Morgunblaðið - 10.07.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.07.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018 ✝ Baldur Geirs-son fæddist 11. september 1930. Hann lést 18. júní 2018. Útför Baldurs fór fram 29. júní 2018. Hann afi Baldur var einstakur maður og var alltaf tilbúinn að ræða málin, op- inn, afar ráðagóður, laghentur og gat reddað ýmsum hlutum. Þegar við leituðum til hans með mis- munandi verkefni vissum við að hann myndi taka sér nægan tíma í að leysa þau með okkur þar til málið væri leyst. Afi var einstaklega ljúfur og þolinmóður en á sama tíma ákveðinn og barðist fyrir málefn- um sem voru honum mikils virði, m.a. náttúruvernd og íslenskri tungu, og kenndi okkur að virða og þakka fyrir það sem maður á. Hvernig ætti að umgangast nátt- úruna, huga að eigin heilsu, tala rétt mál og taka tillit og vera til staðar fyrir aðra. Hann gerði hlutina á sinn hátt, t.a.m. í mót- mælunum 2015 þegar fólk var að mæta með potta og pönnur á Austurvöll, þá mætti hann með sína heimagerðu hristu sem hann festi við stafinn sinn. Hún sam- anstóð m.a. af pítsuskera, epla- hníf og hvítlaukspressu. Þetta er dæmi um hið frjóa hugmyndaflug sem afi hafði. Tónlistin var stór hluti af lífi afa. Við fengum að spila tímunum saman á hin fjölbreyttu hljóðfæri sem hann var búinn að safna. Þrátt fyrir litla kunnáttu okkar var hann mjög hvetjandi bæði í orði og verki og minnti á að æf- ingin skapar meistarann. Tónlist- aráhugi hans var smitandi og þegar við sjálf byrjuðum að læra á hljóðfæri fann afi að eigin frum- kvæði lög sem við gátum spilað saman. Meira að segja stofnuðum við litla hljómsveit þar sem há- punktinum var náð þegar þrjár kynslóðir (fimm manns) héldu ör- tónleika í leikskóla hjá litla bróð- ur. Hann afi var ævintýramaður og þorði að gera hina ótrúlegustu hluti, til að mynda að ferðast einn til Afríku á efri árum. Ef óvæntir hlutir komu upp á í ferðum inn- anlands eða utan var það oftast ævintýri í hans augum og góð uppspretta að skemmtilegum sögum. Hann afi var þekktur á meðal vina okkar bæði hér í Danmörku og á Íslandi. Við höfum í gegnum árin sagt þeim sögur af afa; hversu yndislegur, þolinmóður, tillitsamur, hugmyndaríkur og ákveðinn hann væri. Það var alltaf stutt í húmorinn hjá afa. Hann hafði húmor fyrir sjálfum sér sem og öðrum og tók hlutunum með stökustu ró. Oft setti hann á sig ferlega skrítin höfuðföt til að stríða okkur, eða fór að spyrja leigubílstjórann hvort hann væri ekki örugglega með bílpróf. Auk þess var hann góður að segja sögur og brand- ara. Afa hafði líka mjög gaman af ljóðum, var mikið að yrkja og lesa ljóð. Stundum þegar við komum í heimsókn var hann búinn að finna ljóð sem honum fannst passa fyr- ir okkur. Hann og amma voru líka stundum að yrkja saman, það var gott ljóðateymi. Það var alltaf yndislegt að koma til afa og ömmu. Þar kynnt- ist maður til að mynda döðlum og sveskjum í fyrsta skipti, auk þess að læra að baka parta, þurrka blóm og tína ber. Á milli þeirra ríkti einstök ást, virðing og kær- leikur. Svo takk amma fyrir að vera til staðar fyrir afa sem við eigum eftir að sakna sárt. Takk fyrir samveruna öll þessi ár, afi, við munum geyma minn- ingu þína í hjarta okkar. Hrefna og Birkir. Baldur er og mun ávallt vera elskaður af öllum fjölskyldumeðlim- um okkar. Fjölskyldur okk- ar hafa þekkst í marga áratugi. Sú vinátta byrjaði þeg- ar Baldur kom til Englands og var með afa mínum og ömmu fyrir rúmum 60 árum. Baldur hefur verið sannur vinur þriggja ættliða Deveraux-fjölskyldunar og ég veit að hann hefur alltaf elskað hvert og eitt okkar, og við höfum öll elskað hann, ljúfa eiginkonu hans Fríðu og afkomendur þeirra. Fyrir hönd Deveraux-fjöl- skyldunnar votta ég samúð mína, ég trúi því samt að hann vaki yfir mér núna, og ég veit hversu mik- ilvægt það er að fagna lífinu sem hann lifði. Ég vil þakka honum fyrir allt það yndislega, góða, fyndna og hugulsama sem hann hefur gert fyrir okkur. Við höfum farið í fjölskyldu- ferðir til Frakklands, Englands og Íslands saman, stutt hvert annað í gegnum veikindi og upp- lifað margt saman bæði hjart- næmt og spennandi. Minningar munu geymast í sál okkar, og munu gera mig, föður minn Peter, móður mína Dorothy og bróður minn Steven meira en bara smá íslensk í hjarta okkar. Baldur og Fríða hafa tekið okkur eins og við séum hluti af fjölskyldunni, við höfum fengið að kynnast stórfjölskyldunni og vin- um. Þau hafa tekið okkur opnum örmum af einkar mikilli gestrisni og ljúfheitum. Baldur og Fríða gengu úr skugga um að við fengjum að snerta, lykta og upplifa bæði hið afarsmáa og hið ógnarstóra á Ís- landi, vegna þess að þau dá og bera svo mikla virðingu fyrir náttúrunni og íslenskri fegurð. Baldur keyrði okkur meira að segja um miðja nótt til að sjá Heklu gjósa sumarið 1980. Þau Fríða hafa haft mikil áhrif á okk- ur með allri sinni gestrisni og ljúf- mennsku. Baldur á fallega og trygga fjöl- skyldu. Á áttræðisaldri, mér til mikillar aðdáunar, var hann enn að hjóla og klifra upp á þakið í sumarbústaðnum og sagði að hann hefði engan tíma til að stoppa. „Haltu þér uppteknum,“ sagði hann. Ég mun alltaf muna þetta. Lykillinn að löngu lífi er þetta, og eldamennska Fríðu, skyr, lýsi og fjölskylduást. Ég er ekki viss um að mysuostur sé samt hluti af þessari uppskrift! Það er svo margt fallegt sem hægt er að segja í minnningar- orðum og til að þakka fyrir allt sem Baldur hefur gert fyrir okk- ur. Við erum örugglega ein af mörgum sem vilja tala um og heiðra okkar fallega vin Baldur um ókomna tíð. Fjölskyldan mín sendir ástar- kveðjur til allra í fjölskyldu Bald- urs, og við vonum að þið huggið hvert annað og sækið styrk í þá vitneskju að hann átti innihalds- ríkt, dásamlegt og jákvætt líf. Við kveðjum hann með sorg í hjarta en minnumst um leið með gleði í hjarta öðlings sem var heiður að fá að eiga sem vin. Carole og fjölskylda mín, Peter, Dorothy, Steven. Það var svo indælt í stofunni okk- ar með þér á hvíldarheimilinu, þú leiddir yfir okkur öll svo mikið af kærleika, friði og brosi, þetta var svo gaman, við spjölluðum og borðuðum saman. Hver dagur leið í gleði. Við sendum þér öll, sem vorum svo heppin að vera með þér, kveðju á þann góða stað sem þú ert á núna. Þóra og aðrir dvalargestir. Baldur Geirsson ✝ AðalheiðurSteina Schev- ing fæddist í Vestmannaeyjum 19. febrúar 1927. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 30. júní 2018. Foreldrar hennar voru Guð- jón S. Scheving, f. 11. september 1898, d. 9. októ- ber 1974, málarameistari og kaupmaður í Vestmanna- eyjum, og kona hans Ólafía Jónsdóttir, f. 4. apríl 1904, d. 10. apríl 1983, húsmóðir. Bræður hennar voru Jón G. Scheving, f. 1924, d. 1992, og Sveinn G. Scheving, f. 1933, d. 2009. Steina giftist Lofti Magnús- syni, f. 24. júlí 1925, d. 6. júní 2011, kaupmanni í Vest- mannaeyjum og síðar sölu- manni í Reykjavík, 7. maí 1954. Foreldrar hans voru Magnús Friðriksson, f. 22. október 1898, d. 7. mars 1926, skipstjóri á Ísafirði, og kona hans Jóna Pétursdóttir, f. 25. janúar 1897, d. 2. nóvember 1971, verkakona. Börn Steinu og Lofts eru: 1) dætur, Aðalheiði Steinu, Jónu Margréti og Berglindi Ósk, og eitt barnabarn. Steina stundaði nám við Iðnskólann Í Vestmannaeyjum 1941-44, Húsmæðraskólann í Reykjavík 1946-47 og útskrif- aðist frá Hjúkrunarskóla Ís- lands í maí 1951. Hún lauk framhaldsnámi í geðhjúkrun 49 ára í janúar 1977 frá Nýja hjúkrunarskólanum, NHS. Hún starfaði við Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum, heilsugæsl- una og við skólahjúkrun í Eyj- um eftir að hún lauk námi og þar til hún flutti frá Eyjum ásamt fjölskyldu sinni í Kópa- vog um áramótin 1969-70. Hún hóf störf á Borgarspítalanum, Hvítabandinu í ársbyrjun 1970. Hún var deildarstjóri geðdeildar Borgarspítalans til haustsins 1979 er hún tók við sem hjúkrunarstjóri Klepps- spítala, göngudeildar og Land- spítala geðdeildar þar sem hún starfaði til ársloka 1982. Steina var hjúkrunarfram- kvæmdastjóri Borgarspítala, geðdeildar frá ársbyrjun 1983 og þar til hún fór á eftirlaun 1990. Steina var í bygginga- nefnd Sjúkrahússins í Vest- mannaeyjum, sat í fjáröflunar- nefnd Kvenfélagsins Líknar og var einn stofnenda og fyrsti formaður Félags hjúkrunar- fræðinga í Vestmannaeyjum. Útför Aðalheiðar Steinu Scheving fer fram frá Linda- kirkju í dag, 10. júlí 2018, og hefst athöfnin kl. 13. Guðjón Scheving Tryggvason (Þor- steinssonar lækn- is), f. 7. október 1951, verkfræð- ingur, kvæntur Sigrúnu Stef- ánsdóttur, f. 4. maí 1951, líf- eindafræðingi, og eiga þau þrjú börn, Hildi, Stef- án og Steinar, og sex barnabörn. 2) Jón, f. 15. september 1954, rafeindavirki, kvæntur Jóhönnu Björgvins- dóttur, f. 21. febrúar 1957, og eiga þau tvö börn, Björgvin Loft og Fríðu, og eitt barna- barn. 3) Hreinn, f. 12. janúar 1956, hæstaréttarlögmaður, kvæntur Ingibjörgu Kjartans- dóttur, f. 5. ágúst 1958, líf- eindafræðingi, og eiga þau þrjú börn, Ernu, Loft og Kjartan, og eitt barnabarn. 4) Magnús, f. 12. janúar 1957, framkvæmdastjóri Listahá- skóla Íslands, maki Gunnar Ásgeirsson, f. 21. desember 1964, hárgreiðslumeistari. 5) Ásdís, f. 7. febrúar 1958, fata- hönnuður. Ásdís var gift Guð- mundi Sigurbjörnssyni, f. 26. desember 1954, húsasmíða- meistara, og eiga þau þrjár Á hugann leita minningar um mömmu. Minningar sem eru samofnar minningum um pabba, afa og ömmu, systkina- hópinn og ástríkt frændfólk. Undanfarin misseri rifjuðum við mamma stundum upp þess- ar minningar og skoðuðum myndir. Það voru góðar stund- ir. Hugur minn er fullur af þakklæti fyrir allt sem mamma áorkaði og þann stuðning og ást sem hún gaf mér. Megi hún hvíla í friði. Mig langar að þakka starfs- fólkinu í Sunnuhlíð fyrir ein- staka umhyggju sem þau sýndu mömmu í öll þessi ár sem hún dvaldi þar. Það var gott að koma til hennar og vita af henni á svo öruggum og góðum stað. Magnús. Þá eik í stormi hrynur háa, hamra því beltin skýra frá, en þá fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má: en angan horfin innir fyrst, utanbyggðin hvers hefur misst. (Bjarni Thorarensen.) Þessar ljóðlínur komu upp í hugann við andlát móður minn- ar 30. júní sl. Sigurður Nordal hefur lagt út af þeim og bent á að hljóðlátt fall smáblómsins og hrun hávaxins meiðs geti verið einn og sami atburður, að eikin og fjólan geti verið eitt. Þannig var það einmitt í tilviki móður minnar; hún var hvort tveggja í senn ákveðin og viljasterk, en um leið viðkvæm og hlý. Þessir eiginleikar nýttust henni vel í vandasömum störfum og einnig þegar hún þurfti að takast á við öldugang lífsins þar sem skipt- ust á skin og skúrir. Í lífi okkar barna hennar var hún eikin sem veitti okkur ör- yggi og skjól, en um leið var hún nærgætinn uppalandi sem hvatti okkur áfram, sýndi að- stæðum okkar skilning og veitti heilladrjúg ráð þegar eftir var leitað. Hún var glaðlynd og fé- lagslynd og átti stóran hóp vin- kvenna sem héldu hópinn frá námsárum og fram til hinstu stundar. Hjónaband hennar og föður míns, Lofts Magnússon- ar, sem lést fyrir 7 árum, var farsælt og gott. Hún var hvergi hamingjusamari en þegar hún var með honum og naut sam- vista við börn sín og barna- börn. Stærstan hluta starfsævi sinnar sinnti hún geðheilbrigð- ismálum, fyrst sem hjúkrunar- nemi á Kleppi og síðar sem hjúkrunarfræðingur á hinum ýmsu geðdeildum spítalanna. Ég heimsótti hana oft á ung- lingsárum þegar hún vann á Hvítabandinu við Skólavörðu- stíg og síðar þegar hún vann á geðdeild Borgarspítalans í Fossvogi. Ég man hvað ég dáð- ist að röggsemi hennar og þeirri samúð sem hún jafn- framt sýndi fólkinu, skjólstæð- ingunum, sem hún var að vinna fyrir. Ég minnist atviks sem lýsir karakternum. Í jólaundirbún- ingnum í Landakirkju í Vest- mannaeyjum árið 1969 var sett- ur upp helgileikur og var hann hluti af fermingarundirbúningi árgangsins sem fermdist vorið 1970. Ég var í hlutverki Jósefs. Þegar sýningin fór fram var kirkjan full af fólki. Ég stóð við altarið og beið eftir mómentinu þegar ég fengi að segja mína setningu. Allt í einu sá ég hvar móðir mín stóð upp með mikl- um látum og kom askvaðandi upp að altarinu. Hvað í ósköp- unum var nú á seyði, hugsaði ég með mér og var allt annað en ánægður með þessa fram- hleypni. Jú, móðir mín hafði komið auga á að það var að líða yfir eina af fermingarsystrum mínum. Sú hélt á kerti og það hefði getað farið illa ef móðir mín hefði ekki stokkið til um leið og hún sá hvað var að ger- ast og komið í veg fyrir slys. Aðrir sátu sem frosnir væru og aðhöfðust ekki. Allir nema móðir mín. Hún greip í taum- ana þegar á þurfti að halda. Þannig var hún í einu sem öllu. Síðustu árin dvaldi móðir mín á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Ástæða er til að þakka starfsfólkinu þar fyrir góða umönnun. Þessi ár voru henni erfið vegna veik- inda. Sorgin vegna andláts föð- ur míns reyndist henni þung- bær. Blessuð sé minning hennar. Hreinn Loftsson. Tengdamóðir mín, Aðalheið- ur Steina Scheving, hefur lokið lífsgöngu sinni. Við áttum sam- leið á þeirri göngu í nærfellt hálfa öld og sú samfylgd var alla tíð farsæl og góð. Þegar ég kom fyrst á heimili Lofts og Steinu í fylgd með frumburði hennar var mér tekið opnum örmum af þeim hjónum báðum. Þau höfðu nokkrum árum áður tekið sig upp með börnin fimm, sem þá voru á unglingsaldri, og flutt á höfuðborgarsvæðið frá Vestmannaeyjum, þar sem Steina var borin og barnfædd. Og hún var alla tíð trú sínum uppruna, sönn Eyjastúlka. Margar svipmyndir skjóta upp kollinum þegar ég lít til baka yfir ævi tengdamóður minnar. Lífsglaða og káta stúlkan sem naut góðs atlætis í foreldrahúsum og frjálsræðis til athafna æskunnar í hinu stórbrotna umhverfi Vest- mannaeyja. Unga konan sem sat flötum beinum á gólfinu og lék sér með börnunum fimm sem fæddust á rúmum sex ár- um. Umhverfis hópinn þeyttust með háværu sírenuvæli fjórir lögreglubílar, sem drengirnir höfðu fengið í jólagjöf frá barn- lausum frænda. Félagsmála- konan í ræðustól að brýna stallsystur sínar til dáða. Hjúkrunarfræðingurinn sem dreif sig í krefjandi framhalds- nám á miðjum aldri og lauk því með láði. Hjúkrunarfram- kvæmdastjórinn sem stýrði geðdeildum Borgarspítalans svo sómi var að, bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga, og hló dillandi hlátri sem heyrðist frá kjallara upp í kvist á Hvíta bandinu, eins og skrásett var í bók. Síðast en ekki síst eig- inkonan, móðirin og amman sem tók ungana sína í fangið, spjallaði, huggaði og hvatti til dáða. Gott þótti mér að eiga tengdamóður mína að við upp- haf búskapar okkar hjóna og ekki síst eftir að börnin okkar fæddust. Hún lagði alltaf gott til án þess að taka fram fyrir hendur mínar eða gera lítið úr mínum skoðunum eða gerðum. Ýkjusögur um afskiptasemi tengdamæðra áttu sannarlega ekki við um okkar samskipti. Líf Steinu tók nokkrum sinn- um óvænta stefnu og jafnvel kúvendingu. Því tók hún með æðruleysi og tókst ætíð að gera gott úr breyttum aðstæðum. Efri árin voru henni nokkuð þung í skauti vegna veikinda þeirra hjóna beggja en þau áttu þó fallegt og traust samband meðan bæði lifðu. Og alltaf þegar ég leit inn í Sunnuhlíð- inni þar sem hún bjó síðustu æviárin var mér tekið opnum örmum eins og fyrsta daginn sem við hittumst. Í dag fylgjum við Steinu síðasta spölinn. Hún skilur eftir sig sjóð góðra minn- inga um káta, sterka, trygg- lynda og greinda konu sem af- komendur hennar og aðrir sem stóðu henni nærri munu varð- veita. Ég kveð mæta konu með sorg í sinni en jafnframt þakk- læti yfir því að hafa fengið að njóta farsællar samfylgdar hennar. Sigrún Stefánsdóttir. Elsku amma Steina. Ótal minningabrot koma upp í hug- ann þegar ég hugsa til baka, allar þær dýrmætu samveru- stundir sem við áttum með ykkur afa. Við erum heppnar að hafa fengið dásamlega ömmu eins og þig, sem var allt- af með hlýjan faðminn opinn þegar við þurftum á því að halda. Þótt ég muni varla eftir því sjálf, þar sem ég var bara þriggja ára þegar ég stakk af frá barnapíunni heima neðst í Seljahverfi og hjólaði á þríhjól- inu mínu til ykkar í Kambasel- ið, þá er það nokkuð ljóst hvar ég fann til öryggis og hversu oft við komum til ykkar þar sem ég rataði. Þegar ég var sex ára hélstu í höndina á mér meðan saumuð voru sex spor í hökuna á mér eftir að ég datt og þú talaðir hughreystandi til mín meðan ég var deyfð með stærstu sprautunál sem ég hafði séð. Þú kenndir okkur systrum að hekla og reyndir að kenna okkur gítargripin. Við sungum saman gömlu Eyjalögin, sem munu alltaf minna mig á þig. Það eru ekkert nema góðar minningar sem sitja eftir, ásamt þeim mikla kærleika sem þú sýndir okkur. Ég mun ávallt minnast hlýrra og mjúkra faðmlaga, sem og öryggisins sem ég fann hjá þér. Þín nafna, Aðalheiður Steina Guðmundsdóttir. Ég man fyrst eftir mér með ömmu þar sem ég sat uppi á eldhúsbekknum á Ægisgötunni og söng inn á segulbandstæki. Ætli ég hafi ekki verið um það bil fjögurra ára. Þetta var mikil skemmtun fyrir okkur báðar og við höfum örugglega fyllt fleiri tugi metra af bandi af söng. Við afi röltum svo stundum í sjopp- una uppi á horni þar sem hann keypti fimmaurakúlur í græn- um poka handa mér og jafnvel gosflösku með lakkrísröri. Amma og afi fluttu í svo til næsta hús við okkur í Kamba- selinu og við bræður mínir nut- um svo sannarlega góðs af því. Þetta varð okkar annað heimili og okkur þótti mjög skrýtið að vinir okkar ættu ekki allir heima við hliðina á ömmu sinni og afa. Við fórum í heimsókn þegar við vildum og það var alltaf vel tekið á móti okkur, stjanað við okkur og dekrað hvort sem var með eplaköku, grjónagraut eða öðru góðgæti, kósíheitum fyrir framan sjón- varpið, olsen olsen eða bara spjalli um lífið og tilveruna. Amma var glaðvær og hlát- urmild og hafði afi einstakt lag á að koma henni til að hlæja. Hún var líka hlý og góð og gott að knúsa hana og þegar fyrstu tvö langömmubörnin fæddust, allt of snemma, þá voru þau komin í langömmufang áður en þau hefðu annars átt að fæðast. Við systkinin erum þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með ömmu og um- hyggjuna sem hún sýndi okkur. Hennar er sárt saknað. Hildur Guðjónsdóttir. Aðalheiður Steina Scheving

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.