Morgunblaðið - 24.07.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 24.07.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is RayBan 3016 sólgleraugu kr. 22.900,- Sumarið er hér Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af umgjörðum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ég held að skipulag ogvilji til að gera vel og hafagaman af því sem maðurer að gera sé lykillinn að því að ná árangri. Ég ákvað að taka mig á þegar ég fékk bara 6,0 í ein- kunn í stafsetningu í sjötta bekk og mamma sagði við mig að prófið hefði ekki verið erfitt, heldur hefði ég ekki verið nógu vel undirbúin. Það hefur verið mitt markmið síðan að mæta vel undirbúin í próf,“ segir Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, 17 ára Sel- tirningur sem hefur nám í læknis- fræði við Háskóla Íslands í haust. Yngst í læknisfræði Ragna Kristín mun vera yngsti einstaklingurinn til þess að hefja læknanám við HÍ en hún verður 18 ára 13. nóvember og slær met Alex- anders Gabríels Guðfinnssonar sem útskrifaðist úr læknisfræði við Há- skóla Íslands í síðasta mánuði. Hann var 17 ára þegar hann hóf námið árið 2012, en varð 18 ára í lok september. „Ég hef alltaf verið skipulögð en fyrir próflestur set ég upp í excel- skjal hvernig ég ætla að haga und- irbúningi á hverjum degi. Þetta hef ég gert alveg frá því að ég byrjaði í menntaskóla,“ segir Ragna Kristín en excel-skipulagið fær hún frá föður sínum Guðbrandi Sigurðssyni, sem kenndi henni að nýta sér möguleika excel-skipulagsforritsins. Móðir Rögnu Kristínar er Rannveig Páls- dóttir. Ragna Kristín á tvö systkini, bróður sem er 15 ára og systur sem er 32 ára. Ragna Kristín sleppti níunda bekk í Grunnskóla Seltjarnarness og varð stúdent frá MH á þremur árum. Læknisnámið leggst vel í Rögnu. Hún segist ekki vera búin að ákveða í hverju hún muni sérhæfa sig, því margt geti breyst á sex árum. „Um leið og ég tók ákvörðun um að fara í inntökuprófið í læknisfræði skipulagði ég lærdóminn fyrir hvern einasta dag. Ég ætlaði að ná inn- tökuprófinu í fyrstu tilraun. Þetta var auðvitað mjög erfitt en gott skipulag hjálpaði,“ segir Ragna Kristín og bætir við að nauðsynlegt hafi verið að gera ráð fyrir lyftinga- og golfæfingum í prófaundirbún- ingnum. Íslandsmet í kraftlyftingum „Ég er í landsliðinu í klassískum kraftlyftingum og flaug út daginn eftir inntökuprófið í læknisfræðina til þess að keppa á heimsmeistara- mótinu sem haldið var í Kanada. Ég náði fjórða sæti í mínum flokki og setti um leið Íslandsmet. Vinkona mín dreif mig með á fyrstu kraftlyft- ingaæfinguna fyrir nokkrum árum og ég hreifst af íþróttinni og fé- lagsskapnum. Það er líka styttra fyr- ir mig að fara á lyftingaæfingar en í cross fit sem ég stundaði áður,“ segir Ragna Kristín og bendir á að það sé gott að taka sér hlé frá lestri, fara í líkamsrækt eða golf og hreinsa hug- ann í stað þess að sitja bara og læra. Líf Rögnu Kristínar er í föstum skorðum. Hún leggur áherslu á að hafa góða reglu á svefninum. „Ég passa alltaf vel upp á svefn- inn og reyni helst að ná níu tímum ef það er hægt,“ segir Ragna Kristín sem slakar á og finnst skemmtileg- ast að lyfta og spila golf í góðum fé- lagsskap. „Þegar ég er ekki að læra, „chilla“ ég með fjölskyldu og vinum. Mér finnst best að slappa af í sóf- anum heima og horfa á þætti,“ segir Ragna Kristín. Hún segir að til þess að ná árangri þurfi skipulag og aga og skipulagið sé í raun beinagrind. Það takist ekki alltaf að halda skipu- laginu en þá hliðri hún til. Stærðfræði hefur verið uppá- haldsfag Rögnu Kristínar. „Ég var með mjög góða stærð- fræðikennara í gunn- og framhalds- skóla og það skiptir miklu máli. Ég hef líka haft mikinn áhuga á og geng- ið vel í íslensku en mér hefur fundist frekar leiðinlegt að læra erlend tungumál,“ segir Ragna Kristín sem telur að þrátt fyrir námserfiðleika geti allir náð árangri með skipulagi og góðum undirbúningi og tekur sem dæmi lesblinda vinkonu sína sem náð hefur frábærum námsárangri. Lærir ekki á föstudögum „Ég þekki fáa sem fara að sofa jafn snemma og ég en það er mín reynsla að með því að fara snemma að sofa og vakna alltaf á sama tíma þá nýtist dagurinn best,“ segir Ragna Kristín og bætir við að hún læri aldrei eftir skóla á föstudögum. „Ég er alltaf í lærdómspásu á föstudögum, alveg sama hvað ég þarf að læra mikið. Í lok vikunnar er ég orðin þreytt og með því að slaka á get ég nýtt helgina betur til þess að læra,“ segir Ragna Kristín sem slak- ar á með því að taka extra langa lyft- ingaæfingu og dekrar svo við sig með slökun í sundi á eftir. Kennir börnum golf Ragna Kristín reynir að vera innan við hálftíma á dag á samfélags- miðlum, en hún er á instagram, facebook og snapchat. „Mér finnst gott að hafa nóg að gera en ég held að það sé ekki mögu- leiki á því að taka læknisnámið hrað- ar en á sex árum, það er þannig upp- byggt,“ segir Ragna Kristín rétt áður en hún fer út á golfvöll að sinna golfkennslu barna á Nesvellinum. Öguð og skipulögð 17 ára í læknisfræði Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, Íslandsmeistari í kraftlyftingum, sem hefur nám í læknisfræði við Há- skóla Íslands í haust, er yngsti nemandinn sem byrjað hefur í náminu. Ragna Kristín notar excel til þess að skipuleggja nám og hreyfingu og tekur sér undantekn- ingarlaust lærdómsfrí á föstudögum. Morgunblaðið/Valli Golfari Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, yngsti læknanemi landsins og Íslandsmeistari í kraftlyftingum, æfir og kennir börnum golf á Nesvelli. Ragna Kristín sem er öguð og skipulögð slakar á í líkamsrækt og golfi. Íslandsmethafi Ragna Kristín náði fjórða sæti á heimsmeistaramóti í klassískum kraftlyftingum. Systkini Ragna Kristín nýtur lífsins með bróður sínum Inga Hrafni á góðri stund á fermingardegi hans. Kvennalandslið Æft fyrir heimsmeistaramótið í klassískum lyftingum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.