Morgunblaðið - 07.07.2018, Side 8

Morgunblaðið - 07.07.2018, Side 8
Morgunblaðið/RAX Þingvellir Gjöld eru tekin af bíleigendum á Hakinu í þjóðgarðinum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gert Þingvallanefnd grein fyrir von- brigðum sínum varðandi boðaða hækkun gestagjalda innan þjóð- garðsins á Þingvöllum. Samtökin fara fram á að gjaldskrár- breytingarnar verði endurskoðaðar. Breytingar á reglum um gestagjöld innan þjóðgarðsins á Þingvöllum voru staðfestar af umhverfis- og auðlindaráðherra 29. júní sl. og öðl- uðust gildi 1. júlí. Hækkunin á gestagjöldum nemur frá 17 til 50% og er því í ósamræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs, segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Samtökin gagn- rýna hve stuttur fyrirvari var gefinn varðandi hækkanirnar og benda á að allar verðbreytingar í ferðaþjón- ustu kalli á langan aðlögunartíma „vegna eðlis greinarinnar,“ segir í tilkynningu. Samtökin ítreka að öfl- ugt samráð sé grundvöllur árang- ursríks samstarfs þjóðgarða og ferðaþjónustu. Hækkanir valda SAF vonbrigðum 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Margar gerðir af innihurðum Meirihlutaflokkarnir í borgar-stjórn tala um opna og lýð- ræðislega stjórnsýslu á tyllidögum, en einkum þó fyrir kosningar.    Eftir kosningarfer fyrir þeim yfirlýsta vilja eins og Miklubrautar- stokknum, hann hverfur undir stól og sést ekki framar.    Raunar er þaðekki alveg ná- kvæmt, á síðasta fundi borgarráðs upplýsti meirihlut- inn að Miklubrautar- stokkurinn, hið mikla kosningamál Samfylkingar- innar, væri „í drögum að samgöngu- áætlun til næstu 15 ára“!    En það er þetta með opnu stjórn-sýsluna. Komið hafa fram nokkrar tillögur henni tengdar frá því að ný borgarstjórn tók við og all- ar hafa þær endað undir sama stóln- um.    Nú síðast kom á borgarráðsfundifram tillaga minnihlutaflokk- anna um að útsend dagskrá í ráðum og nefndum borgarinnar yrði að- gengileg borgarbúum á vefnum.    Þeirri tillögu var, líkt og öðrumsem hafa svipuð markmið, frestað tafarlaust. Í samtali við Morgunblaðið höfðu borgarráðs- menn Viðreisnar og Pírata fyrirvara á þessari tillögu en vildu „hlusta á rök með og á móti“.    Hvernig stendur á því að meiri-hluti borgarstjórnar tekur ekki tillögum minnihlutans um að opna stjórnsýsluna fagnandi? Finnst honum heppilegra að láta toga um- bæturnar út með töngum? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Er betra að láta toga með töngum? STAKSTEINAR Dóra Björt Guðjónsdóttir Veður víða um heim 6.7., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 10 skýjað Nuuk 8 léttskýjað Þórshöfn 10 léttskýjað Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 10 heiðskírt Lúxemborg 24 heiðskírt Brussel 26 heiðskírt Dublin 22 léttskýjað Glasgow 20 skýjað London 28 heiðskírt París 28 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 20 heiðskírt Berlín 22 skýjað Vín 23 þrumuveður Moskva 22 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 30 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 24 léttskýjað Montreal 21 skýjað New York 25 rigning Chicago 22 léttskýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:20 23:47 ÍSAFJÖRÐUR 2:29 24:47 SIGLUFJÖRÐUR 2:08 24:34 DJÚPIVOGUR 2:38 23:27 Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar hefur sam- þykkt einróma að öll salerni fyrir starfsfólk í stjórnsýsluhúsum borg- arinnar verði gerð ókyngreind frá og með næsta hausti. Einnig stend- ur til að gera úttekt á klefa- og sal- ernisaðstæðum í húsnæði þar sem Reykjavíkurborg veitir þjónustu með tillögum að úrbótum sem taki mið af ólíkum þörfum borgarbúa í samráði við þau hagsmunasamtök sem málið varðar. Í tilkynningu frá borginni segir að með því að hafa salerni öllum op- in og sérklefa þar sem það á við verði komið til móts við þarfir margra hópa eins og t.d. trans- og intersex fólks. Þá nýtist þetta líka fötluðum börnum sem eru í fylgd foreldris af gagnstæðu kyni. Markmið samþykktarinnar er að skapa betra aðgengi og draga úr fordómum. Öll starfsmannasalerni í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar verða ókyngreind Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Salerni Kynjamerkingar munu hverfa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.