Morgunblaðið - 10.07.2018, Side 20

Morgunblaðið - 10.07.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is RayBan 4175 sólgleraugu kr. 22.900,- Sumarið er hér Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af umgjörðum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Eldri borgarar og ör- yrkjar fengu bakreikn- ing frá Trygginga- stofnun vegna uppgjörs ársins 2017 upp á 3,9 milljarða kr. M.ö.o.: öldruðum og öryrkjum var gert að endurgreiða 3,9 milljarða kr. vegna ársins 2017. Trygginga- stofnun sagði, að aldr- aðir og öryrkjar hefðu fengið ofgreitt árið 2017 sem þessu næmi; meðalskuld hvers væri 157 þúsund kr. Það er undarlegt á þessari tækniöld, sem við búum á, að Trygg- ingastofnun skuli ekki geta komist nær réttum útreikningi fyrir aldraða og öryrkja en raun ber vitni. TR get- ur fengið allar upplýsingar hjá lífeyr- issjóðum um þær fjárhæðir, sem aldr- aðir (og öryrkjar) fá þaðan. Og eftir að TR fékk upplýsingar frá bönk- unum um vaxtatekjur aldraðra og ör- yrkja þar á TR einnig að geta fengið nákvæmar upplýsingar frá bönk- unum um fjármagnstekjur aldraðra og öryrkja. Bakreikningar tíðkast ekki á hinum Norðurlöndunum Ástæðan er einkum sú, að miklar tekjutengingar og skerðingar eins og hér eru þekkjast ekki á hinum Norð- urlöndunum. Með afnámi tekjuteng- ingar hér mundu allir bakreikningar falla niður. Beinast liggur við að fara þá leið. Önnur rök mæla einnig með því að fara hana: Það er ekki unnt að bjóða eldri borgurum upp á það, að fyrst eigi þeir fullt í fangi með að hafa fyrir öllum útgjöldum sínum með lág- um lífeyri, sem þeir fá en síðan fái þeir í hausinn háa bakreikninga, sem þeir eru marga mánuði að greiða nið- ur. Það er óásættanlegt fyrirkomulag. Lofað var að afnema tekjutengingar Fyrir kosningar 2013 sendi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, eldri borgurum bréf og lofaði þeim að afnema allar tekjuteng- ingar vegna lífeyris aldraðra hjá TR. Hvað þýddi þetta loforð? Það þýddi, að hætta átti öllum skerðingum lífeyris aldraðra hjá TR vegna lífeyris úr lífeyr- issjóðum. Hætta átti öllum skerðingum vegna fjármagnstekna, vegna atvinnutekna og vegna allra annarra tekna. Ef staðið hefði verið við þetta loforð Bjarna hefði það haft gífurlega breytingu í för með sér; miklar kjarabætur fyrir aldr- aða. En loforðið var svikið. Skerðingar auknar – tekju- tengingar meiri en áður En það er ekki nóg með að loforðið um að afnema tekjutengingar hafi verið svikið heldur hafa skerðingar, tekjutengingar verið auknar. Króna móti krónu-skerðingin sem gildir gagnvart öryrkjum hjá Trygginga- stofnun er tekjutenging á hæsta stigi, gróf skerðing, mikil kjaraskerðing. Þessi króna móti krónu-skerðing var afnumin hjá öldruðum um áramótin 2016/2017 en það var svikið á síðustu stundu að afnema hana einnig hjá ör- yrkjum. Það var komið inn í frum- varp en var strikað út! Ástæðan var sú að því er sagt var „að öryrkjar voru ekki tilbúnir að samþykkja starfsgetumat í stað læknisfræðilegs örorkumats“. Það var sú skýring sem ríkisstjórn Sigurðar Inga gaf. Ríkisstjórnin ákvað að svíkja ör- yrkja á síðustu stundu og reyna að kúga þá „til hlýðni“. Ógeðfelld vinnu- brögð. Svikin gagnvart öryrkjum hafa nú staðið í 17 mánuði og síðustu sex mánuði hafa Vinstri grænir staðið að svikunum einnig! Eldri borgarar eiga það inni, að skerðingar verði afnumdar Nú hefur dr. Haukur Arnþórsson reiknað út, að greiðslur íslenska rík- isins til eftirlauna aldraðra séu mun minni en í öðrum ríkjum OECD. Ef miðað er við hlutfall vergra þjóðar- tekna kemur í ljós, að greiðslur hins opinbera (ríkisins) í öðrum OECD- ríkjum eru mun meiri en hér. Greiðslur hins opinbera til jafnaðar á einu ári hjá OECD-ríkjum nema 36 milljörðum kr. hærri fjárhæð að með- altali á ríki en greiðslur íslenska rík- isins til eftirlauna. Það kostar ríkið hér svipaða upphæð að afnema allar tekjutengingar, allar skerðingar eldri borgara hjá TR. Það er því engin spurning að ráðast á í afnám allra skerðinga strax. Það er ekki aðeins eðlilegt, heldur ber íslenska ríkinu skylda til þess að ráðast í afnám þess- ara skerðinga. Íslenskir eldri borg- arar hafa verið hlunnfarnir af ríkinu hér. Ríkið hefur ekki gert eins vel við sína eldri borgara eins og hið opin- bera í OECD hefur gert. En með því að hagvöxtur er meiri hér höfum við ekki aðeins efni á því að gera eins vel við okkar eldri borgara og önnur ríki OECD gera, heldur ber okkur skylda til þess að gera það. Það verður að lyfta eldri borgurum Íslands upp á sama grundvöll og gildir hjá öðrum OECD-ríkjum. Grunnlífeyrir felldur niður Um áramótin 2016/2017 við gildis- töku nýrra laga um almannatrygg- ingar var grunnlífeyrir felldur niður. Við það voru 4.200 eldri borgarar strikaðir út úr kerfi almannatrygg- inga þó þeir hefðu greitt skatta alla sína starfsævi og margir þeirra hefðu greitt tryggingagjald frá unga aldri, sumir frá 16 ára aldri. Grunnlifeyrir var heilagur áður. Það mátti ekki snerta hann. Á hinum Norðurlönd- unum fá allir grunnlífeyri. Í dag er Ís- land eina land Norðulandanna þar sem stór hópur eldri borgara fær engar greiðslur frá Tryggingastofn- un, almannatryggingum. Við erum miklir eftirbátar hinna Norðurland- anna á þessu sviði. Áður, þegar al- mannatryggingar voru stofnaðar 1946, vorum við í fararbroddi al- mannatrygginga á Norðurlöndum og víðar í Evrópu. Aldraðir og öryrkjar fengu 3,9 milljarða bakreikning frá TR Eftir Björgvin Guðmundsson » Afnema á tekju-tengingar. Um leið falla allir bakreikningar niður. Björgvin Guðmundsson Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi vennig@btnet.is Flestöll trygginga- félög á Íslandi bjóða viðskiptavinum upp á samsettar líf- og sjúkdómatryggingar. Bótaskyldir sjúkdómar eru flokkaðir í 4 flokka: Krabbamein, hjarta- og nýrnasjúkdóma, tauga- og hrörnunar- sjúkdóm og aðra vá- tryggingaratburði. Al- gengt er að tryggingataki kaupi svokallaða 50/50 tryggingu, en þá eru 50% af líftryggingarfjárhæðinni greidd út í eingreiðslu (skattfrjáls) ef viðkomandi veikist af einhverjum framangreindum sjúkdómum og líf- tryggingin til framtíðar lækkar sem eingreiðslunni nemur. Upphaf tilkynningafrests En það er einn stór galli á sjúk- dómatryggingunni, sem verulega stríðir gegn hagsmunum trygg- ingataka, setur óeðlilega pressu á einstaklinginn og takmörkun á að nýta sér ákvæðin um samspil líf- og sjúkdómatryggingar. Í lögum nr. 30/2004 segir í 124. grein: „Sá sem rétt á til bóta sam- kvæmt slysatryggingu, sjúkratrygg- ingu eða heilsutryggingu með eða án uppsagnarréttar glatar þeim rétti ef krafa er ekki gerð um bætur til fé- lagsins innan árs frá því að hann fékk vitneskju um þau atvik sem hún er reist á.“ Þessi ákvæði eru skiljanleg hvað varðar slysatryggingu þar sem oftast er krafist lögregluskýrslu. En að setja þessi þessi 12 mánaða tíma- mörk á tilkynningu vegna sjúkdóms er út í hött og einungis sett til að verja hagsmuni tryggingafélagsins. Samkvæmt ákvæðinu þarf sjúk- lingurinn að tilkynna og sækja um útgreiðslu sjúkdómatryggingar inn- an 12 mánaða frá því sjúkdómur fyrst greinist og er því enginn tími gefinn til að meta fram- gang sjúkdómsins og hagsmuni tryggingatak- ans varðandi framhald óskertrar líftryggingar. Ársfresturinn krafa tryggingafélaga Eins og áður segir er þessi frestur bundinn í lög, en ákvæðin voru þannig sett inn í lögin að kröfu íslenskra trygg- ingafélaga, eins og sjá má í umsögn þeirra við lagasetninguna 2004. Skilmálar tryggingafélaganna vinna þannig gegn hagsmunum neytenda þar sem allir sem lenda í lífsógnandi sjúkdóm- um hafa um nóg annað að hugsa en tryggingaskilmála fyrstu misserin eftir greiningu sjúkdóms. Þriggja ára tilkynningarfrestur á Norðurlöndum Á hinum löndunum á Norður- löndum og víðast í Evrópu er tilkynn- ingafrestur vegna sjúkdómatrygg- ingar þrjú ár. Íslensku trygginga- félögin eru flest með baktryggingar hjá tryggingafélögum á hinum lönd- unum á Norðurlöndum og því stór- furðulegt að þau gefi einungis 1/3 tíma tilkynningafrest miðað við fé- lögin sem þau sækja baktrygginguna til. Í Danmörku og víðar er samstarf milli heilbrigðisyfirvalda, trygginga- félaga og viðskiptavina varðandi sjúkdómatryggingar. Ef ein- staklingur er greindur með einhvern framangreindan lífsógnandi sjúkdóm þá senda heilbrigðisyfirvöld viðkom- andi bréf þar sem sjúklingurinn er minntur á að skoða vel allar persónu- legar tryggingar til að fara ekki á mis við hugsanleg réttindi. Ekkert slíkt samstarf er hér á Ís- landi og neytendavernd almennt ábótavant. Eftir Friðbert Traustason Höfundur er viðskiptavinur tryggingafélags. Meingölluð íslensk lög um sjúkdóma- tryggingar Friðbert Traustason Eftir langvarandi rugl, sem kallað var samningaviðræður við ljósmæður, hafa þær, þegar þetta er skrifað, eðlilega orðið lang- þreyttar og boðað verkfall. Eins og allir vita tilheyra ljós- mæður þeirri stétt í þjóðfélaginu sem hefur aðstoðað við að koma öllum eða vel- flestum a.m.k. Íslendingum í heiminn og þá oftar en ekki verið um líf og dauða að tefla. Það er VG-ráðherr- unum, Svandísi og Katrínu, og svo auðvitað ömurlegum Bjarna fjár- málaráðherra sem öllu ræður um fjármál ríkisins, að kenna að ekki er fyrir löngu búið að semja um við- unandi launakjör við þessa lífs- nauðsynlegustu stétt, þ.e. ljós- mæður. Bjarni fjármálaráðherra stendur fyrir því að bjóða ljósmæðrum aðeins um 4% launahækkun, svona svipað og láglaunastéttunum er skammt- aður skítur úr hnefa, en það er lenska í þjóðfélaginu að bjóða þeim upp á svipaða prósentuhækkun á meðan hálaunahóparnir fá hundruð þúsunda ef ekki milljóna hækk- anir á mánuði. Það eru um 30 ljós- mæður búnar að segja upp störfum og eru að hætta. Svipaða sögu er að segja af hjúkrunar- fræðingum (önnur lífs- nauðsynleg stétt) að þar stefnir í verulegt óefni þar sem færri og færri fást til að vinna sökum lélegra launa. Hvar endar þetta eiginlega? Þá eru það ellilífeyrisþegarnir, fólkið sem hefur hvað mest tekið þátt í að byggja þetta land upp sem nú er orð- ið eitt ríkasta land í heimi, en þeim er sýnd sú smán að í tugum þúsunda talið lifir þetta fólk undir fátækra- mörkum vegna lélegra eftirlauna og getur þess vegna dáið drottni sínum úr örbirgð og í boði Bjarna fjármála- ráðherra. Lifi byltingin. Eftir Hjörleif Hallgríms »Um 30 ljósmæður eru búnar að segja upp störfum og eru að hætta. Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Hjörleifur Hallgríms Léleg ríkisstjórn með ömurlegan fjármálaráðherra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.