Morgunblaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi
– sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Iben West og Else Ploug Isaksen – Augnhljóð í Myndasal
Nanna Bisp Büchert – Annarskonar fjölskyldumyndir á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið alla daga 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið alla daga 10-17
ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019
BÓKFELL Eftir Steinu í Vasulka-stofu 18.5 - 31.12 2018
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
21.10.2017 - 7.10.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
15.5. - 15.9.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
getur hann fundið þau aftur með
staðsetningartækni. „Án þeirra væri
ég ekki hérna,“ segir Scheff bros-
andi.
Hann rifjar upp skemmtilega
sögu frá þeim árum þegar heyrnin
var farin að gefa sig. Á jólatónleik-
um sem hann hélt með John Denver
og hljómsveit var barnakór og segist
Scheff hafa komið auga á stúlku sem
var í gifsi á öðrum fæti. Hann spurði
móður stúlkunnar hvað amaði og
barninu og móðirin svaraði að
bragði: „Krabbamein“. Scheff segist
hafa orðið miður sín og sagt píanó-
leikara hljómsveitarinnar, Glen D.
Hardin, frá þessu að lokinni hljóð-
prufu. „Glen D. horfði á mig og
sagði: „Jerry, hún sagði fótbolti,“,“
rifjar Scheff upp og hlær innilega að
þessum ruglingi á orðunum „cancer“
og „soccer“ .
Gott að búa í Svíþjóð
Scheff segir tónleikana á morgun
ekki þá fyrstu sem hann haldi til
styrktar krabbameinsfélögum.
Hann hafi sjálfur glímt við ristil-
krabba fyrir 27 árum en bróðir hans
hvatti hann til að fara í skoðun eftir
að hafa greinst með slíkt mein.
Scheff segir að sem betur fer hafi
krabbameinið greinst snemma hjá
honum og hægt að eyða því með
skurðaðgerð og stuttri lyfjameðferð.
„Ég nýt þess að leika á tónleikum til
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sá sem heilsar bandaríska bassa-
leikaranum Jerry Scheff er einu
handabandi frá mörgum frægustu
tónlistarmönnum síðustu aldar því
Scheff hefur starfað með Elvis Pres-
ley, Jim Morrison og félögum í The
Doors, Bob Dylan, Johnny Cash,
Elvis Costello, John Denver og
þannig mætti áfram telja. Scheff er
staddur hér á landi með hljómsveit-
inni The Cadillac Band sem skipuð
er sænskum tónlistarmönnum og
var stofnuð af DJ Fontana, fyrrver-
andi trommuleikara Elvis Presley,
en sænski trommuleikarinn Ulf
Nilsson tók síðar við keflinu sem for-
sprakki sveitarinnar þó Fontana
héldi áfram að leika með henni.
The Cadillac Band heldur rokk-
tónleika í Gamla bíói annað kvöld, 8.
júlí kl. 19, til styrktar Krabbameins-
félagi Íslands og kemur Scheff fram
með hljómsveitinni ásamt enska gít-
arleikaranum Terry Wayne og ís-
lenskum gestasöngvurum, þeim
Bjarna Arasyni og Friðriki Ómari
og Eggerti Jóhannssyni. Verður þar
rokkað líkt og enginn sé morgun-
dagurinn, sígildir rokkslagarar flutt-
ir auk þess sem haldið verður upp-
boð á hlutum í eigu tónlistarmanna
sem leikið hafa með Presley og
Scheff mun auk þess segja sögur.
Heyrnin fer versnandi
Scheff er orðinn 77 ára en segist
enn iðinn við lagasmíðar og upp-
tökur og njóta þess að koma fram á
tónleikum. Heyrnin hefur versnað
með hverju árinu, að sögn þessa
glaðlega bassaleikara sem fræðir
blaðamann um heyrnartæki sem
hann styðst við og eru, samkvæmt
lýsingu hans, sannkölluð undratæki,
hægt að stilla þau á margvíslegan
hátt og stýra með snjallsíma. Og ef
Scheff gleymir þeim einhvers staðar
styrktar krabbameinsfélögum og á
Skotlandi hef ég styrkt Marie Curie
samtökin,“ segir Scheff en samtökin
styrkja sjúklinga með banvæna
sjúkdóma.
Scheff bjó í Skotlandi í mörg ár,
allt þar til hann fluttist til Svíþjóðar
þar sem hann býr nú, nánar tiltekið í
bænum Floda. Það var sænskur vin-
ur hans og einn liðsmanna The Cad-
illac Band, trommarinn Ulf Nilsson,
sem sannfærði hann um ágæti lands
síns og þjóðar og segist Scheff ekki
sjá eftir því að hafa flutt þangað.
Hann hafi allt til alls í Floda, stutt í
allar verslanir , þjónustu og hljóðver
og auk þess taki enga stund að
skreppa með lest til Gautaborgar.
Lestarstöðin sé steinsnar frá heimili
hans og bærinn og nágrenni hans
undurfallegur.
Kunni ekki að meta Presley
Af öllum þeim heimsfrægu tónlist-
armönnum sem Scheff hefur unnið
með er Elvis Presley líklega fræg-
astur en með honum starfaði Scheff
á árunum 1969-1977. Á YouTube má
m.a. finna myndband frá tónleikum
(dagsetningu þeirra vantar) þar sem
Presley er klæddur einum af sínum
víðfrægu heilgöllum og Scheff
kragastórri skyrtu í svipuðum stíl.
Presley gengur að Scheff og spyr
Lærði að
meta Elvis
Bassaleikarinn Jerry Scheff leikur
til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Hildur Guðnadóttir á langan og
giska litskrúðugan feril að baki í
tónlistinni. Ég man fyrst eftir henni í
nýrokksveitinni Woofer, hún lék þá
seinna með Rúnk og hefur þá spilað
með múm. Árið 2006 gaf hún út plöt-
una Mount A sem Lost in Hildurness
og upp úr því fóru að koma út fleiri
sólóverk – ásamt því að hún fór að
vinna með mektarsveitum á borð við
Throbbing Gristle, Pan Sonic, Ani-
mal Collective og Sunn O))) svo fátt
eitt sé nefnt. Hún hefur þá samið
mikið af tónlist fyrir stutt- og heim-
ildarmyndir og samstarf hennar við
Jóhann heitinn Jóhannsson var þá
mikið og ríkt. Undanfarin ár hefur
svo hlaupið allverulega á snærið hjá
henni. Hún á t.d. tónlistina í heimild-
armyndinni Strong Island (2017),
sem fjallar um þeldökkan mann sem
var myrtur án þess að morðinginn
þyrfti að svara til saka. Hildur vann
tónlistina náið með leikstjóranum,
bróður þess myrta, þegar Black Li-
ves Matter hreyfingin var á gríðar-
siglingu. Myndin var tilnefnd til Ósk-
arsverðlauna, vann til verðlauna á
Sundance-hátíðinni og hefur fengið
fjöldann allan af öðrum verðlaunum.
Tónlist eftir Hildi heyrist þá í þátt-
unum vinsælu Handmaid‘s Tale.
Púðrið í þessari grein spara ég
þó fyrir tvær nýlegar kvikmyndir,
báðar ættaðar úr draumaverksmiðj-
unni Hollywod, hvar Hildur semur
tónlist og langar mig að fara aðeins í
saumana á þeim. Í Mary Magdalene
(Rooney Mara, Joaquin Phoenix,
Chiwetel Ejiofor) semur hún tónlist-
ina ásamt Jóhanni Jóhannssyni en í
myndinni Sicario 2: Soldado, á hún
tónlistina ein (en Jóhann samdi tón-
listina fyrir fyrri myndina, Sicario,
og fékk mikið lof fyrir).
Tónlistin við Mary Magdalene
er falleg, það verður bara að segjast.
En líka hrikaleg (í skilningnum
hrollvekjandi). Ljós og skuggar tak-
ast á; blæbrigðarík, sefandi fegurð-
arstef víkja skyndilega fyrir ógn-
vekjandi drunum og kalt vatn
rennur ógnarhratt milli skinns og
hörunds. Maður heyrir í Jóa í opn-
unarstefinu, „Cana“ (nú komst ég
við) og hann er þarna á milli hljóð-
rásanna. Myndin er smekklega stað-
færð, tónlistarlega og bjöllur og sál-
mastef dýrka upp miðaldarlegar
Tónspor Hildar
Kvikmyndatónlist Hildar Guðnadóttur hefur vakið athygli að undanförnu
en nýverið kom út tónlist hennar við Mary Magdalene og Sicario 2.
Félagar Elvis Presley og Jerry Scheff í stuði á tónleikum. Stilla úr myndbandi.