Morgunblaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018 HEILSUNUDDPOTTAR FRÁ SUNDANCE SPAS Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 HEILSUNUDDPOTTAR OG HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ákvörðun fótboltamannsins Mesuts Özils um að hætta að leika með þýska landsliðinu vegna „kynþáttafordóma og virðingarleysis“ hefur vakið um- ræðu í Þýskalandi um fordóma gagn- vart Þjóðverjum af tyrkneskum upp- runa. Özil, 29 ára miðvallarleikmaður enska liðsins Arsenal, skýrði frá ákvörðun sinni í yfirlýsingu á sam- félagsmiðlum á sunnudag. Hann hafði sætt gagnrýni í Þýskalandi vegna mynda sem teknar voru af honum með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, á samkomu í London í maí. Einnig voru birtar myndir af Erdogan með öðrum þýsk- um fótboltamanni af tyrkneskum uppruna, Ilkay Gündogan, leikmanni Manchester City. Tyrkneska forseta- embættið og stjórnarflokkur Tyrk- lands birtu myndirnar í aðdraganda kosninga 24. júní þegar Erdogan var endurkjörinn forseti landsins. Marg- ir stjórnmálamenn í Þýskalandi gagnrýndu Özil og Gündogan vegna myndanna og drógu í efa að þeir styddu lýðræðisleg gildi Þýskalands. Stjórnvöld í Þýskalandi höfðu gagn- rýnt leiðtoga Tyrklands fyrir harka- legar aðgerðir þeirra eftir misheppn- aða valdaránstilraun hermanna fyrir tveimur árum. Ráðamennirnir hafa vikið um 125.000 ríkisstarfsmönnum frá störfum, fangelsað alls um 160.000 manns og tekið hart á fjöl- miðlum og pólitískum andstæðingum sem gagnýna stjórnvöldin. Gündogan sendi seinna frá sér yfirlýsingu þar sem hann kvaðst „virða þýsk gildi 100%“ og aldrei hafa ætlað að láta í ljós stuðning við Erdogan. Leikmennirnir ræddu mál- ið við forseta þýska knattspyrnu- sambandsins en Özil gaf ekki út yfir- lýsingu um það fyrr á sunnudag. Özil kvaðst hafa fengið haturs- pósta og hótanir vegna myndanna og sagði að sér hefði verið kennt um slæma frammistöðu þýska landsliðs- ins á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi í sumar. „Ég er Þjóðverji þegar við sigrum en innflytjandi þeg- ar við töpum,“ sagði hann. Hafður til blóra? Özil fæddist í borginni Gelsen- kirchen í vestanverðu Þýskalandi 15. október 1988 og er af þriðju kynslóð innflytjenda frá Tyrklandi. Hann hefur leikið 92 landsleiki og þýskir fótboltaáhugamenn hafa fimm sinn- um valið hann leikmann ársins í þýska landsliðinu frá árinu 2011. Hann var álitinn einn af mikilvæg- ustu leikmönnum liðsins þegar Þjóð- verjar urðu heimsmeistarar árið 2014. Þeir urðu hins vegar í neðsta sæti í riðli sínum og komust ekki í sextán liða úrslit á HM í Rússlandi í sumar þótt þeir hefðu verið taldir á meðal sigurstranglegustu þjóðanna fyrir mótið. Özil kvaðst hafa verið hafður að blóraböggli vegna slæmrar frammi- stöðu þýska liðsins og gagnrýndi fjöl- miðla og forystumenn þýska knatt- spyrnusambandsins, einkum forseta þess, Reinhard Grindel. Özil kvaðst vera trúr heimalandi sínu, Þýskalandi, en einnig landi for- feðra sinna, Tyrklandi. „Ég er með tvö hjörtu, annað er þýskt og hitt tyrkneskt. Þegar ég var barn kenndi mamma mér að sýna því tilhlýðilega virðingu og gleyma því ekki hvaðan ég kæmi og þetta eru gildi sem ég hef enn í hávegum.“ Özil kvaðst ekki hafa samþykkt myndatökuna í pólitískum tilgangi. „Í mínum huga snerist myndatakan með Erdogan ekki um stjórnmál eða kosningar, heldur um virðingu mína fyrir æðsta embætti landsins sem fjölskylda mín kemur frá.“ „Fallegt mark“ Hann benti enn fremur á að Elísa- bet II Bretadrottning og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddu við Erdogan þegar hann var í London. Hann sakaði „ákveðna þýska fjölmiðla“ um að hafa notað myndina af sér með Erdogan til að ýta undir málstað þýskra þjóðernis- sinna. Stjórnvöld í Tyrklandi fögnuðu yfirlýsingunni og dómsmálaráðherra landsins, Abdulhamit Gül, sagði Özil hafa skorað „mjög fallegt mark gegn fasismaveirunni“. Viðbrögð stjórn- málamanna og fjölmiðla í Þýskalandi voru hins vegar blendin. Dóms- málaráðherra Þýskalands, Katarina Barley, sagði það áhyggjuefni að frá- bær fótboltamaður eins og Özil skyldi ekki telja sig velkominn í land- inu og ekki njóta stuðnings knatt- spyrnusambandsins vegna uppruna síns. Dagblaðið Tagesspiegel tók dýpra í árinni, sagði að málið gæti haft miklar afleiðingar fyrir íþróttir, stjórnmál og samfélagið í Þýskalandi og hvatti til aðgerða til að koma í veg fyrir að aðrir Þjóðverjar af erlendum uppruna teldu sig verða fyrir slíkum fordómum. Þýska dagblaðið Bild hafnaði hins vegar gagnrýni Özils og lýsti yfirlýs- ingu hans sem „væli“. „Heimssýn Özils er hættulega nálægt Erdogan og einræðisstjórn hans,“ sagði blaðið. Bild hafði hvatt til þess að Özil yrði tekinn úr byrjunarliði Þýskalands vegna málsins. „Er innflytjandi þegar við töpum“  Özil segir að sér hafi verið hampað sem Þjóðverja þegar þýska liðið varð heimsmeistari en ekki þegar það tapaði  Vakti umræðu í Þýskalandi um fordóma í garð Þjóðverja af tyrkneskum uppruna AFP Innflytjandi Mesut Özil í leik gegn Suður-Kóreu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi 27. júní þegar Þjóðverjar töp- uðu 2-0. Özil segist hafa verið gerður að blóraböggli vegna slæmrar frammistöðu þýska landsliðsins á mótinu. Þjóðverji Mesut Özil fagnar sigri í úrslitaleik HM í Ríó 13. júlí 2014. Blendin viðbrögð » Viðbrögðin í Þýskalandi við yfirlýsingu Özils voru blendin í gær. » Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kvaðst virða þá ákvörðun Mesuts Özils að draga sig út úr landsliðinu. » Cem Özdemir, einn forystu- manna Græningja, sagði það mikið áhyggjuefni að ungir Þjóðverjar af tyrkneskum uppruna teldu sig ekki geta leikið með þýska landsliðinu vegna fordóma. Hann gagn- rýndi hins vegar Özil fyrir að hafa ekki lýst því yfir fyrr að hann styddi ekki Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. » Um þrjár milljónir Þjóð- verja eru af tyrkneskum upp- runa. Varað hefur verið mikilli hættu á því að fleiri skógareldar blossi upp í Svíþjóð næstu daga vegna hlýn- andi veðurs og áframhaldandi þurrka. Spáð er allt að 35 stiga hita í landinu í vikunni. Almannavarnastofnun Svíþjóðar sagði að 27 skógareldar hefðu log- að þar í gær, helmingi færri en daginn áður. Óttast var að ástand- ið versnaði til mikilla muna í sunnanverðu landinu næstu daga vegna hitabylgjunnar. Um 25.000 hektarar skóglendis hafa brunnið. Britta Ramberg, sem stjórnar aðgerðum almannavarnastofnunar- innar, sagði að minnst fjórir eld- anna væru alvarlegir. Hún bætti við að þeir sem staðnir yrðu að því að kveikja elda eða brjóta bann við því að nota útigrill í skóglendi yrðu sóttir til saka. Eldar í grannríkjum Yfirvöld í Danmörku, Frakk- landi, Noregi, Ítalíu, Póllandi og Þýskalandi hafa komið Svíþjóð til hjálpar með því að senda þangað slökkviflugvélar, þyrlur, slökkvi- bíla eða slökkviliðsmenn. Nánast engin rigning hefur verið í Svíþjóð frá því í maí, að undan- skilinni lítils háttar úrkomu um miðjan júní. Gróðureldar hafa einnig kviknað í Norður-Finnlandi, við landamær- in að Rússlandi. Nokkrir skógar- eldar hafa verið í Noregi og slökkviliðsmaður beið bana þegar hann reyndi að slökkva einn þeirra. Skógareldar hafa logað í Lett- landi í fimm daga og þar hafa rúm- lega 800 hektarar brunnið. Veður- fræðingar spá áframhaldandi hlýindum í landinu næstu daga og segja að ekki sé útlit fyrir úrkomu næstu tvær vikurnar. Mikil hætta á enn fleiri skógareldum  Allt að 35 stiga hita spáð í Svíþjóð Erfitt slökkvistarf Þyrla notuð til að slökkva eld í miðhluta Svíþjóðar. AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.