Morgunblaðið - 07.07.2018, Side 33
hefur birt um 100 greinar í alþjóð-
legum vísindatímaritum auk bókar-
kafla. Níu bækur eru til eftir Rögn-
vald; þær síðustu eru „The
Privatization of the Oceans“, „Eco-
fundamentalism“, og „Debt, Demo-
cracy and the Welfare State“. „Ég
skrifa stundum í norsk blöð og var
um tíma spaltisti í netblaðinu „e24“.
Áhugamál mín eru hagfræði, nátt-
úrlega, en ekki bara fiskihagfræði
heldur einnig olíu- og orkuhagfræði
og þjóðhagfræði ekki síst. Ég hef
alltaf haft áhuga á stjórnmálum, og á
það til að skipta um skoðun í þeim
efnum, og saga, náttúrlega. Stjórn-
mál eru saga, í þeim verður hún til,
en það spillir ekki að horfa svolítið
lengra aftur í tímann.
Ég hef einnig alltaf haft áhuga á
tungumálum, en er fyrir löngu búinn
að gera mér grein fyrir að manni
endist ekki lífið til að læra mörg svo
til hlítar að hafa nokkurn veginn fullt
vald yfir þeim bæði í ræðu og riti. Ég
kalla mig stundum „illiterate in three
languages (and possibly more)“. Ég
held móðurmálinu svona nokkurn
veginn við. Hér um daginn datt mér í
hug eftirfarandi vísukorn:
Það er enginn sem veit hvenær
fellurðu frá,
ferðastu meðan þú getur.
Það kemur sá dagur þú kemst ekki á
stjá
og ert kyrrsettur sumar sem vetur.
Ég kalla þetta „Heilræði til aldr-
aðra“. Á yngri árum hefði ég ekki ort
í þessum dúr.“
Fjölskylda
Sambýliskona Rögnvaldar er As-
laug Johannessen, f. 9.9. 1941, hjúkr-
unarkona. Fyrri eiginkona Rögn-
valdar var Katrín Friðjónsdóttir, f.
25.6. 1945, d. 2.12. 1990, félagsfræð-
ingur, var búsett og starfaði í Sví-
þjóð. Foreldrar hennar voru Friðjón
Stefánsson, skrifstofumaður hjá
STEF og kaupfélagsstjóri, og María
Þorsteinsdóttir, virk baráttukona í
Sósíalistaflokknum. Seinni eiginkona
Rögnvaldar var Birgitta Ramnefalk,
f. 13.11. 1943, vann á söfnum í Berg-
en og Sarpsborg í Noregi.
Barn frá fyrsta hjónabandi: Sigur-
jón Þorsteinn, f. 26.11. 1963, prófess-
or og vararektor við Háskólann í
Halmstad, Svíþjóð. Maki: Lena Kar-
in Erlandsson, var til mars í ár pró-
fessor í endurhæfingu við Háskólann
í Lundi, Svíþjóð, en flutti sig þá að
Háskólanum í Halmstad. Börn
þeirra: Valdemar Erlandsson og
Hannes Erlandsson, tvíburar, f. 12.6.
1997. Börn úr öðru hjónabandi: Elisa
Hannesson (ættleidd frá Kóreu), f.
17.4. 1976, býr í Stokkhólmi og vinn-
ur hjá fyrirtæki sem selur gleraugu;
Magnus Ramnefalk, f. 9.5. 1977, býr í
Bergen og vinnur hjá innheimtufyr-
irtæki; Thorleif Ramnefalk, f. 19.7.
1981, býr í Drammen og vinnur hjá
tölvufyrirtæki í Ósló. Dóttir hans
með sambýliskonu sinni er Mathilde,
f. 16.2. 2016, og önnur dóttir er vænt-
anleg í ágúst.
Systir Rögnvaldar er Aðalheiður
Sigríður, f. 18.11. 1946, vann við af-
greiðslu í kaupfélaginu á Höfn í
Hornafirði, þar sem hún býr enn.
Foreldrar Rögnvaldar voru hjónin
Hannes Erasmusson, f. 13.3. 1915, d.
7.8. 2007, sjómaður, síðar kjötiðn-
aðarmaður, og Sigurbjörg Þorleifs-
dóttir, f. 5.10. 1918, d. 12.10. 2006,
verkakona. Þau bjuggu lengst af á
Höfn í Hornafirði.
Rögnvaldur
Hannesson
Gróa Sigurðardóttir
húsfr. á Bæ
Guðmudur Guðmundsson
b. á Bæ í Lóni
Ragnhildur Guðmundsdóttir
húsfr. og ljósm. á Svínhólum
Þorleifur Bjarnason
bóndi á Svínhólum í Lóni
Sigurbjörg Þorleifsdóttir
verkakona á Höfn
Guðrún Þorleifsdóttir
húsfr. á Hvalnesi
Bjarni Bjarnason
bóndi á Hvalnesi í Lóni
Þorleifur Jónsson hrepp-
stj., sýslum. og alþm. á
Hólum í Hornafirði
Þórunn Þorleifs-
dóttir húsfr. á
Hólum í Hornafirði
Þorbjörg Eiríksdóttir
húsfr. á Sandfelli, langafabarn Guðnýjar Jónsdóttur á Kálfafelli, dóttur
Jóns Steingrímssonar eldprests og prófasts á Prestbakka á Síðu
Þorsteinn Þorsteinsson
b. á Sandfelli í Öræfum
Sigríður Þorsteinsdóttir
lengst af vinnukona á Stafafelli
Erasmus Halldórsson
lengi vinnum. á Stafafelli í Lóni
Ingibjörg Sverrisdóttir
húsfr. á Syðri-Fljótum
Halldór Hannesson
b. á Syðri-Fljótum í Meðallandi
Úr frændgarði Rögnvaldar Hannessonar
Hannes Erasmusson
sjóm. og síðar
kjötiðnaðarm. á Höfn
Prófessorinn Rögnvaldur.
ÍSLENDINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018
Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt
Ú T S A L A N
Í F U L L U M G A N G I
afsláttur af öllum
útsöluvörum40%
Bryndís Zoëga fæddist 7. júlí1917 í Reykjavík. Foreldrarhennar voru hjónin Geir G.
Zoëga vegamálastjóri, f. 28.9. 1885,
d. 4.1. 1959, og Hólmfríður Zoëga
húsmóðir, f. 5.5. 1894, d. 8.7. 1982.
Foreldrar Geirs voru hjónin Geir T.
Zoëga, rektor í Reykjavík, og Bryn-
dís Sigurðardóttir, og foreldrar
Hólmfríðar voru hjónin Geir Zoëga,
kaupmaður og útgerðarmaður í
Reykjavík, og Helga Jónsdóttir.
Systkini Bryndísar voru Helga
tvíburasystir hennar, d. 10.9. 1932,
Geir Agnar framkvæmdastjóri f.
1919, d. 2013, Gunnar endurskoð-
andi, f. 1923, d. 2017, Áslaug ritari, f.
1926, d. 2018, Ingleif Sigríður kenn-
ari, f. 1927, d. 2001. Bryndís var ógift
og barnlaus.
Bryndís lauk leikskólakennara-
prófi frá Fröbel Höjskole í Kaup-
mannahöfn vorið 1939. Hún var
fyrsta stúlkan á Íslandi sem lauk
þeirri menntun.
Hún var forstöðukona á vistheim-
ilinu Vesturborg 1939-1940 og rak
leikskóla í Reykjavík 1941-1942 og
veitti forstöðu sumardvalarheimili
Rauða krossins í Stykkishólmi tvö
sumur á stríðsárunum. Hún starfaði
á ýmsum leikskólum Barnavina-
félagsins Sumargjafar í Reykjavík
frá 1942-1950 og var forstöðukona í
Drafnarborg 1950-1992, þar til hún
lét af störfum vegna aldurs.
Bryndís var frumkvöðull á mörg-
um sviðum innan leikskólastarfsins
og fór sínar eigin leiðir í anda
Fröbels-stefnunnar. Leikföng og
ýmis efniviður í leikskólanum henn-
ar var svokallaður „opinn efniviður“
og ætlaður börnunum til skapandi
starfa. Á fundi hjá fóstrum árið 1957
vakti Bryndís athygli fundarkvenna
á því að til væri fyrirbæri sem hétu
lífeyrissjóðir og hvort ekki væri til
vinnandi að huga að þeim málum.
Bryndís var virkur þátttakandi í
starfi KFUK. Hún var sæmd ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
árið 1994.
Bryndís lést á hjúkrunarheimilinu
Skjóli 2. september 2000.
Merkir Íslendingar
Bryndís
Zoëga
Laugardagur
95 ára
Sigrún Jónsdóttir
90 ára
Björgvin Sigurbjörnsson
Pétur Guðmundsson
85 ára
Guðjón Sigurbjörnsson
80 ára
Einar Þorbjörnsson
Gylfi Ísaksson
Ingibjörg Gunnarsdóttir
Sæunn Eiríksdóttir
Valgerður Ragnarsdóttir
75 ára
Alda Jónsdóttir
Baldur Aðalsteinsson
Brynhildur E. Árnadóttir
Einar Már Einarsson
Guðbjartur Gunnarsson
Guðjón Stefán Guðbergss.
Guðrún Rúrí Magnúsdóttir
Hallgrímur Óskarsson
Hanna Jónsdóttir
Hreinn Valtýsson
Rannveig Lilja Ólafsdóttir
Samson Jóhannsson
Steinunn Ingólfsdóttir
70 ára
Eva Kaaber
Guðmundur Sigurjónsson
Gunnar Sigurðsson
Helga Þ. Einarsdóttir
Helgi Magnús Hilmarsson
Hrafnhildur Svavarsdóttir
Ólafur Örn Pétursson
Ragnheiður Sigurðardóttir
Svanur A. Ingimundarson
60 ára
Arnór Elínar Friðþjófsson
Árni Þór Elfar
Ásgeir Sigurvaldason
Dagbjört Hrafnkelsdóttir
Georg Eggertsson
Guðrún G. Halldórsdóttir
Helga Leifsdóttir
Jón Kristinn Guðjónsson
Mohammed Zahawi
Rafn Elfar Svanbergsson
Sigrún Guðmundardóttir
Sigurður Atli Atlason
Vigdís Rafnsdóttir
50 ára
Alda Snæbjört Kristinsd.
Elísabet Guðmundsdóttir
Jun Yu Wallerstein
Margrét Steiney Guðnad.
Óskar Gíslason
Sigurjón Valgarðsson
Stefán Hrafnkelsson
40 ára
Bjarni Snæbjörnsson
Elmar Eggertsson
Fríða Hrönn Elmarsdóttir
Guðný Elísabet Leifsdóttir
Hallgrímur Jónas Ómarss.
Hanene B. H Braham Aref
Jódís Kolbrún Jónsdóttir
Margrét Sara Oddsdóttir
Ómar Guðjónsson
Sigurður Þór Sigurðarson
Soffía Elín Sigurðardóttir
30 ára
Alexandra Jóhannesdóttir
Baldur Jónsson
Bjarni Kristinn Ólafsson
Heiðar Már Arnarsson
Jóhann Óskar Ragnarsson
Kristín Anna Hermannsd.
Kristín Björg Arnardóttir
Kristján Andri Jóhannsson
Svanhildur Ó. Sigurfinnsd.
Theodór Magnús Kristinss.
Unnar Bjarki Egilsson
Sunnudagur
95 ára
Þorgerður Gunnarsdóttir
90 ára
Aðalheiður Sigurjónsdóttir
Bjarni Bragi Jónsson
Jastrid Ólína Pétursdóttir
Lilja Magnúsdóttir
Sigfús Brynjólfsson
85 ára
Einar Gunnlaugsson
Erna Þórarinsdóttir
Halldóra Edda Jónsdóttir
Hulda Jónsdóttir
Ragnheiður Dóra Árnad.
80 ára
Arndís Jónasdóttir
Ragnar Arnalds
Þorgeir Guðmundsson
75 ára
Elín Jóhannsdóttir
Guðbjörg Hjaltadóttir
Guðrún Lóa Leonardsdóttir
Guðrún Þorsteinsdóttir
Halldór K. Kjartansson
Hersteinn Tryggvason
Kolbrún Jónsdóttir
Steindór Bjarnason
Vigdís Unnur Gunnarsdóttir
70 ára
Anna Hjaltadóttir
Áslaug Eva Árnadóttir
Björn Runólfur Stefánsson
Guðrún H. Finnsdóttir
Gunnar Gunnarsson
Kolbrún Kristinsdóttir
Sigþóra Oddsdóttir
Þórður Gíslason
60 ára
Arna Sigríður Brynjólfsd.
Hallfríður Ólafsdóttir
Helena Björk Gunnarsdóttir
Jóhanna Hallgrímsdóttir
Kristín Arnarsdóttir
Njáll Hafsteinn Jóhannsson
Sigrún Kjartansdóttir
Valdimar Smári Gunnarss.
50 ára
Alina M. A-Karczewicz
Atli Einarsson
Ásthildur Albertsdóttir
Einar Sigurður Karlsson
Gunnhildur Ósk Sæbjörnsd.
Jóna Ósk Lárusdóttir
Karl Kristinsson
Krystyna Januszewicz
Lúðvík Örn Steinarsson
Sigurbjörn H. Gestsson
Sigurlaug K. Guðmundsd.
Valdimar Óskar Jónasson
40 ára
Ástbjörg Rut Jónsdóttir
Borgar Páll Bragason
Brynjar Karl Guðmundsson
Ester Campagnari
Hjörtur Harðarson
Karl Magnús Gústafsson
Kristinn Ágústsson
Sigríður Jónsdóttir
30 ára
Daníel Þór Midgley
Einar Örlygsson
Elvar Bragi Kristjónsson
Guðlaug Ösp Hafsteinsd.
Guðmundur Ólafsson
Guðni Freyr Pétursson
Gunnar Örn Magnússon
Gunnhildur Ægisdóttir
Gunnlaugur Óli Leósson
Liga Liepina
Sigríður Sunna Gunnarsd.
Sigurður G. Þorsteinsson
Sigurður Ólafsson
Sigurður Ragnar Sigurðss.
Skarphéðinn Kjartansson
Snorri Þórðarson
Vilmundur Þór Jónasson
Til hamingju með daginn