Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is »Sýningin Lífsblómið var opnuð boðsgestum í Listasafni Íslands í gær. Á henni er fjallað um fullveldi Íslands í 100 ár og er sýning- artitillinn sóttur í skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk, sem gerist á þeim tíma er Ísland varð fullvalda ríki. Á sýningunni er lögð áhersla á að tefla saman hinu stóra og smáa, opinberu lífi og einkalífi, að því er fram kem- ur á vef safnsins. Lífsblómið opnað boðsgestum í Listasafni Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsetar Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands voru við opnunina. Lífsblómið Sýningin er mjög fjölbreytt og gestir gáfu sér góðan tíma til að gaumgæfa sýningarmunina. Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Hrafnhildur Marta Guð- mundsdóttir sellóleikari hlaut í gær styrk úr Minningarsjóði Jean-Pierre Jacquillat, og er hún 27. ungi tónlistarmað- urinn sem hlýtur styrkinn. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um Íslandsvininn Jacquillat, sem var aðal- stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands á árunum 1980-86, eða þar til hann lést í bílslysi 51 árs að aldri. Með framúrskarandi einkunnir Hrafnhildur Marta er 27 ára gömul og árið 2016 út- skrifaðist hún með BA-gráðu frá einum virtasta tónlistarhá- skóla Bandaríkjanna; Jacobs School of Music, Indiana Uni- versity, undir handleiðslu hins virta sellóleikara Brandon Va- mos. Hrafnhildur lauk þá fjög- urra ára námi á tveimur og hálfu ári með framúrskarandi einkunnir, og mun klára meistaranám við sama skóla næsta vor. Áður hafði hún numið við Listaháskóla Ís- lands og Konunglega kons- ervatoríið í Kaupmannahöfn. „Á þessum tímapunkti í námi mínu og á ferlinum er þessi styrkur gífurlega mik- ilvægur,“ segir Hrafnhildur Marta. „Bæði er þetta nátt- úrulega mikill heiður og mjög gott fyrir mig sem hljóðfæra- leikara sem eyðir stærsta hluta allra daga ein í æfinga- herbergi að fá smá klapp á bakið. Svo er þetta frábær fjárhagslegur stuðningur til að fara á námskeið og svo er líka dýrt að ferðast í prufuspil og einkatíma, sérstaklega með selló.“ Dvaldi í Beethoven-húsinu „Undanfarið ár hef ég verið að sérhæfa mig í strengja- kvartettsspili. Kennarinn minn hefur spilað í Pacifica- strengjakvartettinum í 20 ár og hlotið Grammy-verðlaun fyrir. Kvartettinn minn hefur verið í námskeiði hjá þeim og við unnum keppni um að vera í viku í Beethoven-húsinu í Bonn í Þýskalandi. Þar stúd- eruðum við handrit og bréf í eigu Beethovens. Í framhald- inu hljóðrituðum við litla búta af verkum eftir hann sem hafa aldrei verið tekin upp því það eru ekki heil verk. Naxos mun senda frá sér viðhafnarútgáfu af upptökunum í tilefni af 250 ára afmæli hans árið 2020,“ segir Hrafnhildur Marta. „Í vetur verð ég í svokölluðum Kuttner-strengjakvartett „in residence“ og haldnir verða debut-tónleikar í Chicago á vormánuðum,“ segir Hrafn- hildur, sem segist í framtíð- inni líka vera rosalega spennt fyrir því að spila í hljómsveit, auk þess sem henni finnst of- boðslega gefandi að kenna. Framtíðin dásamlega opin - Hvar má hlusta á þig spila? „Ég mun spila einleik með Sinfóníuhljómsveit Norður- lands í mars á 25 ára afmæl- istónleikum hennar. Pabbi minn, Guðmundur Óli Gunn- arsson, mun stjórna þeim, en hann var aðalstjórnandi sveit- arinnar í 20 ár. Það verða skemmtilegir feðginatónleikar og dásamlegt að komast heim, en ég lærði mest við Tónlistar- skólann á Akureyri áður en ég fór í háskóla. En fyrst verð ég að spila núna 10. ágúst með ís- lensku kammerhljómsveitinni Elju sem ég er stofnmeðlimur í.“ Hrafnhildur Marta veit ekki alveg hverju svara skal um hvert hún heldur eftir að meistaragráðan er í höfn. „Það er svolítið erfitt að segja því ég þarf að fara í prufuspil hvort sem ég fer í skóla eða í vinnu. Það er því eiginlega allt opið, sem er auðvitað dásam- legt,“ segir Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir að lokum. Gott að fá klapp á bakið  Úthlutað úr Minningarsjóði Jean-Pierre Jacquillat Morgunblaði/Arnþór Birkisson Hæfileikarík Hrafnhildur Marta tók við styrknum við hátíðlega athöfn í Marshallhúsinu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.