Morgunblaðið - 10.07.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.07.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018 GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is KOLEOS Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn og sparneytinn. Renault Koleos, verð frá: 5.490.000 kr. Staðalbúnaður í Koleos erm.a.: Virkur neyðarhemlunarbúnaður,Akreinavari, umferðarskiltaskynjunmeð viðvörun, aðalljós sembeygja um leið og beygt er, LED stöðuljósmeð„FollowMeHome“búnaði, leiðsögukerfimeð Íslandskorti, R-Linkmargmiðlunarkerfi,Apple CarPlay™ogAndroidAuto™. Verið velkomin í reynsluakstur. E N N E M M / S ÍA / N M 8 8 0 8 6 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Áætlað er að Ísland taki sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóð- anna næsta föstudag þegar atkvæði verða greidd um það á allsherjar- þingi stofnunarinnar. Sætið tilheyrir hópi Vestur-Evrópu og annarra ríkja (WEOG) og var skilið eftir autt þegar Bandaríkjamenn sögðu sig með þjósti úr ráðinu í síðasta mán- uði vegna ósættis um áherslur þess, sér í lagi meinta fordóma gegn Ísr- aelsríki. Nikki Haley, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lét þau orð falla að ráðið væri „for- arpyttur pólitískrar hlutdrægni“ þegar hún tilkynnti úrsögn Banda- ríkjanna úr því. Vert er að líta þenn- an téða forarpytt nánari augum nú þegar Ísland hyggst taka sér þar sæti og ljúka þeim 18 mánuðum sem eftir eru af kjörtímabili Bandaríkja- manna. Ekki sóst eftir endurkjöri Mannréttindaráðið í núverandi mynd var stofnsett árið 2006 en það á sér fyrirmynd í eldra ráði sem varð til árið 1946 og lagði meðal annars drög að mannréttindayfir- lýsingu sem kom út 1948. Eldra mannréttindaráðið hafði lengi sætt gagnrýni, meðal annars vegna aðild- arríkja sem þóttu ekki hafa staðið sig vel í verndun mannréttinda. Meðal breytinga sem gerðar voru við stofnun nýja ráðsins var að að- ildarríki eru nýkjörin á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna en ekki valin á lokuðum fundum eins og forðum var gert. Jafnframt fundar nýrra mannréttindaráðið allt árið en ekki aðeins einu sinni í sex vikur eins og forðum. Á fundum ráðsins eru mannréttindabrot rædd og rannsökuð og fyrirbyggjandi að- gerðir skipulagðar þegar vísbend- ingar eru á lofti um að stórfelld mannréttindabrot séu yfirvofandi. Ráðið hefur unnið að skrásetningu alþjóðlegra mannréttindastaðla og að gerð regluverka til að fylgjast með því að þeim sé fylgt. Guðlaugur Þór Þórðarsson utan- ríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ánægjulegt væri að samstaða hefði náðst í Vestur- Evrópuhópnum um aðild Íslands að mannréttindaráðinu. „Fastanefndin okkar er staðsett í Genf og hún mun halda utan um þetta áfram ef við göngum inn í ráðið sjálft.“ Guðlaugur segir Ísland hafa áunnið sér traust innan Sameinuðu þjóðanna meðal annars sem áheyrn- araðili hjá mannréttindaráðinu. „Þetta er ekki eins og öryggisráð- ið, þar sem við vorum í framboði í mörg, mörg ár og eyddum um 400 milljónum í framboðið,“ sagði Guð- laugur. „Það hefur enginn kostnað- ur lagst til vegna þessa. Þessi staða kom upp vegna þeirra starfa sem við höfum sinnt á alþjóðavettvangi. Við höfum gefið út að við ætlum ekki að sækjast eftir endurkjöri.“ „Tilbúin að axla ábyrgð“ Aðspurður hvort hann telji að deilumál við Filippseyinga í fyrra, þar sem Filippseyingar svöruðu gagnrýni Íslendinga um mannrétt- indamál með því að gagnrýna Ís- lendinga á móti fyrir tíðni fóstur- eyðinga hér í landi, gæti varpað neikvæðu ljósi á aðild Íslands að ráðinu svaraði Guðlaugur neitandi. „Ég held að sú gagnrýni hafi verið á misskilningi byggð. Margir héldu að þetta væri einhvers konar skylda eða opinber stefna til að eyða Downs-heilkenni á Íslandi, sem er auðvitað ekki rétt. Við höfum reynt að leiðrétta þann misskilning og ég held að það hafi tekist vel.“ „Það sem við höfum sérstaklega tekið fyrir eru jafnréttismál og mál- efni hinsegin fólks,“ sagði Guðlaug- ur um störf Íslendinga sem áheyrn- araðila ráðsins. „Aukin ábyrgð felst þó í því að sitja í ráðinu og við erum tilbúin að axla hana.“ Guðlaugur segir að Íslendingar séu sammála Bandaríkjamönnum um ósanngirni þess að fastur liður sé í fundum ráðsins þar sem mann- réttindabrot Ísraels eru sérstaklega tekin fyrir. „Við höfum verið gagn- rýnin á mannréttindabrot í Ísrael eins og annars staðar, en það er í sjálfu sér mikið ójafnvægi þarna á ferðinni og það gerir ekki annað en að draga úr málefnalegri gagnrýni. Norðurlöndin og þau lönd sem við berum okkur saman við eru sam- mála Bandaríkjunum um þetta.“ Hlaupið í skarð fyrir Bandaríkin  Ísland stefnir á að taka sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna  „Aukin ábyrgð sem felst í því að sitja í ráðinu,“ segir utanríkisráðherra  Óttast ekki að vera gagnrýnd á móti um mannréttindi AFP Nefndir Fundarsalur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf. Líklegt er að Ísland taki sæti í mannréttinda- ráðinu á föstudaginn næstkomandi eftir atkvæðagreiðslu og ljúki kjörtímabili Bandaríkjamanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.