Morgunblaðið - 10.07.2018, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
„Ég hafði hugsað mér að læra að
prjóna og nota kunnáttuna í mynd-
verk til að hengja upp á vegg, en
ekki til þess að prjóna fatnað,“ seg-
ir Torfi Fannar Gunnarsson um þá
ákvörðun sína að sækja tíma í text-
íldeild Gerrit Rietveld-akademíunn-
ar í Amsterdam á sama tíma og
hann stundaði þar myndlistarnám á
árunum 2008 til 2012. En margt fer
öðruvísi en ætlað er því núna, sex
árum síðar, hefur hann komið sér
þægilega fyrir við prjónavélina sína
í anddyri Hönnunarsafns Íslands
og bætir sífellt við Mannabein,
fyrstu fatalínuna sem hann sendir
frá sér og frumsýnd var í safninu í
síðasta mánuði. Þar á bæ hafa um
nokkurt skeið verið haldnar lifandi
sýningar þar sem áhugasamir geta
fylgst með hönnuðum að störfum –
og keypt af þeim ef þeim hugnast
svo.
„Amma kenndi mér að prjóna
þegar ég var krakki og eitthvað
lærði ég líka í handmennt í grunn-
skóla. Líklega var ég eini strákur-
inn í bekknum, sem fannst gaman
að prjóna, en ég man eftir að hafa
prjónað einfalda hluti eins og trefla
og þvottapoka,“ rifjar Torfi Fannar
upp. Prjónaskapur átti þó fjarri því
hug hans allan á þessum árum.
Leiðin lá í Verslunarskóla Íslands,
en síðan ýtti listagyðjan við honum
og leiddi hann í myndlistardeild
Fjölbrautaskólans í Breiðholti og
loks til Hollands eins og áður sagði.
Gekk skrefinu lengra
Upphaf prjónaferilsins rekur
hann til þess að einhverju sinni þar
ytra fékk hann fyrir tilviljun
mynstraða og marglita peysu upp í
hendurnar. „Þótt ég grandskoðaði
peysuna, botnaði ég ekkert í hvern-
ig hægt væri að búa til svona flókna
flík. Mig langaði að finna út hvernig
það væri gert,“ segir Torfi Fannar
og hafði veggmyndir enn í huga
þegar þarna var komið sögu. „Síðan
fannst mér sniðugt að ganga skref-
inu lengra og læra að sníða og
prjóna fatnað, því margir sýndu
áhuga og virtust hrifnir af prjóna-
skapnum hjá mér. Árið sem ég út-
skrifaðist frá myndlistardeildinni
voru fáir í fatahönnun og því hálf-
partinn plataði rektor mig til að
hanna og sýna fatalínu á útskrift-
arsýningu skólans ásamt myndlist-
arverkum.“
Smám saman sneri Torfi Fannar
sér í auknum mæli að prjónaskap.
Eftir BA-námið var hann í hálft ár
á Íslandi, vann á Bæjarins beztu og
sinnti ýmsum hugðarefnum, til
dæmis raftónlist sem hann mixaði á
plötuspilara og spilaði sem skífu-
þeytir hér og þar – eins og hann
gerir reyndar ennþá, en í minna
mæli en áður. Samkvæmt staðal-
ímyndinni líkist listamaðurinn með
sitt síða hár óneitanlega meira raf-
tónlistarmanni en manni sem situr
við prjónavél daginn langan.
Starfsnám hjá Henrik Vibskov
Torfi Fannar var í starfsnámi hjá
danska fatahönnuðinum Henrik
Vibskov í Kaupmannahöfn árið
2014, en Vibskov er að hans sögn
eini fatahönnuðurinn á Norður-
löndum í stjórn Tískuvikunnar í
París og býsna frægur í tískuheim-
inum.
Reynslunni ríkari kom Torfi
Fannar heim, löngu búinn að átta
sig á að hann væri á réttri hillu
hvað prjónaskapinn áhrærði. „Ég
lærði líka að vefa í skólanum, en
fannst skemmtilegra að prjóna.
Auk þess hefur prjónlesið þann
kost umfram vefnaðinn að engin só-
un verður á efninu því hægt er að
sníða það jafnóðum með því að
fækka eða fjölga lykkjum alveg eins
og í handprjóni. Aftur á móti þarf
að vefa heila stranga og sníða úr
þeim eftir á og þá fer mikið efni til
spillis.“
Eftir heimkomuna var Torfi
Fannar með ýmsar hugmyndir á
prjónunum, til dæmis tók hann þátt
í verkefni sem snerist um að fram-
leiða föt í Nepal og selja á Íslandi
samkvæmt viðskiptamódelinu
„kauptu eina vöru, gefðu aðra“, eða
„Buy-One Give-One“ eins og það
kallast á ensku. „Mig langaði til að
gera hugmyndina að veruleika
þannig að hluti ágóðans færi til
góðgerðarmála í framleiðslulandinu.
Á einhverjum tíma sá ég að hug-
myndin gekk einfaldlega ekki upp
og þá fór ég að velta raunverulega
fyrir mér hvernig ég ætti að fara að
því að gera það sem mig langaði til
að gera – sem var náttúrlega að
hanna og prjóna. Til þess þurfti ég
að safna fyrir prjónavél og gefa
mér góðan tíma til að skapa mína
eigin fatalínu, sem síðar varð
Mannabein.“
Frá Bæjarins beztu
í meistaranám
Torfi Fannar gerði reyndar
meira á þessum tíma en að hugsa
bara um og prjóna föt því hann hef-
ur verið aðstoðarrekstrarstjóri
Bæjarins beztu og mun gegna
starfanum til haustsins. „Þá fer ég í
meistaranám í hönnun í Listahá-
skóla Íslands, aðallega til þess að
læra um markaðssetningu, fram-
leiðsluferli og önnur hagnýt atriði,“
upplýsir hann. Mannabeinum fylgir
nefnilega heilmikið umstang ef vel
á að takast til.
Spurður af hverju hann nefni
fatalínu sína Mannabein, svarar
hann: „Í mínum huga er tengingin
sú staðreynd að einhvern tímann
munum við öll deyja. Mig langar til
að vekja athygli á að lykillinn að
því að sjá heiminn í réttu ljósi er að
sætta sig við að tíminn er af skorn-
um skammti. Núna getur verið
Með Mannabein á prjónunum
Torfi Fannar Gunnarsson lærði að prjóna í fatahönnunardeild Gerrit Rietveld-akademíunnar í
Amsterdam þar sem hann nam myndlist Hann hefur sent frá sér prjónafatalínuna Mannabein
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Myndlistarmaður og prjónahönnuður Torfi Fannar segir myndlistarnámið klárlega hafa haft áhrif á prjónahönn-
un sína, enda skipti máli að hafa lært og eytt miklum tíma í að blanda liti og fást við alls konar form í málverkinu.
Bandaríska leikkonan Robin Wright
segist lítil samskipti hafa átt við leik-
arann Kevin Spacey þegar þau léku
hjón í þáttunum House of Cards eða
Spilaborg eins og þættirnir heita í ís-
lenskri þýðingu. Wright segist að-
eins hafa kynnst Spacey við tökur, á
milli þess sem hrópað var „action“
og „cut“. Frá þessu greindi hún í við-
tali í morgunþætti NBC-sjónvarps-
stöðvarinnar, Today.
Wright og Spacey léku forseta-
hjónin Claire og Frank Underwood í
þáttunum, en upp komst um kyn-
ferðisbrot og kynferðislega áreitni
Spacey í garð samstarfsmanna og
fleiri. Hann hefur neitað allri sök.
Wright sagðist í viðtalinu ekki hafa
þekkt manninn, Spacey, en telja
hann ótrúlegan í sínu fagi. Ásakanir
á hendur Spacey komust í kastljósið
í október í fyrra þegar Anthony
Rapp sagði hann hafa áreitt sig fyrir
þremur áratugum en þá var Rapp
aðeins 14 ára. Nokkru síðar höfðu
tugir ásakana bæst við og fjölgar
enn því fréttir bárust í síðustu viku
af því að þrjú ný mál gegn Spacey
væru til rannsóknar hjá bresku lög-
reglunni en alls hafa fleiri en 30 karl-
menn sakað Spacey um kynferðis-
lega áreitni eða ofbeldi.
Samstarfsmenn Spacey og Wright í einum þátta Spilaborgar.
Segist lítið sem ekk-
ert þekkja Spacey
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is