Morgunblaðið - 19.07.2018, Qupperneq 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Landið er sífellt að breyt-ast, rétt eins og ferða-venjur fólks og þjónustansem fólki stendur til
boða. Því sendum við frá okkur
Vegahandbókina í endurnýjaðri út-
gáfu á tveggja ára fresti. Í þeirri
sem nú er að koma út hafa um 1.000
atriði verið uppfærð frá þeirri síð-
ustu. Þá hefur nýjum efnisþáttum
verið bætt við og svo er heilmikill
fróðleikur í appútgáfu bókarinnar,“
segir Hálfdan Örlygsson bókaútgef-
andi.
Aðalagað nýrri útgáfutækni
Á dögunum kom út 18. útgáfan
af Vegahandbókinni; biblíu þeirra
sem um landið aka. Það var Örlygur
Hálfdánarson sem hóf útgáfu þessa
1973, árið áður en hringvegurinn
var opnaður. Með tilkomu hans –
það er að býr yfir árnar á Skeiðar-
ársandi voru teknar í notkun – lagð-
ist fólk í ferðalög og segja má að þá
hafi Austurland komist í þjóðbraut.
Mörg ár eftir þetta var vinsælt hjá
landanum að aka hringveginn og al-
geng spurning í máli fólks var: Ertu
búin/n að fara hringinn? Og það
gerðu margir og þá var gulls ígildi
að hafa í bílnum tiltæka bók með
upplýsingum um það helsta sem
fyrir augu bar. Þegar hér var komið
sögu hafði Örlygur Hálfdánarson
um nokkurt skeið gefið út Ferða-
handbókina og hélt útgáfa hennar
áfram en um 1980 var henni steypt
saman við Vegahandbókina.
„Örlygur faðir minn var á ár-
unum í kringum 1960 erindreki hjá
Sambandi íslenskra samvinnu-
félaga, fór þá víða um landið og
fann þá þörfina fyrir handhæga bók
um þá þjónustu sem ferðalögunum
stæði til boða. Ferðahandbókin
byggðist á þessari hugmynd sem
má segja að lifi enn þótt form útgáf-
unnar hafi breyst. Og einhvern
streng í þjóðarsálinni hefur bókin
snert, því hver útgáfa selst vel og
svo höfum við líka aðlagað okkur
nýrri útgáfutækni í gegnum app og
snjallsíma. Sú nýjung skiptir miklu
máli,“ segir Hálfdan. Blaðamaður
hitti hann fyrir nokkrum dögum
norður á Blönduósi þar sem hann
var á hringferð um landið með bæk-
ur á sölustaði. Bíllinn var vel hlað-
inn og sölumaðurinn á hraðferð og
því má segja að þarna hafi allt verið
eins og það átti að vera.
Menn, verur og vættir
Í Vegahandbókinni er að finna
kort af öllum vegum landsins og
sagt er frá markverðum stöðum við
þá. Þeir eru alls um 3.000 auk-
inheldur sem segir frá 1.000 mönn-
um, verum og vættum. Í bókinni eru
jafnframt kort af landshlutum og
þéttbýlisstöðum, náttúrulaugar,
friðuð hús veðurstöðva og svo mætti
áfram telja. Þá fylgir bókinni landa-
kort í kvarðanum 1:500.000. Í app-
inu er svo að finna allt efni bók-
arinnar og ýmislegt annað, þar á
meðal að hægt er í símanum að
hlusta á 41 þjóðsögu sem Arnar
Jónsson leikari les. Eru þær margar
fólki kunnar, enda sígild menning.
Má þarna nefna sögur um Djáknann
á Myrká, Gissur í Lækjarbotnum og
Bakkabræður svo eitthvað sé nefnt.
Þá eru í bókinni fjöldi ljósmynda og
fróðleikspistlar um land og þjóð; Ís-
land í hnotskurn á 608 blaðsíðum.
Farið með svarið
Reglan er sú að á sléttu ártali
eins og nú, 2018, kemur Vegahand-
bókin út á íslensku en á oddatöluári
er útgáfan á ensku og stundum
þýsku. Erlendi markaðurinn er
stór, segir Hálfdan, enda eru á
hverjum tíma þúsundir útlendinga
akandi og á ferð út um landið sem
þurfa örugga leiðsögn hvort heldur
er af bók eða í símanum.
„Vegahandbókin er þessa dag-
ana efst á sölulista Eymundsson og
þegar ég fór á aðra sölustaði svo
sem bensínstöðvar, ferðamannabúð-
ir og víðar sá ég að staðan var góð.
Svo er bókin nýkomin í sölu hjá
Moggaklúbbnum, svo þetta rúllar
ljómandi vel,“ segir Hálfdan og bæt-
ir við að síðustu: „Faðir minn kynnti
Vegahandbókina á sínum tíma með
kjörorðunum; farið með svarið í
ferðalagið. Fólk átti með öðrum orð-
um sagt að geta í þessari bók fengið
svör við þeim spurningum sem
vöknuðu á ferð um landið. Sú lýsing
stendur alveg fyrir sínu ennþá og
sjálfum finnst mér bókin og grunn-
hugmynd hennar hafa elst vel og þó
eru 45 ár síðan bókin kom fyrst út.
Viðtökurnar sem hver útgáfa fær
staðfesta í raun og veru að formúlan
sem byggt er á virkar vel.“
Vegir og bók
Sígild bók á sumarferðum. Vegahandbókin hefur
komið út frá árinu 1973 og nú er komin 18. útgáf-
an af þessari biblíu þeirra sem um landið aka.
Allskonar fróðleikur um alls 3.000 staði á landinu
er í bókinni sem nú má nálgast á appinu þar sem
þjóðsagnalestur er í kaupbæti.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Útgefandinn Menn geta í þessari bók fengið svör við þeim spurningum sem
vöknuðu á ferð um landið, segir Hálfdan Örlygsson, hér með bókina góðu.
Norðurland Eitt mesta og söguríkasta höfuðbólið, segir í Vegahandbókinni
um þennan bæ, Grund í Eyjafjarðarsveit. Hér er stórbú og vegleg kirkja.
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs-
og sjóveiða.
Flugustangir og
fluguhjól í úrvali.
Gott úrval af
fylgihlutum til
veiða stólar, töskur,
pilkar til sjóveiða,
spúnabox margar
stærðir, veiðihnífar
og flattningshnífar.
Abulon nylon
línur.
Gott úrval af kaststanga-
settum, fyrir veiðimenn
á öllum aldri, og úrval af
„Combo“ stöng og hjól til
silungsveiða, lax veiða og
strandveiða. Flugustanga sett
stöng hjól og lína uppsett.
Kaststangir,
flugustangir, kast-
hjól, fluguhjól, gott
úrval á slóðum til
sjóveiða. Lokuð
kasthjól.
Úrval af
flugustöngum,
tvíhendur og hjól.
Balance Lippa, mjög
góður til silungsveiða
„Original“
Fireline ofurlína, gerfi-
maðkur sem hefur reynst
sérstaklega vel,
fjölbreitt gerfibeita
fyrir sjóveiði og
vatnaveiða,
Berkley flattnings-
hnífar í úrvali og
úrval fylgihluta fyrir
veiðimenn.
Flugnanet, regnslár,
tjaldhælar, og úrval af
ferðavörum
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Veiðisport Selfossi
Þjónustustöðvar N1 um allt land.
Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“