Morgunblaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 34
G
uðlaug Kristbjörg Krist-
insdóttir fæddist 19.
júlí 1978 á Landspít-
alanum í Reykjavík.
Hún ólst upp á Eski-
firði og gekk í Grunnskóla Eski-
fjarðar.
Hún flutti frá Eskifirði til Reykja-
víkur til að stunda nám í Verzl-
unarskóla Íslands 16 ára gömul og
útskrifaðist af stærðfræðibraut
1998. Á sumrin rak hún bygginga-
vöruverslunina Nýjung ásamt föður
sínum á Eskifirði meðan hún var í
náminu í Verzlunarskólanum.
„Eftir stúdentsprófið fékk ég inn-
göngu í New York University og var
boðið að fara til Flórens á Ítalíu
fyrsta árið. Þó svo að ég hafi stefnt á
að fara í viðskipta- og fjármálafræði
endaði ég að fókusa á sögu og list
þetta ár í Flórens.“
Guðlaug Kristinsdóttir, framkvæmdastj. og stjórnarform. – 40 ára
Fjölskyldan Guðlaug ásamt sonunum Kristni Sturlu og Stíg Loga á heimili þeirra í Vesturbænum í Reykjavík.
Móðurhlutverkið
er aðalhlutverkið
Systur Guðlaug (t.h.) og Lára staddar í laxveiði í Hítará, en skriðan í Hítar-
dal féll aðeins ofar en þar sem þær eru á myndinni.
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018
Sindri Sindrasonsjónvarpsmaður erfertugur í dag.
Hann fagnar líka fimm
ára starfsafmæli sem
fréttaþulur. „Það var
alltaf á stefnuskránni að
lesa fréttir fyrir 35 ára
aldurinn en svo skemmti-
lega vill til að ég er
fæddur á slaginu 18.30.
Fyrir fimm árum leyfði
Freyr Einarsson, þáver-
andi fréttastjóri, mér að
lesa fréttir kl. 18.30 og
þar með náði ég mark-
miði mínu, 35 ára upp á
mínútu,“ segir Sindri,
sem virðist halda meira
upp á starfsafmælið en
stórafmælið sjálft.
Að vera fréttaþulur
var á óskalistanum hjá
Sindra frá barnsaldri.
„Þegar ég var tíu ára
æfði ég mig við hliðina á
sjónvarpinu með útskorinn kassa og neyddi foreldra mína til að
horfa. Þetta var það eina sem ég vildi gera,“ segir Sindri. Hann
sótti sér BA-gráðu í fjölmiðlafræði frá American University í Búlg-
aríu árið 2003. Hann vann hjá Viðskiptablaðinu um hríð en hefur
verið á Stöð 2 síðan 2004, með viðkomu hjá Baugi 2006-2007.
„Ég hef alltaf elskað Stöð 2. Ég held að þeir verði að henda mér
út ef ég á að hætta,“ segir Sindri. „Ég les kvöldfréttir í sjónvarpi
tvisvar í viku að meðaltali. Annars er ég að undirbúa aðra þátta-
röð af Fósturbörnum fyrir haustið, enn eina þáttaröðina af Heim-
sókn fyrir febrúar og svo heldur Ísland í dag auðvitað áfram frá
og með miðjum ágúst.“
Sindri tekur fertugsáfanganum fagnandi. „Ég er ekki einn
þeirra sem hryllir við að eldast. Maður er frekar bara þakklátur
fyrir hvert ár sem maður nær. Tíminn líður brjálæðislega hratt
enda eru bráðum tíu ár frá því maður dó,“ segir Sindri og hlær
við. „Ég er bara glaður með lífið og tilveruna. Vona bara að ég
verði jafnheppinn næstu fjörutíu ár eins og ég hef verið hingað
til.“
Sindri er giftur Alberti Leó Haagensen verkfræðingi og saman
eiga þeir dótturina Emilíu Katrínu.
Fertugur Fagnar starfsafmæli um leið.
„Bráðum tíu ár frá
því maður dó“
Sindri Sindrason er fertugur í dag
Ársól Margrét Árnadóttir á 90 ára
afmæli í dag. Hún er fædd og uppal-
in í Reyjavík og hefur búið þar alla
tíð. Hún er klæðskeramenntuð frá
Iðnskólanum og vann í nokkur ár í
Últíma áður en hún giftist. Eig-
inmaður hennar var Björn Sigurðs-
son, en hann lést 2008. Þau eign-
uðust fjögur börn: Margréti, sem er
látin, Sigurð, Ólafíu og Sólveigu.
Barnabörn eru 12 og barna-
barnabörn 12.
Vinum og vandamönnum er boðið að
fagna deginum með Ársól í salnum í
Árskógum 6-8 kl. 16-18.30. Blóm og
gjafir eru afþakkaðar. Afmælisbarnið
vonast til að sjá sem flesta.
Árnað heilla
90 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is