Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 24
✝ Óskar BenediktBenediktsson var fæddur 11. febr- úar 1935 og ólst upp í Hnífsdal við Ísafjarðardjúp. Hann lést 22. júní 2018. Foreldrar Óskars voru Benedikt Hall- dórsson verkamað- ur, f. 19.5. 1904 í Miðhúsum í Ísa- fjarðardjúpi, d. 2.9. 1980, og Þór- unn Pálína B. Guðjónsdóttir, f. 5.10. 1900 í Tungu í Fljótavík, d. 10.2. 1992. Systkini Óskars: Guð- björg Guðmundsdóttir, f. 23.12. 1921, d. 13.10. 2011. Halldór G. Benediktsson, f. 30.4. 1930, d. 21.1. 1967, Sigríður Þ. Bene- diktsdóttir, f. 4.10. 1928, d. 13.2. 2015. Þóra S. Benediktsdóttir, f. Dætur hennar eru Guðrún Ósk, Linda Björk, Ástríður Magnea og Helga og átta barna- börn. 3) Helgi Þór, f. 29.11. 1961, kona hans er Arnheiður Magn- úsdóttir, f. 3.11. 1960. Börn þeirra eru Katrín og Óðinn og tvö barnabörn. 4) Hafþór, f. 4.8. 1963, kona hans er Elísabet Magnúsdóttir, f. 14.8. 1962, dætur þeirra eru Vaka og Íris. 5) Óskar Halldór, 7.9. 1970, kona hans er Nicole, f. 29.8. 1971, börn þeirra eru Sóley og Atli. Þann 11.2. 1985 giftist Óskar Benedikt Elínu Jónsdóttur, f. 20.2. 1941, þau skildu. Þann 9.6. 1991 giftist Óskar Rannveigu Bjarnadóttur, f. 9.6. 1936, foreldrar hennar voru Bjarni Kolbeinsson, f. 28.8. 1907, d. 9.6. 1981, og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 16.11. 1915, d. 13.5. 2006. Útför Óskars verður frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, mið- vikudaginn 18. júlí 2018, kl. 13. 25.10. 1931. Guðjón Kr. Benediktsson, f. 31.10. 1937. Fóst- urbræður: Jón A. Ásgeirsson, f. 22.10. 1938, og Þórir B. Haraldsson, f. 23.6. 1946. Óskar og Hafdís giftust 2.6. 1955. Þau skildu síðar. Börn þeirra: 1) Ríkarður, f. 17.11. 1955, kona hans er Júlíana Ólafsdóttir, f. 27.12. 1955, dætur þeirra eru Hafdís, Petra Dögg og Þórdís Elva og fimm barnabörn. 2) Guðrún, f. 6.9. 1957, fyrri maki Gunnar Gunnarsson, f. 18.11. 1956, d. 28.5. 2005, þau skildu, seinni maki Þórarinn Vík- ingur Gunnarsson, f. 3.9. 1956, þau skildu. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Ríkarður Óskarsson. Jæja Óskar minn! Þá hefur þú kvatt veru þína hér og býst ég við því að þú sért kominn á öruggari og betri stað. Það gleður mig að hafa kynnst þér, ég hefði alls ekki viljað missa af því. Sjálfsagt hafa samskipti okkar ekki byrjað vel. Bauð ég síst upp á mínar bestu hliðar lengst af enda ófær um það að mestu leyti. Engu að síður hafðir þú alveg ótrúlega og óend- anlega þolinmæði gagnvart mér. Það hefur ekki alltaf verið létt, það veit ég. En síðustu árin okkar hafa verið mér dýrmæt og góð. Já, við áttum okkar góðu stundir og það kom á daginn að sumar okkar skoðanir áttu saman og það var eitt og annað sem við glödd- umst yfir hvor í fari annars og átt- um við það til að skella upp úr er annar hvor okkar sagði frá og við gátum þá notið saman. Ég vil þakka þér, Óskar, fyrir þá skilyrðislausu ást sem þú gafst mér, ég vona að þú hafir fundið að ást mín var gagnkvæm. Takk fyrir það að hafa staðið við hlið hennar mömmu öll þessi ár. Takk fyrir að hafa gert líf mitt ríkara. Bjarni. Með sorg í hjarta kveðjum við öðlinginn og heiðursmanninn Óskar Benedikt Benediktsson. Óskar og Ransý (mamma, tengdamamma, amma og lang- amma okkar) kynntust haustið 1988. Þau voru eins og ástfangnir unglingar þegar hún kynnti hann fyrir okkur og hann smellpassaði strax inn í fjölskylduna. Krakk- arnir okkar fóru fljótt að kalla hann afa Óskar og það leið ekki á löngu þar til við tengdumst honum sterkum fjölskyldubönd- um. Óskar og Ransý fóru að búa saman fljótlega eftir að þau kynntust, en þau höfðu bæði verið gift og átt börn áður og samtals eiga þau stóran hóp afkomenda. Óskar var einstaklega góður og gegnheill maður. Við skynjuðum fljótt hvað hann var mikill fjöl- skyldumaður en við kynntumst honum enn betur þegar við hjónin og synir okkar tveir bjuggum hjá þeim Ransý og Óskari í Kjalar- landi sumarið 1991. Óskar var hjálpsamur, óeigingjarn, kær- leiksríkur, barngóður og við kunnum vel að meta hvað hann var góður kokkur. Þetta var gott sumar og einn af hápunktunum var 8. júní 1991 en þá gengu þau Ransý og Óskar í hjónaband. Heimili þeirra hefur alltaf ver- ið fallegt og notalegt og okkur fjölskyldunni fannst alltaf gaman að hitta þau hvort sem það var hjá þeim eða hjá okkur. Þau Óskar og Ransý máttu varla hvort af öðru sjá og höfðu það mjög gott saman. Það er mjög lýsandi fyrir ástina og væntum- þykjuna sem ríkti á milli þeirra að það síðasta sem þau gerðu á kvöldin áður en þau sofnuðu var að haldast í hendur inn í svefninn. Fjölskyldan var Óskari mikils virði og það leyndi sér ekki hvað honum þótti innilega vænt um af- komendur sína og hvað hann saknaði þeirra sem búa erlendis. Þau hjónin höfðu mjög gaman af því að ferðast og fóru meðal annars að heimsækja fjölskyld- urnar í Ástralíu og í Bandaríkj- unum og nutu þess mjög vel. Óskar var mjög handlaginn smiður og hann var svo elskuleg- ur að mæta með verkfæratöskuna og bjóða aðstoð þegar hann kom í heimsókn til okkar á Öldugötu. Við vorum að gera húsið upp á tímabilinu 1997-1998 og hann var alltaf til í að aðstoða okkur við að smíða, lagfæra og gefa góð ráð. Við verðum ávallt þakklát fyrir hjálpina og fyrir það hvað hann reyndist okkur vel. Hann hjálpaði okkur ekki einungis með húsið því hann smíðaði einnig kofa í garð- inn fyrir Óskar Þór, nafna sinn, og yngsta son okkar. Kofinn sló í gegn og hann stendur enn á sín- um stað og kemur að góðum not- um. Elsku Ransý syrgir ástkæran eiginmann sinn og missir hennar er mikill. Við biðjum góðan guð að styrkja hana og aðra aðstandend- ur í sorginni. Við munum alltaf minnast afa Óskars með mikilli hlýju og þakk- læti fyrir samfylgdina síðastliðin 30 ár. Guð blessi minningu hans. Hjartans kveðja, Ámundi, Þóra og fjölskylda. Nú er hann bróðir minn Óskar Benediktsson fallinn frá eftir erf- ið veikindi þetta ár. Óskar fæddist í Hnífsdal 11. febrúar 1935 og lést 22. júní 2018. Við systkinin vorum sex ásamt tveimur systursonum sem foreldrar okkar ólu upp. Við áttum góða æsku í Hnífsdal. Ég man fyrst eftir Óskari þeg- ar hann er átta ára þá nýkominn til baka til okkar í Hnífsdal en hann hafði þá fimm ára verið sendur í sveit til Sigurðar föður- bróður okkar og Mundu konu hans að Galtahrygg í Mjóafirði, Ísafjarðardjúpi, og var hann hjá þeim í þrjú ár. Þegar Óskar var á tólfta ári fluttum við af Brekkunni út í Bug. Þar voru mikil hlunnindi og t.d. rerum við á árabáti út á Hnífs- dalsvíkina og út af Seljadalnum og veiddum okkur bútung til mat- ar sem var svo hengdur upp í Hjallinn sem var sambyggður íbúðahúsinu. Einnig unnum við hjá Jóni Kristjánssyni í harðfiskverkun- inni við að taka niður harðfiskinn, þá kom það sér vel fyrir Óskar hvað hann var bráðþroska þar sem launin voru greidd eftir stærð og fékk hann t.d. túkall fyr- ir verkið á meðan ég fékk ein- göngu tíaur fyrir verkið þó ekki nema tveimur árum yngri en Ósk- ar en mun minni. Óskar fór 15 ára í gagnfræða- skólann á Ísafirði og fékk afdrep í herbergi í Öldunni og var í fæði hjá frændfólki. Eftir gagnfræðaskólann fór hann til sjós sem kokkur á rek- netabát frá Ísafirði en hann hafði farið á matreiðslunámskeið í Bol- ungarvík. Þegar Óskar er 16 ára fór hann suður ásamt öðrum strák úr Hnífsdal til að freista þess að fá vinnu hjá Kananum á Keflavíkur- flugvelli. Þar voru þeir sendir í læknisskoðun og kom þá í ljós að Óskar var með blett í lunga. Hann greindist með berklaveiki og var sendur í einangrun á Vífilsstaði þar sem hann dvaldi í tvö ár og í framhaldi af því í endurhæfingu á Reykjalundi. Á Reykjalundi lærði hann að spila brids sem hann heillaðist mjög af og spilaði við hvert tækifæri sem gafst. Óskar kynnist Hafdísi fyrri konu sinni á Reykjalundi og giftu þau sig árið 1955, þau eignuðust fimm börn, þau slitu samvistir. Árið 1954 er hann losnaði frá Reykjalundi fór hann á samning í húsasmíði hjá Jóni Pálssyni mági okkar. Óskar hætti í smíðinni árið 1960 og fór til sjós með Halldóri bróður okkar sem var mjög afla- sæll skipstjóri og var hann hjá honum á meðan Halldór lifði en hann fékk heilablæðingu úti á sjó og lést nokkrum dögum síðar í Danmörku í janúar 1967. Óskar hóf aftur störf við smíð- ina árið 1967 og unnum við saman við byggingu Tollstöðvarinnar í Reykjavík, ásamt því byggði hann sér raðhús í Fossvoginum. Árið 1969 fluttist hann með fjölskyldu sína til Ástralíu, konu og fjögur börn. Þau ferðuðust þangað með farþegaskipi og tók ferðin fimm vikur. Þau komu sér fyrir í Brisbane og bjuggu þar í fimm ár og þar fæddist yngsti sonurinn Óskar árið 1970. Eftir að þau fluttust aftur heim 1974 fékk Óskar pláss sem kokkur á afla- skipinu Sigurði frá Vestmanna- eyjum. Frá árinu 1985 starfaði Óskar í plötusölu Húsasmiðjunn- ar og starfaði þar þar til hann hætti vegna aldurs. Það var mikið gæfuspor þegar Óskar kynnist eftirlifandi eigin- konu sinni Rannveigu Bjarna- dóttur árið 1988. Þau áttu gott líf saman og nutu þess að ferðast og fóru m.a. margar ferðir til Banda- ríkjanna til Nönnu dóttur Rann- veigar. Einnig fóru þau til Ástr- alíu til barna Óskars sem búa þar, þeirra Guðrúnar og Óskars. Við Sigrún og fjölskylda send- um Rannveigu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur við fráfall góðs drengs sem Óskar var. Hvíl í friði, kæri bróðir. Guðjón Kr. Benediktsson. Óskar Benedikt Benediktsson HINSTA KVEÐJA Elsku Óskar minn. Ég þakka þér allar okk- ar hamingjusömu og góðu stundir saman. „Mikilmennska er ekki fólgin í því, að framkvæma frábæra hluti og hljóta að- dáun heimsins, mikil- mennska felst í göfugri sál og góðu hjartalagi. Slíkir menn eru salt jarðar.“ Saknaðarkveðjur. Þín elskandi eiginkona, Rannveig (Ransý). 24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018 Elsku maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, GUNNAR H. HAUKSSON, Álfholti 20, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 12. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 20. júlí klukkan 13. Guðrún Björg Einarsdóttir börn og barnabarn Gerða Gunnarsdóttir og systkini hins látna Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN ÓLAFSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, Vogalandi 16, Reykjavík, lést miðvikudaginn 11. júlí. Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 19. júlí klukkan 13. Ásta Þorleifsdóttir Einar Þorleifsson Kristín Þorleifsdóttir Ólafur Ólafsson Björk Þorleifsdóttir Jón Benjamín Einarsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ALBERT GUÐMUNDSSON, Hjarðarholti 2, Selfossi, lést á heimili sínu föstudaginn 13. júlí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 20. júlí klukkan 14. Helga Ásta Jónsdóttir Guðbjörg Hulda Albertsd. Eiríkur Sigurjónsson Jón Valdimar Albertsson Guðný Ósk Pálmadóttir Kristín Alda Albertsdóttir Jón K. Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi, bróðir og vinur okkar, KRISTÓFER SÆMUNDSSON lögregluvarðstjóri, Lyngmóum 12, Garðabæ, lést sunnudaginn 8. júlí. Útförin fer fram í kyrrþey. Fjölskyldan þakkar fyrir þann hlýhug og samúð sem henni hefur verið sýnd. Sigurbjörg Bára Kristófersd. Sigurður Þór Sigurðsson Hildur Þóra Amíra Rut og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Dalbraut 20, lést mánudaginn 16. júlí á hjúkrunar- heimilinu Eir. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR RAGNAR KRISTJÁNSSON, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 10. júlí. Anna Guðmundsdóttir Erla Ragnarsdóttir Fjóla Ragnarsdóttir Erlendur B. Magnússon barnabörn og barnabarnabarn Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.