Morgunblaðið - 19.07.2018, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Áætluð verklok vegna nýbyggingar
Landspítalans við Hringbraut eru
árið 2024 og heildarkostnaður er
áætlaður tæpir 55 milljarðar króna,
án virðisaukaskatts. Þetta kemur
fram í svari Svandísar Svavarsdótt-
ur heilbrigðisráðherra við fyrir-
spurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadótt-
ur, þingmanni Miðflokksins.
Anna Kolbrún spurði m.a.: „Hve-
nær eru áætluð verklok vegna ný-
byggingar Landspítalans við Hring-
braut? Hversu hár er áætlaður
heildarkostnaður?“
Í svari heilbrigðisráðherra við
ofangreindum spurningum segir:
„Áætluð verklok nýbygginga við
Hringbraut, þ.e. meðferðarkjarna,
rannsóknarhúss, bílastæða-, tækni-
og skrifstofuhúss, verða árið 2024.
Kostnaðaráætlanir Nýs Landspít-
ala ohf. (NLSH ohf.) taka tillit til
hönnunar- og framkvæmdakostnað-
ar nýbygginga meðferðarkjarna,
rannsóknarhúss, bílastæða-, tækni-
og skrifstofuhúss. Jafnframt taka
þær tillit til hönnunar- og fram-
kvæmdakostnaðar gatna, veitna,
lóðar, tengiganga, tengibrúa, þyrlu-
palls, bílakjallara við Sóleyjartorg
og tækni- og stoðkerfa húsa, en
einnig til verkeftirlits og kostnaðar
við verkefnisstjórn vegna verkþátt-
anna. Alls er áætlaður kostnaður
við framangreind mannvirki 54.577
millj. kr. án vsk. miðað við 136,5
stiga byggingarvísitölu í janúar
2018.“
Anna Kolbrún spurði heilbrigðis-
ráðherra einnig hver væri uppfærð
áætlun um endurnýjun á gömlu
húsnæði Landspítalans við Hring-
braut og hversu langan tíma væri
áætlað að sú endurbygging tæki.
Svar ráðherra er svohljóðandi: „Í
tengslum við byggingu meðferðar-
kjarna og rannsóknarhúss er áform-
að að ráðast í endurnýjun á núver-
andi húsnæði spítalans við Hring-
braut. Alls er áformað að nýta
áfram um 55.000 m2. Jafnframt þarf
að reisa nýjar stoðbyggingar á lóð-
inni, svo sem vörumiðstöð og flokk-
unarstöð, alls um 4.400 m2.
Ekki hefur verið lagt heildstætt
mat á áætlaðan kostnað við end-
urbæturnar, en Landspítali hefur
lagt fram bráðabirgðamat á áætl-
uðum kostnaði og kostnaði við nauð-
synlegar stoðbyggingar. Áætlunin
hljóðar upp á um 15.300 millj. kr. á
verðlagi í desember 2017. Ekki ligg-
ur fyrir tímaáætlun um fram-
kvæmdirnar, en framkvæmdatím-
inn gæti orðið um fjögur til sex ár.“
Kostnaður er áætlaður
55 milljarðar króna
Verklok vegna nýbyggingar Landspítalans áætluð 2024
Tölvumynd frá NLSH
Nýi Landspítalinn Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að verklok séu
áætluð 2025 og að heildarkostnaður verði tæpir 55 milljarðar án vsk.
RANGE ROVER Sport TDV6
HSE Dynamic
Nýskr. 3/2015, ekinn 33 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð 10.890.000 kr.
Rnr.450012.
JAGUAR E-Pace D180
Nýskr. 1/2018, ekinn 5 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð 7.690.000 kr.
Rnr.450010.
BMWX1 Xdrive20d
Nýskr. 5/2017, ekinn 27 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð 4.990.000 kr.
Rnr.144475.
LAND ROVER Discovery 4 SE
Nýskr. 9/2015, ekinn 64 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð 7.980.000 kr.
Rnr.450009.
JAGUAR - LAND ROVER
Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík
525 6500 / jaguarlandrover.is
Allir bílar semmerktir eru APPROVED hafa farið í gegnum
gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla.
Sjón er sögu ríkari - Komdu í reynsluakstur strax í dag.
NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR
SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
8
9
9
1
LAND ROVER Discovery 4 SE
Nýskr. 2/2016, ekinn 42 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð 7.990.000 kr.
Rnr.103689.
RANGE ROVER Evoque
Autobiography
Nýskr. 1/2017, ekinn 21 þ.km,
dísil, sjálfskiptur
Verð 8.890.000 kr.
Rnr.450002.
RANGE ROVER Sport SDV6
HSE Dynamic
Nýskr. 4/2014, ekinn 72 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð 8.990.000 kr.
Rnr.450011.
LAND ROVER Discovery 5
HSE Lux D240
Nýskr. 5/2017, ekinn 11 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð 13.590.000 kr.
Rnr.450004.
Áslaug Ragnars,
blaðamaður og rithöf-
undur, lést í gærmorg-
un eftir erfið veikindi,
75 ára að aldri. Áslaug
fæddist í Reykjavík 23.
apríl 1943. Hún var
elst fimm systkina,
góðum gáfum gædd og
listhneigð. Foreldrar
hennar voru frú Ólafía
Þorgrímsdóttir fótaað-
gerðafræðingur og
Kjartan Ragnars,
hæstaréttarlögmaður.
og sendifulltrúi í utan-
ríkisþjónustunni. Á
unglingsárum ólst Áslaug því að
töluverðu leyti upp erlendis og bar
þess síðan merki sem heimskona.
Heimkomin hóf Áslaug ung störf
á Morgunblaðinu og var blaðamað-
ur hér um alllanga hríð. Þá gaf hún
sig nokkuð að stjórnmálastörfum,
var í forystu Hvatar, félags sjálf-
stæðiskvenna í Reykjavík, og vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyr-
ir Reykjavík 1974-78.
Áslaug ritaði tvær skáldsögur,
Haustviku og Sylvíu, sem hlutu
góðar viðtökur. Hún annaðist einn-
ig margvíslega þáttagerð fyrir út-
varp og sjónvarp. Eftir hana liggja
ýmis rit, þar á meðal
vinsæl matreiðslubók,
Maturinn hennar
mömmu, um íslenskan
heimilismat. Áslaug
starfaði síðar fyrir
ýmsa aðra fjölmiðla,
svo sem Tímann og
Dag, en hin síðari ár
fékkst hún við ýmis
ritstörf, þýðingar og
útgáfu.
Hér á Morgun-
blaðinu kynntist hún
Magnúsi Þórðarsyni,
síðar upplýsingafull-
trúa Atlantshafs-
bandalagsins. Þau gengu í hjóna-
band 1964 og eignuðust synina
Andrés, blaðamann á Englandi, og
Kjartan, fyrrverandi borgarfull-
trúa, sem báðir voru blaðamenn
Morgunblaðsins um nokkurt skeið.
Þau Magnús skildu, en hún giftist
tvisvar aftur, fyrst sr. Jóni Ísleifs-
syni og síðar dr. Aðalsteini heitnum
Emilssyni lífefnafræðingi. Þau
skildu einnig.
Morgunblaðið þakkar Áslaugu
Ragnars fyrir samfylgdina, farsæl
störf og vináttu, og sendir sonum
hennar og öðrum ástvinum inni-
legar samúðarkveðjur.
Áslaug Ragnars
Andlát
Atvinna