Morgunblaðið - 19.07.2018, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018
Hlátur hennar er
það fyrsta sem
kemur upp í hugann
þegar ég hugsa um
Sossu. Þessi ótrú-
lega innilegi, kraftmikli og
skemmtilegi hlátur sem hreif alla
með sér. Ég man hvað ég óskaði
þess að ég gæti hlegið eins og
hún. Hlegið jafninnilega og
Sossa. Og ég man hvað mér
fannst hún flott. Ég var nefnilega
svo heppin að vera umkringd frá-
bærum kvenfyrirmyndum í æsku
og Sossa var svo sannarlega ein
af þeim. Við Heiða urðum vin-
konur þegar ég var fjögurra ára
gömul og Heiðargerði 28 varð
fljótlega mitt annað heimili.
Sossa setti því mark sitt á líf mitt
og hver ég er í dag. Hún sýndi
mér og okkur vinkonunum að
konur geta allt. Það er ekkert því
til fyrirstöðu að drífa sig í nám og
verða farsæll framhaldsskóla-
kennari meðfram því að reka
heimili. Hún sýndi okkur að ekk-
ert er ómögulegt. Þetta vega-
nesti fékk ég út í lífið frá Sossu,
mömmu og öðrum ótrúlega góð-
um konum í kringum mig og fyrir
það verð ég ævinlega þakklát.
Takk elsku Sossa fyrir allt,
takk fyrir alla hlýjuna, leiðsögn-
ina og vináttuna.
Elskulegasta Heiða mín,
Kiddi, Kiddi litli og fjölskyldur.
Missir ykkar er mikill og hugur
minn er hjá ykkur.
Gunnhildur.
Allt frá barnæsku hefur Sossa
verið fastur punktur í okkar til-
veru. Hún og mamma voru perlu-
vinkonur frá unga aldri og gengu
saman fram hjá helstu vörðum
lífsins. Við vorum þeirrar gæfu
aðnjótandi að fljóta með hluta af
leið og getum vart þakkað henni
nægjanlega fyrir samveruna og
vináttuna.
Við fundum það öll fljótt af
hverju mamma fann í Sossu sinn
besta vin. Hún var nefnilega
gædd dýrmætasta mannkostin-
um af þeim öllum – hún vakti hjá
fólki gleði – mikið var hún
skemmtileg. Það fór ekki milli
mála þegar Sossa var mætt í
heimsókn. Með sinni sterku rödd
heilsaði hún hátt og snjallt og
knús fylgdi yfirleitt í kjölfarið.
Mamma og hún hlógu tímunum
saman að öllu mögulegu og hún
var alltaf til staðar þegar á bját-
aði. Sossa var opin og félagslynd,
eilítill grallari, kát og skemmti-
leg og síðast en ekki síst leift-
urskörp.
Hjólaferð um Frakkland árið
2014 er okkur systrunum sér-
staklega minnisstæð og lýsandi
fyrir Sossu. Þar fékk hún okkur
ósjaldan til að skella upp úr með
skemmtilegum sögum eða uppá-
tækjum. Við vorum varla lentar í
París þegar hún var byrjuð að
blanda geði við heimamenn –
„Bonjour“ ómaði gleðilega frá
henni á vellinum af mikilli inn-
lifun. Í ferðinni áttu hjóladagarn-
ir það til að lengjast enda vegv-
ísarnir fáir og við vorum oft hálf
einar í heiminum. Sossa var þá
auðvitað óhrædd við að spjalla
við vegfarendur og spyrja til veg-
ar. Hún kom okkur stundum í
ógöngur með ofurtrú á frönsku-
kunnáttu sinni því einhvern veg-
inn sneri hún alltaf til baka með
þau skilaboð að við ættum að fara
til vinstri eða „à gauche“. Króka-
leiðirnar hjá okkur urðu þá oft
ansi margar en við komumst nú
alltaf á leiðarenda að lokum.
Mikið var þetta skemmtileg ferð.
Soffía
Magnúsdóttir
✝ Soffía Magn-úsdóttir fædd-
ist 19. apríl 1952.
Hún lést 30. júní
2018. Útför hennar
fór fram 16. júlí
2018.
Stuttu seinna
dundu veikindi
hennar yfir og
gleðin dofnaði. Úr
fjarlægð fylgdumst
við með aðstand-
endum hennar sýna
fádæma styrk og
umvefja hana ást og
kærleika. Veikindin
hafa nú tekið hana
frá okkur og við
sendum aðstand-
endum hennar innilegar samúð-
arkveðjur.
Það hefur oft verið sagt um
sanna vini að þá sé erfitt að finna,
erfitt að kveðja en ómögulegt að
gleyma. Nú ert þú komin hlæj-
andi á leiðarenda í síðasta sinn,
Sossa okkar. Framtíðarsýnin er
önnur án þín en við skulum halda
gleðinni áfram og reyna að fylla í
skarðið fyrir mömmu. Þannig
munum við heiðra þig og minnast
þín. Minningin um hlýja og stór-
merkilega konu mun lifa áfram.
Takk fyrir gleðina og góða
ferð, elsku vinkona.
Ágúst, Þuríður,
Arna og Vilhjálmur.
Kær vinkona okkar er fallin
frá eftir erfið veikindi í vel á
fjórða ár.
Eftir situr minningin um
hlýja, skemmtilega og vel gefna
konu. Vinkonu sem var einstakur
gestgjafi sem og góður gestur að
fá í hús og hrífandi ferðafélagi.
Aldrei skorti hana umræðuefni
og áhugamálin voru víðfeðm.
Hún fylgdist vel með bókmennt-
um, listum og menningu, sem og
því sem var að gerast innanlands
og utan hverju sinni. Vinkona
okkar hafði ákveðnar skoðanir og
tjáði þær af yfirvegun og festu, ef
svo bar undir, en hún átti líka
gott með að hlusta á og meta
andstæð viðhorf. Hún var í senn
hrifnæm og raunsæ. Allir sem
kynntust henni fengu að njóta
hvellandi hlátursins, glitrandi
augnaráðsins og brossins sem
aldrei virtist fara af andliti henn-
ar.
Sossa bjó yfir einstökum
krafti. Eftir að hún og Kiddi vin-
ur okkar stofnuðu heimili og
Heiða og Kiddi fæddust ákvað
hún að ljúka stúdentsprófi, dreif
sig síðan að taka gráðu í íslensku
í Háskólanum og hóf að miðla
þekkingu sinni í einum virtasta
framhaldsskóla landsins. Allt
þetta gerði hún eins og ekkert
væri sjálfsagðara.
Þegar Sossa eignaðist sitt
fyrsta barnabarn þá var hún
spurð hvernig henni liði. Við
gleymum aldrei svarinu þegar
hún sagði: „Það sem breyttist er
að hjarta mitt hefur stækkað.“
Ekki var hægt að orða það betur.
Hún sá líka vel um sitt fólk, þar
til heilsan tók að gefa sig og
henni varð það um megn.
Fyrir um fjórum árum fór að
bera á sjúkdómi Sossu og það má
segja að sjúkdómurinn hafi yf-
irtekið líf hennar síðustu þrjú og
hálfa árið. Það var afar sárt að
fylgjast úr fjarlægð með þrauta-
göngu hennar og hve sjúkdóm-
urinn reyndi á hennar nánustu.
Við vottum Kidda vini okkar,
Heiðu og Kidda yngri og fjöl-
skyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúð. Það er sárt að sjá á
eftir svo vandaðri manneskju, en
minningarnar um hana eru bjart-
ar.
Anna og Goði,
Ásdís Rósa og Kristján,
Carla og Erlendur.
Ég var svo heppin að eiga
Soffíu Magnúsdóttur fyrir vin-
konu til margra ára.
Í eldhúsinu mínu er ljósmynd
af tveimur skælbrosandi konum
einhvers staðar í íslenskri nátt-
úru. Þær eru kappklæddar en
láta veðrið ekki aftra sér frá því
að njóta íslenska sumarsins í
óbyggðum. Ég staldra mikið við
myndina þessa dagana því nú er
elsku vinkona mín öll.
Kynni okkar hófust fyrir
nokkrum áratugum þegar við
hófum kennslu í Verzlunarskól-
anum. Við náðum strax vel sam-
an og urðum góðar vinkonur.
Stuttu síðar tókum við að okkur
að kenna á sumarnámskeiðum
fyrir Norðurlandabúa í Norræna
húsinu. Okkur lét ákaflega vel að
vinna saman og aðdáun mín á
Soffíu sem kennara var einlæg.
Hún var einstaklega skapandi og
gefandi, næm á líðan nemenda
sinna og umhyggjusöm í þeirra
garð.
Svo aftur sé vitnað í myndina
góðu, tókum við upp þann sið
ásamt eiginmönnum okkar að
ferðast um Ísland á sumri hverju
með tjald, nesti og nýja skó. Við
þræddum annes og hálendi.
Tjölduðum í náttúrrunni á stöð-
um sem við höfðum út af fyrir
okkur. Elduðum góðan mat og
höfðum það skemmtilegt saman,
ræddum um alla heima og geima,
fífluðumst, dönsuðum og nutum
náttúrunnar. Oft vorum við bún-
ar að lesa okkur til um svæðin
sem við heimsóttum og bók-
menntir þeim tengdar. Þannig
lásum við aftur Svartfugl eftir
Gunnar Gunnarsson fyrir ferðina
á Vestfirði. Þegar við gengum út
að Sjöundá endursögðum við eig-
inmönnum okkar bókina og hin
magnaða saga varð ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum.
Tíminn er sannarlega dýr-
mætur og allar góðu minningarn-
ar um elsku Soffíu mína munu
ávallt lifa með mér. Hún átti auð-
velt með að hrífa fólk með sér og
var eingöngu búin góðum mann-
kostum sem erfitt er að lýsa með
fátæklegum orðum. Þegar ég sé
hana fyrir mér kemur upp mynd
af einstaklega ljúfri og skemmti-
legri persónu með góða kímni-
gáfu og þetta kankvísa blik í aug-
unum sem ég kunni svo vel að
meta. Hún auðgaði líf allra sem
kynntust henni því það streymdi
frá henni mikil hlýja til þeirra
sem í kringum hana voru, hvort
sem það voru fjölskylda, vinir,
samstarfsmenn eða nemendur.
Hún dæmdi ekki aðra heldur var
alltaf reiðubúin að veita aðstoð
þeim sem þurftu á henni að
halda. Hún var góð manneskja,
glaðlynd, jákvæð og einstaklega
lifandi og skemmtileg. Hún hafði
afar góða frásagnargáfu og kunni
manna best þá list að segja þá út-
gáfu af sögunni sem var
skemmtilegust og vakti mesta
kátínu viðstaddra. Við vorum
aldrei í vandræðum með um-
ræðuefni þegar við hittumst og
öll samskipti ánægjuleg.
Soffía hafði mikinn áhuga á
bókmenntum og var sílesandi,
gjarnan með margar bækur í
takinu í einu. Margar umræðurn-
ar við eldhúsborðið fóru í að
ræða bækur og fyrir tólf árum
stofnuðum við ásamt nokkrum
öðrum Verzlókennurum bóka-
klúbb í stofunni hjá Soffíu. Stórt
skarð er höggvið í klúbbinn okk-
ar.
Það er dýrmætt að eiga góða
vini. Við veljum vini okkar, deil-
um með þeim gleði og sorgum.
Góðir vinir eru gulls ígildi og
þannig vinkona var Soffía. Það er
með miklum trega í hjarta að ég
kveð vinkonu mína. Við Her-
mann vottum fjölskyldunni okk-
ar dýpstu samúð.
Bertha S. Sigurðardóttir.
Fljótlega eftir að Soffía kom
til okkar í íslenskudeildina fór ég
að kalla hana í gamni Áróðurs-
meistarann. Ástæðan var sú
hversu vel henni gekk að sann-
færa okkur um að við þyrftum að
breyta um áherslur. Venjulega
hafði hún líka rétt fyrir sér og
fyrr en varði höfðum við dustað
rykið af gömlu kennsluefni og
útbúið nýtt. Hún beitti sér af
alefli fyrir því að skólinn hæfi
markvissa kennslu í tjáningu og
hann býr enn að því frumkvæði
hennar. Soffía var móðurmáls-
kennari af hugsjón, ódeig við að
greina kjarnann frá hisminu og
ávann sér vinsældir og hylli jafnt
nemenda sem starfsmanna
Verzlunarskólans.
Það var alltaf bjart yfir Soffíu
og hún var í senn hugprúð og
háttvís. Aldrei heyrði ég hana
hallmæla okkrum manni. Sam-
starf okkar tveggja var farsælt
og einlægt og okkur var gjarnt
að slá á létta strengi jafnt innan
skólans sem utan. Mér fannst ég
hafa auðgast er ég fann að í
henni átti ég sannan vin og æv-
inlega þegar mikið stóð til heima
hjá mér var hún mætt með hvers
kyns góðgæti sem hæfði tilefninu
hverju sinni.
Les-píuhópurinn svokallaði
varð til á fallegu heimili þeirra
Kristins í Heiðargerðinu fyrir
um það bil 15 árum. Þá bauð hún
upp á kavíar og kampavín og svo
var ákveðið að lesa bækur. Við
vorum sjö og skiptumst á að
halda fundi, sem ævinlega hófust
með matarveislu og höfðu á sér
menningarlegt yfirbragð þótt
stundum slægi í brýnu og konur
yrðu hjartanlega ósammála.
Sannfæringarkrafturinn sem
Soffía beitti í íslenskudeildinni
kom að góðum notum þegar
henni fannst sumar hálfvolgar í
skoðunum eða jafnvel fara með
fleipur!
Það var skarð fyrir skildi þeg-
ar Soffía treysti sér ekki lengur á
les-píufundina vegna alvarlegra
veikinda. Við fengum iðulega af
henni fréttir og vonuðum í ein-
lægni að henni auðnaðist að ná
bata og koma aftur í hópinn til
okkar. Sú von varð að engu þeg-
ar við fengum þá sorgarfrétt að
hún væri öll. Við kveðjum hana
með þökk fyrir ómetanlega sam-
veru og óskum henni fararheilla
með ljóðinu Náttmyrkrið eftir
Sigurð Pálsson.
Treystu náttmyrkrinu
fyrir ferð þinni
heitu ástríku
náttmyrkrinu.
Þá verður ferð þín
full af birtu
frá fyrstu línu
til þeirrar síðustu.
Guðrún Egilson.
Oft er fortíðin hulin þoku. Líf-
ið rennur fram og amstur dag-
anna ræður för. Þegar kveðja
skal einstakan vin er tilefni til að
staldra við, horfa yfir farinn veg
og ýta hulunni til hliðar. Mynd-
irnar sem birtast af Sossu eru
skýrar og heilar þótt þær liggi
djúpt í kistli minninganna.
Við Sossa kynntumst fyrst á 8.
áratuginum sem flugfreyjur hjá
Flugfélagi Íslands og það var til-
hlökkunarefni að lenda í áhöfn
með henni. Ég var svo heppin að
það gerðist oft. Við í rauðum ein-
kennisbúningi með hatta, slæður
og allt. Hún hlý, glaðleg og nær-
gætin við nýliðann, mig. Hún
spurði mig oft áhugasöm um nám
mitt í íslensku. Það voru ekki
orðin tóm, hana sjálfa dreymdi
um að læra fagið og það gerði
hún.
Áratug síðar lágu leiðir okkar
aftur saman í Árnagarði þar sem
Sossa var komin á kaf í íslensk
fræði. Það urðu fagnaðarfundir.
Við deildum aðdáun á málinu og
bókmenntunum og ekki leið á
löngu áður en við stofnuðum les-
hring. Þar lásum við allar Íslend-
ingasögurnar og tókum í það
nokkur ár. Sátum saman nokkr-
ar vinkonur og lásum upphátt
hver fyrir aðra þessa gömlu texta
og veltum þeim fyrir okkur.
Sumum fannst það skrítið en
okkur þótti það ofsalega gaman.
Sossa lauk BA-prófi í íslensku
og meistaragráðu kennara og var
ráðin sem íslenskukennari í
Versló, gamla skólanum sínum.
Á þessu skeiði vorum við nánar
og áttum margar góðar stundir
þar sem lagt var á ráðin um
kennslufræðilegar brellur til að
vekja áhuga nemenda. Af þessu
lærðum við mikið. Við styrktum
hvor aðra með því að miðla hug-
myndum, aðferðum og reynslu.
Sossa var afburðakennari. Hún
hafði brennandi áhuga og miðlaði
honum til nemenda sinna. Hún
leiddi þá gegnum töfra bók-
menntanna, benti á hvar þyrfti
að lesa milli lína og góna inn í
hina myrkari kima gömlu text-
anna sem eru mörgum nútíma-
manninum vandrataður vegur.
Gleði og hlátur voru henni leið-
arljós í kennarastarfinu en hún
var líka afar næm á að finna ef
eitthvað bjátaði á. Þá reyndist
hún nemendum sínum vel. Þeir
nutu nærgætni hennar og hlýju.
Ef henni datt í hug að hún gæti
veitt þeim styrk þótt það næði út
fyrir stundatöfluna þá gerði hún
það.
Við vinir Sossu, sem eftir sitj-
um nú vanmegnug og sorgmædd,
kunnum öll ótal sögur af ein-
stakri vinkonu. Hún var gleði-
gjafi, hláturmild og oft ærslafull.
Hún var örlát og ósérhlífin og
þess nutum við ómælt. Hún kom,
sagði og gerði allt þetta rétta
þegar á móti blés í lífi okkar.
Trú, von og kærleikur eru lyk-
ilþættir í lífinu. Sossa átti allt
þetta. Hún var umvafin kærleik
fjölskyldu sinnar og vina. Hún
leitaði sér styrks í trú og þegar
hún veiktist alvarlega fyrir
nokkrum árum lifði vonin um
bata lengi, en vonin brást. Vilji
guð láta mann lifa verður hann
að leggja manni nokkuð til, er
haft eftir gamalli konu en án von-
ar er ekkert líf. Nú er Sossa end-
anlega horfin á braut en eftir lifa
fallegar minningar um einstaka
konu sem lagði mikið af mörkum.
Elsku Kiddi, Magnús afi,
Heiða, Kiddi yngri og fjölskyld-
ur. Við Dagur færum ykkur okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum góðan guð að styrkja
ykkur í sorginni.
Guðlaug Guðmundsdóttir.
Þegar við kveðjum okkar
kæru vinkonu sem hefur leikið
með okkur golf í rúman áratug er
þakklæti og hlýja efst í huga.
Sossa hafði ljúfa og þægilega
nærveru, var alltaf hress og kát
og náði vel til allra í hópnum.
Golfhópurinn hittist vikulega yfir
sumarið til að spila golf og eiga
frábærar samverustundir í kjöl-
farið. Þá höfum við einnig farið í
nokkrar golfferðir til útlanda
sem allar hafa verið stórkostleg-
ar og ýmislegt gerst. Það sem er
þó minnisstæðast er að í einni af
ferðum okkar til Spánar kom
Sossa með gamlan pútter frá St.
Andrews sem hún gaf hópnum.
Þetta reyndist vera forláta grip-
ur og til margs nytsamlegur.
Augljóslega er hægt að pútta
með honum en það sem vakti
mesta lukku er leynihólf sem
inniheldur lítinn viskípela. Síðast
en ekki síst má nota hann sem
göngustaf ef sjússarnir verða of
margir. Hún kom því á að halda
púttmót einu sinni á sumri og
sigurvegari þess fengi St. And-
rews-pútterinn til varðveislu í
eitt ár. Við höfum haldið nokkur
mót og kallað þau „Sossu pútter-
inn“ og munum við halda áfram
að keppa um pútterinn í minn-
ingu hennar. Við þökkum sam-
fylgdina og sendum Kidda og
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur. Hvíl í friði, elsku Sossa,
þín verður sárt saknað.
Anna, Björg, Kristbjörg,
Sigríður, Vigdís,
golfhópnum Nalúk.
Við, samstarfsfólk Soffíu
Magnúsdóttur í íslenskudeild
Verzlunarskóla Íslands, viljum
minnast hennar í fáeinum orðum.
Hún kveður okkur langt um ald-
ur fram og harmur býr í hjarta.
Soffía byrjaði að kenna við
skólann fyrir rúmum tuttugu ár-
um og við fundum strax að okkur
hafði bæst góður og áhugasamur
liðsmaður. Kennsluhættir og
kennsluefni hafði verið í býsna
föstum skorðum í deildinni um
alllangt skeið en Soffía var nýj-
ungagjörn og vildi taka upp ýmis
nýmæli eins og aukna kennslu í
framsögn og tjáningu. Það var
gert og mæltist vel fyrir meðal
nemenda. Soffía vildi einnig sýna
nemendum eitt og annað sem
væri áhugavert utan kennslu-
stofunnar og einn þáttur í því
voru gönguferðir á skáldaslóðir í
Reykjavík þar sem ljóð skáld-
anna voru lesin á viðeigandi stöð-
um. Hún lét sér annt um nem-
endur og brann af eldmóði. Soffía
var mjög næm og ekkert mann-
legt var henni óviðkomandi. Í
augum margra yngri kennara
var hún sterk og áhrifamikil fyr-
irmynd, einatt glöð og brosmild.
Hún talaði um gildi þess að sá
fræjum í huga nemenda, hvort
sem það sneri að náminu sjálfu
eða hugleiðingum um lífið og til-
veruna. Soffía var sjálf ljóðelsk
og átti auðvelt með að opna augu
nemenda sinna fyrir gildi ljóða.
Það duldist manni ekki að hún
tók starf sitt alvarlega og gekk
að því heils hugar enda uppskar
hún samkvæmt því.
Við minnumst þess með þakk-
læti hve vel Soffía tók á móti okk-
ur á sínu fallega heimili þegar við
héldum þar fundi starfsins vegna
sem oft bar við. Hún naut þess að
taka á móti gestum sínum og þeir
skynjuðu hlýju og sanna vináttu í
móttökum hennar og fasi. Mikill
metnaður einkenndi vinkonu
okkar og um góðvild hennar og
mannkosti efaðist enginn.
Við, samkennarar Soffíu og fé-
lagar, vottum aðstandendum
hennar okkar dýpstu og innileg-
ustu samúð.
Fyrir hönd íslenskukennara:
Guðrún Ingibjörg
Karlsdóttir.
Það var þungbært að fregna
að Soffía Magnúsdóttir væri látin
svo langt fyrir aldur fram. Eng-
inn sá það fyrir þegar hún hætti
störfum fyrir fimm árum til þess
að hafa meiri tíma fyrir sjálfa sig
og fjölskylduna sem skipti hana
mestu máli. Það var strax mikil
eftirsjá að Soffíu á kennarastof-
unni þar sem Soffía naut sín vel
enda hafði hún góðan húmor og
alltaf stutt í brosið og hláturinn.
Það var gaman að vinna með
Soffíu og hún reyndist mér ein-
staklega vel þegar ég hóf
kennsluferil minn við skólann.
Það var alltaf gott að leita til
hennar og ræða við hana um
kennsluna eða bara hvað sem
var. Hún var fús að deila upplifun
sinni á því sem hún var sjálf að
gera í kennslustofunni og deildi
óhikað því hvernig síðasta
kennslustund hafði gengið fyrir
sig og oftast var hláturinn ekki
langt undan. Hún virtist alltaf
geta séð broslega hlið á þeim að-
stæðum sem upp komu og naut
þess að prófa eitthvað nýtt í
kennslustofunni.
Soffía hafði alla eiginleika sem
prýða góðan kennara. Hún bar
mikla virðingu fyrir starfi sínu og
var einlæglega alltaf að leita
leiða til þess að gera hlutina
öðruvísi og betur með hag nem-
enda að leiðarljósi. Hún var
skapandi í sinni kennslu og nem-
endur hennar nutu þess að vera
með kennara sem gat sífellt kom-
ið þeim á óvart í kennslustofunni.
Hún gaf mikið af sér í kennslunni
og var að sama skapi dáður kenn-
ari sem nemendur báru mikla
virðingu fyrir.
Við erum þakklát fyrir þau ár
sem Soffía starfaði við skólann
og sendum samúðarkveðjur til
fjölskyldu hennar.
Fyrir hönd Verzlunarskólans,
Þorkell H. Diego,
yfirkennari.
Fleiri minningargreinar
um Soffíu Magnúsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.