Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is „Theaster Gates getur verið býsna magnaður. Ég fór einu sinni á fyrirlestur hjá honum í Wales þar sem hann söng um mismunandi gljástig steinsteypu í geðveikislega flottum gospel stíl,“ segir Ragnar Kjartansson myndlistarmað- ur. Listamenn- irnir, sem báðir eru leiðandi í heimi alþjóð- legrar samtíma- listar, ætla að taka tal saman fyrir opnum tjöldum á við- burði með yf- irskriftinni Gjörningar og skúlptúrar, í Listasafni Reykja- víkur fimmtudaginn 23. ágúst. Þar munu þeir ræða um listsköpun sína í tengslum við gjörninga, en báðir eru þekktir fyrir margbrotin verk þar sem gjörningar eru hluti rýmis- og/ eða myndbandsverka eða eru tímabundin inngrip í rými eða samfélag, svo vitnað sé í tilkynn- ingu frá safninu. Lýsingar Ragnars eru ekki al- veg á jafn hástemmdum nótum. Hann þekkir Gates og veit að hann er til margs vís. „Gates er ekki mjög formfastur, þannig að ég lít frekar á samtal okkar sem nokkurs konar skemmtiatriði, svona eins og Eyfa og Stebba kannski,“ segir Ragnar með vís- un í söngdúettinn Eyjólf Krist- jánsson og Stefán Hilmarsson. Að Gjörningum og skúlptúrum standa Listasafn Reykjavíkur og Nasher Sculpture Center í Dall- as. Theaster Gates er handhafi hinna árlegu Nasher-verðlaun- anna í ár og er viðburðurinn hluti af umræðudagskrá stofnunar- innar, sem haldin er á hverju ári á ólíkum stöðum í heiminum. Rokk og ról eins og Gates Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur, stýr- ir samtalinu. Ragnar býst við að hann passi upp á að þeir félagar haldi sig á jörðinni og samtalið verði ekki allt of mikil vitleysa. Spurður hvort þeir Gates hafi eða ætli að undirbúa samtalið svarar hann neitandi. „Gates er ekki þannig gæi að ég þurfi draga fram prúða MR- inginn sem í mér býr til að und- irbúa viðburðinn með honum. Ég ætla bara að þykjast vera kúl, svona rokk og ról eins og hann.“ Aðspurður segir Ragnar að samtalið verði í smekklegri lengd þannig að fólki fari ekki að leið- ast. „Ég býst við að áherslan verði meiri á verk Gates en mín, enda er áhugavert að fá rödd hans inn í íslenska myndlistar- samhengið. Gates er alveg í framlínunni í hinni stóru, amer- ísku rödd myndlistar um þessar mundir. Þar vestra hefur orðið mikil vakning. Listin er óðum að fara út úr þessu gamla hvítu kalla mengi, sem hún hefur lengi verið í. Fjölbreytileikinn í listinni og á söfnunum eykst jafnt og þétt – sem er áhugavert á sama tíma og stjórnvöld eru jafn fá- ránleg og sorgleg og raun ber vitni.“ Ragnar kveðst halda mikið upp á Theaster Gates sem listamann og manneskju. „Við höfum tekið þátt í sömu sýningum og orðið ágætis kunningar á ekrum list- arinnar,“ segir hann og fer nokkrum orðum um manninn og list hans: „Gates er ekki pólitísk málpípa eins né neins, hann er í senn gagnrýninn, lífsglaður og ljóðrænn. Hann er í rauninni „djúpáhugaverður“ í því hvernig hann fjallar um afrísk/amerísku söguna og heimaborg sína Chi- cago þar sem hann er með stúdíó í einu af alræmdustu hverfunum. Öfugt við sögu okkar Íslend- inga, sem alla tíð hefur verið haldið lifandi, hefur saga afrísk/- amerísks fólks í Bandaríkjunum ekki komið almennilega upp á yf- irborðið. Gates hefur nánast þrá- hyggjukenndan áhuga á að varð- veita þá sögu í list sinni og leitar víða fanga. Þótt allt sé á hverf- anda hveli og öllum sé sama, ger- ir hann það á sinn fallega, ljóð- ræna hátt. Hann er fáránlega skemmtilegur í svona samtölum og er með eldmóði sínum fljótur að ná til áheyrenda, enda mun hann hafa ætlað að verða prédik- ari og prestur.“ Ragnar og Theaster Gates eiga margt sameiginlegt í líf og list. Þeir eru af sömu kynslóð, vinna báðir mikið með tónlist og arf- leifðina í verkum sínum þar sem þeir eru oft með miklar sam- félagslegar skírskotanir og eru „ ... börn 20. aldar að reyna að „meika sens“ úr 21. öldinni,“ botnar Ragnar. Góðir kunningjar á ekrum listarinnar  Theaster Gates og Ragnar Kjart- ansson tala saman fyrir opnum tjöldum Áhugaverður Gates fyrir miðju ásamt hljómsveitinni Black Monks, sem stundum spilar undir hjá honum. Ragnar Kjartansson K O M I N Í B Í Ó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.