Morgunblaðið - 19.07.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018
Sundaborg 1
104Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
SÓLARFILMUR!
Lausnir
fyrir
heimili
og fyrirtæki
Stema kerrurCompair loftpressur
Breitt úrval atvinnutækjaBreit úrval atvinnut kja
Stema kerrurCompair loftpressur
Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833
asafl.is
HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Hafnar eru framkvæmdir við bygg-
ingu 200 gripa fjóss á bænum Syðri-
Hofdölum í Skagafirði. Er þetta eitt
stærsta peningshús sem hefur í
langa tíð verið byggt í héraðinu, en
bændurnir á jörðinni hyggjast fjölga
gripum talsvert og auka framleiðslu
í sama takti. „Við stefnum að því að
framkvæmdum ljúki í desember og
að hér verði hægt að mjólka um jól-
in. Þetta teljum við allt vera nauð-
synlegt, ekki síst til að nýta afkasta-
getu jarðarinnar til fullnustu,“ segir
Atli Már Traustason bóndi í samtali
við Morgunblaðið.
Að hrökkva eða stökkva
Þessa dagana er verið að steypa
haughús og sökkla að fjósinu nýja,
sem verður alls 2.060 fermetrar að
flatarmáli með uppsteyptum veggj-
um. Í byggingunni verða gripir í
lausagöngu; það er um 100 kýr og
annað eins af öðrum nautpeningi í
uppeldi. Áætlaður kostnaður við
framkvæmdir er rúmlega 200 millj-
ónir króna.
„Nú eru gerðar miklar kröfur um
aðbúnað dýra, þannig að hefðbundin
básafjós eru á undanhaldi. Bændur
þurfa því að hrökkva eða stökkva;
annaðhvort bregða búi eða þá fara í
uppbyggingu og stækka búin. Við
völdum síðari kostinn, því hér viljum
við vera og sjálfur hef ég alveg óbil-
andi trú á íslenskum landbúnaði,“
segir Atli sem er kvæntur Klöru
Helgadóttur. Þau reka búið með for-
eldrum Atla, Trausta Kristjánssyni
og Ingibjörgu Aadnegard. Þá koma
sonur og tengdadóttir Atla og Klöru,
þau Friðrik Andri Atlason og Lilja
Dóra Bjarnadóttir, í vaxandi mæli að
búskapnum.
Full afköst eftir fimm ár
„Við höfum skerpt á mörgu í bú-
skapnum hér á undanförnum árum.
Í sauðfjárbúskapnum hefur verið of-
framleiðsla og afurðaverð lækkað,
eins og mátti sjá fyrir. Því fækk-
uðum við ánum úr rúmlega 800 ám í
650 á undanförnum þremur árum.
Völdum þar úr bestu ærnar og af-
urðamestu. Í kúabúskapnum höfum
við verið á ágætri siglingu en nú
verður gefið í. Ætlum að fjölga
mjólkandi kúm talsvert og þurfum
því strax í haust að bæta við okkur
fullvirðisrétti með kaupum á mjólk-
urkvóta. Eftir þrjú til fimm ár ætt-
um við að vera komin í full afköst,“
segir Atli.
Búskapinn á Syðri-Hofdölum seg-
ir Atli hafa verið farsælan. For-
eldrar sínir, Trausti og Ingibjörg,
hafi setið jörðina lengi og byggt upp
samkvæmt skýrri framtíðarsýn.
Arði af búinu hafi jafnan verið varið
til ræktunar, viðhalds útihúsa eða til
að fjárfesta í nýjum tækjum. Nýjum
áskorunum hafi verið mætt eins og
þær koma fyrir hverju sinni – án
þess að spenna bogann of hátt.
Framkvæmdirnar nú séu líka sam-
kvæmt góðum og raunhæfum áætl-
unum, hvar hugsað sé til langs tíma.
Uppbygging mætir áskorunum
Kúabúskapur á Norðurlandi er í
sókn um þessar mundir. Verið er að
byggja ný fjós á 5-6 öðrum bæjum í
Skagafirði og Húnavatnssýslum, en í
Svarfaðardal hafa mjólkurbændur
staðið í stórræðum. „Afurðastöðin
stendur með okkur,“ nefnir Atli. Til-
tekur hann að Kaupfélag Skagfirð-
inga á Sauðárkróki styðji dyggilega
við bændur sem standa í fram-
kvæmdum með því að bjóða bænd-
um upp á byggingareikning á fram-
kvæmdatíma.
„Að losna við dýra skammtíma-
fjármögnun og yfirdrátt skiptir
miklu máli. Uppbygging í landbún-
aði í dag er líka nauðsynleg, öðruvísi
getum við ekki tekist á við innflutn-
ing eða mætt öðrum nýjum áskor-
unum. Samt eigum við að halda okk-
ur við að fjölskyldubúskapur eins og
rekinn er hér á bæ verði áfram
hryggjarstykkið í íslenskum land-
búnaði; sem ég tel eiga mikla mögu-
leika, því við erum að framleiða af-
bragsgóðar vörur.“
Óbilandi trú á íslenskum landbúnaði
Blómlegt bú í Blönduhlíð í Skagafirði Byggja 200 gripa stórfjós í Syðri-Hofdölum Mikil sókn
í kúabúskap víða á Norðurlandi um þessar mundir Erum að framleiða afbragðsgóðar vörur
Sveitafólk Atli Traustason og Klara Helgadóttir standa að uppbygging-
unni á jörðinni með syni sínum og tengdadóttur og svo foreldrum Atla.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framkvæmdir Sökklarnir að fjósinu eru komnir og hálfnað verk þá hafið er, segir máltækið. Stefnt er að því að mjólkað verði í fjósinu nýja fyrir lok árs.