Morgunblaðið - 19.07.2018, Side 39

Morgunblaðið - 19.07.2018, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018 ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// gera rafrásirnar tilbúnar í fram- leiðslu. Eftir að hafa lóðað ótal frum- gerðir saman í hönd eru þær nú framleiddar og settar saman erlend- is, en öll önnur starfsemi sem tengist segulhörpunni fer fram á Íslandi. Úlfur segir að segulharpan sé frá- brugðin öðrum hljóðfærum að því leyti að styrkur hennar og fegurð liggi í því hversu undarleg hún sé. „Það sem mér finnst einna áhuga- verðast í hljóðfærahönnun er að smíða hluti sem þurfa ekki endilega að höfða til allra. Það er oftast ekki hægt innan stærri fyrirtækja, en innan þeirra er oftast gerð sú krafa að ný hljóðfæri geti mætt þörfum sem flestra. Mér finnst eitthvað fal- legt við það að skapa hljóðfæri sem koma tónlistarmanninum á óvart, og skapa aðstæður sem hann þarf að aðlagast, stilla sig inn á og beinlínis renna saman við augnablikið í sam- tali hlustunar og snertingu,“ segir Úlfur en bendir þó á að honum finn- ist flest fjöldaframleidd rafhljóðfæri nútímans líka frábær. „Mér finnst samt vera góð ástæða til þess að búa til pláss í heiminum fyrir hluti sem falla ekki bara að markaðs- lögmálunum, því að þannig hlutir eiga líka rétt á sér, sérstaklega vegna sérkenna þeirra. Svona myndast oft gríðarleg verðmæti sem munu móta strauma og stefnur í þróun og sköpun nýrra hljóða.“ segir hann. Spurður hvort nota megi hörpuna í hefðbundna tónlist líkt og popp- tónlist nútímans svarar Úlfur „algjörlega“ og bendir á að ásamt því að hægt sé að leika á hörpuna beint með fingrunum sé hægt að senda önnur hljóð gegnum hana, eða þá stýra henni með tölvu. Hann seg- ir að harpan eigi fullt erindi í flest nútímahljóðver og menntastofnanir sem starfi með hljóð- eða raftónlist- arsköpun. Alltaf nóg að gera Úlfur útskrifaðist úr tónlistar- deild Listaháskóla Íslands (LHÍ) ár- ið 2011 og er með meistaragráðu í raftónlist frá Mills College í Kali- forníu. Hann býr nú í Brooklyn í New York og starfar sjálfstætt sem tónlistarmaður og segir að alltaf sé nóg að gera. Síðastliðið haust gaf Úlfur út sólóplötuna Arborescence þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands, þungarokkstrymbillinn Greg Fox og segulharpan koma meðal annars við sögu. Hann er líka með aðra plötu í pípunum og ætlar á tónleikaferðalag í kjölfarið. Þá hefur hann einnig samið tals- vert magn af nútíma klassískri tón- list, þar á meðal verkið „Inter- woven“ fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, „Innstirni“ fyrir einleiks- píanó og „Þýð“ fyrir strengjatríó. Hann vinnur nú að verki eftir pönt- un fyrir Kronos-kvartettinn í Kali- forníu þar sem segulharpan verður í aðalhlutverki. Spurður hvort hann sé í sumarfríi á Íslandi svarar Úlfur: „Ég er í helj- arinnar vinnuferð,“ en ásamt því að kynna Segulhörpuna mun Úlfur í sumar taka upp söng fyrir næstu plötu sína. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir Hæstánægður Úlfur skælbrosandi á umslagi plötu sinnar, Arborescence. BBBBBBBBBBBBBBBBBBB Í felum? Úlfur bak við Segulhörpuna sem er tilbúin til framleiðslu. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir Þungarokkshljómsveitin Skálmöld kom fyrir skemmstu úr tveggja mánaða tónleikareisu um gjörvall- ar Bretlandseyjar, Írland, Eystra- saltslöndin og Norðurlöndin með smáskreppi yfir til Þýskalands. Tveggja hæða rútur með allt að 25 kojum hafa nánast verið annað heimili þeirra Skálmaldarsveina síðustu árin, enda eftirsóttir á er- lendri grund rétt eins og hér heima. „Við túruðum með tveimur finnskum hljómsveitum, sú minni var upphitunarband, en Skálmöld og stærri sveitin skiptust á að byrja og enda tónleikana. Mér fannst svolítið fyndið að þegar við spiluðum í Finnlandi kom á daginn að upphitunarhljómsveitin var næstum eins fræg og Michael Jack- son og liðsmenn hennar algjörar ofurstjörnur í augum landa sinna,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassa- leikari og textasmiður Skálmaldar. Andlegur samhljómur Auk Snæbjörns skipa hljómsveit- ina þeir Björgvin Sigurðsson, Bald- ur Ragnarsson, Þráinn Árni Bald- vinsson, Gunnar Ben og Jón Geir Jóhannsson. Þeir eru sammála um að túrinn hafi verið mjög skemmti- legur í alla staði og bera kollegum sínum Finnunum vel söguna. „Þegar Íslendingar og Finnar koma saman er alltaf gaman,“ full- yrðir Snæbjörn og talar af nokk- urri reynslu því að sömu Finnar voru með Skálmöld á tónleika- ferðalagi um Evrópu í fyrra. Hann er ekki frá því að gott sam- komulag helgist af því hversu líkar þjóðirnar séu, en báðar hafa orð fyrir að vera þungbúnar og lok- aðar. „Á milli okkar er andlegur sam- hljómur. Íslendingar og Finnar eru dökkir, dimmir og beinskeyttir. Við viljum hafa pláss í kringum okkur og er ekkert gefið um að aðrir séu að kássast of mikið í okk- ur eins og gerist stundum þegar við höldum suður á bóginn. Ef við viljum ekki eitthvað þá einfaldlega segjum við nei og enginn móðgast en til dæmis Frökkum þætti slíkt argasti dónaskapur,“ segir Snæ- björn, með fullri virðingu vitaskuld fyrir öllum þeim sem sunnar búa. Barnvænir tónleikar Áður en þeir félagar fara í aðra tónleikareisu til útlanda hafa þeir í mörgu að snúast. Á föstudaginn halda þeir tvenna tónleika á Gauknum. Þeir fyrri hefjast kl. 16 og eru ætlaðir fjölskyldum með börn. „Það verður aðeins ódýrara inn og við spilum örlítið skemur, en þó á sama hljóðstyrk og um kvöldið, annað væri vörusvik. Eyrnatappar verða í boði við inn- ganginn og fólk getur líka komið með heyrnartæki að heiman. Við heilsum upp á krakkana, tökum myndir og spjöllum við þá. Tón- leikarnir um kvöldið verða ekki alveg eins settlegir, því þá gefum við í og fólk getur hellt í sig bjór að vild. Svipað verður uppi á ten- ingnum á tónleikum okkar á Græna hattinum á Akureyri á laugardagskvöldið. Við erum líka að klára að græja nýja stúdíó- plötu, sem kemur út í október, og undirbúa ferna stórtónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, kammerkórnum Hymnodiu og barnakór Kársnesskóla í Eldborg- arsal Hörpu 22., 23., 24. og 25 ágúst,“ upplýsir Snæbjörn. Íslenskt draugaþema Tónleikagestir verða væntan- legri frumhlustendur laga, eða a.m.k. hluta laganna á þessari fimmtu plötu Skálmaldar. Sorgir nefnist hún og er fullkomin and- stæða þeirrar síðustu, Vögguvísur Yggdrasils, sem kom út 2016. „Sú var „kósí“ og „næs. Sorgir er aft- ur á móti ísköld, nöturleg og hálf ljót. Þemað er íslenskir draugar, nokkurs konar smásögur um drauga þar sem alls staðar skín í gegn forn, íslensk eymd, kuldi, frost og ógeð,“ segir textahöfund- urinn og sparar ekki lýsingar- orðin. Ekki heldur þegar minnst er á Meistara dauðans, sem Skálmöld valdi til að hita upp fyr- ir sig á tónleikunum á Gauknum. „Þeir eru snillingar, sem spila af innlifun og mikilli gleði. Ég hef verið að fylgjast með þeim og hlakka til að kynnast þeim um helgina,“ segir Snæbjörn. vjon@mbl.is Sorgir í októ- bermánuði Á ferðinni F.v. Þráinn, Helga Ragnarsdóttir (systir Snæbjörns og Baldurs, sem leysti Gunnar af á hljómborði), Björgvin, Mikko Rauvola (finnskur hljóðmaður), Jón Geir, Snæbjörn og Einar Þór Jóhannsson (sem leysti af á gítar þar sem Baldur eignaðist barn á meðan Skálmöld túraði um Evrópu).  Skálmöld með tónleika um helgina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.