Morgunblaðið - 28.07.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018
Vegna sumarleyfa starfsfólks
verður Orkustofnun lokuð vikuna
30. júlí til 3. ágúst 2018.
Orkumálastjóri
Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is
Lokað vegna
sumarleyfa
dalsbita og á markaðnum. Þess
vegna viljum við bara koma með
vörur á markaðinn sem við vitum að
muni seljast, þannig fer ekkert til
spillis.“
Guðný segir að þær leiðir sem
smáframleiðendur hafi nú til að
selja sínar vörur vera tímafrekar og
lítt arðbærar.
„Smáframleiðendur hafa alltaf
farið þessa sömu hefðbundnu leið að
standa á mörkuðum en það getur
verið bæði dýrt og tímafrekt. Þetta
er hagkvæmari og skilvirkari leið.“
Guðný segir spurn eftir vörum
frá smáframleiðendum vera að
aukast en að það vanti upp á fram-
boðið.
„Ég er að reyna að fá fleiri til að
selja á markaðnum en það er auð-
vitað mikið að gera hjá bændum
núna.“
„Þau eru komin mjög langt með
þetta og það hefur stóraukist veltan
hjá smáframleiðendum með þessu
móti. Brynja Laxdal hjá Matarauði
Íslands ýtti á mig með þetta og ég
ákvað bara að slá til.“
Fullnýta afurðir
Fyrirmyndin er kölluð REKO en
hún hefur heilbrigða og vistvæna
viðskiptahætti að leiðarljósi. „Við
viljum einnig virkja nærsamfélagið í
því að versla við þá smáframleið-
endur sem eru á svæðinu.“
Guðný er sjálf með vörur til sölu
á markaðnum. Hún er einn af eig-
endum Breiðdalsbita sem er fyrir-
tæki sem hefur það að markmiði að
fullvinna kjötafurðir bændanna sem
það eiga.
„Okkur er umhugað um að sem
minnst sóun verði, bæði hjá Breið-
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Matarmarkaður að finnskri fyrir-
mynd hefur verið stofnaður á Fés-
bók fyrir Austfirðinga, Héraðsbúa
og aðra sem kunna að eiga leið um
Egilsstaði.
Kaup og sala fara þannig fram að
smáframleiðendur auglýsa vörur
sínar á Fésbókinni og kaupendur
gefa þar til kynna hvað þeir vilji
kaupa. Síðan eru vörurnar afhentar
á hinum eiginlega markaði sem mun
vera haldinn á tveggja vikna fresti á
þriðjudögum á Egilsstöðum frá og
með 31. ágúst.
Guðný Harðardóttir er stjórnandi
markaðsins. Hún segir að í Finn-
landi og Noregi hafi markaðir með
þessu sniði komið smáframleið-
endum til góða.
Samstarfskonur Guðný Harðardóttir og Heiðdís Lóa Ben Pálsdóttir selja vörur frá Breiðdalsbita á markaði.
Engin matarsóun á
nýjum matarmarkaði
Aukin hagkvæmni fyrir smáframleiðendur á Austurlandi
„Nú þegar eru rúmlega 8.000 kepp-
endur skráðir en það skrá sig alltaf
mjög margir þegar nær dregur
hlaupinu,“ segir Anna Lilja Sigurð-
ardóttir, upplýsinga- og samskipta-
stjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur,
um skráningu í Reykjavíkurmara-
þonið sem fer fram 18. ágúst.
Fleiri en 3.000 erlendir keppendur
hafa nú þegar skráð sig. „Það er ekki
langt síðan 3.000 var lokatala er-
lendra keppenda,“ segir Anna. Aug-
lýsing fyrir maraþonið hefur vakið
talsverða athygli. „Hún hefur farið
svolítið út fyrir landsteinana og það
var fjallað um hana í New York Tim-
es um daginn.“
Maraþonið er nú haldið í 35. skipti.
„Þetta er svona pínu afmæli og það
er búið að sérhanna nýja medalíu
vegna þess. Skemmtiskokkið verður
einnig með aðeins breyttu sniði frá
fyrri árum en við ætlum að rífa upp
stemninguna í styttri vegalengdun-
um. Í þriggja kílómetra hlaupinu
munu Jói Pé og Króli sjá um upp-
hitun, það verða blys í brautinni, tón-
list, skreytingar og confetti,“ segir
Anna.
Áheitasöfnun gengur vel en rúmar
22 milljónir hafa safnast. „Það borg-
ar sig að drífa í að skrá sig ef maður
ætlar að vera í áheitasöfnun.“
ragnhildur@mbl.is
Margir erlendir
8.000 keppendur þegar skráðir í
Reykjavíkurmaraþonið í ágúst
Morgunblaðið/Eggert
Margmenni Það er alltaf mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu.
náð góðum árangri varðandi það sem
við teljum vera tilhæfulausar um-
sóknir frá borgurum ríkja sem við
skilgreinum sem örugg. Afgreiðslu-
tími þessara mála er kominn niður í
fjóra daga, jafnvel einn dag.“
Undanfarið hefur fjölgað umsækj-
endum frá löndum sem ekki teljast
örugg. Afgreiðsla þeirra getur verið
flókin og tímafrek. Sigríður sagði
brýnt að þessi mál fái einnig skjóta
afgreiðslu og til þess þurfi fjármagn.
Hún vill tryggja Útlendingastofn-
un fé svo kleift verði að halda enn um
sinn þeim aukna mannskap sem var
ráðinn tímabundið til að vinna niður
málahalla og flýta afgreiðslu um-
sókna og stytta málsmeðferðartím-
ann. Við það mun kostnaður vegna
þjónustu við hælisleitendur minnka.
gudni@mbl.is
Sigríður Á. And-
ersen dómsmála-
ráðherra kynnti á
ríkisstjórnar-
fundi í gær að-
gerðir til að
greiða fyrir af-
greiðslu umsókna
hælisleitenda.
Fjárheimildir
sem lúta að mál-
efnum útlendinga
skiptast að mestu á þrjá fjárlagaliði,
að sögn Sigríðar. Útlendingastofnun
og stjórnsýsla hennar fellur undir
einn þeirra, kærunefnd útlendinga-
mála fellur undir annan og sá þriðji
er merktur hælisleitendum.
„Ég hef lagt mikla áherslu á að
stytta afgreiðslutíma hælisum-
sókna,“ sagði Sigríður. „Við höfum
Greitt fyrir hrað-
ari málsmeðferð
Sigríður Á.
Andersen
Unnið á kúfi umsókna um hæli
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Umferð var fyrir nokkrum dögum
hleypt á nýja 16 metra langa tví-
breiða brú yfir Stigá í Öræfasveit.
Framkvæmdin var í höndum brúar-
vinnuflokks Vegagerðarinnar í Vík í
Mýrdal sem Sveinn Þórðarson fer
fyrir, en sami mannskapur er nú að
reisa brú yfir Hólá, sem er um tveim-
ur kílómetrum austan við Stigá.
Brýrnar sem fyrir eru yfir þessar ár
voru báðar smíðaðar árið 1969 en
kominn var tími á endurnýjun, enda
einbreiðar slysagildrur. Kostnaður
við byggingu hvorrar brúar um sig
er um 160 milljónir króna.
Nú eru á bilinu 30-40 einbreiðar
brýr á Hringveginum, það er frá
Bárðardal í norðri og þaðan suður
um alla leið á Síðu. Áform eru um að
útrýma þessum brúm og þar hefur
talsvert miðað á undanförnum árum.
„Við vonumst til þess að strax í
haust getum við byrjað á nýrri 38
metra langri brú yfir Kvíá í Öræfum,
sem er skammt austan við þær tvær
brýr sem við höfum verið að reisa í
sumar. Ný brú yfir Breiðdalsá fyrir
austan er svo komin á dagskrá og
það verkefni kemst vonandi til fram-
kvæmda á næstu mánuðum,“ segir
Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður
framkvæmdadeildar Vegagerðar-
innar, í samtali við Morgunblaðið.
Steinavatnsbrú í hönnun
Sem kunnugt er laskaðist brúin
yfir Steinavötn í Suðursveit í vatna-
vöxtum í september síðasta haust,
raunar svo mikið að óökufær varð.
Nýrri bráðabirgðabrú var þá komið
upp í snatri og hefur verið notast við
hana síðan. Verkfræðingar Vega-
gerðarinnar hafa að undanförnu
unnið að hönnun á nýrri brú í stað
þeirra sem laskaðist. Óvíst er þó,
segir Óskar Örn, hvenær verður far-
ið í framkvæmdir. Áætlaður kostn-
aður við verkefnið er liðlega hálfur
milljarður króna og þeir peningar
eru enn ekki í hendi.
Tvær nýjar brýr
byggðar í Öræfasveit
Stigárbrú komin í gagnið og framkvæmdir hafnar við Hólá
Ljósmynd/Óskar Örn Jónsson
Hólárbrú Undirstöður eru tilbúnar og svo verður allt hitt tekið í réttri röð.