Morgunblaðið - 07.07.2018, Síða 18
BAKSVIÐ
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Bandaríska stórfyrirtækið Google til-
kynnti nýverið að appið Mussila, sem
framleitt er af íslenska fyrirtækinu
Rosamosa, hafi verið valið til þess að
vera kynnt í sérstöku fjölskyldurými
(e. Family link) sem Google var að
opna.
Fjölskyldurýmið er öruggt svæði
fyrir börn til þess að vafra á netinu.
Foreldrar geta fylgst með vefnotkun
barna sinna og sérstök áhersla er lögð
á að efnið sem er í boði innan rýmisins
sé bæði fjölskylduvænt og fræðandi.
Mussila-leikurinn, sem kennir börn-
um grunnatriði í tónlist í gegnum
skapandi leik og áskoranir, verður
efstur á síðu Google-fjölskyldurýmis-
ins og mælir Google sérstaklega með
leiknum fyrir foreldra til að kynna
börnum sínum. Fjölskyldurýmið er
komið til 33 landa, en Ísland er ekki
enn þar á meðal.
Mikil viðurkenning
„Family link“ er svæði sem
Google opnaði í fyrra, þar sem börn
geta verið með Google-reikning sem
er alveg ritskoðaður,“ segir Margrét
Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
og annar stofnenda Mussila. „Ein-
ungis eru valin inn öpp sem ætluð
eru ákveðnum aldurshópi. „Google
Play-store“ er tiltölulega óritskoð-
aður vettvangur, en núna er komið
svæði þar sem foreldrar geta opnað
reikning fyrir börnin sín og vitað að
þau geta treyst þeim öppum sem er
þarna að finna.“
Google-fjölskyldurýmið er ekki
opið í öllum löndum, en Margrét segir
að aukin markaðssetning sé á næsta
leiti. „Google er að fara að markaðs-
setja rýmið meira, þeir hafa ekki haft
mjög hátt um þetta á meðan þeir eru
að fínpússa og láta þetta virka full-
komlega. Núna ætla þeir að fara að
leggja meiri áherslu á þetta rými og
ætla að taka nokkur vel valin öpp og
auglýsa þau sérstaklega. Við erum eitt
af þeim öppum.“
Fóru í gegnum margar síur
Mussila-appinu verður haldið fram-
arlega innan fjölskyldurýmisins í
nokkrar vikur í röð og svo með reglu-
legum hætti eftir það, segir Margrét.
„Við erum búin að fara í gegnum
nokkrar síur, fyrst þar sem leitarvél
þeirra finnur okkur vegna góðrar ein-
kunnar sem appið okkar er með í app-
versluninni. Svo er Google með sitt
kennarateymi sem valdi úr þeim öpp-
um sem komust í gegnum fyrstu síuna.
Svo síðast var það lögfræðisía til þess
að skoða hvort það væri ekki allt í sóm-
anum á því sviði.“
Mjög góð auglýsing
„Þetta er mjög góð auglýsing fyrir
okkur en við eigum eftir að sjá hvað
þetta skilar miklu. Fjölskyldurýmið er
ekki orðið mjög stórt ennþá, en við
sjáum til hvað verður. Ég hef mikla trú
á því að þetta eigi eftir að vaxa mikið.
Þetta er fyrst og fremst viðurkenn-
ing, að vera valin þarna inn. Þetta er
ótrúlega stórt.“
Google velur íslenska appið
Mussila í fjölskyldurými sitt
„Mikil viðurkenning að vera valin af Google,“ segir framkvæmdastjóri Mussila
Mussila Margrét Sigurðardóttir telur fjölskyldurýmið eiga eftir af vaxa mikið.
Ljósmynd/Mussila
7. júlí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.38 106.88 106.63
Sterlingspund 140.72 141.4 141.06
Kanadadalur 80.89 81.37 81.13
Dönsk króna 16.698 16.796 16.747
Norsk króna 13.183 13.261 13.222
Sænsk króna 12.095 12.165 12.13
Svissn. franki 107.08 107.68 107.38
Japanskt jen 0.9606 0.9662 0.9634
SDR 149.83 150.73 150.28
Evra 124.45 125.15 124.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.352
Hrávöruverð
Gull 1252.5 ($/únsa)
Ál 2126.0 ($/tonn) LME
Hráolía 78.14 ($/fatið) Brent
● Sýslumaðurinn
á höfuðborgar-
svæðinu hefur
hafnað kyrrsetn-
ingarkröfu Data-
cell og Sunshine
Press Productions
(SSP) á eignum
Valitor, að því er
kemur fram í til-
kynningu Valitor.
Þetta er í annað
sinn sem sýslumaður hafnar
kyrrsetningarkröfu sömu aðila, auk
þess sem héraðsdómur hefur staðfest
þá niðurstöðu.
Ástæðu kyrrsetningarkröfunnar má
rekja til þess þegar Valitor rifti samn-
ingi um greiðslugátt sem Datacell og
SSP önnuðust fyrir Wikileaks árið
2011. Niðurstaða Hæstaréttar var sú
að riftun samningsins hefði verið ólög-
mæt.
steingrimur@mbl.is
Sýslumaður hafnar
kröfu um kyrrsetningu
Valitor Kröfu SSP
og Datacell hafnað.
Fjöldi starfandi fólks á íslenskum
vinnumarkaði hefur aðeins einu sinni
mælst jafn mikill og í maí síðastliðn-
um, en það var í júní í fyrra. Starf-
andi fólki hafði fjölgað um 8 þúsund
manns frá því í maí 2017. Þetta kem-
ur fram í Hagsjá Hagfræðideildar
Landsbankans.
Fjöldi starfandi fólks var rúmlega
201 þúsund í maí sem er það sama og
í júní í fyrra. Sé litið á meðaltal síð-
ustu 12 mánaða hafa tæplega 195
þúsund manns verið starfandi á ís-
lenskum vinnumarkaði.
Dregið úr atvinnuþátttöku
Í maí síðastliðnum var 83,4% at-
vinnuþátttaka og af þeim voru 201
þúsund starfandi en 8 þúsund án
vinnu og í atvinnuleit.
Ef litið er á 12 mánaða meðaltal
jókst atvinnuþátttaka stöðugt frá
byrjun árs 2015 fram til vorsins
2017. Frá maí í fyrra hefur hins veg-
ar dregið úr atvinnuþátttöku um 1,7
prósentustig ef miðað er við 12 mán-
aða hlaupandi meðaltal. Atvinnu-
þátttaka er nú svipuð og vorið 2015,
ef litið er á þann mælikvarða.
Hagsveiflan náð hámarki
Vinnutími var svipaður í maí síð-
astliðnum og mánuðina þar á undan,
en hann var 0,7 stundum styttri en í
sama mánuði í fyrra.
Vinnutími styttist um 4,8% milli
maí 2017 og 2018 á meðan starfandi
fólki fjölgaði um 4,2%. Heildarvinnu-
stundum fækkaði því um 0,6% milli
maímánaða. Hagfræðideild Lands-
bankans segir að sú niðurstaða rími
nokkuð vel við þá umræðu að hag-
sveiflan hafi náð hámarki.
Samkvæmt 12 mánaða hlaupandi
meðaltali hefur atvinnuleysi verið
nær óbreytt lengi. Meðalatvinnu-
leysi síðustu 12 mánaði var 2,8% í
maí miðað við mælingar Hagstof-
unnar.
steingrimur@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Vinna Tólf mánaða meðaltal atvinnuleysis hefur verið nær óbreytt lengi.
Fjöldi starfandi
fólks nær hámarki
Spenna á vinnumarkaði fer minnk-
andi, samkvæmt Hagsjá Landsbankans
18 FRÉTTIRViðskipti|Athafnalíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018
STUTT
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
RAFVÖRUR ehf
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Hita-
kútar
rafvorur.is
Amerísk
gæðaframleiðsla
Vogir sem sýna verð
á vörum eftir þyngd
Löggiltar fyrir Ísland og
tilbúnar til notkunar
ELTAK sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
VERSLUNAR-
VOGIR