Morgunblaðið - 17.07.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.07.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018 snemma vors 1967 vorum á námskeiði hjá Flugfélagi Íslands til að öðlast réttindi til að fljúga Fokker-vélum félagsins. Unnum við báðir hjá því ágæta félagi og Flugleiðum í áratugi. Otto var mjög hugmyndaríkur og fram- takssamur og í maí 1987 hringdi hann til mín, kom sér beint að efninu og sagði: „Hæ Palli, ertu ekki til í að kaupa hlut í Piper- Cub-flugvél?“ Eftir að hafa spjallað við Otto nokkra stund og hlustað á hugmyndir eldhug- ans gat ég ekki annað en hrifist af þeim og ákvað að vera með í ævintýrinu. Otto safnaði saman 15 manna hópi flugmanna og Flugklúbburinn Þytur var svo stofnaður á heimili Ottos og Bryndísar konu hans 3. júní 1987 á 50 ára afmæli atvinnu- flugs á Íslandi. Það má segja að frumkvöðullinn og hugmynda- smiðurinn Otto hafi einn gegnt starfi formanns, gjaldkera og ritara fyrstu þrjú árin. Eftir að Piper-Cubbinn varð flugfær síðla ágústmánaðar 1987 var sótt um byggingarleyfi fyrir flugskýli í Reykjavík en engin svör bárust frá byggingaryfir- völdum svo á miðju sumri 1989 gengu allir félagar Þyts í Flug- klúbb Mosfellsbæjar og sóttu um leyfi til að byggja flugskýli í Mosfellsbæ. Við fengum jákvætt svar og skýlið var svo vígt með viðhöfn 3. nóvember sama ár. Snemma árs 1990 kom svo já- kvætt svar frá Reykjavíkurborg og þrátt fyrir að skýlið í Mos- fellsbæ væri risið var ákveðið að byggja einnig í Reykjavík. Um mitt sumar 1992 var svo komið að flugvélar Þyts voru orðnar fjórar og flugskýlin tvö. Aðeins hraðari uppbygging en ætlað var í upphafi. Eldhuginn Otto og félagar hans leystu með aðstoð góðra manna öll vandamál sem upp komu og félagsstarfið í Þyt blómstraði. Ævistarf Ottos var flugmannsstarfið, en hann hóf þann feril sem siglingarfræðing- ur hjá Loftleiðum og varð síðan flugmaður og flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands, Sterling, Flugleiðum og Bláfugli auk þess sem hann kenndi áratugum saman bókleg fræði flugsins. Hann var mjög farsæll í starfi og flaug þar til hann hætti at- vinnuflugi er hann náði 65 ára aldursmarki árið 2002. Eftir það flaug hann í mörg ár sem einka- flugmaður. Við hjónin höfum átt mjög ánægjulegar samveru- stundir með Otto og Bryndísi bæði í leik og starfi í meira en hálfa öld og aldrei borið nokk- urn skugga þar á. Í byrjun vors 2016 komu þau í heimsókn til okkar og dvöldu hjá okkur í Ari- zona í tvær vikur. Við áttum þar yndislegan tíma með þeim þrátt fyrir að heilsu Ottos hafi þá ver- ið farið að hraka. Ég er innilega þakklátur fyrir að hafa átt Otto sem vin og okkur gekk frábær- lega að vinna saman og ég minnist þess ekki að Otto hafi nokkurn tíma skipt skapi á þeim langa ferli. Ég votta Bryndísi og afkomendum Ottos innilegar samúðarkveðjur frá okkur hjón- um og minnist hans með mikilli virðingu. Páll Stefánsson. Í dag kveðjum við hinstu kveðju Otto David Tynes, með honum er genginn mikill og sterkur persónuleiki sem setti mark á samtíð sína með léttleika og einstaklega ljúfri framkomu. Ég kynntist Otto þegar hann hóf störf hjá Flugfélagi Íslands, síðar Flugleiðum, þann 1. apríl 1967. Hann varð strax hvers manns hugljúfi, hann flaug flest- um gerðum félagsins en einnig fór hann um tíma til starfa hjá danska flugfélaginu Sterling. Otto sneri aftur heim og flaug hér þar til hann lét af störfum sakir aldurs. Otto átti sinn þátt í að mennta íslenska flugmenn, þar var hans hlutur stór og var hann afar farsæll kennari og leiðbeinandi. Margir flugmenn nutu leiðsagnar hans, bæði verklega og bóklega, þar var Otto eins og vænta mátti á heimavelli og minnast margir flugmenn hans með mikilli virð- ingu. Ég þakka Otto einstaklega góða viðkynningu í gegnum ára- tugina og votta Bryndísi og ást- vinum hans mína dýpstu samúð. Veri hann að eilífu Guði fal- inn, Aðalsteinn Dalmann Októsson. Mig langar að minnst glæsi- mannsins Otto Tynes með örfá- um orðum. Honum kynntist ég fyrir langalöngu þegar ég og sonur hans, Sverrir, urðum vinir í Verslunarskólanum. Mér fannst mikið til hans koma, hann var sjarmerandi og flottur mað- ur, flugmaður þar að auki, með húmorinn í lagi og alltaf var gaman að vera í kringum hann. Öllum vinahópnum var vel tekið í hans húsum og alltaf var gam- an að koma í heimsókn, aldrei var maður bara leiðindatáningur sem sonur hans dró með heim heldur fannst mér að ég væri alltaf velkomin. Og þetta entist í tugi ára og Otto tók vel á móti mínum dætrum líka, löngu síðar. Það segir margt um þennan eð- almann. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum og hans yndislegu konu Bryndísi, ég þakka fyrir allar fallegu minningarnar sem ég á yfir 40 ára tímabil, Otto er maður sem skilur eftir sig djúp spor í lífinu og þeir sem þekktu hann eru lánsamir. Farinn er góður mað- ur en hans minning lifir. Kæra Bryndís, börn og barnabörn, ég votta mína innilegu samúð, megi allt gott í þessum heimi styrkja ykkur á þessum sorgartímum. Með virðingu og söknuði, Ragnheiður Hanson. Ottó Tynes var maður lífs- glaður sem var alltaf jákvæður. Svo var hann með þetta skemmtilega bros sem sagði manni hvers lags mann hann hafði að geyma. Kynni mín af Ottó hófust í innanlandsflugi Flugleiða þar sem ég starfaði sem hlaðmaður og hann sem flugstjóri á F50-vélum félagsins. Það má segja að hann hafi tekið mig upp á arma sína og fyllt mig bjartsýni og sjálfstrausti varð- andi flugnámið. Hann bauð mér stundum með í flug og þá sat maður í flugstjórnarklefanum og reyndi að meðtaka allt sem þessir snillingar voru að fram- kvæma. Ég veit að fleiri fengu notið þessarar velvildar Ottós. Seinna meir var ég ráðinn sem flugmaður hjá innanlands- flugi Flugleiða og mitt fyrsta þjálfunarflug var með Ottó sem var þá orðinn þjálfunarflugmað- ur hjá félaginu. Þessum degi gleymi ég aldrei þar sem með þessu var fjarlægur draumur nú orðinn að veruleika og ég ekki lengur áhorfandi heldur orðinn þátttakandi og flugmaður við hlið Ottós. Það var alltaf til- hlökkun að sjá á vinnuskránni að fram undan væri flug með Ottó. Það sem einkenndi vinnu- dagana með Ottó var fyrst og fremst fagmennska en ekki síst þessi ótrúlega starfsgleði sem hann reyndar hélt allt til starfs- loka. Ottó var alla tíð mjög áhuga- samur um allt sem tengdist flugi, hvort sem það laut að flug- klúbbnum í Mosó, kennslu eða miðlun á reynslu sinni til yngri og eldri manna. Hann sinnti grasrótinni einstaklega vel. Mik- ill öðlingur er fallinn frá, sem þrátt fyrir annríki gaf sér tíma til að miðla reynslu sinni og þekkingu til annarra, til að gefa af sér til yngri flugmanna, byggja þá upp og styrkja sjálfs- traust þeirra. Elsku Bryndís og fjölskylda. Mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Hvíl í friði vinur. Jóhann Lapas. ✝ Guðbjörn Hall-grímsson fæddist á Siglufirði 4. apríl 1934. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 6. júlí 2018. Foreldrar hans voru Hallgrímur Georg Björnsson, f. 26. október 1908, d. 2. desember 1992, og Herdís Lárus- dóttir, f. 13. desember 1911, d. 23. október 1980. Guðbjörn átti fimm systkini, alsystir: Ósk Pál- ína Anna, f. 1931, d. 1990, sam- mæðra: Jóhanna Guðlaug Viggósdóttir, f. 1941, d. 2001, Guðfinna Gunnarsdóttir, f. 1942, d. 2012, Sigrún Lárus- dóttir, f. 1945, d. 1945, sam- feðra: Þorvaldur Stefán Hall- grímsson, f. 1946. Fyrstu tvö árin ólst Guðbjörn upp á heimili foreldra sinn en sökum heilsu- brests móður sinnar fór hann í fóstur til hjónanna Jóns G. Jóns- sonar og Sigurlínu I. Hjálmars- dóttur að Tungu í Stíflu, Skaga- firði. Foreldrar hans slitu síðar samvistir. Guðbjörn flutti síðar með fósturforeldrum sínum til Siglufjarðar þegar Tungujörðin fór undir vatn vegna Skeiðfoss- virkjunar. Þegar hann var 16 ára flutti hann svo til Hafnar- fjarðar til föður síns og seinni konu hans, Margrétar Þorvalds- dóttur, og fjögurra ára sonar þeirra, Þorvaldar Stefáns. Guð- björn lauk námi í vélvirkjun hjá Vélsmiðjunni Kletti og Iðnskóla Hafnarfjarðar og öðlaðist síðar skipstjórnarrétt- indi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík. Guð- björn eignaðist soninn Hallgrím Georg Guðbjörns- son, f. 1953, d. 1975, móðir Hall- gríms var Elín Frí- mannsdóttir, f. 1935, d. 2002. Guð- björn kvæntist 29. september 1962 Kristínu Jónu Guðmundsdóttur, f. 14 janúar 1943, d. 14 október 1995, og 1981 slitu þau samvistir. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Guð- mundur, f. 30. júlí 1964, kvænt- ur Margréti Benediktsdóttur, f. 12. mars 1964, börn þeirra eru Kristín, f. 1988, börn hennar eru Elísabet Ýr og Alexandra Margrét. Marta Rut, f. 1990, börn hennar eru Natalía Kristín og Frosti Leó. Benedikt Fannar, f. 1996. 2) Sigurlína Herdís, f. 18. október 1965, sambýlis- maður hennar Hjörtur Sigurðs- son, f. 30. október 1962 , börn Sigurlínu eru Guðbjörn Már, f. 1991, d. 2010, Sylvía Svava, f. 1995, Vignir Vatnar, f. 2003. 3) Guðrún Fjóla, f. 27. mars 1972, börn hennar eru Arnar Snær, f .1995, og Inga Lilja, f. 2001. 4) Hallur Örn, f. 13. maí 1981, sambýliskona hans er Sara Pálsdóttir, f. 13. september 1986, sonur þeirra er Hilmar Páll, f. 2016. Útför Guðbjörns fer fram frá Hafnarfjarð- arkirkju í dag, 17. júlí 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku afi minn. Mig langar að segja nokkur orð. Fyrsta minning mín sem kemur upp í hugann er þú ert far- inn er þegar ég og Marta vorum litlar á Suðurvanginum með risa- stóru dótafarsímana okkar sem þú, Bjössi afi okkar, gafst okkur og ekki má nú gleyma Bjössa afa sjoppunni góðu sem við vildum alltaf fara í (já, við skírðum sjoppu eftir þér, enda sælkeri mikill). Þú hafðir alltaf mjög mikla þörf fyrir að gleðja börn, hvort sem það vorum við eða barnabörnin þá var aldrei farið til Bjössa afa nema að fá nammi eða dót. Alla páska var mikil hefð að þú gæfir öllum börnunum páska- egg og því fylgdi mikil spenna. Þegar ég var lítil varstu alltaf afi í Danmörku fyrir mér og ég hugs- aði mjög mikið til þín því mér fannst mjög merkilegt að eiga eitt stykki afa sem átti heima í út- löndum. Svo beið maður spennt- ur eftir pakka frá þér, hvort sem það voru föt eða t.d. fyrstu súkku- laðidagatölin okkar Mörtu, sem við kláruðum á einum degi, for- eldrum okkar til mikillar lukku. Svo kom að því að heimsækja afa í Danmörku. Það var mjög skemmtilegt að koma til þín í Helsingør í íbúðina og sumarhús- ið fallega. Við áttum góðar stund- ir saman, fórum með sundbussen yfir til Svíþjóðar og þú kynntir okkur fyrir nokkrum vinum þín- um sem þú áttir í sumarbústaða- hverfinu. Þarna féll ég fyrir Dan- mörku líkt og þú hefur gert á sínum tíma. Ég er mjög þakklát fyrir dönsku hefðirnar sem þú komst með heim, eins og t.d flæskesteg sem klikkaði aldrei og þú matreiddir með mikilli ástríðu og varð að hefð í jólaboðunum góðu eftir að þú fluttir heim. Við áttum þó nokkur góð spjöll þegar ég kom til þín og klippti þig og alltaf varstu tilbúinn með gotterí fyrir stelpurnar mínar hvort sem þær komu með eða ekki. Eitt sem ég hef líka verið að hugsa eftir að þú fórst er að þú dæmdir engan. Það áttu allir jafnmikinn séns í þínum augum og það tel ég vera mjög mikinn mannkost. Ég fann líka alltaf að þú varst svo stoltur af mér að þú þurftir ekki einu sinni að segja það. Nýlega mættir þú í veislu í hvíta jakkanum með blómabindi og ég man að ég hugsaði „þvílíkur snillingur“ því þér var svo slétt sama hvað öðr- um fannst um þig. Þú hafðir alltaf svo gaman af því að dansa og sé ég þig fyrir mér dansandi glaðan, verkjalausan, eins og ég get ímyndað mér þig í gamla daga á böllunum. Eins og ég sagði við þig afi minn þegar ég kvaddi þig á spítalanum, við sjáumst. Þitt barnabarn, Kristín Guðmundsdóttir. Guðbjörn Hallgrímsson Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, LAUFEY BJÖRG AGNARSDÓTTIR, Hraunbæ 26, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans föstudaginn 6. júlí. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 19. júlí klukkan 15. Bragi Agnarsson Bjarney Runólfsdóttir Vigdís Björk Agnarsdóttir Finnbogi Jóhann Jónsson Bettina Wunsch og fjölskyldur Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ÁSA GUÐLAUG STEFÁNSDÓTTIR, Mýrum II, Hrútafirði, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga mánudaginn 9. júlí. Útförin fer fram frá Melstaðarkirkju föstudaginn 20. júlí klukkan 14. Böðvar Sigvaldi Böðvarsson Ólöf Þorsteinsdóttir Ása Berglind Böðvarsdóttir Inga Rósa Böðvarsdóttir Stefán Páll Böðvarsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG EINARSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 15. júlí. Útför verður auglýst síðar. Ásmundur Hilmarsson Ragnheiður Hulda Bjarnad. Guðmundur Hilmarsson Gróa Guðbjörg Ágústsdóttir Pétur Ingi Hilmarsson Jóhanna Sigmundsdóttir Gunnar Hilmarsson Rósa Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, REYNIR SIGURSTEINSSON, bóndi og fyrrverandi ráðunautur, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði föstudaginn 6. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs eða Krabbameinsfélag Suðausturlands. Katrín Lilja Haraldsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ALFREÐSSON, Klapparhlíð 1, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 13. júlí. Jarðsungið verður frá Guðríðarkirkju, Grafarholti, fimmtudaginn 19. júlí klukkan 13. Jóhanna Jóhannesdóttir Sonja H. Jónsdóttir Sverrir Garðarsson Alfreð Jónsson Andrés Gruszka Gunnar Þ. Jónsson Steina Ó. Gísladóttir Vilhelmína Jónsdóttir John B. Jensen afa- og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HREINN EIRÍKSSON, Víkurbraut 28, Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði þriðjudaginn 10. júlí. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju fimmtudaginn 19. júlí klukkan 14. Kristín Gísladóttir Eiríkur, Sigrún, Regína, Steingerður og Pálmar tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, fyrrverandi maki, amma og systir, ÓLÖF VERA BENJAMÍNSDÓTTIR sjúkraliði, lést á heimili sínu miðvikudaginn 4. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum ættingjum og vinum hlýhug á þessum erfiða tíma. Thelma Kristjánsdóttir Haukur Már Hergeirsson Bjarni Jósep Steindórsson Svanur Hólm Steindórsson Kristín Sara Georgsdóttir Auðunn Steindórsson Steindór Stefánsson barnabörn og systkini hinnar látnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.