Morgunblaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 25
MESSUR 25Á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flottir í fötum ÚTSALAN hefst í dag laugardag – opið 11-17 30-50% afsláttur ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgistund kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar. Kristín Jóhannesdóttir er organisti og félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða sönginn. Kaffi og spjall eftir stundina. ÁSKIRKJA | Áskirkja verður lokuð til júl- íloka vegna sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks kirkjunnar. Ekkert helgihald verð- ur í kirkjunni fyrr en eftir verslunarmanna- helgi. BÚSTAÐAKIRKJA | Morgunmessa kl. 11. Kór Bústaðakirkju og kantor Jónas Þórir. Messuþjónar aðstoða. Sr. Pálmi Matthías- son. Hressing í safnaðarheimili eftir messu. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Séra Hjálmar Jónsson pré- dikar og þjónar við messu kl. 11. Félagar úr Dómkórnum syngja og Douglas A. Brotchie er organisti. Minnum á bílastæðin við Al- þingi. GARÐAKIRKJA | Sameiginleg guðsþjón- usta Garða- og Bessastaðasókna í Garða- kirkju kl. 11. Organisti Ástvaldur Traustason og prestur Hans Guðberg Alfreðsson. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsamessa með djassívafi kl. 11. Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar. Organisti er Hákon Leifsson og forsöngvari leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Grensáskirkja er lokuð vegna sumarleyfa, næst verður messað 12. ágúst. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Kvöld- guðsþjónusta kl. 20. Prestur er Karl V. Matt- híasson, organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Ekki verður messa í Hafnarfjarðarkirkju en farið verður í messuheimsókn í Garðakirkju kl. 11. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Org- anisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Alþjóð- legt orgelsumar. Tónleikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Winfried Bönig organisti Kölnardómkirkju í Þýskalandi leikur. Fyrir- bænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10:30. Ár- degismessa miðvikud. kl. 8 og hádegistón- leikar Schola cantorum miðvikud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson. Prestur er Eirík- ur Jóhannsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Skírnarguð- sþjónusta verður í Hjallakirkju 8. júlí kl. 11. Prestur er Sunna Dóra Möller. Organisti er Guðný Einarsdóttir. KEFLAVÍKURKIRKJA | Púttmessa sunnu- dag kl. 13 á púttvellinum við Mánagötu í beinu framhaldi verður efnt til púttmóts. Verðlaunaafhending fer fram í Kirkjulundi en samtímis verður boðið upp á kaffi og með- læti. Félagar úr Harmonikkufélagi Suð- urnesja leika á púttvelli sem og í Kirkjulundi. LÁGAFELLSKIRKJA | Kyrrðar- og bæna- stund í Lágafellskirkju kl. 11. Organisti er Hrönn Helgadóttir og sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Kaffisopi á Torginu eftir messu. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjón- ar fyrir altari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Allt helgihald fellur niður í júlímánuði og fram til 12. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Org- anisti er Guðmundur Vilhjálmsson, prestur er Kristján Valur Ingólfsson. ORÐ DAGSINS: Sjá, ég er með yður. Morgunblaðið/Ómar Hvalfjörður Hallgrímskirkja. (Matt. 28) Vatnajökuls- þjóðgarður er tíu ára um þessa mundir og því má segja að hann hafi slitið barnsskónum og framundan séu ung- lingsárin. Þjóðgarður- inn, sem er einn sá stærsti í Evrópu, spannar tæp 14% af flatarmáli Íslands og nær yfir Vatnajökul og stór svæði í nágrenni hans, þar á meðal þjóðgarðana sem fyrir voru í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum. Á framangreindum tímamótun hefur umræðan og umfjöllun fjöl- miðla um Vatnajökulsþjóðgarð því miður aðallega snúist um tímabundna erfiðleika í rekstri sem tengjast m.a. gríðarlegri fjölgun ferðamanna en lít- ið hefur farið fyrir umfjöllun um það mikilvæga starf sem unnið er af starfsmönnum þjóðgarðsins á hverj- um degi. Einnig má minna á að Vatnajökulsþjóðgarður var í byrjun þessa árs tilnefndur af íslenskum stjórnvöldum á heimsminjaskrá Sam- einuðu þjóðanna (UNESCO). Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfa um 20 starfsmenn á heilsárgrundvelli og við þann hóp bætast nokkrir tugir landvarða og annarra starfsmanna á álagstímum. Þessi hópur býr yfir mikilli þekkingu á rekstri þjóðgarða við erfiðar aðstæður og því er ekki of- mælt að starfsmenn stofnunarinnar séu dýrmæt auðlind. Starfsmennirnir hafa það að meginmarkmiði að gestir Vatnajökulsþjóðgarðs geti notið já- kvæðrar upplifunar í náttúru Íslands og fái góða þjónustu á stóru og fjölbreytilegu svæði. Auk þess hafa þeir það meginhlutverk að standa vörð um náttúr- una og að fræða gesti og gangandi. Þetta er ögr- andi verkefni fyrir fáa starfsmenn í þjóðgarði sem nær bæði yfir víð- áttumikil og torfær svæði sem og fjölsótta ferðamannastaði. Í þessu samhengi má geta þess að á árinu 2017 sótti um ein milljón gesta þjóðgarðinn heim og hefur þeim fjölgað mjög hratt frá því Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Framundan eru spennandi tímar hjá Vatnajökulsþjóðgarði og hjá öll- um sem unna íslenskri náttúru m.a. vegna þess að sú ríkisstjórn sem nú er við stjórnvölin hefur sett sér metn- aðarfull markmið á sviði náttúru- verndar. Gleymum því samt aldrei að lykillinn að því að ná metnaðarfullum markmiðum er fólk með þekkingu og dýrmæta reynslu. Vatnajökulsþjóð- garður á tímamótum Eftir Magnús Guðmundsson Magnús Guðmundsson » Framundan eru spennandi tímar hjá Vatnajökulsþjóðgarði og hjá öllum sem unna íslenskri náttúru. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.