Morgunblaðið - 07.07.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 07.07.2018, Qupperneq 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// hvað hann ætli að spila. „Ætlarðu að spila blús? Láttu vaða,“ segir Pres- ley, svellkaldur að vanda og hefst þá mikill bassablússpuni. Blaðamaður nefnir skyrtuna skrautlegu við Scheff sem hristir höfuðið og segist hafa verið heldur ósáttur við að þurfa að klæðast henni. „Ég var síð- hærður hippi og það passaði illa við þessa heilgalla,“ segir hann kíminn. En hvernig var þá fyrir hippa að spila með kónginum sem var af ann- arri kynslóð og ansi langt frá því að vera hippi? „Tja, því verður líklega best lýst með því að segja frá því hvernig samstarf okkar kom til,“ svarar Scheff. Hann hafi alist upp í Kaliforníu undir lok seinni heims- styrjaldar og hlustað mikið á út- varpsstöðvar helgaðar tónlist þel- dökkra. „Eldri bróðir minn kom mér á bragðið með að hlusta á þessar út- varpsstöðvar og ég ólst því upp við þessa tónlist. Ég var ekki hrifinn af tónlist Elvis Presley,“ segir Scheff og hlær, „ég hélt að hann væri hvítur maður að reyna að hljóma eins og svartur.“ „Spilarðu blús?“ Scheff segist allt frá 15 ára aldri hafa leikið í djassklúbbum þar sem þeldökkir voru í miklum meirihluta bæði gesta og flytjenda. Þegar hann fluttist til Los Angeles tók mikil spilamennska við og hann tók að sér margvísleg og ólík upptökuverkefni, m.a. fyrir kvikmyndir og poppsveitir á borð við The Monkeys. Scheff hlær að þessu, segist hafa plokkað bass- ann fyrir nánast hvað og hvern sem er og þá m.a. komið að hinum ýmsu kjánalegu popplögum. Dag einn hringdi gítarleikarinn James Burton í hann og spurði hvort hann væri til í að spila á bassa í hljómsveit sem Elvis Presley væri að setja saman. Sú hljómsveit var leidd af Burton og hlaut nafnið TCB Band. Scheff segir forvitnina hafa ráðið því að hann sló til þó svo hann hafi verið lítt gefinn fyrir Presley. „Ég mætti í æfingahljóðver með sítt hár, í stuttermabol, gallabuxum og sandölum og Presley sat í hinum enda hljóðversins. Þegar hann sá mig stóð hann upp, gekk til mín, spurði hvort ég væri Jerry og þakk- aði mér fyrir að koma. Ég hugsaði með mér að þetta væri nú bara við- kunnanlegur náungi. Ég sagði hon- um að ég kynni ekki lögin hans og hann spurði þá hvort ég gæti spilað blús. Já, ég sagðist geta það og þá sagði hann: Við skulum þá spila blús,“ segir Scheff kíminn, greinilegt að minningin um þennan fyrsta fund þeirra Presley yljar honum enn. Innblásnir af þeldökkum tónlistarmönnum Scheff segir Presley hafa ráðið hann að nokkrum lögum loknum og að hann hafi lært að meta hann sem tónlistarmann. „Ég fór heim og sagði eiginkonu minni að ég væri bú- inn að ráða mig í hljómsveitina hans og hún sagði: „Æ, þú ert að grín- ast?!“,“ segir Scheff og hlær. Eigin- konan hafi, líkt og hann, ekki verið hrifin af Presley en tekið hann í sátt eftir að hafa hitt hann degi síðar. Scheff segir að lög Presley hafi verið frekar einföld fyrir bassaleik- ara og að hann hafi áttað sig á því með tímanum að Presley var ekki að reyna að stæla þeldökka söngvara heldur var hann innblásinn af þeim. „Hann var alveg laus við kynþátta- fordóma og umgekkst mikið þel- dökka tónlistarmenn ,“ segir Scheff. Það hafi þeir átt sameiginlegt. Morrison fagmannlegur Blaðamaður stenst ekki freist- inguna að minnast á samstarf Scheff og The Doors en hann plokkar bass- ann á plötunni L.A. Woman frá árinu 1971. Á henni má m.a. finna lögin „L.A. Woman“, „Riders on the Storm“ og „Love Her Madly“, sí- gilda Doors-smelli. Söngvari hljóm- sveitarinnar, Jim Morrison, lést þremur mánuðum eftir að platan kom út og var hún því sú síðasta sem hann söng á með sveitinni. Eftirminnilegasta bassalínan er líklegast sú sem heyra má í „Riders on the Storm“ og segir Scheff að Ray Manzarek, hljómborðsleikari The Doors, eigi heiðurinn af henni. „Mér þykir sárt að segja frá því að ég er ekki höfundur hennar,“ segir hann sposkur og að Manzarek hafi ranglega greint frá því í viðtali síðar að hann, Scheff, hafi átt erfitt með að leika hljómaganginn. Hið rétta sé að bassalína í „LA Woman“, sem Manzarek samdi og lagði fyrir hann, hafi verið hröð og erfið að leika á bassa en auðveld að spila á hljóm- borð. „Hann var orðinn gamall þeg- ar hann veitti þetta viðtal og minnið farið að gefa sig,“ segir Scheff og brosir. En var Morrison erfiður í sam- starfi, í ljósi þess hversu djúpt hann var sokkinn í áfengis- og eitur- lyfjaneyslu á þessum tíma? Nei, ekki segir Scheff. Morrison hafi verið fagmaður, líkt og aðrir liðsmenn The Doors, og ekki undir áhrifum þegar þeir voru í vinnunni. Scheff segir að líkt og Presley hafi Morrison ekki haft áhuga á því að vera átrúnaðargoð táninga heldur skapandi og þroskaður listamaður. „Morrison var með mikið skegg og bjórvömb þegar við gerðum L.A. Woman en á upphafsárum The Doors var hann spengilegur í svört- um leðurbuxum og átrúnaðargoð táninga. Hann vildi ekki vera það lengur og langaði ekki að gera þessa plötu en hinir í hljómsveitinni töluðu hann til. Það var ekki erfitt að vinna með honum, þvert á móti mjög auð- velt og hann var ekki í vímu eða full- ur þegar við gerðum plötuna.“ Skapandi listamaður The Cadillac Band er virkilega góð hljómsveit og liðsmenn hennar njóta þess að spila, að sögn Scheff sem segist fá mikið út úr því að spila með sveitinni. „Ég spila ekki með þeim af því ég hef svo gaman af því að spila á bassa heldur vegna þess að ég nýt þess að fá að vera með í því sem þeir eru að gera,“ segir Scheff um félaga sína. Utan tónleikahalds verji hann svo dögunum heima í Sví- þjóð við tónsmíðar og upptökur í hljóðveri. Og sú tónlist á lítið skylt með rokki og róli, ef marka má lýs- ingu Scheff. „Þetta er blanda raf- tónlistar, afrískra áhrifa og blúss og ég er í sífelldri leit að einhverju nýju og nýt þeirrar leitar,“ segir Scheff og bætir við að hann hlusti á allt milli himins og jarðar. Miðasala á tónleikana annað kvöld fer fram á midi.is. Morgunblaðið/Valli Sígild L.A. Woman með The Doors. Morgunblaðið/Styrmir Kári Myndræn Það er nóg að gera hjá Hildi Guðnadóttur þessa dagana. stemmur. „The Goats“ er ekkert minna en djöfullegt á meðan „Resur- rection“ lokar verkinu fallega (og kallast á við leiðarstefið í „The Must- ard Seed“). Tónlistin við Soldado er verklegri og fylgir línunni sem sett var í fyrri myndinni meira og minna. Þessi „varfærnislega stríðstónlist“ sem Jóhann var beðinn um þar æðir áfram; beljandi hávaði og ógnvekj- andi slagverk lemur okkur áfram, innan um draugalegar, hvassar stemmur. Soldado er til muna grimmari en Sicario og það er eins og Hildur sé að bregðast við því. Tónlistin er straumlínulagaðri, naumhyggjulegri og blátt áfram harðari. Hildur er þá með mörg járn í eldinum að vanda, eitt af næstu verkefnum hennar er t.d. tónlist fyr- ir örþáttaröð um Chernobyl-slysið. »Hún hefur þá sam-ið mikið af tónlist fyrir stutt- og heimild- armyndir og samstarf hennar við Jóhann heit- inn Jóhannsson var þá mikið og ríkt. Sögumaður Jerry Scheff kann margar góðar sögur af frægðarmennum rokksögunnar, Elvis Presley og fleirum. Sönghópurinn Cantoque Ensemble hefur annað starfsár sitt nú um helgina með tónleikaferð um landið. Tónleikaferðin ber yfirskriftina Þjóðlög í þjóðleið og inniheldur a ca- pella þjóðlagaútsetningar eftir ís- lensk tónskáld, bæði mörg þau þekktustu og einnig af yngri kyn- slóðinni, eins og segir í tilkynningu og þar af útsetningar eftir tvo með- limi hópsins. Sönghópurinn kemur fram á Þjóð- lagahátíðinni á Siglufirði í dag kl. 17, á Sumartónleikum í Akureyrar- kirkju á morgun kl. 17, á Sumartón- leikum í Stykkishólmskirkju 9. júlí kl. 20 og á Sönghátíð í Hafnarborg 10. júlí kl 20. Að tónleikaferð lokinni heldur hópurinn í Skálholt og mun þar vinna með barokk-stjórnandanum Andreas Spering, í samvinnu við Bach-sveitina í Skálholti. Tónlistar- mennirnir munu svo halda tónleika, Um veröld og trúartraust, laugar- daginn 14. júlí kl. 16 og 15. júlí kl. 14. Cantoque Ensemble er átta radda sönghópur og í honum eru margir af bestu söngvurum landsins, bæði á sviði snemmtónlistar, nútíma- tónlistar og óperu, að því er segir í tilkynningu. Hópurinn hlaut tilnefningu til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna árið 2017 fyrir tónleikana Purcell í Nor- rænu ljósi. Átta Cantoque Ensemble er skip- aður átta söngvurum og er Hallveig Rúnarsdóttir þeirra á meðal. Cantoque Ensemble heldur í stutta tónleikaferð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.