Morgunblaðið - 10.07.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.07.2018, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018 Nýjustu hljómplötu rapparans Drake, Scorpion, hefur verið streymt oftar en nokkurri annarri hljómplötu en plötunni hefur verið streymt oftar en þúsund milljón sinnum. Fréttamiðillinn The Verge greinir frá þessu. Scorpion hefur slegið hvert metið á fætur öðru, plötunni var streymt oftar á fyrstu vikunni eftir að hún var gefin út en nokkurri annarri plötu hefur verið streymt á sinni fyrstu viku í Bandaríkjunum, eða rúmlega 745 milljón sinnum. Scorpion var sömuleiðis streymt 300 milljón sinnum á fyrsta sólarhringnum eftir að hún kom út. Daginn sem platan kom út var henni streymt oftar en 170 milljón sinnum og sló hún þar með met Apple yfir streymi á fyrsta degi. Drake á nú fjórar af tíu stærstu streymis- vikum hljómplatna en hljómplötu hans More Life var einnig streymt umtalsvert og situr hún í þriðja sæti yfir þær plötur sem mest hef- ur verið streymt. Drake slær hvert metið á fætur öðru Vinsæll Tónlistarmaðurinn Drake. Michael Ondaatje var hissa þegar hann hlaut Golden Man Booker- bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína English Patient síðastliðinn laugardag. Ondaatje fékk verð- launin áður árið 1992 fyrir sömu bók en í ár var bók sem fyrr hafði hlotið verðlaunin valin til að hljóta þau aftur í tilefni 50 ára afmælis Golden Man Booker Prize. Dóm- arar völdu eina bók frá hverjum áratug sem hafði hlotið verðlaunin og í kjölfarið kaus almenningur um hvaða bók skyldi hljóta verðlaunin. Þegar Ondaatje tók á móti verð- laununum sagðist hann ekki trúa því að hans bók væri sú besta sem hefði nokkru sinni hlotið verðlaun- in. „Ég trúi því ekki í eina sekúndu að mín bók sé sú besta á listanum yfir þær bækur sem hafa hlotið verðlaunin,“ sagði Ondaatje en hann taldi að kvikmyndaaðlögun á bókinni, sem hlaut Óskarsverð- launin á sínum tíma, hafi haft eitt- hvað með valið að gera. Almenningur kaus Enska sjúklinginn Rithöfundur Ondaatje var ekki sann- færður um að hann ætti að fá verðlaunin. Ísraelska leikkonan Gal Gadot, sem skaust upp á stjörnuhimininn í hlut- verki Wonder Woman, Undrakon- unnar, í fyrra, brá sér í heimsókn í ofurhetjubúningnum á barnaspítala í Virginíu í Bandaríkjum um ný- liðna helgi. Aðdáendur hennar á spítalanum, Inova Children’s Hosp- ital, voru að vonum hæstánægðir með þessa heimsókn og segir einn læknanna á vakt, skurðlæknirinn Lucas Collazo, í Twitter-færslu að Gadot sé sannkölluð undrakona og að börnin jafnt sem starfsmenn hafi notið þess innilega að fá hana í heimsókn. Collazo birtir með færsl- unni ljósmynd af Gadot með starfs- fólki spítalans skælbrosandi, nema hvað. Gadot er nú við tökur á fram- haldi fyrstu kvikmyndarinnar um Undrakonuna en sú fyrsta sló í gegn og var tekjuhæsta kvikmynd sögunnar af þeim sem leikstýrt hef- ur verið af konu, en leikstjóri var Patty Jenkins. Framhaldsmyndin ber titilinn Wonder Woman 1984. Undrakonan heimsótti barnaspítala Undrakona Gal Gadot í Wonder Woman. MOVE – kvartett saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30 en auk Óskars skipa hann Ey- þór Gunnarsson á píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontra- bassa og Matthías Hemstock á trommur. Óskar stofnaði MOVE til að tak- ast á við hið sígildasta form djass- tónlistar, þ.e. lúður með píanótríói. Undanfarið ár eða svo hefur kvart- ettinn haft fastan æfingatíma alla þriðjudaga þar sem viðfangsefnið er leitin að eigin nálgun á hið hefð- bundna form, hvort sem leikin eru sígild djasslög eða eigin smíðar, eins og segir í tilkynningu. MOVE leikur á djasskvöldi Kex hostels MOVE Kvartettinn kemur fram á Kex hosteli í kvöld og leikur ólgandi djass. Svanurinn 12 Afvegaleidd níu ára stúlka er send í sveit um sumar til að vinna og þroskast. Morgunblaðið bbbmn IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 22.00 Heima Heimildamynd um hljóm- sveitarferðalag Sigur Rósar um Ísland sumarið 2006. IMDb 8,6/10 Bíó Paradís 20.00 You Were Never Really Here 16 Myndin fjallar um fyrrver- andi sérsveitar- og FBI- mann, Joe. Hann fær það verkefni að hafa uppi á ungri stúlku sem seld hefur verið mansali á vændishús í New York. Metacritic 84/100 IMDb 6,9/10 Bíó Paradís 18.00 Óþekkti hermaðurinn 16 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 22.00 The Florida Project 12 Metacritic 92/100 IMDb 7,6/10 Bíó Paradís 22.00 Ant-Man and the Wasp 12 Ant-Man þarf að vinna með The Wasp, til að leiða í ljós leyndarmál úr fortíðinni. Metacritic 69/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 14.50, 17.20, 19.50, 22.20 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.00, 19.30, 22.00 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00, 22.30 Ævintýraferð fakírsins Borgarbíó Akureyri 19.30 Adrift 12 Myndin fjallar um unga konu sem þarf að takast á við mikið mótlæti frá Kyrra- hafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar sigldu höfðu tekið að sér að sigla gjöreyðilagðist. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 56/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 17.40, 19.50, 22.00 Smárabíó 17.40, 20.00, 22.30 Háskólabíó 18.10 Borgarbíó Akureyri 17.30 Love, Simon Metacritic 72/100 IMDb 7,8/10 Smárabíó 17.30, 20.00 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 19.30 Book Club Metacritic 53/100 IMDb 6,3/10 Smárabíó 15.00, 16.30, 17.20, 19.50, 22.20 Háskólabíó 18.20, 21.10 Borgarbíó Akureyri 17.30 Tag 12 Lítill hópur fyrrum bekkjar- félaga skipuleggur flókinn, árlegan „klukk“ leik, sem krefst þess að þátttakendur þurfa sumir að ferðast um landið þvert og endilangt. Metacritic 56/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.20, 20.00, 22.15 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 22.00 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00 Ocean’s 8 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 61/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.00, 21.00 Solo: A Star Wars Story 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 62/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 19.40 Deadpool 2 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 66/100 IMDb 8,1/10 Smárabíó 22.20 Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf að annast Jack-Jack á með- an Helen, Teygjustelpa, fer og bjargar heiminum. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 80/100 IMDb 8,9/10 Laugarásbíó 14.50, 15.00, 17.20 Sambíóin Álfabakka 15.00, 16.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 16.00, 18.30, 19.30 Sambíóin Akureyri 17.30 Sambíóin Keflavík 17.30 Háskólabíó 18.00 Draumur Myndin skoðar ósagða sögu Mjallhvítar, Öskubusku og Þyrnirósar, sem komast að því að þær eru allar trúlof- aðar sama draumaprins- inum. Smárabíó 15.10, 17.40 Pétur Kanína Pétur reynir að lauma sér inn í grænmetisgarð nýja bóndans og þeir há mikla baráttu. Smárabíó 15.20 Lói – þú flýgur aldrei einn Lói er ófleygur þegar haustið kemur og farfuglarnir fljúga suður á bóginn. Hann þarf að lifa af harðan veturinn og kljást við grimma óvini til að eiga möguleika á að samein- ast aftur ástvinum sínum að vori. Morgunblaðið bbbbn Smárabíó 15.20 Þegar eldfjallið á eyjunni vaknar til lífsins þurfa Owen og Claire að bjarga risaeðlunum frá út- rýmingu. Morgunblaðið bbmnn Metacritic 52/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 19.40 Borgarbíó Akureyri 21.40 Jurassic World: Fallen Kingdom 12 Kona fer í stríð Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar- verkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf henn- ar. Morgunblaðið bbbbb Háskólabíó 18.30, 21.00 Bíó Paradís 20.00 Sicario: Day of the Soldado 16 Barátta Bandaríkjamanna við eiturlyfjabaróna í Mexíkó tekur á sig jafnvel alvarlegri mynd þegar hryðjuverkamönnum er smyglað yfir landamærin. Metacritic 60/100 IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 19.50, 22.20 Sambíóin Keflavík 22.15 Smárabíó 19.00, 19.50, 21.30, 22.30 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 21.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.