Morgunblaðið - 10.07.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018
WeycorAR65e
þyngd 5150kg
vél: Deuzt (vatnskæld)
54KW (73hö)
Hanix H27DR
þyngd 2825kg
vél: Kubota
14,4KW (19hö)
Vinnuþjarkar
Þýsk og japönsk gæðavara
Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833
asafl.is
HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Björgunarmenn náðu í gær fjórum
piltum til viðbótar úr helli í norðan-
verðu Taílandi þar sem þeir urðu
innlyksa 23. júní vegna vatns sem
flæddi inn í hann í mikilli rigningu.
Daginn áður björguðu kafarar
fjórum piltanna í hellinum en fjórir
eru þar enn ásamt 25 ára fótbolta-
þjálfara þeirra.
Gert var hlé á björguninni eftir
sólsetur í gær til að hægt yrði að
fylla á súrefnistanka í hellinum.
Embættismenn í Taílandi sögðu að
ef allt gengi að óskum ætti að vera
hægt að ljúka björguninni í dag.
Níutíu reyndir hellakafarar taka
þátt í björguninni, þeirra á meðal
40 taílenskir, undir stjórn sérsveit-
ar taílenska sjóhersins. Tveir kaf-
arar fylgja hverjum piltanna. Þeir
ganga, vaða, klifra eða kafa rúma
fjóra kílómetra í hellinum og halda
í reipi sem sett hafa verið þar til að
vísa þeim leið í myrkrinu. Á erf-
iðasta hluta leiðarinnar eru göngin
svo þröng að kafararnir þurfa að
taka af sér súrefniskútana til að
komast í gegnum þau.
Mjög erfiðar aðstæður
Piltarnir eru í fótboltaliði, sem
kallað er Villisvínin, og fóru inn í
hellinn ásamt þjálfara sínum eftir
æfingu 23. júní. Ekki var vitað um
afdrif piltanna í níu daga, eða þar
til breskir kafarar fundu þá á syllu
í niðamyrkri yfir vatni sem flæddi
inn í hellinn í úrhellinu. Ekki var
hægt að hefja björgunina strax
vegna mjög erfiðra aðstæðna. Yfir-
völd íhuguðu meðal annars að bora
göng í hellinn til að bjarga piltun-
um eða bíða með björgunina þar til
monsún-regntímabilinu lýkur eftir
nokkra mánuði. Ákveðið var hins
vegar að hefja björgunina á sunnu-
daginn var vegna hættu á að pilt-
arnir yrðu uppiskroppa með súr-
efni eða að sylla þeirra í hellinum
færi á kaf í vatn vegna rigningar
sem hófst um helgina og spáð var
að héldi áfram næstu daga.
Valin var sú leið að fá tugi
reyndra kafara til að bjarga pilt-
unum þótt henni fylgdi mikil
áhætta vegna aðstæðna í hellinum.
Enginn piltanna hafði reynslu af
köfun og óttast var að þeir myndu
missa stjórn á sér af hræðslu þegar
þeir þyrftu að synda í þröngum
hellinum í svartamyrkri. Köfunin
reyndi jafnvel á þaulreynda kafara
á meðal björgunarmannanna og
einn þeirra dó í hellinum þegar
hann varð súrefnislaus. Dauði hans
var til vitnis um hættuna sem
fylgdi köfuninni í hellinum, jafnvel
fyrir reynda kafara.
Björgunin gekk snurðulaust
Narongsak Osottanakorn, sem
stjórnar björguninni, sagði að
björgunaraðgerðin hefði gengið
„snurðulaust“ í gær. Hann sagði að
mestu máli skipti að björgunar-
mönnum hefði tekist að dæla nógu
miklu vatni út úr hellinum. „Vatns-
hæðin er enn viðráðanleg og við er-
um með nógu marga björgunar-
hópa til að geta lokið björguninni,“
hafði fréttaveitan AFP eftir Nar-
ongsak.
Piltarnir átta, sem bjargað var,
voru fluttir á sjúkrahús í nálægum
bæ, Chiang Ray. Ekki var skýrt
frá nafni þeirra í gær af tillitssemi
við ættingja piltanna sem voru enn
í hellinum.
Narongsak sagði að óttast væri
að piltarnir hefðu veikst í hellinum
og þeir yrðu í sóttkví á sjúkrahús-
inu um tíma.
Piltarnir eru á aldrinum ellefu til
sautján ára. Þjálfari þeirra er
sagður vera verst á sig kominn
vegna þess að hann hafi ekki viljað
borða og gefið piltunum matar-
skammta sína.
Þegar Narongsak var spurður
hvort fimmmenningunum, sem eru
enn í hellinum, yrði öllum bjargað í
einu svaraði hann að það væri und-
ir köfurunum komið. Þeir hefðu
undirbúið hverja björgunarferð
með það fyrir augum að bjarga að-
eins fjórum í einu.
Átta piltanna bjargað en
fimm eru eftir í hellinum
Yfirvöld í Taílandi vona að hægt verði að ljúka björguninni í dag
AFP
Erfið björgun Kafarar taílenska sjóhersins að störfum í Tham Luang-hellinum í norðanverðu Taílandi.
Heimild: Fréttastofa AFP/ fjölmiðlar í Taílandi
Björgun nauðstöddu piltanna í Taílandi
8 mm breið reipi eru í
hellinum til vísa köfurum
leiðina í myrkrinu
Tveir kafarar
fylgja hverjum
piltanna
Köfunargríma
sem hylur
allt andlitið
Súrefnis-
kútar
Hiti vatnsins:
22-26 °C
Hellirinn er stundum svo þröngur að
kafararnir þurfa að taka af sér súrefnis-
kútana til að komast í gegnum hann
Höfuð-
luktir Annar kafaranna fer á undan
piltinum og heldur á
súrefniskúti hans
Tólf piltar og fótboltaþjálfari þeirra urðu innlyksa í helli 23. júní vegna vatns sem flæddi inn í hann
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands,
varð fyrir miklu pólitísku áfalli í gær þegar
Boris Johnson utanríkisráðherra ákvað að
fara að dæmi brexit-ráðherrans Davids
Davis og sagði af sér vegna tilslökunar
stjórnarinnar í deilunni um útgöngu Bret-
lands úr Evrópusambandinu.
Davis lét af embætti í fyrrakvöld eftir að
ríkisstjórn Íhaldsflokksins náði málamiðl-
unarsamkomulagi um útgönguna. May
skipaði Dominic Raab brexit-ráðherra, en
hann hefur verið húsnæðismálaráðherra í
stjórninni og studdi útgöngu Bretlands úr
ESB í þjóðaratkvæðinu 2016.
Samkvæmt samkomulagi stjórnarinnar
eiga reglur ESB um frjálst flæði varnings
að gilda í Bretlandi eftir útgönguna. Davis
sagði að hann teldi tilslökunina veikja
samningsstöðu Breta í viðræðunum við
ESB og verða til þess að mikilvægir þættir
breska hagkerfisins yrðu áfram undir
stjórn sambandsins. Afsögn Davis var álitin
mikið áfall fyrir May og ákvörðun Johnsons
veikti stöðu hennar enn meira.
Johnson forsætisráðherra?
Brexit-sinnar í Íhaldsflokknum, sem eru
andvígir aðild Bretlands að innri markaði
og tollabandalagi ESB, fögnuðu afsögn
Davis. Aðstoðarráðherrann Steve Baker
sagði einnig af sér. Afsagnirnar kyntu und-
ir vangaveltum um að brexit-sinnar kynnu
að reyna að steypa May af stóli forsætisráð-
herra og að Johnson sæktist eftir embætt-
inu. Leiðtogakjör þarf að fara fram ef
a.m.k. 48 þingmenn flokksins óska eftir því.
Stjórnmálaskýrandi BBC kvaðst hafa
heimildir fyrir því að May þyrfti annað-
hvort að falla frá tilslökuninni eða hætta á
að fleiri ráðherrar segðu af sér.
Óljóst er hvort stefna stjórnarinnar njóti
meirihlutastuðnings á þinginu vegna
ágreiningsins í Íhaldsflokknum, auk þess
sem hún þarf að reiða sig á stuðning DUP,
flokks sambandssinna á Norður-Írlandi.
Ekki er víst að leiðtogar ESB sætti sig við
brexit-stefnu stjórnarinnar því að þeir hafa
sagt að Bretar geti ekki valið það besta úr
ESB og hafnað öðru. bogi@mbl.is
Johnson
sagði
af sér
Gæti leitt til
leiðtogaframboðs
Theresa May Boris Johnson David Davis