Morgunblaðið - 17.07.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018
Bragð af
vináttu • Hágæðagæludýrafóður
framleitt
í Þýskalandi
• Bragðgott og
auðmeltanlegt
• Án viðbættra
litar-, bragð- og
rotvarnarefna
Útsölustaðir: Byko,
Dýraland, Gæludýr.is,
4 loppur, Multitask,
Launafl, Vélaval, Landstólpi.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Kvikmyndin „Mamma Mia! Here
We Go Again“, verður frumsýnd á
miðvikudag. Myndarinnar er beðið
með eftirvæntingu, en hún er beint
framhald fyrri myndarinnar,
Mamma Mia, sem frumsýnd var
fyrir akkúrat tíu árum. Sú mynd
naut mikilla vinsælda um allan
heim.
Fyrri myndin var byggð á sam-
nefndum söngleik „Mamma Mia“
sem sýndur hefur verið víðs vegar
um heiminn, þar á meðal hér á
landi. Jóhanna Vigdís Arnardóttir,
ein af leikkonum íslensku útgáf-
unnar af Mamma Mia-söngleiknum,
segist bíða spennt eftir frumsýn-
ingu nýju
myndarinnar.
„Þetta verður al-
veg örugglega
mjög góð mynd.
Þessi mynd er
hins vegar ekki
eins og fyrri
myndin þar sem
söguþráðurinn
var í raun op-
inber fyrir mynd-
ina,“ segir Jó-
hanna, sem telur að þeir sem séð
hafi söngleikinn hafi getað gert sér í
hugarlund við hverju mátti búast í
fyrri myndinni. Það sama sé ekki
upp á teningnum í ár enda hafi
söguþráðurinn einungis verið gerð-
ur opinber að litlu leyti.
Fyrri myndin vel heppnuð
Fram kom í auglýsingu sem
gerð var fyrir myndina að í mynd-
inni yrði opinberað hver væri pabbi
Sophie, dóttur Donnu (aðalpersónu
myndarinnar).
Aðdáendur fyrri myndarinnar
iða í skinninu eftir því að fá að vita
svarið, en söguþráður fyrri myndar-
innar var að mestu byggður á því
hver þriggja fyrrverandi ástmanna
Donnu gæti væri pabbi Sophie,
dóttur hennar. Mestum tíma fyrri
myndarinnar var eytt á lítilli eyju
þar sem brúðkaup Sophie fór fram.
Þangað mættu ástmennirnir þrír,
sem leiknir voru af Pierce Brosnan,
Colin Firth og Stellan Skarsgård,
en eins og aðdáendur myndarinnar
muna var útkoman kostuleg. Auk
vel skrifaðs söguþráðar fengu svo
öll þekktustu ABBA-lögin að njóta
sín. Fyrri myndin var því ein-
staklega vel heppnuð og hlaut mikið
lof gagnrýnenda. Myndin í ár skart-
ar öllum helstu stjörnunum úr fyrri
myndinni en auk fyrrgreindra leik-
ara ber hæst nöfn leikara á borð við
Amanda Seyfried, Meryl Streep og
Cher.
Jafnvel betri mynd í ár
Jóhanna segist ekki búast við
síðri mynd í ár og á allt eins von á
því að hún muni njóta meiri vin-
sælda en fyrri myndin. „Nú fáum
við loksins að vita hvað gekk á hjá
Donnu þegar hún var ung. Þess ut-
an verður gríðarlega spennandi að
fylgjast með því hver þessara
þriggja manna er pabbi dóttur
hennar,“ segir Jóhanna og bætir við
að hún óttist ekki að öll bestu lög
hljómsveitarinnar hafi verið spiluð í
síðustu mynd. „Þeir eiga svo ótrú-
lega mörg góð lög. Ég held að þeir
hafi ekki tekið nema svona þriðjung
laga sinna og notað í síðustu mynd.
Það er því meira en nóg af lögum
eftir,“ segir Jóhanna, sem kveðst
ætla að sjá myndina við fyrsta tæki-
færi. „Ég veit ekki alveg hvort ég
verð á frumsýningunni en ég mun
alveg klárlega fara á myndina fljót-
lega. Fyrir nörda eins og mig er al-
veg sérstaklega gaman að sjá þess-
ar myndir,“ segir Jóhanna.
Eftirvænting um heim allan
Spurð hvort búast megi við
fleiri myndum sem byggðar eru á
lögum ABBA kveður Jóhanna já
við. Það fari þó líklega eftir því
hversu miklar tekjur framleið-
endum myndarinnar takist að hala
inn. „Þessar myndir eru að skila svo
gríðarlegum hagnaði að það getur
vel verið að þeir búi til fleiri á með-
an staðan er svoleiðis. Þessi hljóm-
sveit á auðvitað alveg heilan helling
af lögum sem enn hafa ekki verið
notuð í þessar myndir,“ segir Jó-
hanna, en fyrri myndin halaði inn
ríflega 760 milljónir dollara í
heildartekjur, þar af 615 milljónir
dollara fyrir sölu í kvikmynda-
húsum og 150 milljónir dollara fyrir
sölu á DVD-diskum.
Gera má ráð fyrir því að ABBA
aðdáendur um allan heim flykkist á
myndina. Það verður því spennandi
að fylgjast með því hvernig myndin
fer af stað, en eins og fyrr segir
verður hún frumsýnd hér á landi á
miðvikudag.
Bið eftir nýrri mynd loks á enda
Framhald kvikmyndarinnar „Mamma Mia“ er
væntanlegt í kvikmyndahús á miðvikudag þegar
„Mamma Mia! Here We Go Again“ verður frumsýnd.
Aðdáendur ABBA bíða í ofvæni eftir myndinni.
Ljósmynd/Imdb
Stjörnur Nýja Abba-myndin skartar glæstu leikaraliði á borð við Amöndu Seyfried, Meryl Streep og Cher.Jóhanna VigdísArnardóttir
Pabbarnir Einn þessara þriggja er talinn vera pabbi Sophie sem er dóttir Donnu (aðalpersónu myndarinnar). Ef
marka má auglýsingu sem birt var fyrir myndina mun Donna leysa frá skjóðunni og segja hver þeirra er pabbinn.
Talið hefur verið í fyrir fjölskyldu- og
bæjarhátíðina Flúðir um versló sem
verður þar um verslunarmannahelg-
ina. Þetta er í fjórða skiptið sem há-
tíðin er haldin en síðustu ár hafa
gestir verið 10 til 14 þúsund. Aðstaða
á tjaldsvæðinu á Flúðum er góð, en
sú breyting verður nú gerð að ekki
verður sérstakt unglingatjaldsvæði.
Raunar er lagt til að fólk yngra en 23
ára komi ekki nema með fjölskyldum
sínum. Fjölbreytt dagskrá verður á
Flúðum þessa helgi, s.s. barna-
skemmtun, torfærukeppni, furðu-
bátakeppni og böll með Páli Óskari,
200 þúsund naglbítum og Stuðla-
bandinu með Stefáni Hilmarssyni.
Fjölskyldufjör
Flugsýn Tjaldsvæðið á Flúðum.
Fjölbreytt Flúðahátíð