Morgunblaðið - 17.07.2018, Qupperneq 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018
Hildur Loftsdóttir
hilo@mbl.is
Brasilíski söngvarinn og gítarleik-
arinn Ife Tolentino og Óskar Guð-
jónsson saxófónleikari halda tón-
leika í Mengi í kvöld og annað
kvöld, sem hefjast kl. 21. Árið 2012
gáfu þeir út diskinn Você Passou
Aqui, og ætla nú á tónleikunum að
taka upp nýja plötu.
Ife er ein stór sól
„Það má eiginlega segja að þetta
sé þriðja platan, en samt er önnur
platan ekki komin út ennþá. Við
tókum hana upp fyrir þremur árum
og nú er Ife kominn hingað til lands
til að klára hana,“ segir Óskar.
„Matthías Hemstock trommuleik-
ari kom síðan á tónleika hjá okkur í
apríl og hann var alveg heillaður.
Ife er náttúrulega alveg einstakur
maður, músíkin einstök og nálg-
unin líka. Matthías vildi endilega
taka okkur upp og gerir það á þess-
um tónleikum og það verður vænt-
anlega þriðja plata okkar.
Á síðustu plötu voru hinir og
þessir standardar og eitt Gershwin-
lag en á nýju plötunni eru öll lögin
eftir Ife. Ég dró þau upp úr skúff-
unni hjá honum og það var smá
erfitt. Í hans ególausu tilveru ef-
aðist hann um að þetta væri nógu
gott, en mér fannst þetta svo fallegt
og lögin standast algjörlega saman-
burð við einn besta lagahöfund í
heimi, sem er Antonio Carlos
Jobim.
Nú ætlum við að hljóðblanda
plötuna með Ívari Ragnarssyni
upptökumanni, og hlustum svo á
þriðju plötuna og sjáum hvort við
viljum gefa hana út.“
- Hvernig finnst Brasilíubúanum
að koma hingað í sólarleysið?
„Hann er bara ein stór sól sjálfur.
Ein fallegasta mannvera sem ég hef
kynnst.“
Flókin og lagræn mýkt
- Hvað heillar þig við þessa tón-
list?
„Það er einhver fegurð í harm-
óníunni, í melódíunni og ryþman-
um. Það er einhver fegurð sem er
svo mikil mýkt í sem á við mig. Ég
held t.d. að #metoo-byltingin muni
hafa gífurleg áhrif á músíkbrans-
ann, vegna þess að svo mikið af
músík er keyrt áfram af karllægri
spennu. Það á ekki við um brasil-
ísku tónlistina, og sérstaklega ekki
þá sem á rætur að rekja til bossa-
nova-byltingarinnar frá sjöunda
áratugnum. Hún er harmónískt
mjög tengd sönglagahefð Ameríku,
en hefur líka harmóníu sem er enn
útpældari en nokkur djassharm-
ónía. Ef maður skoðar þessa músík
á nótum virðist hún svo flókin að
maður heldur að maður geti aldrei
spilað þetta, en þegar maður hlust-
ar á hana rennur hún svo mjúkt.
Það er mýkt í tónlistinni, en samt er
hún svo flókin. Og fyrir mig er auð-
velt að spila flókna tónlist, ef hún er
öll á mýktina, í stað þess að vera
keyrð áfram á testósteróni. Því þá
er eins og flæðið í sköpuninni lokist
hjá mér í öllum látunum. Persónu-
leiki minn virkar bara þannig.“
Samspil og töfrar
- Fara íslenskir tónsköpunar-
kraftar og brasilískir vel saman?
„Já, Ife finnst langskemmtilegast
að spila með Íslendingum því þeir
hafa eitthvað nýtt og öðruvísi að
koma með inn í þessa músík. Og þá
verður þetta að einhverju öðru og
tónlistin eignast sitt eigið einstaka
líf. Það verður til blanda af sköp-
unarkraftinum sem er hér og hugs-
unarhættinum að kýla á það og láta
ekkert stoppa sig, og svo þessari
mýkt og yfirlegu. Ife situr hérna
inni í stofu hjá mér fjóra klukku-
tíma á dag að leita að réttu nálgun-
inni í einhverjum hljómum í sömu
lögunum endalaust!“
- Hvert er þitt framlag sem djass-
ari?
„Þetta er alltaf samspil. Í fyrsta
lagi þarf maður að bera mikla virð-
ingu fyrir tónlistinni, fara algjör-
lega inn undir skinnið á henni og
vera hún. En að sama skapi koma
með sitt eigið og sinn persónuleika
inn í þetta, og það er einhver
blanda sem er kannski svolítið flók-
in. Því það sem þú spilar hefur áhrif
á það sem hinir tónlistamennirnir
gera, og getur breytt því hvað og
hvernig þeir leika. Þú þarft að
treysta þeim sem þú ert að spila
með eða í rauninni elska hann. Þið
togið eitthvað út úr hvor öðrum og
þá verða til þessir töfrar.“
Nálgast tónlist eins
- Hvar eruð þið að músísera?
„Þetta er áreiðanlega 17. árið
sem Ife kemur hingað. Við höfum
mest verið heima hjá mér, en svo
alltaf skroppið í hringferð og spilað
hér og þar, en ferðaþjónustan hefur
breytt þessu og þetta er aðeins
flóknara en það var. Núna ætlum
við því að einbeita okkur að því að
klára plötuna, og sjá til með frek-
ara tónleikahald.“
- Þú hefur sagt að það hafi verið
ást við fyrsta tón hjá ykkur Ife.
„Já, hann talaði um það. Þótt við
þekktumst ekki neitt var strax eitt-
hvað svo auðvelt á milli okkar frá
fyrsta lagi. Hann setti nótnablað
fyrir framan mig og svo þegar hann
leit upp á mig var ég löngu búinn að
loka augunum og byrjaður að spila.
Það er líka hvernig hann spilar og
nálgast tónlist sem er mjög nálægt
því hvernig ég sjálfur heyri músík
þannig að þetta er ofsalega gefandi
og áreynslulaust,“ segir Óskar Guð-
jónsson saxófónleikari að lokum.
Áreynslulaus
brasilísk fegurð
Ife og Óskar spila saman í Mengi
Mýkt Óskar og Ife Tolentino taka upp þriðju plötuna saman.
Ljósmynd/Spessi
Svanurinn 12
Afvegaleidd níu ára stúlka er
send í sveit um sumar til að
vinna og þroskast.
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 18.00
Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm
Bíó Paradís 20.00
101 Reykjavík
Metacritic 68/100
IMDb 6,9/10
Bíó Paradís 22.00
You Were Never
Really Here 16
Metacritic 84/100
IMDb 6,9/10
Bíó Paradís 22.30
Three Billboards
Outside Ebbing,
Missouri 16
Metacritic 88/100
IMDb 8,2/10
Bíó Paradís 17.45
Óþekkti
hermaðurinn 16
IMDb 8,1/10
Bíó Paradís 17.30
The Florida
Project 12
Metacritic 92/100
IMDb 7,6/10
Bíó Paradís 22.00
BPM (120 Beats Per
Minute) 12
Bíó Paradís 20.00
Skyscraper 12
Myndin fjallar um fyrrum
aðal samningamann alríkis-
lögreglunnar í gíslatöku-
málum, sem Johnson leikur,
sem nú vinnur við öryggis-
gæslu í skýjakljúfum.
Metacritic 52/100
IMDb 6,8/10
Laugarásbíó 20.00, 22.15
Sambíóin Álfabakka 15.00,
17.40, 20.00, 22.20, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Keflavík 20.00,
22.20
Smárabíó 17.00, 17.10,
19.30, 19.50, 22.00, 22.20
Háskólabíó 18.00, 20.50
Borgarbíó Akureyri 19.30,
21.30
Jurassic World:
Fallen Kingdom 12
Þegar eldfjallið á eyjunni
vaknar til lífsins þurfa Owen
og Claire að bjarga risaeðl-
unum frá útrýmingu.
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 52/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 22.15
Sambíóin Egilshöll 20.00
Borgarbíó Akureyri 21.40
Ævintýraferð
fakírsins Háskólabíó 18.30, 20.40
Adrift 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 56/100
IMDb 6,7/10
Laugarásbíó 22.20
Love, Simon Smárabíó 17.20, 19.50,
22.30
Book Club Metacritic 53/100
IMDb 6,3/10
Smárabíó 15.10, 17.30,
20.00
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.30
Tag 12
Lítill hópur fyrrum bekkjar-
félaga skipuleggur flókinn,
árlegan „klukk“ leik, sem
krefst þess að þátttakendur
þurfa sumir að ferðast um
landið þvert og endilangt.
Metacritic 56/100
IMDb 7,1/10
Sambíóin Álfabakka 15.20,
17.40, 20.00
Sambíóin Egilshöll 22.40
Sambíóin Kringlunni 22.00
Sambíóin Akureyri 22.30
Ocean’s 8
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 61/100
IMDb 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Kringlunni 17.00,
21.00
Solo: A Star Wars
Story 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 62/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Deadpool 2 16
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 66/100
IMDb 8,1/10
Smárabíó 22.20
Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf
að annast Jack-Jack á með-
an Helen, Teygjustelpa, fer
og bjargar heiminum.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,9/10
Laugarásbíó 16.00
Sambíóin Álfabakka
15.00, 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 16.00,
18.30, 19.30
Sambíóin Akureyri 17.30,
20.00
Sambíóin Keflavík 17.30
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Mavis kemur Drakúla á óvart
með því að skipuleggja fjöl-
skylduferð á lúxus skrímsla
skemmtiferðaskipi, þannig
að hann geti fengið hvíld frá
eigin hótelrekstri.
Metacritic 59/100
IMDb 6,7/10
Sambíóin Egilshöll 17.40
Smárabíó 14.50, 15.00,
17.20
Háskólabíó 18.10
Borgarbíó Akureyri 17.30
Draumur Myndin skoðar ósagða sögu
Mjallhvítar, Öskubusku og
Þyrnirósar, sem komast að
því að þær eru allar trúlof-
aðar sama draumaprins-
inum. Prinsinn upplifir þær
breytingar að verða talinn
ómótstæðilegur af flestum
eftir að álfadís hellir á hann
töfradufti í miklu magni.
Smárabíó 15.00
Hope van Dyne og Dr. Hank Pym skipuleggja
mikilvæga sendiför, þar sem Ant-Man þarf að
vinna með The Wasp, til að leiða í ljós leynd-
armál úr fortíðinni.
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 70/100
IMDb 7,6/10
Laugarásbíó 19.50, 22.20
Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.00, 19.30, 22.00
Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00, 22.30
Ant-Man and the Wasp 12
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og
lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist
skemmdarverkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir
móður jörð og hálendi Ís-
lands þar til munaðarlaus
stúlka frá Úkraínu stígur
inn í líf hennar.
Morgunblaðið
bbbbb
Háskólabíó 18.10
Bíó Paradís 20.00
Sicario: Day of the Soldado 16
Barátta Bandaríkjamanna við eiturlyfjabaróna í Mexíkó tekur
á sig jafnvel alvarlegri
mynd þegar hryðjuverka-
mönnum er smyglað yfir
landamærin.
Metacritic 60/100
IMDb 7,4/10
Smárabíó 19.40, 22.10
Háskólabíó 21.10
Borgarbíó Akureyri
19.30
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio