Morgunblaðið - 07.07.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.07.2018, Qupperneq 1
Vinnur meðlíkamanum 8. JÚLÍ 2018NNUDAGUR Fær ekki nóg afárnkarlinum SU Jón SigurðurGunnarssontekur sirkuslistirog fimleika framyfir níu til fimmvinnu áskrifstofu 16 j Kramin hjörtuRonaldo og Messi eru í góðum félagsskap frækinna sparkenda sem aldrei hafa unnið HM í knattspyrnu 12 Líf Birnu Írisar Jónsdóttursnýst um hreyfingu 24L A U G A R D A G U R 7. J Ú L Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  158. tölublað  106. árgangur  SPILAÐI MEÐ ELVIS OG FLEIRI STJÖRNUM STÚLKUR Í MEIRIHLUTA Í YNGRI FLOKKUM RÓSA BIRNA 14JERRY SCHEFF Á ÍSLANDI 36 Morgunblaðið/Hari Ófrísk Birta Jónsdóttir á von á barni sínu á allra næstu dögum. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Kjaradeila ljósmæðra og íslenska ríkisins veldur Birtu Jónsdóttur, verðandi móður, miklum áhyggjum enda eigi hún von á barni sínu á allra næstu dögum. Er hún gengin rúmlega 38 vikur með sitt fyrsta barn. Næsti fundur í deilunni verður haldinn á miðvikudag, en ástæða þess að ekki er fundað fyrr er fjöldi sumarleyfa að því er fram kemur í máli Gunnars Björnssonar, for- manns samninganefndar ríkisins. Birta segir útspil fjármálaráðu- neytisins nú í vikunni hafa verið villandi. „Mér fannst þetta fáránleg framsetning og í raun gert til að gera lítið úr ljósmæðrum. Mitt mat er bara það að ríkið þarf að gyrða sig í brók og klára þetta mál. Það er óskiljanlegt að þetta taki svona langan tíma,“ segir hún. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, for- maður samninganefndar ljósmæðra, gagnrýnir einnig hve langt mun líða á milli funda í deilunni. »4 Hefur miklar áhyggjur  Gengin yfir 38 vik- ur með fyrsta barn Ljósmynd/Úr einkasafni Bóndi Sveinn Sigurjónsson fer yfir ísilagða Þverá til að komast heim. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Tæplega áttræður Reykvíkingur, Sveinn Sigurjónsson múrarameist- ari, þarf að leggja bíl sínum í eins kílómetra fjarlægð frá heimili sínu og vaða eða ganga á ótraustum ís yf- ir á til að komast heim á veturna. Þó býr hann í 116 Reykjavík. Vegurinn að bæ hans Þverárkoti, upp við rætur Esju, liggur yfir ána Þverá á vaði og er óskráður. Vega- gerðin segist geta lagfært veginn og tekið inn á vegaskrá að nýju en skil- yrðið er að Sveinn greiði helming kostnaðar, rúmar sex milljónir króna hið minnsta, úr eigin vasa. 16 kílómetrar á grenndarstöð Margt hangir á þessari vegafram- kvæmd því ekki er mokað í átt að bænum meðan vegurinn er óskráður og Reykjavíkurborg sækir heldur ekki sorp á bæinn því ruslabílar komast ekki yfir ána. Heilbrigðisnefnd borgarinnar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í maí að Sveinn skuli aka rúma 16 kílómetra til að koma sorpi sínu í tunnur, eða að næstu grennd- arstöð, sem væri við Barðastaði í Grafarvogi. Ættingjar og vinir segja aðstæður hans óviðunandi og vilja að borgin taki þátt í að bæta samgöngur að bænum. Afdalabóndi í borginni  Vegurinn ekki ruddur og ruslið ekki hirt í 116 Reykjavík MSunnudagur »18 Ungir sem aldnir sátu í brekkunni við reiðvöllinn í Víðidal í gærkvöldi þegar ræktunarbússýning- ar fóru fram á Landsmóti hestamanna. Sýningar ræktunarbúa hafa skipað heiðurssess á lands- mótum í gegnum tíðina og var engin breyting á því í Víðidal. Að sýningum loknum tóku við kántrítónleikar í Reiðhöllinni, þar sem m.a. Helgi Björns og Reiðmenn vindanna léku fyrir dansi. Landsmótinu lýkur á morgun. »14 og 21 Líf og fjör á sýningum hrossaræktunarbúa Morgunblaðið/Eggert Ellefu ræktunarbú sýndu hrossin sín á Landsmóti hestamanna í Víðidal í gærkvöldi Skipulags- og samgönguráð Reykja- víkur samþykkti í vikunni að minnka hámarkshraða úr 50 km/klst. í 30 km/klst. á nokkrum götum miðborg- arinnar. Til stendur að minnka há- markshraðann á Kalkofnsvegi frá Geirsgötu að Hverfisgötu, á Geirs- götu frá gangbrautarljósum vestan Steinbryggju/Austurbakka að Kalk- ofnsvegi. Í Lækjargötu frá Hverfis- götu að gangbraut við norðvestur- horn Miðbæjarskóla og á Hverfisgötu frá Ingólfsstræti að Lækjargötu. „Mér finnst þetta hið besta mál,“ sagði Heiða Lára Aðalsteinsdóttir, formaður Miðbæjarfélagsins og kaupmaður í Boutique Bellu við Skólavörðustíg. „Við höfum talað fyrir því í staðinn fyrir að loka fyrir umferð um miðbæinn að minnka frekar hámarkshraðann þannig að allir komist leiðar sinnar en ekki bara sumir.“ Heiða er með verslun sína á Skóla- vörðustíg 8 en þar er gatan lokuð bíl- um. Hún segist finna mikið fyrir áhrifum lokunarinnar. Íslendingar komi ekki í bæinn ef þeir fá ekki bíla- stæði. »11 Minni hámarkshraði verður í miðborginni Ætla mætti að sú vætutíð sem hefur ríkt sunnan- og vestanlands í sumar væri góð fyrir stangveiðimenn sem beita maðki, en ánamaðkar leita jafnan upp á yfirborðið í kjölfar rigninga. Það hefur hins vegar ekki verið raunin vegna þess að veðrið hefur verið of kalt og maðkarnir ná því ekki að færa sig upp í gegnum kaldan jarðveginn. „Það er bara ekki neitt,“ segir Jó- hann Halldórsson hjá versluninni Veiðiportinu um framboð á maðki til sölu hjá versluninni. „Þetta hefur bara verið hrikalegt í allt sumar og við höfum aðeins fengið maðk til okkar í nokkur skipti,“ segir Jóhann að auki. Í þau fáu skipti sem maðkar fyrir stangveiði hafa verið í boði hjá versluninni hafa þeir rokselst. „Eitt sinn fengum við 1.700 stykki og þau hurfu á einum og hálfum tíma,“ segir Jóhann. Að sögn Jóhanns er maðkurinn af- ar vinsæll til beitu hjá stangveiði- mönnum, sem og í vatnaveiði hjá fjölskyldufólki. Segist hann vona að tíðin fari að batna en þangað til verða menn einfaldlega að vera dug- legri í fluguveiðinni. axel@mbl.is Of kalt fyrir ánamaðkana  Lítið sem ekkert framboð er á möðkum fyrir stangveiði Morgunblaðið/Golli Veiði Maðkar rokseljast í þau fáu skipti sem þeir standa til boða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.