Morgunblaðið - 24.07.2018, Side 26

Morgunblaðið - 24.07.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Elín Smáradóttir, lögmaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR), á 50ára afmæli í dag. Hún hefur unnið hjá OR síðan 2008. „Égbyrjaði þar korteri fyrir hrun. Það er búið að vera mjög gam- an að taka þátt í uppbyggingarstarfinu sem er hefur verið í gangi eig- inlega frá 2008 þótt planið svokallaða hafi byrjað 2011. Undanfarið hefur mikil vinna farið í persónuverndarlöggjöfina eins og vera ber. Hún snertir okkur og okkar viðskiptavini sem eru um hundrað þúsund talsins. Þótt við séum ekki með viðkvæmar persónu- upplýsingar um viðskiptavini okkar þá eru þarna alls konar upplýs- ingar um þá sem gæta þarf að.“ Elín þarf þó ekki að hugsa um persónuverndarlöggjöfina á afmæl- isdeginum því hún er í sumarfríi. „Ég segist vera í fæðingarorlofi en ég var að fá mér hvolp og er að sinna honum. Þetta er eins og að eign- ast eitt smábarn í viðbót.“ Elín hyggur því ekki á ferðalög alveg á næstunni, en hún hefur mjög gaman af ferðalögum og er dugleg að fara á skíði. „Við vorum á Ítalíu og í London í júní en svo förum við í afmælisferð til Víetnams, en ég hef aldrei komið til Asíu. Við förum ekki fyrr en í desember því krakkarnir eru í skóla og vinnu og komast ekki fyrr. Í kvöld ætlum við fjölskyldan á Guns n’Roses-tónleikana fyrst þeir voru svo almennilegir að halda þessa afmælistónleika fyrir mig. Ég get ekki sagt að ég sé sérstakur aðdáandi, en maður þekkir þessi lög.“ Eiginmaður Elínar er Hjalti Nielsen verkfræðingur, og börn þeirra eru Hrafnhildur Arna, fædd 1996, Hjalti Þór, fæddur 1999, og Hilmir Örn, fæddur 2005. Fjölskyldan Frá vinstri: Hilmir Örn, Elín, Hjalti Þór, Hjalti og Hrafn- hildur Arna í stúdentsveislu Hjalta Þórs síðastliðinn júní. Fer á Guns N’ Roses-tónleikana Elín Smáradóttir er fimmtug í dag H aukur Helgason fædd- ist á Ísafirði 24.7. 1933 og ólst þar upp. Hann lauk gagn- fræðaprófi á Ísafirði 1949, prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1951, lokaprófi frá lýðhá- skólanum Vãsterdalarnas Folkhög- skola í Malung í Svíþjóð 1952, kenn- araprófi frá KÍ 1955 og stundaði framhaldsnám í stærðfræði við KHÍ 1971-72. Þá sótti hann fjölda starfs- tengdra námskeiða hér á landi og er- lendis. Haukur var sjómaður á Ísafirði 1947-49, togarasjómaður hjá BÚH 1949-50, sjómaður, verkamaður og vökumaður með námi og kennslu 1950-58, forstöðumaður Vinnuskóla Hafnarfjarðar í Krísuvík 1959-64, kennari við Barnaskóla Hafn- arfjarðar 1955-61 og var skólastjóri Öldutúnsskóla frá stofnun 1961 og til 1998. Haukur var framkvæmdastjóri FAAS, sem nú heitir Alzheim- ersamtökin, á árunum 2000-2009. Á þeim árum komu samtökin á fót þremur dagþjálfunarhúsum fyrir fólk með heilbilun, Fríðuhúsi, Drafn- arhúsi og Maríuhúsi. Það framtak átti þátt í umtalsverðri vitundarvakn- Haukur Helgason, fyrrv. skólastjóri Öldutúnsskóla – 85 ára Haukar og Helgar Haukur Helgason, lengst til vinstri, Haukur Már Helgason, sonarsonur afmælisbarnsins, Ásbjörn Helgi, sonur Hafdísar Helgudóttur, og Helgi Jóhann, sonur afmælisbarnsins, njóta sumarblíðunnar. Er enn að taka ljós- myndir – léttur í lund Skólastjórinn Haukur á sínum yngri árum, þá skólastjóri Öldutúnsskóla. Katrín Björt Sig- marsdóttir og Aníta Guðrún Andradóttir voru með tombólu fyrir utan Iceland- búðina í Setberg- inu í Hafnarfirði. Þær söfnuðu 3.336 kr. og færðu Rauða krossinum á Ís- landi. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.