Morgunblaðið - 19.07.2018, Side 16

Morgunblaðið - 19.07.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. U Sumarútsalan hafin í Kaiu Opið virka daga kl. 11-18, lokað laugardaga í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 30-70%af öllum vörum Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Ég lít svo á að nú sé sveppatíminn skollinn á. Jibbí!“ Þetta segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands (NÍ) á Akureyri, á Facebook-síðu sinni. Morgunblaðið hafði samband við hana til að spyrja hvort með þessu væri búið að gefa það út að sveppatínslutíminn væri formlega byrjaður. „Það er alltaf gott að byrja snemma að tína matsveppi, það er aldrei að vita hvenær kemur næturfrost, og það er best að ná þeim þegar þeir eru nýsprottnir, því að sveppamýið kemur og verpir í sveppaldinið og þá verða þeir fljótt maðkétnir,“ segir Guðríður Gyða. Af nýjungum og óvenjulegum sveppum kvaðst hún hafa fengið senda jarðtungu, en hún innir fólk gjarnan eftir skemmtilegum sveppum sem það finnur. „Það er svartur sveppur sem er eins og kylfa sem stendur upp úr grasinu. Ég held ég hafi sjálf ekki séð hann úti í náttúrunni, hann er annaðhvort sjaldgæfur eða fólk tekur ekki oft eftir honum.“ Um matsveppi segir hún að hún mæli með því að fólk skeri svepphattinn á matsveppum til að gá að möðkum, sérstaklega kúalubbann, sem vex með birki, þar sem mýið á auðvelt með að verpa í hann. Lerkisveppur ætti að vera gulleit- ur að neðan en verður rauðleitari ef mikið af sveppamýi hefur verpt í hann. „Lerkisveppur er líklega algengari hérna fyr- ir norðan, þar sem minna er af lerki fyrir sunn- an. Hann fannst á Siglufirði um þarsíðustu helgi. Furusveppur ætti að vera algengur fyrir sunnan, en hann og kóngsveppurinn koma að- eins seinna,“ segir Guðríður Gyða. Hún hafi frétt af furusveppnum í nágrenni Reykjavíkur nýlega, en t.d. Heiðmörk, skóg- ræktin við Mógilsá og Hólmsheiði séu líklegir staðir til að finna sveppi á höfuðborgarsvæðinu. Hún hvetur fólk til að greina matsveppina vel, því ekki séu allir sveppir ætir. „Að tína sveppi er prýðisaðferð til að njóta náttúrunnar og átta sig á tengslum umhverf- isins. Það er gaman að skoða, teikna eða ljós- mynda þá, þeir geta verið fallegir og skemmti- legir þó að þeir séu alls ekki allir ætir. Sveppatínsla er skemmtilegt tómstunda- gaman.“ Sveppatíminn er skollinn á Morgunblaðið/Golli Ólíkir sveppir Sjaldgæf jarðtunga og algengur gulltoppur en báðir óætir.  Kúalubbi, lerkisveppur og furusveppur skjóta upp kollinum  Betra að ná mat- sveppum á undan sveppamýinu  Sveppatínsla er prýðileg náttúruskoðun Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við gerum ráð fyrir því að taka þátt í þessu útboði enda séð um þessar siglingar undanfarin ár,“ segir Gunnlaugur Grettisson, fram- kvæmdastjóri Sæferða, um útboð á vegum Vegagerðarinnar. Þar er ósk- að eftir tilboðum í siglingar með fólk og vörur á Breiðafirði næstu fjögur árin. Frestur til að senda inn tilboð rennur út um næstu mánaðamót. Ólíkt ferjuleiðum annars staðar á landinu þarf sá sem sér um siglingar á Breiðafirði að leggja til skip. „Ríkið sér ekki um að leggja til skip eins og tíðkast í öðrum lands- hlutum. Tilboðið sem lagt er inn þarf því að taka mið af bæði kostnaði vegna reksturs og skipsins sjálfs,“ segir Gunnlaugur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur enginn lagt inn tilboð í verkið. Þá óttast Vegagerðin að fáir muni taka þátt í útboðinu, sem geri það að verkum að borga þurfi meira fyrir þjónustuna en áður. Aðspurður segist Gunnlaugur ekki vita til þess að aðrir en Sæferðir hafi sýnt útboð- inu áhuga.„Það er auðvitað ekki hver sem er sem getur lagt til skip. Við eigum auðvitað skipið, Baldur, sem er í notkun á þessari leið og við vonumst til að halda áfram að nýta það í þetta verkefni,“ segir Gunn- laugur og bætir við að vel komi til greina að sigla áfram á Breiðafirði jafnvel þó að Sæferðir verði ekki hlutskarpastar í útboðinu. „Við myndum alveg skoða það að sigla á firðinum þó að aðrir fengju þetta. Til að reka svona verkefni á heilsársgrunni er hins vegar al- gjörlega nauðsynlegt að vera með umboð frá ríkinu,“ segir hann. Ólíklegt að marg- ir leggi inn tilboð  Sæferðir vilja áfram sjá um verkið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Baldur Skip Sæferða siglir nú með fólk og vörur á Breiðafirði. Björgólfur Jó- hannsson, for- stjóri Icelandair Group, segir markmiðið með nýjum breyt- ingum á skipu- lagi félagsins vera að skerpa á áherslum í sölu- og markaðs- málum og þjón- ustu við viðskiptavini. Félagið kynnti í gær nýtt svið, Þjónustuupplifun, sem mun taka við þáttum sem snúa að þjónustu- upplifun viðskiptavina Icelandair. Birna Ósk Einarsdóttir, sem gekk til liðs við félagið í ársbyrjun sem framkvæmdastjóri stefnumót- unar- og viðskiptaþróunarsviðs, verður framkvæmdastjóri sviðsins. Við breytingarnar fækkar um eina stöðu hjá félaginu, en starf- semi sölu- og markaðssviðs Ice- landair og starfsemi Icelandair Cargo munu heyra undir einn framkvæmdastjóra. Skerpt á áherslum í sölumálum Björgólfur Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.