Morgunblaðið - 17.07.2018, Side 10

Morgunblaðið - 17.07.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018 Neytendastofa hefur lagt sölu- og afhendingarbann á sex tegundir skotelda frá þremur söluaðilum. Við hefðbundið eftirlit um ára- mótin kom í ljós að CE-merki vant- aði á skotelda og einnig vantaði aðrar upplýsingar. Um er að ræða skoteldapakka sem heitir „Úrvals pakkinn“ frá Púðurkerlingunni, skoteldana „Fly- ing Butterfly Rocket“ og „Jumping Cracker“ frá Stjörnuljósum og „Silfurbombuna“, „Bom Bing Plane“ og „Crackling“ frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg. Auk þess var ofangreindum gert að eyða öllum eintökum fyrrgreindra skotelda sem enn voru til á lager. Sölubann sett á sex tegundir skotelda Vinnueftirlitið hefur sektað tvö fyr- irtæki fyrir að tilkynna ekki vinnu- slys. Fram kemur í úrskurðum stofn- unarinnar að fyrirtækin tvö sendu tilkynningar til Sjúkratrygginga Ís- lands um slysin en ekki til Vinnueft- irlitsins eins og lög mæla fyrir um. Mikilvægt sé að atvinnurekendur sinni skyldum sínum við tilkynn- ingu á slysum og óhöppum svo að unnt sé að gera viðunandi úrbætur í því skyni að koma í veg fyrir að slys endurtaki sig. Lagðar voru 10 þúsund króna dagsektir á fyrirtækin en bæði brugðust við ábendingunni og hafa nú tilkynnt Vinnueftirlitinu um slysin. Sekt fyrir að til- kynna ekki vinnuslys Samfylkingin - jafnaðarmanna- flokkur Íslands hefur auglýst starf framkvæmdastjóra flokksins laust til umsóknar. Í auglýsingu frá Samfylkingunni segir að leitað sé að lausnamiðuðum einstaklingi sem sé „fljótur að setja sig inn í verkefni og leiða saman ólíka krafta“. Meðal verkefna þess sem ráð- in/n verður er að sinna daglegum rekstri flokksins og fjárreiðum hans, bera ábyrgð á starfsmanna- málum, framkvæma ákvarðanir stjórnar og framkvæmdastjórnar flokksins í samráði við formann framkvæmdastjórnar og hafa um- sjón með kynningarstarfi og sam- skiptum við fjölmiðla. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um og umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst. Samfylkingin aug- lýsir eftir fram- kvæmdastjóra Hundurinn Þoka lauk nú um helgina tæplega tíu ára ferli sínum sem fíkniefnahundur í lögreglunni. Steinar Gunnarsson, eigandi Þoku, segir að það hafi verið vel við hæfi að Þoka hafi endað ferilinn á sama stað og hann hófst, í Neskaupstað. „Hún er nýbúin að ljúka sinni síð- ustu vakt sem fíkniefnahundur. Þoka hefur staðið sig alveg frábær- lega í þessu starfi en hún er nú orð- in ellefu ára gömul. Ferill hennar í lögreglunni spannar því nánast allt hennar æviskeið,“ segir Steinar og bætir við að nú, að löngum starfs- ferli loknum, taki við tími afslöpp- unar og dekurs hjá Þoku. Hann segir að á sama tíma og hann gleðjist yfir starfslokum Þoku hafi hann áhyggjur af stöðu fíkni- efnahunda hérlendis. „Það hefur lítil áhersla verið lögð á þennan málaflokk þrátt fyrir að þessir hundar hafi reynst ótrúlega öflugt vopn í baráttunni gegn fíkniefnum. Það er vonandi að menn átti sig á því og staðið verði betur að málum fíkniefnahunda á næstu árum,“ segir Steinar. aronthordur@mbl.is Ljósmynd/Steinar Gunnarsson Þoka Fíkniefnahundurinn Þoka lét af störfum um helgina. Hún er nú orð- in ellefu ára gömul en starfsferill hennar í lögreglunni spannar um 10 ár. Hætt störfum eftir tíu ár sem fíkniefnahundur Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þessi mál hafa verið í talsverðu rugli í nokkur ár,“ segir Heiðar Hinriksson, lögreglumaður og um- sjónarmaður fíkniefnahunds emb- ættis lögreglunnar í Vestmanna- eyjum. Hann segir aðgerðaleysi vera í málefnum fíkniefnahunda lögreglunnar hér á landi. Hann segir að engin skýr stefna hafi verið mótuð í mála- flokknum sem hafi verið í al- gjörum ólestri undanfarin ár. „Í dag er engin formleg eða sameiginleg þjálfun sem fer fram. Það er í raun bara hver hundamaður sem þjálfar sinn hund og því geta hundarnir verið misvel þjálfaðir,“ segir Heið- ar og bætir við að áður hafi fíkni- efnahundar og annað þeim tengt verið á snærum ríkislögreglu- stjóra. Því hafi hins vegar verið breytt fyrir um fjórum árum. Yfirhundaþjálfarinn rekinn „Það var alltaf yfirhundaþjálfari sem heyrði undir ríkislögreglu- stjóra. Hann sá um öll mál er við- komu hundunum, hvort sem það var þjálfunin eða aðstoð þegar upp komu vandamál. Þess utan passaði hann upp á að allir hundarnir stæðust ákveðnar kröfur. Ríkislög- reglustjóri hætti hins vegar með þetta kerfi fyrir nokkrum árum og sagði yfirhundaþjálfaranum upp,“ segir Heiðar. Aðeins fimm fíkniefnahundar hérlendis Að sögn Heiðars hefur lítið verið gert til að fjölga eða þjálfa fleiri fíkniefnahunda frá því að yfir- hundaþjálfaranum var sagt upp. Því megi segja að fíkniefnahundar séu í útrýmingarhættu, en und- anfarin ár hefur fækkað í þeirra hópi og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru fíkniefna- hundar hér á landi nú fimm tals- ins. Spurður um hvað hægt sé að gera til að sporna við þróuninni segir Heiðar að bregðast þurfi við af festu og ákveðni. „Nú hefur þetta verið að þróast í þessa átt í nokkurn tíma. Ég held að það sé mikilvægt að reyna að koma þess- um málum sem fyrst í almennilegt horf. Þar skiptir mestu máli að fá almennilega umgjörð í kringum þetta,“ segir Heiðar og bætir við að síðustu ár hafi lögreglan oft og tíðum haft beint samband við um- sjónarmenn fíkniefnahunda þegar óskað er eftir hundum í verkefni. „Það er annaðhvort haft samband við embættin sem eiga hunda eða þá bara beint við hundaeigendur. Áður en kerfi ríkislögreglustjóra var lagt niður sá yfirhundaþjálf- arinn um að setja hunda í verk- efni,“ segir Heiðar. Engin svör fengust frá embætti ríkislögreglustjóra þegar eftir því var sóst í gær. Fíkniefnahundum hefur far- ið fækkandi á síðustu árum  Málaflokkurinn hefur verið í algjörum ólestri  Fimm fíkniefnahundar á landinu Morgunblaðið/Jim Smart Fíkniefnaleit Fíkniefnahundum hefur farið mjög svo fækkandi hér á landi á síðustu árum. Að sögn lögreglumanns og umsjónarmanns fíkniefnahunds í Vestmannaeyjum hefur lítið verið gert til að sporna við þróuninni. Heiðar Hinriksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.