Morgunblaðið - 24.07.2018, Side 2

Morgunblaðið - 24.07.2018, Side 2
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur rætt við unga drengi sem grunaðir eru um að hafa unnið skemmdir á sjö gúmmíbátum í smábátahöfninni síð- degis í gær. Sást til þeirra við verkn- aðinn þegar eftirlitsmyndavélar voru skoðaðar. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar verður málið rannsakað frek- ar. Drengirnir eru allir undir lög- aldri og því ósakhæfir. Rætt hefur verið við forráðamenn þeirra og mál- ið tilkynnt til barnaverndaryfirvalda á staðnum. Lögreglan fékk tilkynningu um sökkvandi tuðrur í smábátahöfninni síðdegis í gær. Björgunarsveit var kölluð til aðstoðar. Kom í ljós að skorið hafði verið á gúmmíið auk þess sem einn báturinn hafði verið leystur frá bryggju. Þurfti að leita aðstoðar kranabíls til að halda ein- um bátnum á floti. Skemmdir unnar á gúmbátum  Drengir grunaðir um verknaðinn Harpa skartar sem fyrr sínu fegursta og laðar að mikinn fjölda gesta dag hvern. Þangað sækja forvitnir ferðalangar, fólk sem þyrstir í tónlist og aðra menningu og þar er einnig hægt að fá sér gott í gogginn. Skammt frá tónlistarhúsinu liggur varðskipið Þór við bryggju. Skipið vekur einatt mikla athygli þeirra sem sækja Hörpu heim og frá henni er skemmtilegt sjónarhorn á hið öfluga björgunar- og eftirlitsskip. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Táknmyndir menningar og landhelgisgæslu 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018 TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Vinnueftirlitið hefur lagt bann við hættulegri vinnu barna og unglinga hjá Gámaþjónustu Norðurlands ehf. Við eftirlitsheimsókn stofnunar- innar á gámasvæði við Réttarhvamm á Akureyri kom í ljós að aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi starfs- manna var verulega ábótavant og stóðst ekki lög. Heimsóknin var í kjölfar vinnuslyss sem 15 ára starfs- maður varð fyrir þegar hann vann við pressugám. Vinna við pressugáma og önnur hættuleg tæki og verkefni hjá fyrir- tækinu er bönnuð börnum undir 18 ára. Þá var einnig vinna þeirra með hættuleg efni og meðhöndlun þungr- ar byrði án hjálpar fullorðinna starfsmanna bönnuð. „Við munum fara yfir alla ferla í öryggismálunum og árétta áhættu- mat. Starfsmenn eru vel upplýstir um það hvaða hættur fylgi því að starfa við svona tæki, og það er lang- oftast fullorðinn starfsmaður með,“ segir Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands ehf. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir mikilvægt að atvinnu- rekendur fari eftir lögum hvað varð- ar vinnu barna. Í maí birti Hagstofan gögn sem vöktu athygli á fjölda barna á vinnu- markaði. „Þarna komu áhugaverðar niðurstöður og tölfræði um vinnu barna og ólíkra aldurshópa. Við sendum erindi til Vinnueftirlitsins nokkru síðar og óskuðum eftir upp- lýsingum um eftirlit með vinnu barna,“ segir Salvör. Þá var send spurningakönnun til sveitarfélag- anna varðandi starfsaðstæður vinnu- skólanna og eru svör frá þeim vænt- anleg í ágúst. Hættuleg vinna bönnuð  Brugðist við slysi í Gámaþjón- ustu Norðurlands Morgunblaðið/Þorkell Hætta Börn yngri en 18 ára mega ekki starfa við hættuleg tæki. Konan sem lést í bílslysi á Þing- vallavegi í Mosfellsdal á laugardag- inn hét Guðný Þórðardóttir. Hún var fædd árið 1937 og var búsett í Reykjavík. Tveir jeppar rákust saman í slys- inu. Kastaðist annar þeirra út fyrir veg og ofan í skurð við áreksturinn. Tveir aðrir slösuðust og voru fluttir á slysadeild. Lést í bílslysi Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Starfshópur hjá Reykjavíkurborg hefur til skoðunar skólamál nýs hverfis við Hlíðarenda, á svokölluðu Valssvæði. Enn er óljóst hvernig hverfið á eft- ir að þróast m.t.t. íbúasamsetningar en hverfið er á mörkum skólahverfa og er Hlíðaskóli næsti skóli með örugga gönguleið að hverfinu. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavík- urborgar er gert ráð fyrir að Hlíða- skóli verði hverfisskóli Hlíðarenda- byggðar, a.m.k. fyrst um sinn. Austurbæjarskóli líka kostur Einnig muni koma til greina að Austurbæjarskóli komi að málum og Barnaskólinn í Reykjavík sem sé í nágrenninu. Þá verða skólamál þessa hverfis einnig skoðuð í samhengi við frekari uppbyggingu í Skerjafirði og nemendaspár, en þær eru gerðar ár- lega. Þá segir í svörum frá skóla- og frí- stundasviði að eins og er sé lítið hægt að segja um hvaða áhrif hið nýja hverfi muni hafa á skólamál á svæð- inu. Einungis ein bygging hefur verið tekin í gagnið enn og er rétt rúmur helmingur íbúða í þeirri byggingu seldur, að því er kemur fram á heimasíðu Hlíðarendabyggðar. Tæplega þúsund nýjar íbúðir Sala á íbúðum í fjölbýlishúsinu í Arnarhlíð 1 hófst í apríl en í bygg- ingunni eru 40 íbúðir. Áætlað er að framkvæmdum við um 700 íbúðir verði lokið innan fjögurra ára en samtals eiga íbúðirnar á svæðinu að verða á milli 900 og 950. Segir á síðu Hlíðarendabyggðar að Arnarhlíð 1 ríði á vaðið með nýrri hugsun í borgarbyggð og er lögð áhersla á fjölbreyttar íbúða- gerðir og stærðir. Skóla- og frístundasvið bendir á að foreldrar hafi val um hvaða skóla börn sækja en samkvæmt reglum um skólahverfi eiga for- eldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borg- inni. Það er þó háð því að nem- endapláss sé til staðar eða að aðrar lögmætar ástæður standi ekki í vegi fyrir því. Hlíðaskóli tekur við Valsbörnunum  Hlíðaskóli verður hverfisskóli Hlíðarendabyggðar  Er á skólahverfamörkum  Starfshópur hefur málið til skoðunar  Skoðað í samhengi við íbúaþróun í Skerjafirði  Foreldrar geta valið skóla Morgunblaðið/Hari Í byggingu Hlíðarendabyggð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.