Morgunblaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018
Óþekkti listamaðurinn Banksy hef-
ur rétt fram hjálparhönd í bóka-
safnsneyð sem á sér stað í Bristol
um þessar mundir. Þetta kemur
fram á vefsíðu The Guardian en þar
segir m.a. að Banksy hafi haft sam-
band við Marvin Rees, borgar-
stjóra Bristol, og boðist til að
leggja hönd á plóg við að halda
starfsemi bókasafna í borginni
áfram.
Málið snýst um niðurskurð sem
boðaður hafði verið í borginni en
vegna hans var framtíð 17 af 27
bókasafna borgarinnar óljós, að því
er kemur fram á síðunni.
Þá segir Rees í samtali við The
Guardian: „Mjög vel þekktur ein-
staklingur frá Bristol skrifaði okk-
ur og bað okkur um að skýra frá
því hvers konar stuðningi borgin
þyrfti á að halda. Þessi ein-
staklingur var Banksy.“
Banksy er sennilega best þekkt-
ur fyrir veggjakrot sitt en hann
hefur um árabil birt satíruverk í
formi veggjalistar víða um heim.
Hver nákvæmlega Banksy er er
enn ekki vitað þó að margar get-
gátur séu til um það. Þó þykir það
ljóst að hann eigi rætur að rekja til
Bristol í Englandi.
AFP
Óþekktur Vegfarandi ljósmyndar verk eftir huldumanninn Banksy í París.
Banksy kemur til bjargar í
bókasafnsbobba Bristol
Mögnuð rafmagnsverkfæri og frábært verð
ÞÓR FH
REYKJAVÍK:
Krókháls 16
Sími 568-1500
AKUREYRI:
Baldursnes 8
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
Fyrirvari er settur vegna hugsanlegra ritvillna.
Sleðasög 230 V
með tveimur löndum
Model SP6000
Mótor 1300 W
Sagarblað 165 mm
Sagdýpt 90° 57mm
2 x 140 cm lönd fylgja Kr. 76.000,-
með VSK
Sleðasög 2x18V
Model DSP600PT2J1
Mótor 18V x 2
Sagarblað 165 mm
Sagdýpt 56 mm
2 x 5 AMP rafhlöður og hleðslutæki fylgja Kr. 139.000,-
með VSK
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Sönghátíð í Hafnarborg hefst 7.
júlí og mun standa í rúma viku. Á
hátíðinni verður haldið upp á list
raddarinnar með sjö tónleikum og
fjórum námskeiðum. Aldarafmæli
fullveldis Íslands mótar að miklu
leyti dagskrána, sem inniheldur
fjölda íslenskra sönglaga og þjóð-
laga, en einnig verðaur erlendri
söngtónlist gerð skil.
„Fyrsta hátíðin var haldin í
fyrra og gekk rosalega vel,“ segir
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttur, list-
rænn stjórnandi hátíðarinnar. „Að-
sóknin var góð og viðtökurnar
mjög góðar þannig að við ákváðum
að endurtaka leikinn og fengum
styrki frá Fullveldissjóði, Tónlist-
arsjóði, Hafnarfirði og Sjóði Frið-
riks Bjarnasonar og Guðlaugar
Pétursdóttur.“
Guðrún er messósópran og ann-
ar meðlimur tónlistartvíeykisins
Dúó Atlantica ásamt spænska gít-
arleikaranum Francisco Javier
Jáuregui. Sérsvið þeirra er flutn-
ingur þjóðlaga á ýmsum tungu-
málum en þjóðlög verða einmitt í
fyrirrúmi á sönghátíðinni. Guðrún
mun kenna söngnámskeið fyrir
áhugafólk frá þrettán ára aldri og
upp úr. Það námskeið segir Guð-
rún hugsað fyrir áhugafólk.
Allt órafmagnað
„Eitt námskeiðið er hugsað fyrir
lengra komna; þá nemendur sem
eru það langt komnir að þeir geti
komið fram á tónleikum,“ segir
Guðrún. „Kristinn Sigmundsson
verður með það námskeið og því
lýkur með opinberum tónleikum
þar sem nemendur sýna hvað þeir
hafa verið að gera á námskeiðinu.
Svo verða barnanámskeið; tvær
söngsmiðjur þar sem börnum er
skipt niður í tvo aldurshópa, sex til
níu ára og svo tíu til tólf ára. Þau
vinna saman í fimm daga og verða
síðan með atriði á laugardagstón-
leikum hátíðarinnar. Það er mjög
skemmtilegt tónlistarpar sem
kennir krökkunum, þau Ingibjörg
Fríða Sigurðardóttir og Sigurður
Ingi Einarsson. Þau munu kenna
krökkunum að syngja og spinna og
taka sérstaklega mið af íslenskum
þjóðlögum.“
Annað námskeið hátíðarinnar
heitir Syngjum og kveðum saman
og snýr sérstaklega að íslenskum
þjóðlagasöng. „Bára Grímsdóttir
og Chris Foster í dúettinum Funa
kenna það námskeið. Þátttakend-
urnir læra að kveða stemmur og
syngja tvísöngslög og fleiri íslensk
þjóðlög. Tvísöngslög eru oft sungin
í fimmundum, þannig að þetta er
gamall íslenskur fimmundasöngur.
Þarna er verið að kynna fyrir fólki
íslenska þjóðlagaarfinn en á prakt-
ískan hátt þannig að fólk geti
sungið með.“
Að sögn Guðrúnar er tilgangur-
inn með hátíðinni að fólk njóti
söngtónlistar bæði sem hlustendur
og sem flytjendur. „Tónlistin
myndi flokkast sem klassík og
þjóðlagatónlist og það er allt óraf-
magnað. Það eru ýmis hljóðfæri;
klassískur gítar, píanó, langspil,
semball og selló. En röddin er að-
alhljóðfærið sem ber uppi alla tón-
leikana, svo þetta er allt söng-
tónlist. Auk íslenskra laga flytjum
við þjóðlög frá Spáni og Bretlands-
eyjum. Svo erum við líka barrokk-
tónlist; Händel, Monteverdi, Por-
pora; þannig að það er líka
klassísk tónlist sem er ekki ís-
lensk.“
Fá hljóðfæri á landinu
„Það sem er svo sérstakt við Ís-
land er að þótt að á meginlandi
Evrópu hafi verið rosalega mikil
tónlistarhefð og hljómsveitir frá og
með barrokktímanum og mikið
sungið í mörgum röddum, þá byrj-
ar okkar klassíska tónlistarsaga
næstum ekki fyrr en á 20. öldinni.
Flest af þeirri íslensku tónlist sem
við flytjum eftir þekkt tónskáld er
frá 20. og 21. öldinni. Fyrst Ísland
var lengi bæði einangrað og fátækt
land voru mjög fá hljóðfæri á land-
inu og mesta gróskan í íslensku
tónlistarlífi var í sönglífi. Maður
þarf ekki hljóðfæri eða peninga til
að geta sungið því við erum með
þetta hljóðfæri í okkar eigin lík-
ama, það er bara spurning um að
nota það.“
Skráning á námskeið er hafin í
netfanginu hafnarborg@hafnar-
fjordur.is Allar frekari upplýsingar
má finna á vefsíðu Sönghátíðar í
Hafnarborg www.songhatid.is. Há-
tíðin stendur frá 7. júlí til 15. júlí.
Morgunblaðið/Golli
Hjón Listrænir stjórnendur og stofnendur Sönghátíðar í Hafnarborg eru tónlistarmennirnir og hjónin Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui sem búa í Madrid á Spáni. Þau skipa saman Dúó Atlantica.
Funi Bára Grímsdóttir og Chris með íslensk hljóðfæri.
„Hljóðfæri í okkar
eigin líkama“
Sönghátíð hefst í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag og er
hún haldin til að fagna aldarafmæli fullveldis Íslands
Kennir Kristinn Sigmundsson.