Morgunblaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.07.2018, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018 Supergirl verður fyrst leikinna ofur- hetjusjónvarpsþáttaraða til að vera með trans ofurhetju. Leik- og baráttukonan Nicole Maines, sem sjálf er transkona, mun leika ofurhetjuna Nia Nal, sem er kölluð Dreamer, eða Dreymandinn. „Mér finnst mjög viðeigandi að hafa trans ofurhetju sem transbörn geta litið upp til,“ sagði leikkonan þegar tilkynnt var um persónu henn- ar á Comic Con ráðstefnunni sem haldin var í San Diego, Kaliforníu, um helgina. Nia Nal verður kynnt til sögunnar í fjórðu þáttaröðinni af Supergirl, sem brátt verður frum- sýnd. Persónu hennar hefur verið lýst sem „tilfinningaríkri ungri transkonu sem er ákaflega áfram um að vernda aðra.“ Í samtali við Variety sagðist Ni- cole Maines vilja að áhorfendur þátt- anna öðluðust skilning á transfólki. „Við getum verið hver sem er, við getum verið hver sem við viljum, við getum verið ofurhetjur – sem við er- um á vissan hátt.“ Nia Nal byggist á DC-teikni- myndapersónu og er úr sama heimi og aðrar DC-ofurhetjur, t.d. The Flash og Arrow, en Supergirl er frænka Supermans og einn af sein- ustu íbúunum á Krypton. Nia Nal er starfsmaður hjá CatCo-fjölmiðlafyr- irtækinu, þar sem hún starfar sem blaðakona. Maines vill að áhorfendur geri sér grein fyrir að fléttan sem snýr að persónu hennar snúist ekki um að vera trans. Nia sé miklu meira en transkona; hún sé vongóð og góður vinur, sérlega öflug og skynsöm. AFP Transkona Nicole Maines á Comic Con-ráðstefnunni í síðustu viku. Fyrsta trans ofurhetjan Björgunarafrekið í Taílandi á fót- boltastrákunum tólf og þjálfaran- um þeirra hefur orðið til þess að nú eru í framleiðslu sex kvikmyndir auk heimildamyndar um atburðinn. Stjórnvöld í Taílandi hafa því skip- að sérstaka nefnd sem hefur eftirlit með framleiðslunum, til að sjá til þess að rétt sé farið með og að um- hverfisspjöllum verði haldið í lág- marki. Vira Rojpojchanarat menningar- málaráðherra sagði í taílenska blaðinu Nation að þjóðin vildi glöð styðja bæði innlenda og erlenda kvikmyndaframleiðendur svo lengi sem þeir fylgdu taílenskum lögum og virtu réttindi drengjanna. Aðeins ein taílensk kvikmynd er í framleiðslu og er í höndum taí- lensk-írska leikstjórans Tom Wall- er, sem samkvæmt Variety mun einblína á hetjuskap drengjanna. Hann bendir á að strákarnir hafi ekki haft hugmynd um að augu heimsins fylgdust með þeim og bjuggust við að hjóla heim eftir að þeir kæmust út úr hellinum. Sex björgunarmyndir í framleiðslu Björgunarafrek Margir vilja kvikmynda hina einstöku björgunarsögu frá Taílandi. AFP Fyrsta hljóðversupptaka með Dav- id Bowie, sem vitað er um, verður seld á uppboði eftir að hún fannst í brauðkörfu á háalofti. Á upptökunni, sem er frá 1963, má heyra tónlistarmanninn syngja, en hann hét þá David Jones og var 16 ára metnaðarfullur saxófónleik- ari hljómsveitarinnar The Konrads. Umboðsmaður sveitarinnar ákvað að í upptökunni sem síðar var send plötuútgáfufyrirtækinu Decca ætti Bowie að syngja, en sveitin fékk ekki samning hjá þeim. Trommuleikari sveitarinnar, David Hadfield, fann upptökuna og vonast til að fá 10 þúsund pund fyr- ir hana eða um 1,4 milljónir króna. Samkvæmt BBC segir uppboðs- haldarinn, Paul Fairweather, upp- tökuna „bitastæða upptöku, algjör- lega einstaka“, og að hún veiti nýja innsýn í Bowie sem „viðvanings- legan tónlistarmann sem síðar varð stórstjarna.“ Bowie í brauðkörfu Flottur Bowie á Íslandi árið 1996. Morgunblaðið/Ásdís 12 Mýrin 12 Metacritic 75/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 18.00 Vargur 16 Bræðurnir Erik og Atli eiga við fjárhagsvanda að stríða. Þeir grípa til þess ráðs að smygla dópi. Erik skipulegg- ur verkefnið og allt virðist ætla að ganga upp, en óvænt atvik setur strik í reikninginn. Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 22.00 Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm Bíó Paradís 20.00 Hearts Beat Loud Bíó Paradís 18.00 You Were Never Really Here 16 Myndin fjallar um fyrrver- andi sérsveitar- og FBI- mann, Joe. Metacritic 84/100 IMDb 6,9/10 Bíó Paradís 22.00 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 16 Metacritic 88/100 IMDb 8,2/10 Bíó Paradís 17.45 Óþekkti hermaðurinn 16 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 20.00 Mamma Mia! Here We Go Again Metacritic 66/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.15 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.00, 19.30, 21.55 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00, 22.30 Smárabíó 16.30, 17.00, 19.10, 19.40, 22.10 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30, 21.50 Hereditary 16 Eftir að móðir Annie Graham deyr virðist dauði hennar leysa úr læðingi einhvers- konar álög sem hvílt hafa á Grahamfjölskyldunni lengi. Metacritic 87/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30, 22.40 Sambíóin Egilshöll 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 22.30 The Equalizer 2 16 Framhald The Equalizer frá árinu 2014 sem var byggð á samnefndum sjónvarpsþátt- um um fyrrverandi lögreglu- mann sem er nú leigumorð- ingi. Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.20 Smárabíó 17.20, 19.30, 21.50, 22.20 Háskólabíó 20.40 Borgarbíó Akureyri 19.30 Book Club Metacritic 53/100 IMDb 6,3/10 Smárabíó 14.50, 20.00 Háskólabíó 20.50 Tag 12 Lítill hópur fyrrum bekkjar- félaga skipuleggur flókinn, árlegan „klukk“ leik, sem krefst þess að þátttakendur þurfa sumir að ferðast um landið þvert og endilangt. Metacritic 56/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 20.00 Ocean’s 8 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 61/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Kringlunni 19.40, 22.10 Adrift 12 Morgunblaðið bbbmn Laugarásbíó 19.50, 22.00 Sicario: Day of the Soldado 16 Morgunblaðið bbbn Metacritic 60/100 IMDb 7,4/10 Smárabíó 22.20 Jurassic World: Fallen Kingdom 12 Morgunblaðið bbmnn Metacritic 52/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.15, 22.15 Ævintýraferð fakírsins Háskólabíó 18.00 Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf að annast Jack-Jack á með- an Helen, Teygjustelpa, fer og bjargar heiminum. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 80/100 IMDb 8,9/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00 Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.00 Sambíóin Akureyri 17.30 Sambíóin Keflavík 17.30 Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið Mavis kemur Drakúla á óvart með því að skipuleggja fjöl- skylduferð á lúxus skrímsla skemmtiferðaskipi, þannig að hann geti fengið hvíld frá eigin hótelrekstri. Metacritic 59/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 15.40, 17.45 Sambíóin Egilshöll 17.40 Smárabíó 15.00, 15.20, 17.20, 17.40 Háskólabíó 17.50 Borgarbíó Akureyri 17.30 Draumur Myndin skoðar ósagða sögu Mjallhvítar, Öskubusku og Þyrnirósar, sem komast að því að þær eru allar trúlof- aðar sama draumaprins- inum. Prinsinn upplifir þær breytingar að verða talinn ómótstæðilegur af flestum eftir að álfadís hellir á hann töfradufti í miklu magni. Smárabíó 14.50 Hope van Dyne og Dr. Hank Pym skipuleggja mikilvæga sendiför, þar sem Ant-Man þarf að vinna með The Wasp, til að leiða í ljós leynd- armál úr fortíðinni. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 70/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 22.00 Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.00, 19.30, 22.00 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Ant-Man and the Wasp 12 Kona fer í stríð Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Ís- lands þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Morgunblaðið bbbbb Háskólabíó 18.10, 21.10 Bíó Paradís 20.00 Skyscraper 12 Myndin fjallar um fyrrum aðal samningamann alríkis- lögreglunnar í gíslatökumálumsem nú vinnur við öryggis- gæslu. Metacritic 52/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 20.10, 22.30 Borgarbíó Akureyri 21.50 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.