Morgunblaðið - 17.07.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.07.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018 Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Með þér í liði Alfreð Finnbogason Landsliðsmaðu attspyrnu „Tækifærið er núna.“ r í kn Registered trademark licensed by Bioiberica Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook 40-60% Buxur á útsölu afsláttur Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Landssamband ungmennafélaga (LUF) hefur kært ákvörðun Ríkis- skattstjóra, um að synja stjórn fé- lagsins um skráningu í fyrirtækja- skrá, til atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins. Ástæða synjun- arinnar er að einn stjórnarmanna hafi ekki verið lögráða, en hann var kjörinn á sambandsþingi LUF í febrúar. Tilkynningarskylda um breytta stjórn er bundin í lög, en LUF telur synjunina brjóta gegn stjórnar- skrárvörðum og lögbundnum rétti ungmenna til þátttöku í félög- um. Þar sem eng- in lög kveði á um lágmarksaldur stjórnarmanna í almennum félög- um eigi sam- þykktir slíkra fé- laga að ráða. Í samþykktum LUF segir að allir félagsmenn aðildarfélaga sambands- ins á aldrinum 16 til 35 ára séu kjör- gengir til stjórnar. Formaður, vara- formaður, alþjóðafulltrúi og gjald- keri skuli þó hafa náð 18 ára aldri. Meðal aðildarfélaga LUF eru Sam- band íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), Stúdentaráð Háskóla Íslands, Ungar athafnakonur og ungliða- hreyfingar ýmissa stjórnmálaflokka. Samþykktir LUF skuli gilda „Skilaboðin til okkar frá Ríkis- skattstjóra voru að við þyrftum að halda annað sambandsþing og kjósa nýja stjórn,“ segir Sigurður Helgi Birgisson, formaður LUF. Hann bendir á að málið sé í eðli sínu ekki aðeins hagsmunamál fyrir LUF, heldur félög ungmenna almennt. „Það er lagatóm um stjórnarmenn í almennum félögum að því er varðar aldur stjórnarmanna. Ríkisskatt- stjóri vísar þarna í óskráða meg- inreglu félagaréttar og hæfisskilyrði um stjórnir félaga í atvinnurekstri í lögum um hlutafélög og einkahluta- félög m.a.,“ segir hann. „Þetta er ekki sambærilegt og það er ekki hægt að lögjafna þarna á milli,“ seg- ir hann. Fyrst engin lög eigi við skuli samþykktir félagsins ráða. „Samþykktirnar okkar standast lög og eru skráðar hjá fyrirtækja- skrá. Þær eiga að ráða og fyrir- tækjaskrá hefur ekkert með það að ákveða hvernig félög haga innri málum sínum. Þarna hefur einstak- lingur lýðræðislegt umboð fé- lagsmanna og nýtur trausts þeirra, en fyrirtækjaskrá meinar honum að gegna embættinu,“ segir Sigurður Helgi. Skoruðu sameiginlega á RSK Í niðurstöðunni vísaði RSK einnig til þess að ákvörðun um synjun skráningar bryti ekki gegn félaga- frelsisákvæði stjórnarskrár, þar sem ákvæðið tæki aðeins til stofn- unar félaga. Taldi RSK enn fremur að jafnræðisregla stjórnarskrár væri ekki sjálfkrafa brotin, þar sem málefnalegar ástæður lægju að baki takmörkun á réttindum ólögráða einstaklinga að þessu leyti. Þar sem ólögráða einstaklingar teldust ekki bærir til að taka ákvarðanir um eig- in fjárhag nema að takmörkuðu leyti væri ótækt að þeir teldust til þess bærir að taka fjárhagslega ákvarð- anir er vörðuðu lögaðila. Undir rekstri málsins sendu LUF, Barnaheill, Mannréttinda- skrifstofa Íslands, Umboðsmaður barna og UNICEF á Íslandi áskor- un til RSK um að „virða sjálfstæð réttindi barna og falla frá ólögmæt- um verkferlum svo félagasamtök [...] þurfi ekki að sækja rétt sinn annað.“ Að auki var kærð neitun á breyt- ingu á nafni LUF úr Landssamband æskulýðsfélaga. UMFÍ sendi Ríkis- skattstjóra erindi vegna málsins og taldi að ruglingshætta gæti stafað af nafnabreytingunni sem brotið gæti í bága við landslög og réttindi UMFÍ. Ákvörðun RSK brjóti gegn rétti ungmenna í félögum  Skráningu synjað vegna ólögráða stjórnarmanns  LUF kærir ákvörðun RSK Ljósmynd/Håkon Broder Lund LUF Frá sambandsþingi LUF í febrúar. Sambandið hefur kært ákvörðun Ríkisskattstjóra, um synjun á skráningu nýrrar stjórnar, til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ólögráða stjórnarmaður var ástæða synjunarinnar. Sigurður Helgi Birgisson Leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns verður lækkað úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill sam- kvæmt nýju frumvarpi til umferð- arlaga. Er þar einnig kveðið á um bann við að afhenda eða selja öku- manni eldsneyti sé hann undir áhrif- um áfengis eða ávana- eða fíkniefna. Margar breytingar verða á gild- andi umferðarlögum verði nýtt frumvarp þess efnis samþykkt og miða ákvæði hinna nýju laga að því að herða reglur og tryggja skýrari ákvæði. Breytingarnar eru rök- studdar í greinargerð og er þar vís- að til mannlegs tjóns sem hlýst af umferðarslysum, ásamt því að 1-5% af þjóðarframleiðslu glatist vegna slíkra slysa. Þá verður einnig, sam- kvæmt hinum nýju lögum, heimilt að láta eiganda ökutækis sæta refsi- ábyrgð ef tekin er mynd af ökutæki hans í hraðamyndavél þó svo að ekki sé hægt að sýna fram á að eigandinn hafi verið undir stýri. Þetta gæti gert það að verkum að bílaleigur myndu bera ábyrgð á þeim sektum sem verða við brot leigjanda. Harðari löggjöf í smíðum  Leyfilegt magn áfengis í blóði lækkað Björgunarsveitir Slysavarnafélags- ins Landsbjargar á Vesturlandi og þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands voru kallaðar út um klukkan 16 í gær vegna konu sem fallið hafði af hestbaki. Var konan í reiðtúr við Löngufjörur á sunnanverðu Snæ- fellsnesi þegar slysið átti sér stað. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konuna á sjúkrahús í Reykjavík, en samkvæmt upplýsingum frá björg- unarsveitum er hún ekki lífs- hættulega slösuð. Hún er þó sögð vera með falláverka. Björgunarmenn komu víða að, meðal annars sveitir frá Akranesi og Snæfellsnesi. Hestamaður fluttur slasaður með þyrlu LHG Þór Steinarsson thor@mbl.is Jarðvegurinn í grennd við fjallið Loðmund, sem er meðal tinda í Kerlingarfjöllum, þar sem tveir franskir ferðamenn óku utan vega á dögunum, mun seint jafna sig. Þetta segir Páll Gíslason, fram- kvæmdastjóri Fannborgar ehf. sem rekur ferðaþjónustuna í Kerling- arfjöllum, í samtali við mbl.is. Þurftu ferðamennirnir hvor um sig að greiða 200 þúsund krónur í sekt, samtals 400 þúsund krónur, vegna utanvegaakstursins. „Hann er rennandi blautur vegna þess að fyrir neðan hann er snjó- skafl. Þetta mun verða mjög lengi að jafna sig, áratugi,“ útskýrir Páll. Er akstur bannaður á svæðinu vegna bleytu. Á svipuðum slóðum við þær þar sem bílar frönsku ferðamannanna sátu fastir eru önn- ur hjólför, sem hafa verið þar í um 50 ár. Nokkuð er um að fólk virði ekki lokanir á fjallvegum á sumrin og kveðst Páll vera orðinn þreyttur á utanvegaakstri á svæðinu við Kerlingarfjöll með tilheyrandi nátt- úruspjöllum. Mun seint jafna sig  400 þúsund króna sekt lögð á ferðamennina Ljósmynd/Páll Gíslason Utanvegakstur Bílarnir tveir pikk- fastir í aurbleytu við Loðmund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.