Morgunblaðið - 17.07.2018, Side 4

Morgunblaðið - 17.07.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018 VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI STÆRÐ FRÁ 360-550 L FARANGURSBOX Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Morgunblaðið/Eggert Á ferð um landið Lagaumhverfið í ferðaþjónustu mun breytast. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bókunarþjónustur í ferðaþjónustu verða leyfisskyldar frá og með ára- mótum. Þá verða þær meðal annars skyldaðar til að leggja fram tryggingar vegna pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar bjóði þær upp á slíkt, eða gera við- skiptavinum sín- um kleift að setja saman ferðir. Þetta segir Helena Þ. Karlsdóttir, forstöðumaður stjórnsýslu- og um- hverfissviðs hjá Ferðamálastofu. Verið sé að stoppa upp í gat í reglu- verkinu og innleiða nýja tilskipun Evrópusambandsins. Samsettar ferð- ir verða í flestum tilfellum trygginga- skyldar. Leggst af í núverandi mynd „Leyfismálin eru að breytast hjá okkur. Nú eru annars vegar ferða- skrifstofuleyfi og ferðaskipuleggj- endaleyfi og hins vegar skráðar bók- unarþjónustur. Með breytingunni verða ferðaskipuleggjendur ekki til í þeirri mynd sem þeir eru nú, heldur munu þeir heita ferðasali dagsferða (stakar ferðir), og bókunarþjónustur munu detta út. Bókunarþjónustur og ferðaskipuleggjendur þurfa fyrir 1. mars 2019 að endurskilgreina starf- semi sína og sækja annaðhvort um ferðaskrifstofuleyfi eða leyfi sem ferðasalar dagsferða,“ segir Helena og bendir á að hægt verði að leggja dagsektir á fyrirtæki sem uppfylli ekki lagaskilyrði og geti þær numið frá 50- 500 þúsund á dag. ,,Þegar núverandi ákvæði um bók- unarþjónustur var sett var rekstrar- umhverfi fyrirtækja allt annað og var hugsunin sú að þær ættu einungis að bóka ferðir en ekki taka við greiðslum. Það áttu þeir sem veita viðkomandi þjónustu að gera.“ Nær til pakkaferða Framangreindar breytingar verða innleiddar með nýjum lögum um Ferðamálastofu og lögum um pakka- ferðir og samtengda ferðatilhögun. Með pakkaferð er átt við samsetningu að minnsta kosti tveggja tegunda ferðatengdrar þjónustu. Með sam- tengdri ferðatilhögun er hins vegar átt við tvær mismunandi tegundir ferðatengdrar þjónustu sem keyptar eru vegna sömu ferðar en mynda ekki pakkaferð. Í greinargerð frumvarps að lögum um pakkaferðir og sam- tengda ferðatilhögun segir að mark- mið laganna sé að tryggja neytenda- vernd við kynningu, gerð og efndir samninga um pakkaferðir og sam- tengda ferðatilhögun. Með frumvarp- inu sé lagt til að tilskipun Evrópu- þingsins og ráðsins 2015/2302, um pakkaferðir og samtengda ferðatil- högun, verði innleidd í íslenskan rétt. Með tilkomu nýrra laga verður hvers konar milliganga og sala á sam- settum ferðum leyfis- og tryggingar- skyld. Með núverandi fyrirkomulagi er sá möguleiki fyrir hendi að bók- unarþjónustur selji samsetta þjón- ustu, til dæmis gistingu, bílaleigubíl og afþreyingu, án þess að hafa leyfi sem ferðaskrifstofur með viðeigandi framlagningu tryggingar, eins og ferðaskrifstofur þurfa að gera. Þetta er meðal þess sem mun breytast með gildistöku laganna 1. janúar. Bókunarþjónusta verður leyfisskyld  Bókunarþjónustur munu meðal annars þurfa að leggja fram tryggingar eftir að ný lög taka gildi  Dagsektir verða lagðar á fyrirtæki sem uppfylla ekki skilyrðin  Kemur í kjölfar tilskipunar ESB Helena Þ. Karlsdóttir Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is „Þetta er áfall fyrir réttlætið í land- inu að dómar skuli ítrekað falla með hagsmuni banka og fjármálafyrir- tækja í huga,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmuna- samtaka heimilanna, um nýfallinn dóm Landsréttar um ógildingu skuldabréfs, mál nr. 95/2018. Vekja samtökin athygli á því að samkvæmt dómnum virðist mega krefja skuldara um greiðslu skuldar þó að kröfuhafi geti ekki framvísað frumriti skuldabréfsins. „Dómurinn er ávísun á stórfellda réttaróvissu þegar tekist er á um réttmæti skulda og hver sé eigandi skuldarinnar ef frumrit finnast ekki, því afrit skulda- bréfa geta legið víða,“ segir í tilkynn- ingu frá samtökunum. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um ógildingu veð- skuldabréfs þar sem talið var nægjanlega sannað að Landsbank- inn hf. teldi til réttar yfir bréfinu. Fyrir héraðsdómi kvaðst Lands- bankinn vera eigandi skuldabréfs en sagði frumrit þess vera glatað. Vegna þess vildi bankinn fá bréfið ógilt með dómi svo hann gæti nýtt sér þau réttindi sem því fylgdu. Stefndi sagði hins vegar að bankinn ætti ekki og hefði aldrei eignast um- rætt veðskuldabréf. „Þarna eru rosalega mikil réttindi í húfi og það er náttúrlega bara alveg út í hött að það sé hægt að taka heim- ili fólks af því án þess að hafa frumrit skuldabréfs,“ segir Ásthildur. Til stendur að fara fram á áfrýjun til Hæstaréttar Íslands. Spurð hversu vongóð hún sé um að Hæstiréttur snúi dómi Landsréttar fari málið þangað segist Ásthildur ekki trúa öðru. Segir hún Hæstarétt hljóta að taka dóminn til endurskoð- unar vegna þess hve miklar afleið- ingar hans séu. „Ef þetta á að standa, að ekki þurfi frumrit af skuldabréfi, erum við komin á of- boðslega hættulega braut,“ segir Ásthildur að endingu. Skuldabréfadómur Lands- réttar „áfall fyrir réttlætið“  Farið fram á áfrýjun til Hæstaréttar  Mikil réttindi í húfi Kosnir þeir bestu á HM Aðdáendur ís- lenska karla- landsliðsins í knattspyrnu á heimsmeistara- mótinu í Rúss- landi voru valdir þeir bestu í kosn- ingu á vef Euro- sport. Kosningin stóð yfir frá upp- hafi mótsins, eða 15. júní, og voru úrslitin kunngerð í fyrradag þar sem Ísland varð í efsta sæti. Stuðn- ingsmenn Perú voru valdir þeir næstbestu og stuðningsmenn Níg- eríu hlutu þriðja sætið. Það land sem hafnaði neðst í kosningunni í lok hvers dags var fellt úr leik þar til aðeins eitt land stóð eftir sem sigurvegari. Eftirtektarverður stuðningur „Það er mjög gaman að fólk frá öðrum löndum finni hvað Íslending- ar eru góðir stuðningsmenn og þess vegna er þetta mikill heiður,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, með- stjórnandi í stjórn Tólfunnar, um kjörið í samtali við Morgunblaðið. „Reglan okkar er alltaf sú að allir eru í Tólfunni á leikdag ef mætt er í bláu og sungið,“ segir Hilmar um stuðningssveit Íslands á HM. Bendir hann sérstaklega á að sam- heldni íslenskra stuðningsmanna á HM hafi vakið eftirtekt víðs vegar um heim. axel@mbl.is Hilmar Jökull Stefánsson  Netkosning um bestu aðdáendurna Það var kærkomið mánudagssólskinið á Snæ- fellsnesi eftir vætusamt veður að undanförnu. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið þar um mátti sjá þennan fríða hóp hoppa og hlaupa yfir rennblautan hagann. Á köflum var æsingur dýranna svo mikill að sjónarspilið minnti einna helst á þann stórviðburð þegar bændur landsins hleypa kúnum út á vorin. Í fjarska blasti hinn kynngimagnaði Snæfellsjökull við, en hann teyg- ir sig upp í 1.446 metra hæð og er eldstöðin sennilega það sem flestum dettur í hug þegar minnst er á Vesturland. Morgunblaðið/Valli Hlaupið og hoppað yfir rennblautan hagann Kýrnar á Snæfellsnesi bauluðu í átt að sumarsólinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.