Morgunblaðið - 10.07.2018, Page 4

Morgunblaðið - 10.07.2018, Page 4
Kort í eigu Þjóðskjalasafns. Vatnsdalur 1721 Endurgerð kortsins sýnir m.a. hvernig lega Vatnsdalsár var áður en skriðan féll og hvernig stöðuvatnið Fljótið myndaðist. Kort í eigu Þjóðskjalasafns. Bjarnarstaðaskriða Frumkort af áhrifum skriðunnar sem féll 8. eða 9. október 1720. Upptök skriðunnar eru t.v. Kortið skemmdist í vatni. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ein stærsta skriða sem fallið hefur á sögulegum tíma, að talið er, féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal árla morguns á laugardaginn var, 7. júlí. Miðað við fyrstu mælingar er efnið í henni um 10-20 milljónir rúmmetra, að sögn Veðurstofu Íslands. Til sam- anburðar var berghlaupið í Öskju 2014 um 20 milljónir rúmmetra. Flat- armál skriðunnar er talið vera um 1,8 ferkílómetrar samkvæmt gervi- tunglamyndum ESA. Veðurstofan á eftir að vinna úr mælingum og gögn- um um skriðuna í Hítardal. Von er á niðurstöðum á næstu dögum og þá fæst betra mat á stærð og eðli skrið- unnar. Eftir að skriðan féll hefur verið stöðugt grjóthrun og smáskriður úr skriðusárinu. Veðurstofan segir að viðbúið sé að það haldi áfram næstu daga. Líka gæti orðið hrun í hlíð- unum í kringum sárið. Ekki er þó bú- ist við öðrum atburðum af þessari stærðargráðu. Bjarnastaðaskriðan Mannskæð skriða féll úr Vatns- dalsfjalli í Vatnsdal í Húnavatnssýslu 8. eða 9. október 1720. Bjarnastaðir fóru undir skriðuna og fórust 5-7 manns eftir því hver heimildin er og allmargt fé, kýr og hestar. Skriðan fór yfir dalinn og upp í hlíð hinum megin. Þetta kemur fram í saman- tekt í skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands, Forn skriðuföll á Norður- landi, eftir Halldór G. Pétursson og Höskuld Búa Jónsson (Akureyri 2001). Á Þjóðskjalasafninu er varðveitt kort frá 1721 sem sýnir landslagið í Vatnsdal fyrir og eftir Bjarna- staðaskriðuna. Hún var aðeins minni að flatarmáli en skriðan sem nú féll í Hítardal. Bjarnastaðaskriðan stíflaði Vatnsdalsá og olli því að stöðuvatnið Flóðið myndaðist. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við Háskóla Íslands, segir að skrifuð hafi verið skýrsla og gert kort sem sent var til Danmerkur. Upprunalega kortið varð fyrir vatns- skemmdum en danskur kortagerðar- maður teiknaði það upp aftur. Ingibjörg segir að kortið sé líklega eitt fyrsta kortið sem sýni nátt- úruhamfarir hér á landi og ótrúlega nákvæmt miðað við mælitæki þeirra daga. Það sýni staðsetningu bæjanna og hvar skriðan fór yfir. Merkilegast sé þó að kortið sýni landslagið fyrir og eftir skriðuna. Farvegur Vatns- dalsár eins og hann var áður en skrið- an féll er sýndur með punktalínu. Einnig er sýnt hvernig stöðuvatnið Flóðið myndaðist eftir skriðuna. Skriður gætu haldið áfram  Veðurstofan vinnur úr gögnum úr Hítardal eftir skriðuna um helgina  Jafnast á við magnið sem hrundi úr Öskju 2014  Aðstæður eftir skriðuna í Hítardal svipaðar og í Vatnsdal árið 1720-1721 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018 Íbúafundur var haldinn vegna náttúruhamfar- anna í Hítardal í félagsheimilinu Lyngbrekku í gærkvöldi. Á fundinum voru íbúar sem tengjast hamfarasvæðinu með einhverjum hætti upplýstir um stöðu mála, þ.e.a.s. hvað vitað væri um skrið- una og hvernig vöktun yrði háttað í framhaldinu. Húsfyllir var á fundinum. Gestir fundarins voru Úlfar Lúðvíksson, lög- reglustjórinn á Vesturlandi, og Jón S. Ólason yfir- lögregluþjónn, Magni Hreinn Jónsson frá Veður- stofu Íslands, Sigurjón Einarsson frá Land- græðslunni, Sigurður Már Einarsson frá Veiði- málastofnun, Jón Örvar Bjarnason frá Náttúru- hamfaratryggingu Íslands, Torfi Bjarnason frá Búnaðarsamtökum Vesturlands, og Sindri Sigur- geirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri í Borgar- byggð, sem sá um fundarstjórn, segir að góður tónn hafi verið í fólki á fundinum. „Fólk var ánægt með að geta haft skoðanaskipti, fengið svör við spurningum og ekki síst að fá tilfinningu fyrir því hvernig hlutaðeigandi stofnanir bregð- ast við og vakta ástandið frá ólíkum sjónar- hornum,“ segir hann. Gunnlaugur nefnir að litlu hafi munað að verr færi enda hafi staðið til að hleypa veiðimönnum inn á svæðið til veiða í Hítará á sunnudags- morgun. Lax hafi verið farinn að ganga upp laxa- stiga við Kattarfoss. „Þarna eru líka tíðar hesta- ferðir, Hítardalur er talsvert riðinn. Það er oft skammt sem skilur á milli,“ segir hann. Ljóst er að stórtjón varð á Hítará sjálfri, en nítján jarðir að ánni eiga hagsmuni af vatns- og veiðiréttindum í henni. Áin fann sér farveg í smá- ánni Tálma, en neðan skriðunnar er fyrri farvegur Hítarár þurr. jbe@mbl.is Til stóð að veiðimenn yrðu við ána daginn eftir skriðuna ÍBÚAFUNDUR Í LYNGBREKKU GÆRKVÖLDI VEGNA SKRIÐUNNAR ÚR FAGRASKÓGARFJALLI Í HÍTARDAL Morgunblaðið/Theódór Kr. Þórðarson Íbúafundur Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri sýndi ljósmynd sína af fjallinu frá því í vetur. Áætlað er að flutningaskipið Blikur fari aftur í siglingar fyrir Eimskip í þessari viku. Viðgerðir hafa staðið yfir eftir að sprenging varð í vél- arrúmi skipsins 25. júní sl. Blikur var á siglingu inn í Sunda- höfn þegar sprengingin varð. Mynd- aðist mikill reykur í vélarrúminu og var áhöfnin send á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi vegna gruns um reykeitrun. Enginn eldur kom upp í skipinu. Ólafur William Hand, upp- lýsingafulltrúi Eimskips, segir að Blikur fari aftur í fraktsiglingar á sömu leiðum og fyrir óhappið. Eimskip hefur haft skipið á leigu og Ólafur segir viðgerðina hafa tek- ist samkvæmt áætlun. Blikur á sjó að nýju Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Eimskip Flutningaskipið Blikur er á leiðinni í siglingar að nýju. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar og félagið Kvosin hafa kært bygg- ingaleyfi fyrir byggingu hótels á Landsíma- reitnum svokall- aða, í miðbæ Reykjavíkur. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í apríl síðast- liðnum kröfum Dómkirkjunnar og Kvosarinnar um stöðvun fram- kvæmda á svæðinu en nú hefur hið eiginlega byggingarleyfi verið kært. Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður sér um málið fyrir fé- lögin og segir í samtali við Morgun- blaðið að ásamt kærunni hafi þess einnig verið krafist að aðgerðir á svæðinu yrðu stöðvaðar og býst hann við svörum frá yfirvöldum vegna þessa fljótlega. Berjast áfram fyrir Landsímareitnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.