Morgunblaðið - 19.07.2018, Side 15

Morgunblaðið - 19.07.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018 Sjónmælingar eru okkar fag Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Plokk-in er forrit í þróun sem hefur það að markmiði að auðvelda þeim sem plokka vinnuna og gera hana skil- virkari. Plokk hefur notið aukinna vin- sælda hérlendis síðustu misseri, en það snýst um að tína upp rusl á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað. Guolin Fang vinnur að verkefninu ásamt þeim Tinnu Þuríði Sigurðar- dóttur, Þorgeiri Sigurðssyni og Stef- áni Þorvarðarsyni. „Fólk sem sér rusl í náttúrunni getur skráð það inn í for- ritið og svo geta þau sem plokka séð hvar mest þörf er á að tína rusl og farið að plokka á þeim svæðum sem mest hefur verið skráð að þurfi á plokki að halda,“ segir Guolin. Forritið mun finna út fyrir hvert og eitt hvaða leið er hentugust og skilar mestu plokki. „Til dæmis ef ég er á hjóli, í farþegasæti í bíl eða strætó og ég sé rusl einhvers staðar en hef ekki endilega tíma og tól til að tína strax get ég merkt inn á kortið hvar er rusl. Seinna meir, ef einhvern langar að fara að plokka, getum við reiknað út leiðangur fyrir viðkomandi og sýnt honum eða henni hvert er sniðugt að fara til að tína sem mest rusl, hvaða svæði þarf á plokki að halda. Segjum sem svo að mig langi að plokka í klukkutíma, þá reiknar appið út hvaða vegur hentar mér og hvar þarf mest að plokka út frá þeim gögnum sem appið á.“ Þau sem standa að Plokk-in hafa nú þegar fengið góðar viðtökur hjá bæði Reykjavíkurborg og Startup Reykja- vík, samkvæmt Guolin. „Þau eru mjög áhugasöm um að styðja okkur í þessu. Borgin hefur ekki endilega mannafla til þess að sinna ruslatínslu endalaust og fólk langar virkilega að halda borginni hreinni þannig að við þurfum bara að búa til einhvers konar brú á milli til að auðvelda samskipti á milli borgar- stjórnarinnar og samfélagsins.“ Ætlunin er þó að hafa forritið að- gengilegt fleirum en höfuðborgar- búum. „Við erum ekki að leysa vanda- málið ef við erum bara að sinna ákveðnum svæðum. Við ætlum að byrja á því að horfa á Reykjavík en ætlum svo að stækka svæðið og hafa appið aðgengilegt á öllu landinu og fyrir alla landshluta,“ segir Guolin, en markið er sett hátt og vonast hann til þess að þau geti einnig boðið upp á for- ritið erlendis. „Við tökum samt sem áður bara eitt skref í einu og einbeitum okkur að því að koma forritinu í loftið áður en haldið er lengra.“ Samkvæmt Guolin stefna þau hjá Plokk-in á að forritið verði komið í loftið í byrjun næsta árs. „Við ætlum að reyna að klára frumgerð fyr- ir desember og nota tímann frá janúar til mars til að kynna appið svo að sem flestir geti notað það næsta sumar.“ Borgin hreinsuð með nýju appi  Forrit sem sýnir plokkurum hvar er mest þörf á plokki væntanlegt á markað  Vilja fara í samstarf við borgina  Vonast til þess að geta gert forritið aðgengilegt á landsbyggðinni og jafnvel erlendis Sjónrænt Með forritinu er bæði hægt að merkja inn hvar er rusl og athuga hvar er mest þörf á að tína rusl. Plokk-in hópurinn stefnir á að nýta þetta umhverfisvæna verkefni til að ráðast einnig að rót vandans. „Markmið okkar er að reyna að finna lausn, ekki bara að skrá niður hvar er rusl og hvar ekki, heldur að finna út úr því hvað veldur því að það er rusl úti um allt og gera eitthvað í því,“ segir Guolin, sem bendir á að gögn úr Plokk-in muni geta nýst til þess að staðsetja ruslafötur og hjálpað til við að finna út hvar þurfi að bæta þeim við. Í framhaldinu stefnir Plokk- in hópurinn á að fræða börn um umhverfisvernd. „Okkur langar að kynna plokk í skól- um, kynna þetta fyrir börnum og unglingum ásamt því að segja þeim frá því sem er að gerast í loftslagsmálum, hvaða áhrif plast og rusl hefur á umhverfið og hvern- ig við getum haft góð áhrif á umhverfið og gert það betra,“ segir Guolin, sem kveðst mjög ánægður með þetta tækifæri til að bæta umhverfið. Ráðast að rót vandans VILJA LÁTA TIL SÍN TAKA Guolin Fang

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.