Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018 25 Raðauglýsingar Þingeyjarsveit Skógar í Fnjóskadal – Breyting á deiliskipulagi Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 27. júní 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skóga í Fnjóskadal í Þingeyjarsveit skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Helstu breytingar frá gildandi deiliskipulagi eru eftirfarandi • Byggingarreitir eru stækkaðir verulega til að auðvelda aðlögun að landi. • Gerðar eru óverulegar breytingar á lóðarstærðum til að þær falli betur að landi. • Skilgreindar eru þrjár nýjar íbúðarhúsalóðir í suðurjaðri svæðisins skv. heimild í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022. • Hámarks grunnflötur allra bygginga á skipulagssvæðinu verður 140 m² en á lóðum 5-9 við Skógarhlíð var hámarks grunnflötur 90 m². • Skilgreint er nýtt gámasvæði til sorplosunar vestan þjóðvegar fyrir allt skipulagssvæðið Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð munu liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar, frá og með miðvikudeginum 18. júlí 2018 með athugasemdarfresti til og með miðvikudeginum 29. ágúst 2018. Þá eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar: https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/deiliskipulag/tillogur-i-auglysingu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 29. ágúst 2018. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir. Bjarni Reykjalín skipulags- og byggingarfulltrúi Þingeyjarsveitar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar. Hádegisverður frá kl. 11.30-12.30 og kaffisala alla virka daga frá 14.30- 15.30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi í júlí og ágúst. Úti boccia völlur verður á torginu í sumar og við minnum á skemmtilega viðburði í hverfinu, Qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11 og sund dans í Sundhöllinni alla miðvikudaga í júlí kl. 13. Vitatorg sími: 411-9450 Gjábakki kl. 9 Handavinna, kl. 13 Félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, pútt kl. 10.30, hádegismatur kl. 11.30, handavinnuhópur kl. 13, stólaleikfimi og slökun kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl. 9-16, ganga kl.10, síðdegis- kaffi kl. 14.30, allir velkomnir óháð aldri upplýsingar í síma 411-2790. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, botsía í salnum á Skólabraut kl. 11, Nikkuball við smábátahöfnina milli kl. 16-18, vatns- leikfimi í Sundlaug Seltjarnarness. Vonumst til þess að sjá sem flesta á Nikkuballinu boðið verður upp á veitingar gegn vægu gjaldi og Vita- torgsbandið mun spila undir dansi. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. Ræðumaður Ragnar Gunnarsson. Allir vel- komnir. Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Sambyggð trésmíðavél: Felder. CF 741 3f. Hjólsög: fræsari og hefill, afréttari og þykktarhefill. Hjólsagarblað 315 mm, sleði 2m með gangsetningu á enda. Armur fyrir plötusögun Hefill: breidd 40 cm 4 blöð í hjólinu Fræsari 30 mm. Hallanlegur spindill. Frammdrif. Spónsuga 2 pokar. Nánari upplýsingar í síma 894 4818 Til sýnis í Kópavogi. Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveitulagna. Vatnsgeymar 100-50.000 lítra. Borgarplast.is, sími 5612211, Mosfellsbæ. ÝmislegtBílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Vantar þig pípara? FINNA.is Helgi bróðir er fall- inn frá 75 ára að aldri. Við minnumst hans með söknuði, elsku- legur bróðir og vinur. Helgi var glaðlyndur, traustur og duglegur, handlaginn og hjálp- samur. Hann var mjög barngóður og mikill dýravinur og áhugamað- ur um bíla, hann eignaðist þá nokkra um ævina og hugsaði mjög vel um þá. Þegar hann var um tvítugt lenti hann í alvarlegu umferðarslysi og setti það mark sitt á hann alla tíð síðan. Hans stærsta gæfa í lífinu var að kynnast konunni sinni henni Kristínu. Við sendum henni okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir hversu yndisleg hún var alla tíð við hann. Þau áttu gott líf saman, ferðuðust bæði innan- og utanlands, og fóru á hverju ári í 35 ár, meðan Helgi hélt heilsu, í heimsókn að Skarði í Landsveit um verslunarmannahelgi. Dóra frænka okkar og hennar fólk tók þar á móti þeim og sýndi þeim mikla hlýju og gestrisni. Helgi Þór Magnússon ✝ Helgi Þór Magn-ússon fæddist 21. desember 1942. Hann lést 4. júlí 2018. Útför hans var gerð frá Grindavík- urkirkju 16. júlí 2018. Helgi var ákaf- lega vinnusamur og vandvirkur og dugn- aðarforkur til allra verka. Hann hafði yndi af garðyrkju og kom það meðal ann- ars að góðum notum þegar hann vann hjá Grindavíkurbæ. Síðustu 6 ár dvaldi Helgi á hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík þar sem fór ákaflega vel um hann. Við þökkum starfs- fólkinu þar fyrir frábæra umönn- un og elskulegheit. Einnig þökk- um við starfsfólkinu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem annaðist hann síðustu sólar- hringana sem hann lifði. Hvíl í friði, elsku bróðir, og takk fyrir allt. Við trúum því að þeir sem á undan eru gengnir taki vel á móti þér. Okkur langar að kveðja með sálmi sem Þuríður móðuramma okkar kenndi okkur: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þínar systur, Elín Magnúsdóttir og Þuríður Magnúsdóttir. Elsku afi minn, þín er og verður sárt saknað en minnst með miklu þakklæti og hlýju. Ég tel mig vera svo ótrúlega heppna að hafa fengið að kynnast þér, eyða með þér dýrmætum stundum og fá yf- ir mig ausið úr þínum einstaka viskubrunni. Þegar ég var lítil fékk ég stundum að koma til þín í vinnuna, í Seðlabankann. Þetta þótti mér mjög spennandi. Þú áttir stóra hornskrifstofu með fínum húsgögnum og til að kom- ast þangað þurfti að fara upp með lyftunni. Þú leyfðir mér að lita á skrifstofunni og svo gengum við um og heilsuðum vinnufélögun- um og þú bauðst mér upp á kakó úr sjálfsalanum. Þarna fannst mér þú mjög merkilegur maður, svona eins og forsetinn. Þá og nú þykir mér einnig merkilegt hvað þú varst víðförull bæði sem ungur maður og á fullorðinsárum. Sem unglingur átti ég það til að monta mig yfir því að afi minn hefði búið og gengið í háskóla erlendis. Þeg- ar við vorum því saman í Cam- bridge að skoða Kings College, heyrandi sögur frá þér og ömmu, fylltist ég enn og aftur stolti og aðdáun. Við gengum um bæinn Bjarni Bragi Jónsson ✝ Bjarni BragiJónsson fædd- ist 8. júlí 1928. Hann lést 1. júlí 2018. Útför Bjarna fór fram 13. júlí 2018. og þú sagðir okkur frá pontinu á ánni Cam, söngnum í skólakórnum, kirkj- unni og lífinu á skólaárunum. Eftir gönguna fórum við svo á ekta enskan pöbb og fengum okkur „fish and chips“ og bjór. Síðar hittumst við svo í Vín. Þar var ég við nám og þið amma að ferðast og átti þá auðvitað tónlistin hug þinn allan. Við gengum saman um göt- ur Vínarborgar og ræddum tón- skáldin Mozart og Schubert. Við fórum saman og skoðuðum fæðingarheimili Schuberts, sem þér þótti nú merkilegri en Moz- art, og svo buðuð þið amma mér út að borða. Það var alltaf borðað í lokin. Ófáar stundirnar voru einnig hér heima á Íslandi þar sem við borðuðum saman, við ým- is tilefni enda þótti þér það gott eins og okkur hinum í fjölskyld- unni. Margar af stundunum dýr- mætu voru á Seljum í hlýjunni við arininn en líka í Lindarhvamm- inum góða. Nú síðasta árið er ég einstak- lega þakklát að hafa fengið að kynna þig og son minn hvorn fyr- ir öðrum. Ég minnist þess hvað þú varst hlýr og góður við hann, eins og alltaf við mig. Ég hlakka til þess þegar hann verður eldri að segja honum sögur af þér og okkur á heimshornaflakki. Kristín Erla. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dreg- ist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.