Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
GENUINE SINCE 1937
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það hafa engin viðbrögð verið í dag
og því er ljóst að yfirvinnubann tekur
gildi á miðnætti,“ sagði Katrín Sif
Sigurgeirsdóttir, formaður kjara-
nefndar ljósmæðra, í samtali við
Morgunblaðið seint í gærkvöldi.
Hópur fólks sýndi ljósmæðrum
stuðning á samstöðufundi á Austur-
velli í gær og segist Katrín ánægð
með viðburðinn.
„Við fundum fyrir miklum stuðn-
ingi á fundinum og þar voru haldnar
kröftugar ræður. Eflaust hefur veðrið
lagt okkur lið hvað varðar fjölda fund-
argesta,“ segir Katrín. Hún segist
hafa heyrt að hópur fundargesta hafi
vonast til þess að þingmenn kæmu út
að loknum þingfundi í þeim tilgangi
að ræða við mótmælendur, en enginn
hafi hins vegar sýnt slíka auðmýkt
heldur líti út fyrir að þingmenn hafi
laumað sér út bakdyramegin.
Ekki hægt að útiloka neitt
„Sem stendur er engin hreyfing á
málinu en það er ekki hægt að útiloka
neitt. Allir gera sér grein fyrir því að
ef eitthvað getur hjálpað til við að
loka samningum eiga menn að nýta
sér það, en eins og allir vita hefur bor-
ið of mikið í milli hjá samningsaðil-
um,“ segir Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra við Morgunblaðið.
Bjarni segir kjaradeiluna við ljós-
mæður í hefðbundnum farvegi. Hann
treysti samninganefnd ríkisins til
þess að loka samningum við ljósmæð-
ur eins og hún hafi meðal annars gert
í kjaradeilu lækna og BHM á síðasta
ári, án þess að hann hafi átt fundi með
deiluaðilum.
„Það eru ákveðin ytri mörk á því
hvað ríkið getur samið um. Við erum
lausnamiðuð en við semjum ekki um
hvað sem er. Að hálfu ljósmæðra hef-
ur málum verið stillt þannig upp að
það hafi verið framkvæmd skoðana-
könnun og hún sé leiðarljós þeirra í
málinu. Það má alveg stilla því upp að
af ljósmæðranna hálfu sé málum stillt
þannig upp að það sé erfitt að ná sam-
an við þær,“ segir Bjarni og bætir við
að reyndar hafi náðst saman við ljós-
mæður einu sinni í deilunni við núver-
andi samninganefnd ljósmæðra.
Bjarni segir að samið hafi verið í fyrra
við lækna og BHM á allt öðrum nót-
um en uppi séu í ljósmæðradeilunni.
„ Ég hef miklar áhyggjur af því að
yfirvinnubann ljósmæðra geti leitt til
óeðlilegs álags á heilbrigðiskerfið
okkar og af þeirri ástæðu hafa heil-
brigðisráðherra og þær stofnanir sem
hlut eiga að máli reynt að bregðast
við eftir því sem hægt er með sér-
stökum aðgerðaráætlunum. Það ligg-
ur sömuleiðis fyrir að 54% ljósmæðra
eru að vinna yfirvinnu samkvæmt töl-
fræði sem kemur úr launabókhaldinu
og það er alveg ljóst að yfirvinnubann
getur haft mjög víðtæk áhrif.“
Bjarni gæti verið hluti vandans
„Við berum fullt traust til Svandís-
ar Svavarsdóttur heilbrigðisráð-
herra, sem gefur ekkert eftir í störf-
um sínum og lagði sitt af mörkum
þegar skrifað var undir kjarasamn-
ing ljósmæðra sem felldur var í vor.
Heilbrigðisráðherra hefur sér til full-
tingis Katrínu Jakobsdóttur. Það
gæti tafið málið að hin hliðin á pen-
ingnum, Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra, hafi hugsanlega aðra
sýn á stöðu kvennastétta en Vinstri
græn,“ segir Edward H. Huijbens,
varaformaður Vinstri grænna, inntur
eftir því hvort ekki sé erfitt fyrir VG
að vera í forsvari í ríkisstjórn þar sem
ekki hafi náðst að semja við og leið-
rétta kjör kvennastéttar á borð við
ljósmæður.
Kvennastéttir njóti sannmælis
„Staðan er fyrst og fremst mjög
erfið fyrir heilbrigðisþjónustuna og
þetta er erfitt fyrir fæðandi konur og
samfélagið. Það er mitt sem heil-
brigðisráðherra að gera það sem í
mínu valdi stendur til þess að deilan
leysist með samningum og það gildir
einu úr hvaða flokki ég kem í þeim
efnum; þetta er mitt hlutverk og
verkefni,“ segir Svandís Svavarsdótt-
ir heilbrigðisráðherra
„Ég er þeirrar skoðunar að það
skipti miklu máli að kvennastéttir
njóti sannmælis. Það gildir um ljós-
mæður eins og aðrar stéttir að
menntun þeirra sé metin til launa.
Þetta er mín afstaða sem ráðherra og
jafnframt sem þingmaður Vinstri
grænna.“
Svandís segist sem heilbrigðisráð-
herra vera tilbúin að leggja sitt af
mörkum til þess að leysa deiluna
þegar samningur sé í augsýn, líkt og
hún hafi gert þegar skrifað var undir
samninginn í vor sem ljósmæður
felldu.
„Með yfirvinnubanninu er deilan
orðin harðari og nýr kafli hafinn. Við
munum virkja þá ferla sem þarf til
þess að mönnun á deildum verði
ásættanleg en við erum löngu komin
á mjög alvarlegt stig í þessari deilu.“
Þingmenn læddust ekki út
Spurð hvers vegna þingmenn hafi
ekki hitt mótmælendur fyrir utan
þinghúsið í gær segir Svandís að hún
hafi farið beint á annan fund eftir að
þingfundi lauk.
„Mér fannst mótmælafundurinn
líta út fyrir að vera friðsamlegur í
sólinni og á ekki von á því að þing-
menn hafi verið að læðast út úr Al-
þingishúsinu bakdyramegin,“ segir
hún.
Aukin harka komin í deiluna
„Við erum lausnamiðuð en semjum ekki um hvað sem er,“ segir ráðherra Deilan fyrir löngu komin
á alvarlegt stig Yfirvinnubann ljósmæðra gæti leitt til óeðlilegs álags á heilbrigðiskerfið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mótmæli Fjölmenni mótmælti alvarlegri stöðu í kjaradeilu ljósmæðra í sumarblíðu á Austurvelli og sýndi ljósmæðrum stuðning í orði og verki.
„Við erum staðfastar í kröfum okkar og ef ekkert
nýtt kemur fram verður ekki fundað fyrr en á mánu-
dag í næstu viku. Ég upplifi sorg yfir því að störf
okkar séu ekki metin að verðleikum. Ég hef miklar
áhyggjur af öryggi mæðra og ungbarna og að ekki
sé hægt að sinna þeim á fullnægjandi hátt,“ segir
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar
ljósmæðra, og bætir við að ákveðin lágmarks-
mönnun þurfi að vera á deildum.
Í verkfalli eða yfirvinnubanni séu alltaf gefnir út
undanþágulistar. Undanþágunefnd fari yfir hvert og
eitt tilfelli fyrir sig þannig að lágmarksmönnun sé
tryggð til þess að tryggja öryggi mæðra og barna eins og kostur er.
„Það er verkefni undanþágunefndar að meta hvert tilfelli fyrir sig og
það þarf að sækja um í hvert einasta skipti sem ljósmóðir er kölluð út til
þess að vinna yfirvinnu,“ segir Katrín og bætir við að það sé spurning
hversu margar ljósmæður sé hægt að kalla út því þær séu ansi fáar eftir.
Þær ljósmæður sem staðið hafi vaktina frá því í byrjun júlí séu gengnar
upp að öxlum.
Ljósmæður gengnar upp að öxlum
FORMAÐUR KJARANEFNDAR LJÓSMÆÐRA
Katrín Sif
Sigurgeirsdóttir
Samkeppniseftirlitið tók bráða-
birgðaákvörðun í gær þar sem Isavia
ohf. var gert að stöðva tímabundið
gjaldtöku á ytri rútustæðum, svoköll-
uðum fjarstæðum, við Flugstöð Leifs
Eiríkssonar. Hafði gjaldtakan verið í
gildi frá 1. mars í framhaldi af útboði
og samningi um nýtingu tveggja hóp-
ferðafyrirtækja á stæðum nærri flug-
stöðvarbyggingunni.
Bráðabirgðaákvörðun Sam-
keppniseftirlitsins gildir til loka
þessa árs. Telur eftirlitið sennilegt að
Isavia hafi misnotað markaðsráðandi
stöðu sína með óhóflegri verðlagn-
ingu við gjaldtöku fyrir notkun á fjar-
stæðum. Jafnframt mismuni Isavia
viðskiptavinum í verðlagningu og
skilmálum.
„Við erum afskaplega ánægð með
þessa niðurstöðu en hún er alveg í
takt við það sem við áttum von á,“
segir Þórir Garðarsson, stjórnarfor-
maður rútufyrirtækisins Gray Line,
við mbl.is. Gray Line hefur haldið því
fram að gjaldtakan sé ólögleg og
Isavia misnoti einokunarstöðu sína
með verðlagningu sem sé í engu sam-
ræmi við útlagðan kostnað.
Fer að ákvörðun eftirlitsins
Í tilkynningu frá Isavia segir að
farið verði að ákvörðun Samkeppn-
iseftirlitsins „og gjaldtöku hætt
strax“. Isavia er þó ósammála niður-
stöðunni og mun andmæla ákvörðun-
inni og leita leiða til þess að hún verði
endurskoðuð. Fyrirtækið telur rann-
sókn málsins byggða á ófullnægjandi
upplýsingaöflun og rökstuðningi.
Gjaldtaka Isavia á ytri
rútustæðum stöðvuð
Rútufyrirtæki fagna niðurstöðunni
Margir nýttu góðviðri gærdagsins til
þess að leggja leið sína í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinn í Laugardal í
Reykjavík. Sökum þess hve margir
sóttu garðinn heim var lítið um laus
bílastæði og gripu því margir til þess
ráðs að leggja bílum sínum uppi á
kanti eða á grasblettum. Starfsmenn
Bílastæðasjóðs voru þá snöggir til
með sektarbókina, en samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins urðu
margir ósáttir við viðbrögðin.
Framkvæmdastjóri Bílastæða-
sjóðs, Kolbrún Jónatansdóttir, segir
þetta einfaldlega vera hluta af dag-
legu eftirliti starfsmanna sjóðsins og
að „urmull“ bílastæða sé í Laugardal
skammt frá garðinum. Segir Kol-
brún því enga afsökun vera fyrir því
að leggja ólöglega. axel@mbl.is
Margir
fengu sekt
í Laugardal