað hann í leikskólanum og fór að segja mér að Kristján gæti lesið fyrir hina krakkana í leikskólanum að ég varð sannfærð. Skólaganga Kristjáns gekk vel. Kristján var yfirburðanem- andi. Hann var alltaf með hæstu einkunn í bekknum, sleppti 8. bekk í grunnskólanum en var samt sem áður með bestu ein- Kristján Steinþórsson ✝ Kristján Stein-þórsson fædd- ist 28. janúar 1992. Hann lést 9. júní 2018. Útför Kristjáns fór fram 20. júní 2018. kunnirnar. Bráð- greindur drengur. Allir svo stoltir, sér- staklega mamman. Kristján elskaði að vera með fjöl- skyldunni og var al- gjör mömmukarl, hennar augasteinn. Svo kær var Krist- ján systur sinni, Guðrúnu Tinnu, að hún lét frumburð sinn heita í höfuðið á honum og mikið var Kristján stoltur og glaður þegar hann tók lokið af kassanum sem innihélt kökuna og nafnið blasti við. „Í alvöru?!“ sagði hann og gleðin skein úr augum hans. Besti vinur Krist- jáns var Viktor, bróðir hans, sem undirstrikar enn fremur ást hans til fjölskyldunnar. Kristján var tilbúinn að standa vörð um litlu systur sína, Söndru. Eitt sinn þegar Sandra var lítil lenti hún upp á kant við frænda sinn. Þá reiddist stóri bróðir, það skyldi enginn meiða litlu systur. Krist- ján brást við eins og sannur bróð- ir. Kristján, fallegur, ljúfur og góður drengur. Það skarð sem hefur myndast í fjölskyldunni mun ekki verða bætt. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Elsku Kristján frændi. Hvíldu í friði. Megi Guð styrkja þína elsku fjölskyldu á þessum erfiðu tímum. Elsku Dagbjört systir, Tinna, Sandra og Viktor. Okkar dýpstu samúðarkveðjur. Svanborg og fjölskylda. Ég var svo heppin í lífinu að fá að eiga hana Ellu sem systur. Ella var stóra systir mín og mín fyr- irmynd í svo mörgu. Ég leit alltaf upp til hennar og bar mikla virðingu fyrir henni. Hún var alltaf svo ljúf, dugleg og með mikið jafnaðar- geð. Þrátt fyrir að ég litla stelpan reyndi stundum á þol- inmæði Ellu tók hún mér alltaf svo vel og sýndi mér mikla hlýju. Þannig man ég sam- skipti okkar þegar ég var barn. Ég man eftir því þegar Ella systir fór í húsmæðraskól- ann og hvað hún kunni mikið eftir þá dvöl. Alltaf svo myndarleg í hönd- unum. Ég var staðráðin í að fara einnig í slíkan skóla en þó varð ekki af því þar sem ég byrjaði ung að eiga börnin mín. Samband okkar Ellu hefur alltaf verið mjög gott. Heim- sóknir á Akranes, heimsóknir í Grundarfjörð. Við dvöldum saman tvö sum- ur með börnin okkar á æsku- heimili okkar á Eiði meðan eig- inmenn okkar stunduðu sjóinn. Börnin okkar hafa alltaf náð vel saman og góður samgangur á milli þeirra. Ella var svo heppin að eign- Elínborg Kristjánsdóttir ✝ Elínborg Krist-jánsdóttir fæddist 13. júlí 1933. Hún andaðist 28. maí 2018. Útför Elínborgar fór fram 21. júní 2018. ast hann Trausta sem lífsförunaut. Þau voru mjög ná- in og samstillt alla tíð. Milli okkar var alltaf náinn vin- skapur og eigin- menn okkar nutu þess oft að horfa á boltann með til- heyrandi látum og á meðan prjónuð- um við. Ella studdi mig alltaf mjög mikið og þegar ég var að fjölga mannkyninu tók hún hluta af börnunum mínum og leyfði þeim að vera í sumardvöl á Akranesi. Þau minnast þess tíma með mikilli gleði og ég með miklu þakklæti. Þegar við vorum báðar orðn- ar ekkjur hittumst við reglu- lega og prjónuðum saman. Um- ræðurnar voru um lífið og tilveruna, um afkomendur okk- ar og annað sem við höfðum áhuga fyrir. Nú erum við hættar að prjóna saman og hnýta lausa enda. Ella systir er farin. En eftir sitja góðar minn- ingar um fallega, hlýja og elskulega systur. Ég á eftir að sakna sam- verustundanna með henni en um leið þakka ég fyrir sam- fylgdina í öll þessi ár. Elsku Jonni, Didda Lóa, Sig- rún, Dröfn og afkomendur. Ég sendi ykkur innilegar samúðar- kveðjur og þið megið alltaf leita til mín þegar þið þurfið á því að halda. Jónína Kristjánsdóttir. Elsku amma mín. Ég var ekki tilbúin, ekkert okkar var það. Þegar ég talaði við þig nokkru áður en þú fórst á spítalann gaf það mér þá von að þetta yrði í lagi; þú hafðir það ágætt og við myndum eiga mörg samtöl í viðbót. Vonin var um lengri tíma og samveru með þér. Síð- an gerðist allt svo fljótt og þetta samtal var það síðasta sem við áttum um daginn og veginn, um langanir, vonir og lífið. Get ekki lýst því hve ómet- anlegt það var að komast til þín til Íslands og fá að eyða tíma með þér síðustu dagana þína. Þegar við hittumst á spítalan- um sagðir þú: „Ástin mín, ertu komin?“ og hjarta mitt hrökk við. Fékk „hjartakrumpu“ eins og við grínuðumst svo oft með. Ég vildi að ég hefði komist til þín enn fyrr, eða bara aldrei farið af landinu og átt fleiri stundir með þér síðustu fimm árin. Hafa átt meiri tíma með þér að spila á spil og Rummikubb, spjalla og hlæja. Ég var alltaf svo vön að hafa þig nálægt, í mörg ár bjugguð þið afi í næstu götu við okkur og við systurnar eyddum ómældum tíma heima hjá ykkur. Heima hjá ömmu naut maður alltaf mikillar ástar og umhyggju og hvers kyns góðgætis. En maður fór aldrei svangur frá þér, þú vissir hvað var í uppáhaldi hjá hverju barna- barni og það var oftast á boð- Bjarnheiður Gísladóttir ✝ BjarnheiðurGísladóttir fæddist 30.4. 1941 í Hömluholtum í Eyjahreppi en lést 6.6. 2018. Útför Bjarnheið- ar (Heiðu) fór fram frá Guðríðarkirkju 18. júní. stólum þegar við komum í heimsókn. Af snúðum og pönnukökum fékk ég alltaf nóg hjá þér og þú passaðir jafnvel upp á að vera búin að baka þegar ég kom til landsins síðustu árin og mættir oft með poka af snúð- um heim til mömmu. Ég var svo þakklát fyrir að eiga þig að, þú varst einfaldlega best. Þrátt fyrir að þær stundir sem við áttum síðustu árin væru ekki eins tíðar og árin fyrir voru þær ógleymanlegar og innilegar og tilhlökkunin alltaf mikil að hitta þig og faðma þig. Í þínum faðmi gleymdi ég alltaf öllum áhyggjum og leið eins og lítilli stelpu aftur. Þegar þú og ástin þín Guðjón komuð til okkar til Svíþjóðar eftir að Emil fæddist var ég svo glöð að sjá hann í faðmi þínum. Þarna ætti honum alltaf eftir að líða vel og leita til þín, fyrir umhyggju þína og hlýju. Ég vildi óska að hann hefði getað kynnst þér betur og fengið lengri tíma með þér, því þú varst einstök. Einstök fyrir hjartalag þitt og einlæga umhyggju fyrir öll- um í kringum þig. Ég elska þig amma mín, góðu minningarnar lifa áfram og þær eru óteljandi. Þína umhyggju, þitt bros, þitt hlýja faðmlag mun ég alltaf muna. Þín rödd og þinn hlátur mun ætíð óma. Þinni ást og þínum kærleik held ég fast í hjarta mér og huggar mig á minni leið í gegnum lífið í átt aftur að þér. Auður Elín Sigurðardóttir. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manna berst. Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman. Hilmar Andrésson ✝ Hilmar Andr-ésson fæddist 1. september 1937. Hann lést 29. maí 2018. Hilmar var jarð- sunginn 15. júní 2018. Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi sökn- uður er svo sár. En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú. Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Guðrún Heiða. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN STEFÁNSDÓTTIR frá Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, lést föstudaginn 15. júní. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 28. júní klukkan 13.30. Svanhildur Sigtryggsdóttir Frosti Meldal Gunnar Sigtryggsson Rósa Sveinbjörnsdóttir ömmu- og langömmubörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.