Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 8. J Ú L Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  167. tölublað  106. árgangur  SKEMMTILEGT SAMFÉLAG Í JÖK- ULSÁRGLJÚFRUM SAGA VINAÞJÓÐA SELLÓLEIKARI FÉKK STYRK ÚR MINN- INGARSJÓÐI SÝNING Í VÆDDEREN 14 HRAFNHILDUR MARTA 31ÁRDÍS H. JÓNSDÓTTIR 12 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Mikið ber í milli. Næsti fundur er boðaður á mánudag. „Það er hættuástand á Landspít- alanum og enn sem komið er hafa hlutirnir gengið upp með guðs hjálp, góðra manna, tilfærslum og mikilli vinnu,“ segir Páll Matthíasson, for- stjóri Landspítalans, og bætir við að þrátt fyrir fremur rólega tíð á fæð- ingardeildinni að undanförnu hafi þágu fyrir yfirvinnu fyrir ljósmæður til þess að uppfylla lágmarksmönnun á deildum og sóttum við um undan- þágu fyrir næturvakt og dagvakt í yfirvinnubanninu,“ segir Páll og bæt- ir við að starfsfólk Landspítalans hafi unnið nótt sem nýtan dag til þess að bregðast við og afstýra hættuástandi. „Við erum ekki aðili að deilunni en það er mín skoðun að deiluaðilar verði að setjast niður og vinna dag og nótt þar til samkomulagi er náð. Það gengur ekki að deiluaðilar fundi á tveggja vikna fresti.“ » 2 róðurinn þar verið þungur fyrir. Nú sé hins vegar að færast aukinn þungi í starfsemina á sama tíma og yfir- vinnubann ljósmæðra skellur á. „Uppsagnir ljósmæðra hafa hingað til bitnað á meðgöngu- og sængur- legugangi. Yfirvinnubannið mun bitna á öðrum deildum, m.a. fæðing- argangi. Með banninu verður erfið- ara að leita til annarra sjúkrahúsa sem hafa þjónustað okkur, eins og sjúkrahúsanna á Akureyri og Akra- nesi, vegna álags þar,“ segir Páll. „Við þurfum að óska eftir undan- Hættuástand á Landspítalanum  Róðurinn á eftir að þyngjast meira  Yfirvinnubann mun bitna á fleiri deildum Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuðningur Bangsar lagðir fram sem stuðningur við ljósmæður. Þess verður minnst í dag að 100 ár eru liðin frá því að samninganefndir Íslands og Danmerkur undirrituðu samninginn um sambandslögin sem tóku gildi 1. desember 1918, en í honum var kveðið á um að Danmörk og Ísland væru frjáls og fullvalda ríki í sambandi um einn og sama konung. Haldinn verður sérstakur hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum í tilefni dagsins, en á dagskránni er eitt mál; tillaga formanna stjórnmálaflokkanna um verkefni í þágu barna og ungmenna og um rannsóknir er stuðli að sjálfbærni auðlinda hafsins og nýtt hafrannsóknaskip. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir í samtali við Morgunblaðið að gott hljóð sé í starfsfólki þjóðgarðsins fyrir fundinn í dag. „Þetta verður glæsileg samkoma,“ segir Einar. Undirbúningur við gerð fundarpallsins auk ýmissa annarra verkefna í tengslum við fundinn hefur gengið vel og hafa margir lagt hönd á plóg til þess að allt gangi sem best fyr- ir sig, að sögn Einars. Búist er við nokkrum þúsundum gesta, en opinn aðgangur er á fundinn, sem hefst klukkan 14. Þó eru ekki gerðar væntingar til fjölmennis á borð við það sem sótti kristnitökuhátíðina heim, segir þjóðgarðsvörður. Þá hafa ferðamenn á Þingvöllum sýnt undir- búningi og efni fundarins töluverðan áhuga. Blásið til hátíðarfundar á Þingvöllum 100 ár liðin frá undirritun sambandslagasamningsins við Dani Ljósmynd/Sigríður Zoëga Fullveldisafmælið Sambandsnefndin 1918 í garði Alþingishússins. Frá vinstri: Magnús Jónsson ritari, Bjarni Jónsson frá Vogi, Christoffer Hage, F. Jeppesen-Borgbjerg, Jóhannes Jóhannesson, J.C. Christensen, Einar Arnórsson, Erik Arup, Gísli Ísleifsson ritari, Þorsteinn M. Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson ritari og Svend Aage Funder ritari. Morgunblaðið/Hari Þingvellir Þessir ferðamenn fylgdust áhugasamir með lokaundirbúningi þingfundarins.MFullveldi Íslands 100 ára »6, 10, 11 og 14  Alþjóðlegt stórfyrirtæki hyggst framleiða og annast dreif- ingu á röð 52 sjónvarpsþátta sem byggðir verða á ævin- týraheimi Tuli- pop og persónum hans. Helga Árna- dóttir, annar stofnenda Tulipop, segir að stefnt sé að því að þættirnir verði teknir til sýninga fyrir árslok 2020. Áætlaður framleiðslukostn- aður við sjónvarpsþáttaröðina er um 700 milljónir króna. »16 Semja um gerð sjónvarpsþátta Helga Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.