Morgunblaðið - 17.07.2018, Side 31

Morgunblaðið - 17.07.2018, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018 stæðisbaráttuna og sáum til dæmis að strax á 19. öld vísuðu Jón Sig- urðsson og fleiri sjálfstæðissinnar óspart í Gamla sáttmála og þann menningararf sem handritin eru. Meðal annars til að sannfæra um- heiminn um að Íslendingar væru fullgild þjóð, menningarþjóð, en ekki nýlenda Dana. Nokkur listaverk á sýningunni spegla spurningar sem brunnu á þjóðinni: Litu útlendingar á okkur sem frumstæða þjóð og hvernig gátum við unnið gegn slíku viðhorfi og orðið fullvalda ríki? Í allri þessari orðræðu var mikið vísað í handritin þannig að þau væru svolít- ið kjarninn í sjálfsmynd Íslendinga og sjálfstæðisbaráttunni. Enn þann dag í dag er bókmenntaarfurinn stór hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar,“ segir Sigrún Alba og bætir við að á sýningunni séu einnig margar ger- semar sem varðveittar eru í Árna- stofnun. „Við erum meðal annars með Möðruvallabók, sem geymir allar helstu Íslendingasögurnar, Staðar- hólsbók Grágásar, elstu löggjafarbók Íslendinga, fundargerðarbókina frá 1851 þegar Jón Sigurðsson og fleiri höfnuðu dönsku stjórnarskránni og sögðu einróma „Vér mótmælum all- ir“. Ekkert gerist án samtals Afmælisnefnd Alþingis fól Árna- stofnun umsjón sýningarinnar og hefur undirbúningur staðið yfir frá því í janúar. Sigrún Alba segir ferlið hafa verið gríðarlega lærdómsríkt og sitthvað komið á óvart. Ekki síst að þegar rýnt sé í sambandslagasamn- inginn komi í ljós að þjóðin er enn að takast á við sömu mál og þegar hann var samþykktur í þjóðaratkvæða- greiðslu haustið 1918. Þá sé áhuga- vert að skoða hvað handritin eigi mörg hver sameiginlegt, til dæmis Gamli sáttmáli frá 1262 og sam- bandslagasamningurinn, enda voru Íslendingar í báðum tilvikum að gera samning við konung, annars vegar Hákon gamla Noregskonung og hins vegar Kristján X. Danakonung. „Sagan lifnar við og stendur manni nær en ætla mætti og víða má sjá tengingar. Ein helsta áskorunin var að finna góða lausn þannig að handrit, skjöl og listaverk fengju notið sín og jafnframt að sýna hvern- ig þau töluðu saman. Ekkert gerist án samtals – svo vísað sé í Sigurð Pálsson – var eitt af leiðarstefjum okkar. Eldri verk á sýningunni eru eftir Kjarval, Kristínu Jónsdóttur, Mugg og fleiri, og nýrri verk meðal annars eftir Ólöfu Nordal, Ragnar Kjartansson, Ólaf Elíasson, Rúrí og Birgi Andrésson,“ segir Sigrún Alba og heldur áfram: Af þorskastríði og vondum Dönum „Til marks um málefni, sem voru ofarlega á baugi fyrir 100 árum og eru ennþá í umræðunni sýnum við myndbandsverk eftir Ólaf Ólafsson og Líbíu Castro, sem fjallar um sjórnarskrá íslenska lýðveldisins, og stillum því upp með stjórnarskránni frá 1874 og sambandslagasamn- ingnum. Skúlptúr eftir Steingrím Eyfjörð um þorskastríðið er meðal verka sem spegla atburði sem ógnað hafa fullveldinu og Íslendingar hafa þurft að verja. Málverk Ragnars Kjartanssonar er svo íronísk ádeila á þá söguskýringu að Danir hafi verið ógurlega vondir við Íslendinga og vekur spurningar hvort íslenskir embættismenn hafi kannski verið verri við alþýðuna. Þá eru áhuga- verðar ljósmyndir Ólafar Nordal af styttum sem Frakkar gerðu af Ís- lendingum og Grænlendingum á 19. öld og áttu að sýna hvernig frum- stæðar þjóðir litu út.“ Sagan aldrei fullskrifuð Umgjörð Lífsblómsins er eins ís- lensk og hægt er að hugsa sér að sögn Sigrúnar Ölbu. Arkibúllan hannaði handritahúsið og bekkir og stólar eru eftir Tinnu Gunnarsdóttur vöruhönnuð. Sýningargripirnir eru flestir í eigu stofnananna sem að Lífsblóminu standa auk þess sem nokkur voru fengin að láni hjá Lista- safni Reykjavíkur, Þjóðminjasafninu, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Ljós- myndasafni Vestmannaeyja og einkaaðilum. „Við leggjum áherslu á fjöl- breyttar miðlunarleiðir og töluvert er unnið með hljóð og hljóðverk, sem byggjast á tónlist og viðtölum við fræðimenn um einstök málefni. Einnig á brotum af fréttnæmum at- burðum á síðustu árum eins og búsá- haldabyltingunni, enda er hún líka hluti af sögu fullveldis Íslands,“ segir Sigrún Alba, sem vonar að þegar gestir gangi út af sýningunni haldi þeir áfram að hugsa um sögu full- veldisins. Fortíðin sé enda mikilvæg og sagan verði aldrei fullskrifuð. Morgunblaðið/Valli Verkefnisstjórn og sýningarstjóri Lífsblómsins Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður, Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri áttu í góðu samstarfi við undirbúning sýningarinnar. Morgunblaðið/Valli Konungsríkið Ísland Skjöldur eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara. Skjöld- urinn var í notkun árin 1918 - 1944 þegar hér var konungsríkið Ísland. Með kveðju frá Leipzig! er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í kvöld kl. 20.30 í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar í Laugarnesi en á þeim verða flutt sönglög tónskálda sem lærðu eða störfuðu í Leipzig í Þýskalandi. Flytjendur eru þrjár tónlistarkonur sem einmitt búa í Leipzig og eru þar við nám og störf: Kristín Einars- dóttir Mäntylä mezzósópran, Sigrún Björk Sævarsdóttir sópran og Elena Postumi píanóleikari. Þær munu flytja lög eftir Pál Ísólfsson, Jón Leifs, Emil Thoroddsen, Edvard Grieg og fleiri tónskáld sem öll lærðu eða störfuðu í borginni. Í tilkynningu segir m.a. um Krist- ínu að hún hafi lært hjá Reginu Wer- ner-Dietrich við Tónlistarháskólann í Leipzig, árið 2016 hlotið verðlaun Junge Stimmen Leipzig og á þessu ári verið valin Bayreuth-styrkþegi Richard Wagner félagsins í Leipzig og styrkþegi Yehudi Menuhin, Live Music Now Leipzig. Sigrún hóf nám í óperusöng við Tónlistarháskólann í Leipzig 2013 hjá KS. R. Schubert og lauk meistaranámi í október 2016. Nú stundar hún nám í meistaradeild skólans. Elena Postumi er fædd og uppalin á Ítalíu, útskrifaðist með einleikara- próf á píanó árið 2014 frá Conser- vatorio Santa Cecilia í Róm og með meistaragráðu í kammermúsík árið 2016 en árið 2015 var hún í skipti- námi við Tónlistarháskólann í Leip- zig. Hún hefur komið víða fram sem einleikari og meðleikari og í janúar hlaut hún sérstök verðlaun sem besti meðleikarinn í keppni sem kennd er við Albert Lortzing og haldin var á vegum Tónlistarháskól- ans í Leipzig. Miðaverð á tónleikana er 2.500 kr. og fer miðasala fram við innganginn. Sönglög frá Leipzig Þríeyki Sigrún, Elena og Kristín halda tónleika saman í kvöld. Lífsblómið, titill sýningar- innar, er úr skáldsögu Hall- dórs Laxness, Sjálfstætt fólk, sem gerist á þeim tíma er Ísland varð fullvalda ríki. „Rétt eins og þetta þekkta bókmenntaverk fjallar Lífs- blómið um hina djúpu þrá eft- ir sjálfstæði. Hún fjallar um hversu dýrmætt en um leið viðkvæmt fullveldið er. [...] Rétt eins og lítil en harðgerð jurt þarf fullveldið á næringu að halda og þessi næring felst meðal annars í því að skiptast á skoðunum og deila heim- inum með öðrum.“ Af vefsíðunni www.full- veldi1918.is Sjálfstætt fólk HIN DJÚPA ÞRÁ ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.