Morgunblaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 4. J Ú L Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 172. tölublað 106. árgangur
LAUFEY TÓLFTA
Í 200 LEIKJA
HÓPINN TÖKUR BYRJA Á BLÓÐMERI
HEIMSPEKI-
VANGAVELTUR
UM EIGIÐ ÁGÆTI
STUTTMYND 30 BJARNEY ANNA MEÐ PLÖTU 31ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Ómar
Ferðaþjónusta Ferðamönnum hreinlega
rignir inn á veitingastaði landsins.
Ferðamenn stóðu undir 46% af
starfsemi veitingaþjónustu hér-
lendis í fyrra. Að sama skapi stóðu
þeir undir 29% afþreyingar- og
tómstundastarfsemi, 13,6% af
menningarstarfsemi og 4,5% af
verslun. Þetta kemur fram í bráða-
birgðaniðurstöðum ferðaþjón-
ustureikninga Hagstofunnar.
Skapti Örn Ólafsson, upplýsinga-
fulltrúi Samtaka ferðaþjónust-
unnar, segir þessar tölur í takt við
það sem SAF hafi áætlað, en þau
upplifa ákveðnar breytingar í
ferðaþjónustu hérlendis. „Neyslu-
mynstur okkar góðu erlendu gesta
er að breytast – þeir dvelja skemur,
fara í færri ferðir í afþreyingu og
spara við sig í mat og drykk.“ » 16
Hlutdeild ferða-
manna helmingur í
veitingastarfsemi
Skráð á CityLab
» Samkvæmt fasteignaskrá er
Heyklif í Fjarðabyggð skráð í
eigu félagsins CityLab ehf.,
sem er í eigu Alexanders.
» Á jörðinni er m.a. skráð
hlaða, fjárhús og einbýlishús.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hópur fjárfesta með aðsetur í
Mónakó er að láta hanna hótelþorp
við Heyklif við Stöðvarfjörð.
Alexander Efanov, framkvæmda-
stjóri verkefnisins, segir hugmynd-
ina þá að byggja gistiskála fyrir
vandláta, sem falla vel inn í lands-
lagið. Þá verði byggt 40 herbergja
hótel og á annan tug smáhýsa.
Benda teikningar til framúrstefnu-
legrar hönnunar í þorpinu.
Alexander telur raunhæft að
fyrsti áfangi hótelþorpsins verði tek-
inn í notkun árið 2020. Byggingarnar
verði reistar í áföngum.
Hann segir kostnað við verkefnið
ekki liggja fyrir. Miðað við umfangið
má ætla að það kosti yfir milljarð.
Verkefnið er meðal annars unnið í
samstarfi við ráðgjafafyrirtækið
BEKA sem komið hefur að byggingu
hótela við Jökulsárlón og Mývatn.
Alexander segir hér farnar nýjar
leiðir í ferðaþjónustu á Íslandi.
Áhersla verði lögð á að gestir gisti-
skálanna upplifi sig eina í nátt-
úrunni. Markmiðið sé að fá fólk til að
dvelja í nokkra daga.
Hótelþorp við Stöðvarfjörð
Fjárfestar með aðsetur í Mónakó undirbúa gistiskála fyrir vandláta við Heyklif
Áforma jafnframt 40 herbergja hótel og fjölda smáhýsa Opnað árið 2020
MLúxusgisting við Stöðvarfjörð » 6
Morgunblaðið/Valli
Kjarnorkukona Ragna Kristín Guð-
brandsdóttir, læknanemi við HÍ.
Með aga og skipulagi hefur Rögnu
Kristínu Guðbrandsdóttur tekist að
ná inngönguprófum í læknisfræði
aðeins 17 ára gömul. Hún er eftir því
sem best er vitað yngsti nemandinn
sem tekinn hefur verið inn í lækna-
deildina.
Ragna Kristín er mikil íþrótta-
kona og setti Íslandsmet í klassísk-
um kraftlyftingum á heimsmeistara-
móti í Kanada þar sem hún lenti í
fjórða sæti í sínum aldursflokki.
„Ég passa alltaf vel upp á svefninn
og reyni helst að ná níu tímum ef það
er hægt,“ segir Ragna Kristín sem
stundar einnig golf og sinnir golf-
kennslu fyrir börn á Nesvelli.
Í sjötta bekk í grunnskóla var
Ragna Kristín óánægð með einkunn
sem hún fékk og móðir hennar sagði
henni að prófið hefði ekki verið erfitt
heldur hefði hún ekki undirbúið sig
nægjanlega vel. Þá ákvað hún að
taka sig á og skipuleggja lærdóminn
með hjálp excel sem faðir hennar að-
stoðaði hana við. Þegar lærdómi og
líkamsrækt sleppir nýtur Ragna
Kristín þess að vera með fjölskyldu
og vinum og liggja uppi í sófa að
horfa á þætti. » 12
Byrjar 17 ára í læknisfræði
Er Íslandsmethafi í kraftlyftingum og kennir börnum golf
Mikil og jöfn aðsókn hefur verið að Jökulsárlóni
það sem af er ári, ekki minni en á síðasta ári þeg-
ar um 800 þúsund gestir lögðu leið sína þangað.
Jafnvel er búist við fjölgun þegar upp verður stað-
ið eftir árið. Nýjar tölur sýna hins vegar samdrátt
í gestakomum í Jökulsárgljúfrum. Íslenskar fjöl-
skyldur virðast þó vera meira á ferðinni fyrir
austan, vegna veðurs, og eru 45% fleiri gistinætur
á tjaldsvæðum í Jökulsárgljúfrum. »14
Fjölskyldurnar slá upp tjöldum sínum á Austurlandi
Morgunblaðið/Ásdís
Aðsókn að Jökulsárlóni ekki minni en á síðasta ári
Varp lundans
er betra í Akurey
en á horfðist en
horfur í Vest-
mannaeyjum eru
ekki góðar. Í
fyrra fundust um
4.800 pysjur í
Vestmanna-
eyjabæ en nú
virðist komið
bakslag og pysju-
dauði mikill.
Lundinn þarf að fljúga allt að 110
km til þess að ná í sílalirfur. Með
slíku ferðalagi fá pysjurnar sjaldan
að éta og nærast ekki nóg. »18
Gott varp í Akurey,
pysjudauði í Eyjum
Lundi hvílir sig á
fallegri klettasyllu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra telur að fyrirhuguð notkun
Ríkisútvarpsins á texta þjóðsöngsins
við kynningu á þátttöku Íslands í
HM í knattspyrnu í Rússlandi hafi
ekki stangast á við lög um þjóðsöng
Íslendinga, eins og henni var kynnt
málið þegar hún var beðin um að lesa
eina línu. Forsætisráðuneytið er
með það til athugunar hvort hin
raunverulega notkun efnisins fari í
bága við lögin.
Eftir að lestur þjóðsöngsins hófst í
dagskrárkynningum eða eftir atvik-
um auglýsingum Ríkisútvarpsins
fékk ráðuneytið fyrirspurnir um lög-
mæti þess. Hefur skýringa Ríkisút-
varpsins verið aflað og eru
embættismenn ráðuneytisins nú að
meta þær og mun niðurstaða ráðu-
neytisins liggja fyrir að því loknu.
Í svari Ríkisútvarpsins kemur
fram að það lítur svo á að birting á
myndskeiði með upplestri á texta
þjóðsöngsins sé dagskrárkynning en
ekki auglýsing. Kynningin hafi verið
gerð til að byggja upp stemningu
fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi
sem Sjónvarpið sýndi frá og sameina
þjóðina. »10
Meta lögmæti upplest-
urs á þjóðsöngnum