Morgunblaðið - 28.07.2018, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 2 8. J Ú L Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 176. tölublað 106. árgangur
VERK FRANSKRA OG
ÍSLENSKRA LISTA-
MANNA MÆTAST
Í 100 Á́RA
SKAUTBÚNINGI
LANGÖMMU
ÆTTARSKRAUT 12
Full ástæða er til
að bregðast við
áhyggjum fólks af
jarðakaupum er-
lendra aðila hér á
landi, að mati Sig-
ríðar Á. Ander-
sen dómsmála-
ráðherra. Hún
minnti á að einnig
hafi orðið vart við
áhyggjur vegna
kaupa rammíslenskra aðila á jörðum
í gegnum árin.
„Ég veit að margir, þar á meðal
erlendir aðilar, hafa keypt jarðir í
gegnum félög eða með því að kaupa
hluti í félögum sem eiga jarðir. Lög-
in heimila það. Það væri mögulegt að
kveða á um það í lögum að það yrði
að liggja fyrir hvaða einstaklingar
eiga félögin, telji menn að það skipti
máli í sjálfu sér. Fyrir því eru for-
dæmi eins og varðandi eignarhald á
flugfélögum, en það er mjög sérstakt
fordæmi,“ sagði Sigríður. „Hafi
menn áhuga á að takmarka eignar-
hald á jörðum með einhverjum hætti
þá verður að gera það með lögum og
fylgja því svo eftir. Það má draga í
efa að það sé framkvæmanlegt að
fylgjast með því með góðu móti.
Það vill líka oft gleymast í þessu
samhengi að það felst í fullveldisrétti
Íslands að löggjafinn getur alltaf
sett eignarhaldi skorður til að ná ein-
hverjum samfélagslegum markmið-
um. Menn þurfa svo að komast að
niðurstöðu um hvert hið samfélags-
lega markmið er. Við Íslendingar
förum alltaf með skipulagsvaldið.
Það má ekki gleyma því. Í þessu
sambandi skiptir ekki máli hvort
jarðeigendurnir eru Íslendingar eða
útlendingar, eitt verður yfir alla að
ganga.“ gudni@mbl.is »14
„Eitt verður yfir
alla að ganga“
Dómsmálaráðherra um jarðakaup
Sigríður Á.
Andersen
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur-
félags Suðurlands (SS), segir fyrir-
tækin ekki lengur geta tekið á sig
tugprósenta launahækkanir.
„Í sumum tilfellum leiðir þetta til
verðbólgu eða verðhækkana. Í öðrum
tilfellum getur þetta kippt grundvell-
inum undan rekstri fyrirtækjanna.
Það er eins og gengur.“
Laun hafi hækkað um 30-40%
Steinþór segir laun í kjötvinnslu
hafa hækkað um 30-40% síðustu ár.
Aðeins brot af þeirri kostnaðarhækk-
un sé komin út í verðlag.
Ari Edwald, forstjóri Mjólkursam-
sölunnar (MS), segir laun hjá MS hafa
hækkað um rúm 40% að meðaltali frá
maí 2015. Tímabært sé að endurskoða
verðskrár.
„Erlendis eru menn að velta fyrir
sér hvort laun nái að hækka um hálft
til eitt prósent á ári. Við höfum hins
vegar verið að hækka laun um eitt
prósent á mánuði á þessu tímabili!“
segir Ari um launaskriðið.
Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri
félaganna Síldar og fisks og Matfugls,
segir launakostnað hafa aukist mikið
eftir síðustu samninga. Það ásamt
dýrara fóðri eigi mikinn þátt í miklum
kostnaðarhækkunum. Matfugl hafi
hækkað verð á kjúklingi í vor. Fram
undan sé endurskoðun á verðskrá hjá
Síld og fiski, sem er m.a. með svín.
Fóðurverðið farið að stíga
Geir Gunnar Geirsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Stjörnugrís, telur
framleiðendur hafa skilað launa-
hækkunum út í verðlagið að undan-
förnu. Hins vegar séu blikur á lofti.
Fóður sé að hækka mikið í verði.
Eyjólfur Sigurðsson, forstjóri Fóð-
urblöndunnar, segir mikla þurrka í
Evrópu munu leiða til hærra matar-
og fóðurverðs. Til dæmis verði maís,
hveiti og bygg dýrara. Þá muni tolla-
stríð Bandaríkjanna og Evrópu
þrýsta upp fóðurverði. Þetta muni
auka kostnað íslenskra bænda.
Fyrirtæki geti ekki lengur
beðið með verðhækkanir
Launaskrið hjá MS og SS Tollastríð hefur áhrif á Íslandi
Morgunblaðið/Kristinn
Kjötvörur Forstjóri SS segir kostn-
að félagsins hafa aukist mikið.
MTelja tímabært að hækka ... »4
Fjöldi fólks tók í gærkvöldi þátt í Gangakeppni Greifans, á
vegum Hjólreiðafélags Akureyrar, sem hófst í miðbæ Siglu-
fjarðar og lauk á Akureyri. Flestir hjóluðu beinustu leið, um
80 km, og luku keppni við svæði Bílaklúbbs Akureyrar en
keppendur í afreksflokki, konur, karlar og unglingsstrákar,
hjóluðu stóran hring í Svarfaðardal að auki og linntu ekki lát-
um fyrr en komið var upp að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og
höfðu þá lagt að baki 103,7 km. Lokakaflinn var strembinn;
kapparnir á myndinni eru komnir langleiðina, Akureyri í
fjarska. Fjörið heldur áfram í dag og á morgun með margs
konar hjólreiðakeppni á Akureyri, bæði í Hlíðarfjalli og niðri
í bæ.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Stigu fákana frá Siglufirði að skíðasvæði Akureyringa
OH, SO QUIET! Á HJALTEYRI 46