Morgunblaðið - 19.07.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 19.07.2018, Qupperneq 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þó að stóru hlutirnir kalli á aðgerðir er ekki rétt að láta smáatriðin sitja á hak- anum. Galsi losar þig ekki endilega við vandamálin en hjálpar þér að sjá þau frá nýrri hlið. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú stendur frammi fyrir ráðgátu sem þú þarft að beita öllum þínum hæfileikum til þess að finna lausn á. Reyndu að gera eitt- hvað á hverjum degi sem þú hefur ekki gert/ prófað áður. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki hika við að hrinda hugmyndum í framkvæmd sem fegra heimilið. Eitthvað sem þér fannst frumlegt er það ekki lengur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér hættir til að líta framhjá öllum smáatriðum en stundum verður maður að hafa þau á hreinu ef allt á að ganga vel. Vertu raunsæ/r í peningamálunum. Þú þarft ekki að eignast allt strax. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að finna lausn sem sættir sjón- armið allra í fjölskyldunni. Allir ættu að hafa atkvæðisrétt í ákvörðun um stóru málin. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Notaðu þennan frábæra dag til þess að lyfta þér upp og spá í nýjar hugmyndir eða heimsækja ókunnar slóðir. Varastu að láta tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hugsaðu vel um fjármál þín því þér er ekki alveg treystandi á því sviði þessa dag- ana. Þér vefst tunga um tönn þegar þú ert spurð/ur um ástamálin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt það sé voða gaman hjá þér í góðra vina hópi, verður þú að leyfa öðrum að komast að. Sýndu sanngirni og vertu sveigjanleg/ur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þolinmæði er dyggð sem erfitt er að muna þegar metnaður þinn er jafn mikill og raun ber vitni. Sumir skilja ekki fyrr en skellur í tönnum, hafðu það í huga. 22. des. - 19. janúar Steingeit Búðu þig undir að þurfa að leggja heilmikið á þig á næstu daga. Félagslífið hef- ur aldrei verið fjörugra. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Trú tvíburans á sjálfan sig laðar aðra að honum. Láttu hann hjálpa þér á leið þinni að settu marki. Margir hlutir sem freista eru ekki svo nauðsynlegir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Dagar víns og rósa liðnir í bili, ör- væntu þó ekki, þeir koma aftur. Forvitni þín um umheiminn er vakin og nú gæti komið tækifæri til að leggja land undir fót. Fréttir af lúsmýi hafa tröllriðið öll-um helstu miðlum síðustu daga, og ratað beint inn í martraðir Vík- verja. Hann er ekkert sérstaklega hrifinn af mýflugum eða lúsum, og nafnið á þessum bitvargi hljómar eins og þarna hafi þessar tvær óvær- ur gert með sér vanheilagt bandalag. x x x Hvað næst?“ dæsti Víkverjistundarhátt þegar hann sá ljós- mynd af einni flugunni, sem var þá greinilega nýbúin að fá sér að borða. Og hvað getur fylgt í kjölfar lúsmýs? Erum við að fara að sjá lúsbjöllur? Pöddumý? Versta mögulega útkoma í huga Víkverja væri þó að sjálfsögðu sú ef lúsbý færu láta á sér kræla. Þá gæti hann bara pakkað saman og haldið heim. x x x Víkverji er ekki að segja að honumsé illa við skordýr. Hann er hins vegar að segja að sér hafi alltaf liðið frekar vel á Íslandi þegar kemur að þessum efnum, enda aðstæður hér á landi jafnan ekki ákjósanlegt kjör- lendi sumra kvikinda, sem valda jafnan óskunda úti í heimi. Hugsan- lega gæti það þó verið að breytast með breyttu tíðarfari. x x x Honum finnst það þó nokkuð kald-hæðnislegt, með sérstakri áherslu á kald-hlutann, ef arfleifð versta sumars sem Víkverji hefur upplifað er að hér hafi nýr og skæð- ur bitvargur skotið rótum. Næst vantar bara fréttir um að eitraðar köngulær undirbúi fólksflutninga til landsins í stórum stíl. Þá verður Vík- verja öllum lokið. x x x Að öðru, og geta antísportistar núlokið lestrinum. Heimsmeistara- keppnin í Rússlandi verður eflaust lengi í minnum höfð. Víkverji man ekki eftir því að hafa séð eins skemmtilega HM-keppni, og er hann sérstaklega þakklátur fyrir að Ís- land var á meðal þátttökuþjóða. Það sem kannski var helst öðruvísi að þessu sinni er að nú vann „rétt“ lið að mati Víkverja úrslitaleikinn, í fyrsta sinn í langan tíma. vikverji@mbl.is Víkverji Leitið Drottins meðan hann er að finna, ákallið hann meðan hann er nálægur. (Jesaja 55.6) VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum jafnt stór sem smá fyrirtæki. Hagyrðingar brugðust skjótt viðá mánudag þegar Reykvík- ingar vöknuðu í glaðasólskini. Pét- ur Stefánsson orti á Leir: Rigningin er farin frá, finn ég mæðu dvína. Nú er dýrðleg sjón að sjá sól í heiði skína. Kveðja barst að norðan frá Birni Ingólfssyni: Pétri að lokum lánaðist að lenda sólarmegin. Jörðin hérna, þurr og þyrst þambar regnið fegin. Og í Mývatnssveit orti Friðrik Steingrímsson: Þegar regnið þokast frá þornað loksins getur, „þá er fögur sjón að sjá“ sólina skína á Pétur. Fyrstu sólargeislarnir dugðu ekki til að blíðka skap Sigurlínar Hermannsdóttur svo að hún gat ekki stillt sig um að setja vitnisburð um gærdaginn inn á Leirinn: „Það er kannski nóg komið af rigning- artuði en það þýðir ekkert annað en að láta veðurguðina heyra það“: Vætusamt er veðurlag veslast menn og jarðargróður. Enginn þráður þurr í dag. Þvílík útreið, Drottinn góður. Á Boðnarmiði orti Guðmundur Arnfinnsson: Blærinn strýkur blöð á grein, burtu skuggar flýja. Sólin græðir sálarmein, syng ég vísu nýja. Á Boðnarmiði birtist líka mynd sem tekin var í fallegum garði. Þar baðaði stúlka sig á sólbekk en að- eins sáust leggirnir í gallabuxum en fæturnir voru berir. Anton Helgi Jónsson lét þessa vísu fylgja til að lýsa veðursældinni: Ekki held ég hætt við því að hríslur neinar bogni; viðra tíu tásur í tveggja stafa logni. Þórður Vilberg Oddsson gladdist yfir veðrabrigðunum en hafði allan varann á: Ský og kuldi skruppu frá, skín á meðan sólin. Í nokkrar stundir njóta má, því næst hún sést um jólin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sól í Reykjavík og af skáldum „AFMÆLIÐ ÞITT ER Í NÆSTU VIKU. VILTU FÁ ÓVÆNT AFMÆLISPARTÍ?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sýna áhugamálum hans áhuga. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann EINN DAGINN MUNU ÞAU ÖLL SJÁ EFTIR ÞESSU – GEFÐU ORÐUM MÍNUM EINKUNN! 6,0 PÚKI, MÉR SKILST AÐ JÓN HAFI SETT ÞIG Í ÞVOTTAVÉLINA AFTUR. HVERNIG VAR ÞAÐ? HANN VILL EKKI TALA UM ÞAÐ HELGA, HLUSTAÐU Á MIG… NEI! ÞÚ GEFUR SLÆM RÁÐ! HVENÆR GAF ÉG ÞÉR SÍÐAST SLÆM RÁÐ? NÚ ÞEGAR ÞÚ SAGÐIR MÉR AÐ HLUSTA Á ÞIG! Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.